Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Haukar
1
2
Selfoss
Guðmundur Tyrfingsson '23
Tómas Leó Ásgeirsson '49 1-0
1-1 Ingvi Rafn Óskarsson '53
1-2 Hrvoje Tokic '73
07.07.2020  -  19:15
Ásvellir
2. deild karla
Aðstæður: Fínt veður, ca 10 stiga hiti og smá gola
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Kenan Turudija
Byrjunarlið:
30. Jón Freyr Eyþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson ('76)
3. Máni Mar Steinbjörnsson
5. Sigurjón Már Markússon
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson
9. Tómas Leó Ásgeirsson
10. Kristófer Dan Þórðarson
16. Oliver Helgi Gíslason ('84)
17. Kristófer Jónsson ('76)
18. Nikola Dejan Djuric

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
4. Fannar Óli Friðleifsson
11. Gísli Þröstur Kristjánsson ('84)
13. Arnór Pálmi Kristjánsson ('76)
13. Bjarki Björn Gunnarsson
18. Valur Reykjalín Þrastarson
24. Viktor Máni Róbertsson ('76)

Liðsstjórn:
Igor Bjarni Kostic (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Árni Ásbjarnarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Aron Freyr Róbertsson ('14)
Nikola Dejan Djuric ('24)
Sigurjón Már Markússon ('61)
Þórður Jón Jóhannesson ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hér flautar Gunnar Oddur til leiksloka! Skýrsla og viðtöl á leiðinni
92. mín Gult spjald: Stefán Þór Ágústsson (Selfoss)
Fyrir tafir
92. mín
Nikola tekur aukaspyrnuna en setur hana hátt yfir
92. mín Gult spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Stálheppinn að fá ekki rautt. Bókstaflega togar Kristófer Dan niður til að hann sleppi ekki í gegn
91. mín
Nikola Dejan í fínu færi eftir skarpa sókn en setur boltann yfir! Ekki verið hans dagur
88. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Hrvoje Tokic (Selfoss)
85. mín
Síðustu 5 mínúturnar. Selfyssingar taka sér góðan tíma í sínar aðgerðir og detta mjög djúpt. Heimamenn sækja og reyna að kreista út mark.
84. mín
Inn:Gísli Þröstur Kristjánsson (Haukar) Út:Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
84. mín
Inn:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
82. mín
Selfyssingar tapa boltanum ítrekað á miðjunni og heimamenn koma hratt en ná ekki að skapa neitt. Kominn talsverður pirringur í heimamenn
80. mín
Oliver Helgi gæti sennilega spilað í allt kvöld án þess að ná að skora. Kemst í sæmilegt færi eftir skyndisókn en Stefán ver auðveldlega frá honum
79. mín
Oliver Helgi með skalla sem hefur viðkomu í varnarmanni en Stefán Þór slær yfir markið!
79. mín
Heimamönnum liggur á þessa stundina en lítið gengur upp. Þeir fengu fullt af færum í fyrri hálfleik og eru væntanlega svekktir að hafa ekki nýtt eitthvað af þeim
76. mín
Inn:Viktor Máni Róbertsson (Haukar) Út:Kristófer Jónsson (Haukar)
76. mín
Inn:Arnór Pálmi Kristjánsson (Haukar) Út:Kristinn Pétursson (Haukar)
75. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
73. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Senur! Hrvoje Tokic fær laglega stungusendingu inn fyrir, leikur á varnarmann og Jón Frey markmann og setur hann í netið!
72. mín
Leikurinn hefur jafnast mikið út eftir mark gestanna, bæði lið gætu alveg potað inn einu marki
71. mín Gult spjald: Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
69. mín
Dauðafæri hjá Haukum! Heimamenn vinna boltan á miðjunni og bruna upp völlinn. Kristófer Dan gat ekki alveg ákveðið sig hvort hann eigi að gefa boltann til vinstri eða hægri og ákveður að skjóta og setur hann yfir
66. mín
Aron Freyr fer niður í teignum. Haukar biðja um vítaspyrnu svona með hálfum hug, held að þetta hafi ekki verið neitt
65. mín
Selfyssingar meira með boltann þessa stundina. Virðast hafa fengið aukinn kraft við þetta mark
61. mín Gult spjald: Sigurjón Már Markússon (Haukar)
61. mín
Jöfnunarmark gestanna virðist hafa slegið heimamenn aðeins útaf laginu. Selfyssingar sækja á þó nokkuðm mörgum mönnum
60. mín
Tokic í dauðafæri! Selfyssingar grýta boltanum inn í teig úr innkasti og Tokic laumar sér fram fyrir varnarmanninn en setur boltann naumlega framhjá.
57. mín
Algjörlega geggjuð byrjun á seinni hálfleik! Haukar í færi eftir mikinn darraðadans eftir hornspyrnu en enn er bjargað línu!
53. mín MARK!
Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Gestirnir búnir að jafna leikinn, þvert gegn gangi leiksins!. Selfyssingar spiluðu sig laglega upp völlinn og senda boltann fyrir markið. Tokic missir af boltanum en Ingvi er einn á auðum sjó á fjærstönginni og setur hann í netið
52. mín
Nei nei nei! Oliver Helgi í dauðafæri, tekur frákast eftir skot frá Nikola Dejan en setur hann fram hjá
49. mín MARK!
Tómas Leó Ásgeirsson (Haukar)
Stoðsending: Kristófer Dan Þórðarson
Þar kom að því. Haukar búnir að vera mun líklegri síðan að þeir urðu manni fleiri. Tómas Leó stangar boltann inn eftir fyrirgjöf frá Kristófer Dan
45. mín
Þá er þetta farið af stað aftur. Selfyssingar gera eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Þorsteinn Daníel fyrirliði fer útaf og Þormar Elvarsson kemur inn á
45. mín
Inn:Þormar Elvarsson (Selfoss) Út:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Gunnar Oddur til hálfleiks. Athyglisverðum fyrri hálfleik lokið!
45. mín
Heimamenn eiga hornspyrnu hérna á lokasekúndunum.
45. mín
Síðasta mínúta fyrri hálfleiks. Stefán Þór liggur eftir eftir fyrirgjöf frá Haukum. Sá ekki alveg hvað gerðist en á vídeóendursýningu virðast Stefán og Tómas Leó bara hlaupa saman, óviljaverk
43. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Varnarmenn Hauka ráða illa við Tokic og hann fær fríspark
42. mín
Kristófer Dan með eitt bananaskot utan teigs en auðvelt fyrir Stefán í markinu.
40. mín
Þorsteinn Dagur á skalla eftir hornspyrnu. Hefði verið mjög sterkt fyrir gestina að stela einu marki fyrir hlé
40. mín
Gestirnir komast í óvænta skyndisókn! Jón Freyr fer í úthlaup en missir boltann aðeins frá sér. Tokic er eins og ryksuga á boltann og nær skoti á markið en bjargað á línu af Haukum
38. mín
Enn eru Haukar að gera sig líklega. Stjórna leiknum alveg núna
35. mín
Haukarnir aftur í góðri stöðu. Nikola leggur hann út til vinstri á Tómas Leó sem ætlar að gefa hann fyrir en setur hann yfir markið
34. mín
Pressan orðin ansi þung hjá Haukum núna. Stefán Þór þarf að taka á honum stóra sínum í tvígang
33. mín
Kristófer aftur með hörkuskot sem Stefán ver í horn! Haukarnir færast nær markinu
30. mín
Kristófer Jónsson með skot utan teigs sem fer vel yfir. Heimamenn komnir framar á völlinn
28. mín
Þetta hefur kveikt aðeins í leiknum aftur. Selfyssingar reyna að þétta raðirnar eftir að hafa orðið manni færri.
25. mín
Vóooooooo! Nikola alveg lygilega nálægt því að setja hann beint úr aukaspyrnunni! Setur hann i slánna
24. mín Gult spjald: Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Nikola fær gult spjald. Var ekki alveg saklaus eftir að Guðmundur ýtir við honum
23. mín Rautt spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Rautt spjald eftir lætin! Guðmundur virtist ýta við Nikola og fær réttilega rautt
23. mín
Hér verður allt vitlaust! Nikola Dejan er tekinn niður eftir skyndisókn. Haukar vilja meina að þetta sé innan teigs en Gunnar Oddur dæmir aukaspyrnu. Svo fara menn að kítast
21. mín
Aftur áttu Haukar hornspyrnu. Boltinn er hreinsaður frá og svo á Aron Frey máttlítið skot eftir frákastið.
20. mín
Þorsteinn Daníel fer ansi harkalega í Nikola Dejan. Dálítið heppinn að fá ekki gult spjald
18. mín
Haukar eiga aukaspyrnu af vinstri kantinum. Nikola Dejan slengir boltanum fyrir, Stefán Þór kemur út og lendir í smá vandræðum en handsamar boltann á endanum.
15. mín
Haukar eiga skalla talsvert yfir eftir hornspyrnu. Búið að róast aðeins eftir fjörugar upphafsmínútur
14. mín Gult spjald: Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
Gult spjald. Tók Þorsteinn Daníel niður. Orðið talsvert síðan en boltinn fór ekkert úr leik. Dean Martin mynnti Gunnar Odd á þetta, bara til öryggis
13. mín
Gestirnir komnir aðeins framar á völlinn
6. mín
Heimamenn stjórna þessum leik þessar fyrstu mínútur. Pressa Selfyssinga hátt á vellinum
5. mín
Gestirnir komust í ágætis skyndisókn en ná ekki að koma boltanum fyrir markið. Markspyrna
3. mín
Aftur er Tómas Leó kominn í gegn og renir að vippa yfir Stefán í markinu en hann er með allt á hreinu
2. mín
Haukar eiga fyrsta færi leiksins. Klaufagangur í vörn gestanna og Tómas Leó á ágætis sko en endar í varnarmanni
1. mín
Leikur hafinn
Þá erum við farin af stað á Ásvöllum. Fáum vonandi hörkuleik!
Fyrir leik
Fyrir þá sem komast ekki á leikinn þá er hægt að horfa á leikinn í beinni á Haukar TV:

https://www.youtube.com/watch?v=EoF3maIzTrs
Fyrir leik
Fyrir leik
Hrvoje Tokic hefur verið heitur fyrir Selfyssinga í byrjun tímabils. Er kominn með 4 mörk í 3 fyrstu leikjunum, þar á meðal þrennu í fyrstu umferðinni. Tokic hefur gríðarlega mikil gæði og talsverða reynslu úr efstu deild. Selfyssingar vona að hann reimi á sig markaskóna í allt sumar.
Fyrir leik
Selfyssingar eru með 6 stig eftir þrjá leiki. Þeir lögðu Kára að velli upp á Akranesi í fyrstu umferð í afar fjörugum leik 3-4. Þeir töpuðu svo á móti Njarðvík á heimavelli í annari umferð 1-2 og unnu svo Völsunga á heimavelli í síðustu umferð 2-1.
Fyrir leik
Í liði Hauka hefur Nikola Dejan Djuric vakið mikla athygli en hann er lánsmaður frá Breiðabliki. Nikola er kominn með 4 mörk í þessum fyrstu 3 leikjum.

Annað mark hans gegn í Þrótti Vogum í síðustu umferð var einkar glæsilegt en það kom beint úr aukaspyrnu. Hann verður gríðarlega mikilvægur fyrir Haukana ef þeir ætla sér aftur upp í Lengjudeildina.
Fyrir leik
Haukar hafa byrjað tímabilið afar vel og eru með fullt hús stiga, 9 stig eftir 3 leiki. Þeir lögðu Fjarðabyggð að velli í fyrstu umferð, gerðu svo góða ferð til Húsavíkur í annarri umferð og unnu Völsunga 2-4. Í síðustu umferð unnu þeir svo Þrótt Vogum á útivelli 1-2.
Fyrir leik
Góðan dag og verið þið öll hjartanlega velkomin með okkur í beina textalýsingu.

Hér í dag mætast Haukar og Selfoss í 2. deild karla.
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('45)
3. Gylfi Dagur Leifsson
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('84)
9. Hrvoje Tokic ('88)
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
3. Þormar Elvarsson ('45)
4. Jökull Hermannsson
17. Valdimar Jóhannsson ('88)
21. Aron Einarsson
23. Þór Llorens Þórðarson ('84)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren
Jason Van Achteren
Þorgils Gunnarsson

Gul spjöld:
Arnar Logi Sveinsson ('75)
Stefán Þór Ágústsson ('92)
Þorsteinn Aron Antonsson ('92)

Rauð spjöld:
Guðmundur Tyrfingsson ('23)