Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Valur
1
4
ÍA
0-1 Viktor Jónsson '4
0-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson '29
0-3 Bjarki Steinn Bjarkason '38
Patrick Pedersen '50 1-3
1-4 Steinar Þorsteinsson '73
03.07.2020  -  20:00
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól en ekki alveg blíða
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 922
Maður leiksins: Viktor Jónsson (ÍA)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('57)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen ('84)
14. Aron Bjarnason ('57)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('57)
21. Magnus Egilsson ('84)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Varamenn:
12. Torfi Geir Halldórsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('57)
5. Birkir Heimisson ('84)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('57)
18. Lasse Petry ('57)
24. Valgeir Lunddal Friðriksson ('84)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('32)
Valgeir Lunddal Friðriksson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4

Öruggur sigur ÍA staðreynd. Heldur betur óvænt úrslit. Viðtöl og skýrsla koma inn von bráðar.
90. mín
+2

Lasse Petry með fínt skot sem Árni Snær ver.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
88. mín
87. mín
Þetta er að fjara út
Skagamenn taka Hvalfjarðargöngin í góðum gír í kvöld. Það er nokkuð ljóst. Valsmenn tínast úr stúkunni.
86. mín Gult spjald: Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur)
85. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Alltof seinn.
84. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Magnus Egilsson (Valur)
Þá eru Valsmenn ekki með fleiri skiptingar.
84. mín
Inn:Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur) Út:Rasmus Christiansen (Valur)
81. mín
Birkir og Valgeir að koma inn hjá Val.
79. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Marcus Johansson (ÍA)
Marcus á gulu. Síðasti gluggi þeirra til að skipta.
78. mín
78. mín
76. mín
Heyrist vel í Skagamönnum
Skagamenn eru komnir í bæjarferð og það heyrist vel í þeirra stuðningsmönnum þessa stundina. ,,Það heyrist ekki rassgat" syngja þeir til kollega sinna hinum megin í stúkunni.
75. mín
Næstum því fimm
Skagamenn voru ekki fjarri því að bæta við fimmta markinu stuttu eftir það fjórða.
74. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
74. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Út:Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
73. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
MARK!!! SKAGAMENN GANGA FRÁ ÞESSU!

Viktor með sína þriðju stoðsendingu í kvöld. Hann setur boltann yfir Rasmus og á Steinar. Sá fer illa með varnarlínu Vals og setur boltann undir Hannes. Landsliðsmarkvörðurinn leit ekki vel út þarna. Ekki í fyrsta sinn sem varnarlína heimamanna lítur illa út í kvöld.
70. mín
Jói Kalli reiður eftir spjall við fjórða dómarann. Veit ekki alveg yfir hverju samt...
68. mín
Siggi Lár með ágætis tilraun nokkuð fyrir utan teig en Árni Snær var alltaf með þetta.
67. mín
Vantar gæðin
Það vantar upp á gæði á síðasta þriðjungi hjá Val. Núna átti Birkir Már slaka fyrirgjöf sem fór aftur fyrir endamörk.
66. mín
Magnus Egilsson á fínan bolta fyrir með jörðinni og Patrick lætur hann fara til Kristins. Ágætis færi en Kristinn hittir boltann ekki vel.
64. mín
ÍA heldur vel
ÍA er að halda vel þessa stundina. Valur ekki að ógna neinu af viti þegar tæpur stundarfjórðungur er liðinn frá marki þeirra.
61. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Hallur Flosason (ÍA)
Fyrsta breyting gestana.
60. mín
Aldrei hætta
Kaj Leó reynir skot fyrir utan teig, en þetta var aldrei nein hætta. Langt yfir.
60. mín
Engin breyting á leikkerfi
Valur er árfam í 4-2-3-1 eftir skiptingingua. Hedlund fór í vörnina og þeir þrír sem komu inn á eru inn á miðsvæðinu. Siggi Lár er á hægri kanti.
59. mín
Tveir Skagamenn liggja í valnum eftir hornspyrnu. Þeir vinna inn aukaspyrnu og tíma.
58. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)
Fyrir að stöðva skyndisókn.
57. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Aron Bjarnason (Valur)
Þrefalda skiptingin.
57. mín
Inn:Lasse Petry (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
57. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
54. mín
Mönnum heitt í hamsi, en það er bara gaman að því. Valur er að undirbúa þrefalda skiptingu.
53. mín
Frábær fótboltaleikur
Þetta er frábær fótboltaleikur. Eins og ég sagði: Fátt betra en fótboltaleikur á föstudagskvöldi.
52. mín
Fín tilraun Skagamanna
ÍA í flottri sókn. Tryggvi leggur svo boltann á Stefán sem á skot sem Hannes ver nokkuð þægilega. Fín tilraun samt sem áður.
50. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Aron Bjarnason
MARK!!! ÞAÐ SEM VALUR ÞURFTI!

Fær boltann frá Aroni og á skot sem fór í varnarmann og yfir Árna. Heppnisstimpill yfir þessu en Valsmönnum er drullusama. Akkúrat það sem þeir þurftu.
49. mín
Hátt yfir markið
Birkir Már með flottan bolta inn á teig utan af kanti, en skalli Sigga Lár er hátt yfir markið.
46. mín
Tryggvi Hrafn á fyrsta skot fyrri hálfleiks. Magnus með skelfilega sendingu beint á Tryggva sem fær fullt af tíma í skotið. Hannes á hins vegar í engum vandræðum með það.
46. mín
Leikur hafinn
Heimir gerir enga breytingu. Athyglisvert...
45. mín
Sóknarlínan skilar mörkum
Öll sóknarlína ÍA er búin að skora. Viktor Jóns er þá búinn að skora eitt og leggja upp hin tvö. Alvöru leikur hjá honum.

Ég er búinn að sjá sjónvarpsupptöku af þriðja markinu og það er erfitt að segja til um hvort það hafi verið rangstaða eða ekki.
45. mín
Ég býst við skiptingum í hálfleik hjá Heimi. Fleiri en einni.
45. mín
Hálfleikur
+1

Þessi hálfleikur, maður lifandi. Hver hefði búist við þessu? ÍA fara léttir, ljúfir og kátir í hálfleik. Valsmenn gera það ekki.

Dynjandi lófaklapp fyrir gulum þegar gengið er til búningsklefa.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
44. mín
44. mín
43. mín
Valsmenn hafa verið að ógna eftir þriðja mark ÍA, en ekkert reynt á Árna Snæ.

Þessi fyrri hálfleikur hefur engan veginn farið eins og ég átti von á. Mikið hrós á gestina sem komu dýrvitlausir inn í þennan leik.
39. mín
Rautt spjald?
Marcus brýtur á Sigga Lár út við hliðarlínu hægra meginn. Hann er á gulu spjaldi en Egill sleppir honum. Hefði alveg getað lyft öðru gulu.
39. mín
Eftir markið héldu leikmenn Vals krísufund á vellinum.
38. mín MARK!
Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
MARK!!!! ÍA er komið í 3-0!

Stefán Teitur með sendingu á Viktor sem rennur honum fyrir á Bjarka sem skorar. Allt voðalega auðvelt. Valsvörnin bara á skokkinu og heimta svö rangstöðu. Markið stendur.

Hvað er í gangi hjá Val?
37. mín
Hættulegt
Kaj Leó með skemmtilega gabbhreyfingu þegar Siggi Lár kemur í overlap á vinstri kantinum. Siggi kemur boltanum fyrir og Aron Bjarna á skalla úr fínu færi. Skallinn er hins vegar beint á Árna sem grípur.
35. mín
Magnus Egilsson er ekki að eiga góðan leik. Hann tapar boltanum á hættulegum stað, en sem betur fer fyrir hann nær ÍA ekki að nýta góða stöðu.
34. mín Gult spjald: Marcus Johansson (ÍA)
Fer aftan í Valsmann og fær fyrir það verðskuldað gult spjald.
33. mín
Ítreka það að Valsmenn eru í vandræðum. ÍA er líklegra til að skora þriðja markið eins og staðan er núna. Það gengur illa hjá Val að spila út úr vörninni.
32. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
32. mín
Nú vilja Skagamenn fá víti eftir að þeir reyndu skot fyrir utan teigs. Ekkert dæmt á þetta.
30. mín
Hálftími búinn og Valsmenn í vandræðum. Skagamenn eru gulir og glaðir.
29. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
MARK!!!!!! ÞAÐ MARKIÐ!!!

Viktor vinnur boltann af Magnusi og kemur boltanum á Tryggva. Hann fer rosalega illa með Orra og Birki og setur hann svo fram hjá Hannesi.

Ökklabrjótur!
28. mín
Bjarki Steinn með skot utan teigs sem fer af varnarmanni og fram hjá. Það verður ekkert úr hornspyrnunni í kjölfarið.

Það er líf í gestunum, heldur betur.
25. mín
Sláin!
Hornspyrna sem Tryggvi tekur. Sindri Snær á skalla á nærstönginni og Haukur Páll skallar svo í slána. Næstum því sjálfsmark!

Frábær leikur hingað til. Valur ætti að vera búið að skora og ÍA ætti að vera búið að skora fleiri mörk.
24. mín
Vilja víti og fá svo gott færi
Valsmenn brjálaðir, vilja fá víti fyrir hendi. Stuttu síðar fær Patrick sendingu inn fyrir en Árni Snær gerir vel í að mæta og loka.
22. mín
Vá hvað Árni Snær getur sparkað langt.

Hann er líka að hitta vel á samherja í löngum sendingum til þessa.
21. mín
Það var alltof auðvelt fyrir ÍA að sundurspila vörn Valsmanna þarna. Val gert samt hjá þeim gulklæddu. Heimamenn heppnir.
20. mín
Skagamenn ógna!
Frábærlega spilað hjá ÍA og það endar með því að Viktor Jóns er kominn í dauðafæri. Flott samspil hjá honum og Halli. Viktor setur boltann rétt fram hjá markinu.

Skagamenn fengið hættulegri færin til þessa.
14. mín
Valur nálægt því að jafna, en Birkir Már skallar boltann fram hjá eftir hornspyrnu. Hann var eiginlega bara alveg upp við markið. Árni Snær neglir boltanum svo upp eins og honum einum er lagið og Skagamenn eiga skot yfir markið.
13. mín
Valur er að spila 4-2-3-1 með Sigurð Egil fyrir aftan Patrick. Bara eins og hefur verið í síðustu leikjum. ÍA er 4-3-3 með Viktor úti hægra megin og Tryggva fremstan.
12. mín
Hættulegt!
Sigurður Egill með boltann fyrir og Rasmus einn og óvaldaður á teignum. Hann setur boltann yfir/fram hjá markinu. Þarna átti Daninn að gera betur.
8. mín
Nálægt!
Skagamenn næstum því búnir að skora aftur! Langt innkast frá Stefáni Teiti sem Hannes kýlir, en boltinn fer beint á kollinn á Steinari. Skalli hans er rétt yfir markið.
6. mín
Spurning hvernig Valsmenn svara þessu. Þeir höfðu sett góða pressu áður en Viktor skoraði.
4. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
MARK!!!!!!!

Skagamenn eru komnir yfir. Langur bolti fram hjá Árna. Orri hittir ekki boltann og fellur hann fyrir fætur Viktors. Hann hittir boltann frábærlega og Hannes á ekki möguleika. Geggjað skot!

Frábær byrjun Skagamanna en hrikaleg mistök hjá Orra.
3. mín
Skagamenn reyna að spila frá aftasta manni, en missa boltann. Kaj Leó fær svo skotfæri sem Árni Snær þarf að verja.

Stuttu síðar á Patrick skalla eftir fyrirgjöf Kaj Leó sem Árni ver með fótunum.
2. mín
Haukur Páll reynir skot af löngu færi, en fer fram hjá. Árni Snær var mjög rólegur yfir þessu skoti.
1. mín
Leikur hafinn
Fjórða umferð Pepsi Max-deildar karla flautuð af stað.

Fótboltaleikur á föstudagskvöldi, það er fátt betra!
Fyrir leik
Geir Þorsteinsson mættur í stúkuna að fylgjast með sínum mönnum í ÍA. Fólk er að tínast inn á völlinn hér á Hlíðarenda. Það er hólfaskipt og miðað er við 500 í hverju hólfi.
Fyrir leik
Gaman og glens á Origo-vellinum. Skagamenn að hita upp og svo fer úðarinn allt í einu í gang í upphitunarhring þeirra. Einhver blautur eftir þetta.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Bæði lið gera eina breytingu á sínum byrjunarliðum. Magnus Egilsson kemur inn fyrir Valgeir Lunddal og hjá ÍA kemur Hallur Flosason inn fyrir Jón Gísla Eyland Gíslason. Bæði Valgeir og Jón Gísli fara á bekkinn.

Báðir bakverðirnir sem ég talaði um áðan detta út úr liðunum. Jinx.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Gaman að fylgjast með:

Valgeir Lunddal fékk tækifæri í byrjunarliði Vals gegn HK í síðustu umferð og þótti standa sig það vel að hann komst í lið umferðarinnar hér á Fótbolta.net. Spennandi bakvörður.

Jón Gísli Eyland Gíslason er öflugur bakvörður sem getur einnig leyst aðrar stöður á vellinum. Strákur fæddur 2002 sem hefur byrjað alla deildarleiki ÍA til þessa.

Spennandi bakverðir!
Fyrir leik
Lykilmenn:

Patrick Pedersen er nían í liði Vals. Margir eru á því máli að þessi stórkostlegi danski sóknarmaður sé besti leikmaður deildarinnar. Hann skoraði þrennu í síðasta leik gegn HK og gestirnir þurfa að passa vel upp á hann.

Stefán Teitur Þórðarson hefur byrjað þetta sumar af miklum krafti og það styttist væntanlega í atvinnumennskuna hjá honum. Mikilvægur á miðsvæði ÍA.
Fyrir leik
Heimamönnum spáð sigri
Svava Kristín Grétarsdóttir, íþróttafréttakona, spáir í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Hún spáir 3-1 sigri Valsmanna gegn ÍA.

Valsmenn sigra en þetta verður ekki auðveldur leikur. Skagamenn eru alltaf erfiðir og sækja grimmt en það er ekkert óvænt að fara að gerast á Hlíðarenda. Gæðamunurinn á liðunum skilar á endanum sigri Vals
Fyrir leik
Leikir liðanna á síðustu leiktíð
Á síðasta tímabili var það þannig að ÍA vann Val á Hlíðarenda í eftirminnilegum leik, 2-1. Það var í byrjun móts þegar ÍA var á miklu skriði og Valur í mikilli lægð. Valur svaraði svo á Akranesi með 2-1 útisigri.

Valur hafnaði í sjötta sæti á síðasta tímabili og ÍA í tíunda sæti. Bæði lið stefna á betri árangur í sumar. Það er alveg ljóst.
Fyrir leik
Þetta er eini leikur kvöldsins í Pepsi Max-deildinni. Þrír leikir eru svo á morgun og einn á sunnudaginn. Leik FH og Stjörnunnar var frestað þar sem leikmenn Stjörnunnar eru í sóttkví eftir að leikmaður Stjörnunnar greindist með Covid-smit.

föstudagur 3. júlí
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 4. júlí
14:00 Grótta-HK (Vivaldivöllurinn)
14:00 Fjölnir-Fylkir (Extra völlurinn)
17:00 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)

sunnudagur 5. júlí
16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)
Fyrir leik
Fyrir leikinn í kvöld eru Valsmenn með sex stig og Skagamenn með þrjú.

Valur tapaði fyrsta leik sínum gegn Íslandsmeisturum KR en hefur svo unnið leiki gegn Gróttu og HK með markatöluna 7-0. ÍA vann fyrsta leik sinn gegn KA 3-1, en hefur svo tapað leikjum gegn FH og KR.
Fyrir leik
Leikurinn hefst klukkan 20:00.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöldið! Hér verður textalýsing frá leik Vals og ÍA á Origo-vellinum. Endilega fylgist með!
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
4. Aron Kristófer Lárusson
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason ('61)
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
18. Stefán Teitur Þórðarson ('74)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('74)
93. Marcus Johansson ('79)

Varamenn:
1. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson ('61)
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('74)
16. Brynjar Snær Pálsson ('74)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('79)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ingimar Elí Hlynsson
Daníel Þór Heimisson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Gísli Laxdal Unnarsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Marcus Johansson ('34)
Hallur Flosason ('58)
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('85)

Rauð spjöld: