Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Magni
1
2
Víkingur Ó.
0-0 Harley Willard '26 , misnotað víti
0-1 Gonzalo Zamorano '30
Kristinn Þór Rósbergsson '45 , víti 1-1
1-2 Harley Willard '84
11.07.2020  -  14:00
Grenivíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 13°C, völlurinn lítur lala út og sólin kíkin við og við, smá gola.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson ('73)
Frosti Brynjólfsson ('73)
Gauti Gautason
2. Tómas Örn Arnarson
7. Kairo Edwards-John
10. Alexander Ívan Bjarnason (f)
15. Hjörvar Sigurgeirsson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
80. Helgi Snær Agnarsson ('88)
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
5. Freyþór Hrafn Harðarson ('88)
9. Costelus Lautaru ('73)
11. Tómas Veigar Eiríksson
18. Jakob Hafsteinsson
21. Oddgeir Logi Gíslason
26. Viktor Már Heiðarsson ('73)
47. Björn Andri Ingólfsson

Liðsstjórn:
Sveinn Þór Steingrímsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ólafsvíkingar fara með 1-2 útisigur frá Grenivík.
94. mín
Víkingar fá aðra hornspyrnu.
94. mín
Tómas í brasi varnarlega. Willard vinnur boltann, sendir á Gonzalo sem á skot sem Stubbur ver yfir, horn.
93. mín
Ólsarar fá markspyrnu.
93. mín Gult spjald: Harley Willard (Víkingur Ó.)
Sparkaði boltanum í burtu.
93. mín
Willard rangstæður. Flaggið seint upp.
91. mín
Bjartur í kjörstöðu hátt upp á vellinum en sending hans út í teiginn er vond.
91. mín
Úff!

Boltinn innfyrir á Costelus, Brynjar alveg týndur í úthlaupinu en Kristófer bjargar sínum markmanni.
90. mín
Boltinn dettur fyrir Krissa Rós sem lætur vaða laaaangt yfir.
90. mín
Ólsarar taka innkast á eigin vallarhelmingi.
88. mín
Freyþór vinnur skallabolta eftir langt innkast en Brynjar grípur svo inní.
88. mín
Inn:Freyþór Hrafn Harðarson (Magni) Út:Helgi Snær Agnarsson (Magni)
Svenni hendir stórum miðverði upp á topp síðustu mínúturnar.
88. mín
Krissi með fyrirgjöf en Ólsarar komast fyrir.
87. mín
Costelus með skot sem Brynjar hefur ekkert fyrir að verja.
84. mín MARK!
Harley Willard (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Indriði Áki Þorláksson
Sýnist það vera Emir (gæti verið Indriði) sem á sendingu á Harley sem á lúmskt skot sem Stubbur býst ekki við, rennir boltanum í hægra markhornið.
84. mín
Gauti skallar hornið frá.
84. mín
Gonzalo gerir virkilega vel og keyrir inn á teiginn, á sendingu sem Tómas sýnist mér kemst fyrir og sendir afturfyrir. Þessi hraði í Gonzalo!
83. mín
Magni tekur innkast hátt upp á vellinum.
79. mín
Stubbur er klár aftur!
78. mín
Inn:Vitor Vieira Thomas (Víkingur Ó.) Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Víkingur Ó.)
Lokaskipting gestanna.
78. mín
Gonzalo vinnur boltann og Indriði Áki ltur vaða en skotið langt framhjá.

Stubbur kveinkar sér eitthvað og þarf á aðstoð frá sjúkraþjálfara að halda.
77. mín
Hjörvar flaggaður rangstæður, spilið hjá heimamönnum var laglegt.
74. mín
Inn:Ólafur Bjarni Hákonarson (Víkingur Ó.) Út:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
Emir fer í hægri bak og Ólafur í vinstri.
73. mín
Inn:Viktor Már Heiðarsson (Magni) Út:Baldvin Ólafsson (Magni)
73. mín
Inn:Costelus Lautaru (Magni) Út:Frosti Brynjólfsson (Magni)
71. mín
Samstuð!

Daníel Snorri fær boltann innfyrir úti hægra megin, fer inn á teiginn og fær Stubb á fleygiferð á móti sér. Daníel skýtur og Stubbur ver og þeir lenda svo saman. Brot dæmt á Daníel.

Stubbur stendur upp aðeins hnjaskaður en Daníel liggur og fær aðhlynningu.
70. mín
Alexander með frábæra spyrnu en Kairo rétt missir af boltanum.
69. mín
Hjörvar gerir virkilega vel hátt uppá vellinum. Vinnur boltann og svo er brotið á honum. Fín fyrirgjafarstaða.
66. mín
Stubbur hrinur á hausinn og fer í boltann en hann var farinn útfyrir svo þetta var ekki alveg jafn klaufalegt, hefði verið gjöf frá Steinþóri.
65. mín
Stubbur grípur háa fyrirgjöf frá Willard, ekkert vesen.
64. mín
Kairo stöðvar uppspil Ólsara með því að setja annan bolta inn á völlinn. Helgi Mikael ræðir við Kairo.
64. mín
Newberry kemst fyrir fyrigjöf Frosta.

Alexander gerir svo vel á miðjunni eftir að Ólsarar hreinsa.
63. mín
Frosti sinnir varnarvinnunni vel úti vinstra megin, gert vel í tvígang að stöðva upphlaup Ólsara.
60. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.) Út:Billy Jay Stedman (Víkingur Ó.)
59. mín
Gonzalo vinnur kapphlaup við Gauta, kemur sér inn á teiginn en Tómas bjargar með tæklingu. Mikill hraði í Gonzalo, mikil hætta í honum.
57. mín
Frosti með fyrirgjöf en Emir kemur boltanum í burtu.
55. mín
Laglegur sprettu hjá Kairo sem kemst framhjá nokkrum varnarmönnum. Boltinn berst á Helga Snæ sem á þunga snertingu og gestirnir hreinsa.
54. mín
Indriði Áki vinnur boltann, á stungusendingu á Willard sem kemst inn á teiginn en er í of þröngri stöðu þegar hann reynir skot með hægri, yfir.
53. mín
Magnamenn ná að anda aðeins.
52. mín
Willard elskar að skjóta. Hann á skot sem Steinþór er ekki í neinum vandræðum með.
52. mín
Góð sókn gestanna. Krissi endar á því að tækla boltann í innkast.
51. mín
Ólsarar halda pressu á heimamönnum. Tómas Örn kveinkar sér aðeins en er tilbúinn eftir smá stopp.
50. mín
Willard sker inn á völlinn og á skot sem Stubbur ver í horn, vel varið ef Stubbur komst í þennan.
49. mín
Willard finnur Indriða en Alexander kemst inn í og skallar boltann til baka á Stubb.
47. mín
Tómas bjargar sér þarna. Á algjört vindhögg og Gonzalo náði boltanum. Tómas hreinsar svo boltanum í Gonzalo og afturfyrir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Ólsarar byrja með boltann. Sýnist liðin vera óbreytt. Það er smá vindur þegar horft er á fána í kringum völlinn en hefur ekki mikil áhrif á leikinn.
45. mín
Hálfleikur
Leikurinn hálfnaður. Ólsarar hafa stýrt leiknum meiri hluta leiksins en Magnamenn vöknuðu laglega í restina á hálfleiknum.
45. mín Mark úr víti!
Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
45+1

Krissi setur Brynjar í vitlaust horn.
45. mín
Víti Magni!

Frosti fær boltann inn á teignum eftir sendingu Kairo. Frosti snerti boltann framhjá Brynjari sem fer í Frosta. Víti.
45. mín
Kairo með tilraun en kemur því ekki á markið. Helgi Snær svo með tilraun vel yfir mark Ólsara.
44. mín
Daníel Snorri hreinsar afturfyrir, horn fyrir Magna.
43. mín
Alexander með flotta fyrirgjöf sem Kairo var nálægt því að ná til, bjartara þetta frá Magna.
43. mín
Fínt horn, Kristófer skallar það afturfyrir, annað horn.

Dale skallar það í burtu og sóknin rennur út í sandinn.
42. mín
Hjörvar með fyrirgjöf á Krissa sem fær nægan tíma en á skot í Newberry. Horn. Þetta var DAUÐAfæri.
42. mín
Ívar með skottilraun, framhjá. Ólsarar tekið bæði hornin sín stutt og í þetta skiptið heppnaðist það vel, slappur varnarleikur hjá heimamönnum.
41. mín
Willard með fyrirgjöf sem Baldvin skallar afturfyrir, horn.
40. mín
Kristófer gerir mjög vel að stíga Helga Snæ út þegar Magnamenn áttu langan bolta inn á teig gestanna.
39. mín
Gonzalo fer 1 á 1 gegn Louis en á algjörlega misheppnað skot sem fer framhjá.
39. mín
Ívar með sendingu innfyrir ætlaða Gonzalo en Stubbur mætir á móti og er á undan.
37. mín
Frosti valdi illa þarna í góðu sóknarfæri. Sendi beint á Ólsara.
36. mín
Billy með skot sem Stubbur ver.
36. mín
Ólafsvíkingar fá sitt fyrsta horn í leiknum.
35. mín
Vel gert hjá Helga Mikael að veita hagnað þegar Helgi Snær braut á James Dale.
33. mín
Billy heldur boltanum á ótrúlegan hátt við teig Magnamanna, sendir á Gonzalo sem reynir að finna Willard en Alexander kemst á milli og hreinsar.
32. mín
Krissi reynir að koma boltanum á Helga Snæ en Emir vandanum vaxinn og stöðvar þessa sókn.
30. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Ívar Reynir Antonsson
Verðskuldað miðað við gang leiksins. Ívar á innkast inn á Gonzalo, fær boltann aftur frá honum, á fyrirgjöf og Gonzalo skallar boltann yfir Stubb.
27. mín
Gauti fer í Brynjar inn á teignum. Aukaspyrna dæmd, Brynjar greip þennan bolta sannfærandi.
27. mín
Magni fær hornspyrnu.
26. mín Misnotað víti!
Harley Willard (Víkingur Ó.)
Skýtur í slána!! Réttlætinu fullnægt segir lýsari Magna TV.
25. mín
Gauti á undan í boltann en Indriði fellur við og víti dæmt.
24. mín
Víti! Indriði Áki felldur.
24. mín
Helgi Mikael dæmir Kairo brotlegan í baráttu við Newberry. Þetta var skrítoð.
23. mín
LÆSA kalla Ólafsvíkingar. Hjörvar tekur innkast djúpt á vallarhelmingi Magna.
21. mín
Boltinn boppar upp í höndina á Bassa við teiginn. Hefði verið grimmt að dæma hendi þarna. Lýsar Magna TV hreinskilinn og segir að hann hefði viljað víti ef þetta hefði verið hinu megin.
19. mín
Þær fáu sóknir sem Magnamenn hafa fengið hafa allar farið upp vinstra megin í gegnum Hjörvar.
19. mín
Frosti með tilraun en Ívar sýnist mér kemst fyrir. Lagleg flétta hjá Tomma og Frosta.
18. mín
Hjörvar gerir vel að vinna hornspyrnu.
17. mín
Helgi Snær reynir að hreinsa einn langan í gegn sýnist mér en sóknarmenn heimamanna ekki staðsettir í neinn eltingarleik þarna.
15. mín
Dale með tilraun sem Gauti kemst fyrir. Stubbur sækir boltann út fyrir teig og sóknin rennur út sandinn hjá gestunum. Indriði hafði áður gert vel úti hægra megin.
12. mín
Tommi hreinsar beint í hausinn á Indriða. Stubbur klár í lausan bolta í teignum. Bróðir Indriða, Alexander Már, skoraði með Fram hér fyrr í sumar.
11. mín
Tómas hreinsar fyrirgjöf frá Willard í innkast. Ólafsvíkingar liggja á heimamönnum.
10. mín
Lagleg sókn gestanna. Ívar með fyrirgjöf en Baldvin hreinsar frá.
10. mín
Helgi Snær missir boltann gífurlega klaufalega. Daníel Snorri með tilraun í fyrsta yfir mark Magna.
8. mín
Harley með sendingu inn á Daníel sem leggur boltann út á Gonzalo sem á lúmskt skot en framhjá marki Magna.
6. mín
Brynjar
Ívar - Kristófer - Newberry - Dokara
Dale - Daníel
Harley -Indriði - Billy
Gonzalo
Frá hægri til vinstri hjá Ólafsvíkingum.
5. mín
Hjörvar með fína fyrirgjöf en Emir sýnist mér vinnur einvígið við Krissa og fær högg. Þarf á aðhlynningu að halda.
5. mín
Gonzalo gerir mjög vel, fer framhjá Bassa og lætur vaða en Stubbur grípur skotið.
4. mín
Ekki góð spyrna og Ólafsvíkingar fara fram.
4. mín
Magni fær horn. Louis tekur.
3. mín
Hjörtur Geir tók það fram í vefútsendingu að hann muni verða hlutdrægur. Gerði vel að greina frá því fyrirfram.
2. mín
Stubbur
Hjörvar - Tómas - Gauti - Baldvin
Louis-Alexander
Frosti-Helgi-Krissi
Kairo
Frá vinstri til hægri hjá Magna.
2. mín
Ólafsvíkingar virðast líka vera í 4-2-3-1.
1. mín
Magni byrjar í 4-2-3-1.
1. mín
Leikur hafinn
Magni byrjar með boltann og leikur í átt frá sundlauginni í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Magni leikur í svörtu og hvítu og Ólafsvíkingar leika í hvítu.
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni vefútsendingu:

Smelltu hér til að fara inn á Magni TV á YouTube.
Fyrir leik
Það eru tæpar tuttugu mínútur í leik. Það er smá gola og hálfskýjað, sólin kíkir við og við í gegnum skýin. Úti eru 13°C.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn:
Lið Magna:
Svenni þjálfari gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu. Baldvin Ólafsson byrjar og Krissi Rós kemur einnig inn. Costelus tekur sér sæti á beknum ásamt Viktori Má.

Lið Ólafsvíkinga:
Jón Páll þjálfari gerir tvær breytingar á sínu liði. Daníel Snorri og Kristófer Reyes koma inn fyrir Vitor og Ólaf Bjarna.
Fyrir leik
Staðan í deildinni og síðasta umferð:
Ólafsvíkingar eru með þrjú stig í 10. sæti deildarinnar. Einu stig liðsins komu gegn Vestra í 1. umferð. Í síðustu umferð tapaði liðið, 1-2, á heimavelli gegn Fram. Gonzalo Zamorano Leon skoraði eina mark heimamanna.

Magni er í botnsæti deildarinnar með eitt mark skorað og þrettán fengi á sig í fyrstu fjórum leikjunum. Liðið tapaði með sjö mörkum gegn Aftureldingu í síðustu umferð. Kairo Asa Jacob Edwards-John skoraði eina mark Magna til þesa í deildinni í 1-2 tapi gegn Fram í 2. umferð deildarinnar.
Fyrir leik
Fyrri leikir:
Eins og fram kemur í tístinu sem sjá má hér að neðan náði Magni í fjögur stig gegn Ólafsvíkingum á síðustu leiktíð. Liðin mættust í deildinni í fyrra og árið þar áður. Magni hefur unnið tvo leikjanna, Ólafsvíkingar einn og einum hefur lyktað með jafntefli.

Leikurinn á Grenivík í fyrra endaði með 0-0 jafntefli en í seinni leiknum í Ólafsvík skoruðu þeir Louis Aaron Wardle og Gunnar Örvar Stefánsson mörk Magna í 1-2 útisigri. Harley Bryn Willard skoraði mark heimamanna.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið þið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Magna og Ólafsvíkinga í 5. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Grenivíkurvelli.
Fyrir leik


Byrjunarlið:
1. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Michael Newberry
6. James Dale (f)
7. Ívar Reynir Antonsson ('74)
8. Daníel Snorri Guðlaugsson ('78)
10. Indriði Áki Þorláksson
11. Harley Willard
11. Billy Jay Stedman ('60)
13. Emir Dokara
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Gonzalo Zamorano

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('60)
18. Ólafur Bjarni Hákonarson ('74)
20. Vitor Vieira Thomas ('78)
21. Pétur Steinar Jóhannsson
22. Vignir Snær Stefánsson
33. Kristófer Daði Kristjánsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Þorsteinn Haukur Harðarson

Gul spjöld:
Harley Willard ('93)

Rauð spjöld: