Víkingsvöllur
mánudagur 29. júní 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Það er sunshine og hlýtt! Teppið blautt og iðagrænt.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1152 manns
Maður leiksins: Óttar Magnús Karlsson
Víkingur R. 4 - 1 FH
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('26)
2-0 Davíð Örn Atlason ('39)
3-0 Óttar Magnús Karlsson ('45)
3-1 Steven Lennon ('51, víti)
4-1 Óttar Magnús Karlsson ('84)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen (f)
10. Óttar Magnús Karlsson (f)
11. Dofri Snorrason ('74)
20. Júlíus Magnússon ('52)
21. Kári Árnason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason ('46)
77. Atli Hrafn Andrason ('70)

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
9. Helgi Guðjónsson
13. Viktor Örlygur Andrason ('52)
15. Kristall Máni Ingason
17. Atli Barkarson ('74)
23. Nikolaj Hansen ('70)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('46)

Liðstjórn:
Arnar Bergmann Gunnlaugsson (Þ)
Fannar Helgi Rúnarsson
Hajrudin Cardaklija
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann

Gul spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('41)
Ágúst Eðvald Hlynsson ('67)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
96. mín Leik lokið!
Þá er þetta búið! Öruggur sigur Víkinga staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
94. mín Logi Hrafn Róbertsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Þessi skipting fór framhjá mér.
Eyða Breyta
92. mín
Ingvar heldur reglulega utan um öxlina á sér. Virðist hafa meitt sig þar áðan.
Eyða Breyta
90. mín
Sex mínútum bætt við hér í dag.
Eyða Breyta
89. mín
1152 áhorfendur á leiknum í dag. Sem er frábært.
Eyða Breyta
88. mín Óskar Atli Magnússon (FH) Morten Beck Guldsmed (FH)
Morten Beck tekinn útaf. Alls ekki búinn að vera góður í dag.
Eyða Breyta
86. mín
Baldur Logi með lága fyrirgjöf sem að Morten Beck reynir að renna sér í. Hann er hinsvegar of seinn og virðist enda með fótinn í hausnum á Ingvari sem að þarfnast aðhlynningu.
Eyða Breyta
84. mín MARK! Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.), Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
OOOOOG ÞAÐ ER KOMIN ÞRENNA!!!!!!

Viktor Örlygur gerir mjög vel í að vinna boltann af Hirti Loga og setur hann á Ágúst. Hann rennir honum á Óttar sem að fær alltof mikinn tíma utan teigs og þrumar honum í hornið.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Eins gult og það gerist. Missir af Ágústi og grípur hann niður.
Eyða Breyta
80. mín
Spyrna Óttars er töluvert yfir markið.
Eyða Breyta
80. mín
Ágúst gerir hér mjög vel og nælir í aukaspyrnu rétt utan teigs.
Eyða Breyta
76. mín
ÓTTAR MAGNÚS SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ FULLKOMNA ÞRENNUNA!!!

Víkingar spila hér mjög vel á miðjunni og endar það með að Ágúst Eðvald stingur boltanum inná Óttar sem að er einn gegn Gunnari. Skot hans er hins vegar ekki gott og gerir Gunnar vel í að verja.
Eyða Breyta
75. mín
Hörður Ingi reynir lága fyrirgjöf en Ingvar er fljótur að kasta sér á boltann.
Eyða Breyta
74. mín Atli Barkarson (Víkingur R.) Dofri Snorrason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
71. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!!??

Nikolaj kemur sér strax í fínt færi en hittir ekki boltann. Strax í kjölfarið kemur varnarmaður FH á fullu í bakið á honum en Pétur sér ekkert athugavert. Alveg vel hægt að flauta víti þarna.
Eyða Breyta
70. mín Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Olnbogi í andlit.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
Of seinn í Björn Daníel.
Eyða Breyta
66. mín
FH-ingar að sækja meira núna. Atli Guðna á fyrirgjöf á Morten Beck sem að á lausan skalla í átt að marki. Kári reynir að koma honum frá en boltinn berst beint á Lennon sem að neglir honum yfir markið.
Eyða Breyta
64. mín
Atli Guðna gerir frábærlega í að pota boltanum inná Morten Beck sem að er sloppinn í gegn. Þar tekur Kári hann niður, en Daninn var rangstæður og Víkingar sleppa með skrekkinn.
Eyða Breyta
63. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Daníel Hafsteinsson (FH)

Eyða Breyta
62. mín
Klaufagangur hjá Víking. Sýndist Dofri eiga sendingu sem að fór beint á Lennon sem að finnur Morten Beck og er hann við það að sleppa í gegn en er ekki nógu snöggur að ná skotinu.
Eyða Breyta
62. mín
Jónatan Ingi með fína stungu ætlaða Atla en hann er ekki alveg nógu snöggur til að ná boltanum.
Eyða Breyta
58. mín
Atli Guðna fær boltann töluvert fyrir utan teig og reynir skot, en það fer hátt yfir markið.
Eyða Breyta
58. mín
Jónatan köttar inná vinstri og reynir þrumuskot sem að Halldór kemst fyrir. Jónatan heimtar hendi víti en það hefði verið galið.
Eyða Breyta
57. mín

Eyða Breyta
52. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Júlíus farinn útaf. Var farinn að kveinka sér eftir viðskipti við Atla Guðna.
Eyða Breyta
51. mín Mark - víti Steven Lennon (FH)
Öryggið uppmálað! Sendir Ingvar í vitlaust horn og spurning hvort að við fáum leik úr þessu.
Eyða Breyta
50. mín
FH FÆR VÍTI!!!

Kolrangur dómur að mínu mati. Hörður virtist vera með leikaraskap þarna og Pétur féll í gildruna.
Eyða Breyta
48. mín
Hörður Ingi með fasta fyrirgjöf ætlaða Morten Beck en Kári er á undan honum í boltann. Svo var Morten líka rangstæður.
Eyða Breyta
46. mín Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð eflaust orðinn þreyttur. Frábær leikur hjá honum.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju. Víkingar gera eina breytingu.
Eyða Breyta
45. mín
Var að sjá endursýningu af þriðja markinu. Gef boltastrák Víkings assist þarna. Fljótur að átta sig og setur boltann á Óttar sem að er líka fljótur að hugsa og rennir boltanum í autt netið frá endalínunni.
Eyða Breyta
45. mín

Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Víkingur leiðir mjög sanngjarnt.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM GERÐIST ÞARNA!!!!???

Víkingar fá aukaspyrnu við hornfánann og eru FH-ingar eitthvað að malda í móinn. Óttar sér tækifæri og rennir boltanum í autt markið. FH-ingar brjálaðir yfir þessu. Þetta var vel steikt.


Eyða Breyta
45. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI MORTEN BECK!!!!!

Þórir Jóhann með frábæra sendingu úr vörninni og er Morten Beck skyndilega sloppinn í gegn. Hann reynir að lyfta boltanum yfir Ingvar en boltinn fer nokkuð afgerandi framhjá markinu. Hefði verið mjög dýrmætt að skora þarna.
Eyða Breyta
45. mín
Óttar neglir boltanum beint í vegginn. Fjórum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (FH)
Brýtur á Óttari á stórhættuegum stað. Fær gult við mikinn fögnuð áhorfenda.
Eyða Breyta
44. mín
Vá eftir hornið breika Víkingar hratt. Guðmundur Kristjáns kemst fyrir Ágúst Eðvald og ætlar að setja hann aftur fyrir sig á Hörð. Hörður er hins vegar ekki á sömu blaðsíðu og lætur boltann fara og er Ágúst skyndilega kominn einn á móti Gunnari. Færeyjingurinn er fljótur úr markinu og kemst á undan í boltann.
Eyða Breyta
43. mín
Hörður Ingi reynir hér skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann og framhjá.
Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Alltof seinn í Daníel hérna. Áhorfendur Víkings ekki sáttir og vilja meina að Daníel sjálfur eigi að vera löngu kominn í bókina.
Eyða Breyta
39. mín MARK! Davíð Örn Atlason (Víkingur R.), Stoðsending: Erlingur Agnarsson
OG VÍKINGAR BÆTA VIÐ!!!!!!

Óttar Magnús geysit hér upp völlinn og kemur boltanum á Júlíus sem að setur hann á Erling. Erlingur rennir honum svo inná teiginn þar sem að Davíð er mættur og setur hann auðveldlega framhjá Gunnari í markinu. Davíð búinn að vera eins og rennilás í þessum leik.
Eyða Breyta
37. mín
Morten Beck og Dofri í einhverjum átökum hérna og Daninn gjörsamlega tryllist. Pétur segir mönnum bara að slaka á og skilur spjöldin eftir í vasanum.
Eyða Breyta
36. mín Atli Guðnason (FH) Pétur Viðarsson (FH)
Pétur hefur lokið leik í dag. Vonum að það sé ekkert alvarlegt.
Eyða Breyta
33. mín
Ég sé ekki betur en að Pétur þurfi að fara útaf.
Eyða Breyta
31. mín
Pétur Viðarsson liggur hér eftir og heldur um höfuðið á sér. Átti góða tæklingu á Atla Hrafn sem að rakst með löppina í hausinn hans eftir á. Ótrúlega vont, en algjört óviljaverk.
Eyða Breyta
28. mín
Váááá þetta hefði verið klikkað! Sölvi Geir setur boltann inná teiginn þar sem að Óttar reynir að taka hann í fyrsta, en hittir ekki boltann. Hefði minnt á markið hans Van Persie gegn Aston Villa 2013.
Eyða Breyta
27. mín
Ágúst Eðvald er hér á fullri ferð þegar að Þórir Jóhann brýtur á honum og er réttilega dæmdur brotlegur. Ágúst þarfnast aðhlynningar en virðist ætla að harka þetta af sér.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.), Stoðsending: Ágúst Eðvald Hlynsson
VÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!!!!

Ágúst Eðvald tekur spyrnuna og á frábæran bolta á nær. Þar er Óttar Magnús grimmastur og stangar boltanum fast framhjá Gunnari.
Eyða Breyta
25. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á kantinum. Klaufalegt brot hjá Herði.
Eyða Breyta
23. mín
Aðeins lifnað yfir FH hérna. Jónatan og Hörður hér með laglegt spil á kantinum og nær Hörður fastri fyrirgjöf. Hún endar úti á Hirti sem að á fast skot en það fer í varnarmann Víkings.
Eyða Breyta
20. mín
Nú er það Daníel Hafsteinsson sem að tekur horn fyrir FH og var þessi bolti bara á leiðinni á markið. Sem betur fer fyrir Víking var Ingvar vel á verði í markinu og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
18. mín
Hornið hjá Þóri fer alla leið á fjær í átt að Morten Beck en varnarmenn Víkings koma boltanum frá.
Eyða Breyta
18. mín
FH-ingar fá sitt fyrsta horn í leiknum.
Eyða Breyta
14. mín
Sama uppskrift sem að við höfum séð í þessum leik. Halldór Smári með góða skiptingu yfir á Davíð sem að rennir honum á Júlíus. Hann setur hann fyrir í þetta skiptið og þar er Erlingur sem að skallar hann yfir.
Eyða Breyta
13. mín
Óttar Magnús með góða hornspyrnu sem að Sölvi Geir skallar yfir markið.
Eyða Breyta
12. mín
Góð fyrirgjöf frá Davíð mitt á milli varnar og markmanns en Hörður er fyrstur að átta sig og skallar boltann laust í hendur Gunnars.
Eyða Breyta
10. mín
Lítið að frétta þessa stundina. FH-ingum gengur erfiðlega að halda boltanum og Víkingar stjórna algjörlega ferðinni, án þess þó að skapa sér neitt af viti.
Eyða Breyta
6. mín
Mikill hraði í þessu til að byrja með. Heimamenn halda boltanum betur en FH búið að fá fín tækifæri til að breika hratt.
Eyða Breyta
3. mín
Vá mjög svipað uppspil hjá Víking. Í þetta skipti rennir Davíð honum út í teiginn á Júlíus en skot hans er beint á Gunnar í markinu.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta færi leiksins. Halldór Smári með geggjaða sendingu út á Davíð Atla sem að rennur honum fyrir markið. Þar er Pétur Viðarsson hins vegar á undan Óttari að renna sér í boltann og Gunnar grípur svo boltann.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá flautar Pétur leikinn á. FH byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er sturlað veður í Fossvoginum. Örugglega ótrúlega gaman að vera áhorfandi á þessum leik. Liðin ganga út á völlinn og allt fer að verða klárt. Kalla eftir veislu í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það fara tveir aðrir leikir fram á sama tíma og þessi. Í Grafarvoginum taka Fjölnismenn á móti Breiðablik og í Árbænum mætast stigalausu liðin Fylkir og Grótta. Einum leik í þessari umferð var frestað en það var viðureign Stjörnunnar og KA. Covid smit kom uppí leikmannahópi Stjörnunnar og er megnið af leikmannahópnum í sóttkví.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl og byrjuð að hita upp. Júlíus Magnússon, leikmaður Víkings, átti afmæli í gær og varð 22 ára. Óskum honum innilega til hamingju með það.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár en þau má sjá hér til hliðar.

Heimamenn í Víking gera eina breytingu frá síðasta deildarleik þeirra gegn KA. Helgi Guðjónsson fær sér sæti á bekknum og í hans stað kemur Erlingur Agnarsson inn.

FH-ingar gera tvær breytingar frá leiknum gegn ÍA. Þeir Pétur Viðarsson og Þórir Jóhann Helgason koma inn í stað þeirra Baldurs Sigurðssonar og Guðmanns Þórissonar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Talandi um Mjólkurbikarinn, þá var síðasta viðureign þessara liða einmit í úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2019. Leiknum lauk með 1-0 sigri Víkinga þar sem að Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. Pétur Viðarsson, sem að nýlega tók skóna af hillunni, fékk að líta rauða spjaldið í þessum leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið tryggðu sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í vikunni. Víkingur mætti nöfnum sínum frá Ólafsvík og unnu þann leik í vítaspyrnukeppni. Helgi Guðjónsson tryggði Reykvíkingum framlengingu með marki á 90.mínútu.

FH-ingar heimsóttu Þrótt á Eimskipsvöllinn og unnu þar 2-1 sigur. Daninn geðþekki Morten Beck Guldsmed skoraði þar bæði mörk FH-inga.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingur skellti sér norður til Akureyrar í síðustu umferð þar sem að þeir mættu KA í leik sem að margir vilja meina að hafi verið sá allra leiðinlegasti lengi. Steindautt 0-0 jafntefli.

Hafnfirðingar fengu ÍA í heimsókn í Kaplakrika þar sem að leiknum lauk með 2-1 sigri FH. Jónatan Ingi Jónsson og Steven Lennon skoruðu mörk FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Báðum liðum var spáð í Evrópubaráttu í sumar en hefja mótið missterkt. Heimamenn í Víking eru með tvö stig eftir tvær umferðir á meðan að FH-ingar eru búnir að vinna báða leiki sína og eru með sex stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin á þessa beinu textalýsingu á leik Víkings og FH í þriðju umferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn í kvöld fer fram á gervigrasinu á Víkingsvelli við toppaðstæður.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson ('36)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Daníel Hafsteinsson ('63)
7. Steven Lennon
9. Jónatan Ingi Jónsson ('94)
10. Björn Daníel Sverrisson
14. Morten Beck Guldsmed ('88)
16. Guðmundur Kristjánsson
29. Þórir Jóhann Helgason

Varamenn:
11. Atli Guðnason ('36)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
24. Daði Freyr Arnarsson
25. Einar Örn Harðarson
26. Baldur Logi Guðlaugsson ('63)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('94)
35. Óskar Atli Magnússon ('88)

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('45)
Baldur Logi Guðlaugsson ('69)
Björn Daníel Sverrisson ('83)

Rauð spjöld: