Kaplakrikavöllur
mánudagur 13. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Létt skýjað og iðagrænn völlur. Geggjað fótboltaveður.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 982
Maður leiksins: Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
FH 1 - 2 Fylkir
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('29)
1-1 Daníel Hafsteinsson ('66)
1-2 Arnór Borg Guðjohnsen ('72)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('63)
6. Daníel Hafsteinsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson ('79)
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed ('63)
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Logi Tómasson ('63)
4. Pétur Viðarsson
8. Baldur Sigurðsson ('63)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('79)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Fjalar Þorgeirsson

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('54)
Logi Tómasson ('77)
Daníel Hafsteinsson ('80)

Rauð spjöld:
@antonfreeyr Anton Freyr Jónsson
90. mín Leik lokið!
+ 3

Helgi Mikael flautar hér til leiksloka. Fylkismenn fara héðan úr Krikanum með 3 punkta.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
Eyða Breyta
90. mín
+ 2

Lenny fær boltan og reynir skot en boltin framhjá.

Þetta virðist vera komið hjá Fylkismönnum.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartími eru að lágmarki 3 mínútur.
Eyða Breyta
90. mín
VÁAÁ.. ARON SNÆR FRIÐRIKSSON!!!

Hörður Ingi á góðan bolta frá hægri og boltinn hrekkur á Jónatan Inga sem á skot en Aron Snær með sturlaða vörslu.

Fyrir þetta færi var ekkert að frétta.
Eyða Breyta
83. mín
Fimleikafélagið fær aukaspyrnu á góðum stað. Lenny stendur yfir boltanum.

Lenny á spyrnuna en Aron Snær ver og Fylkismenn hreinsa í innkast.
Eyða Breyta
80. mín
Arnór Borg fær boltan úti vinstra meginn og setur hann beint á Andrés Már sem á skot sem virtist á leiðinni í fjær en Gunni ver í horn

Daði Ólafs á hornspyrnu en hættulítil og FH kemur boltanum í burtu.
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (FH)

Eyða Breyta
79. mín Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
79. mín Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Arnar Sveinn Geirsson (Fylkir)

Eyða Breyta
77. mín Gult spjald: Logi Tómasson (FH)
Luigi togar Djair Williams niður sem var komin á ferðina.
Eyða Breyta
72. mín MARK! Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir), Stoðsending: Djair Parfitt-Williams
FYLKIR AÐ KOMAST YFIR Á NÝJAN LEIK!!

Sam Hewson fær boltan inn á miðjunni og færir hann hratt yfir á Djair sem á fyrirgjöf og þar er enginn nema Arnór Borg sem setur hann boltan auðveldlega í netið!

2-1!
Eyða Breyta
70. mín
Luigi keyrir upp vinstra meginn og fær boltan og á fyrirgjöf beint á Björn Daníel sem chestar hann beint á Aron Snæ. Þarna ætlaði Björn Daníel sér líklega að skalla boltan.

Allt annað að sjá til Fimleikafélagsins núna.
Eyða Breyta
68. mín Sam Hewson (Fylkir) Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Sam Hewson er mættur inn á fótboltavöllin eftir meiðsli.
Eyða Breyta
68. mín Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir) Hákon Ingi Jónsson (Fylkir)

Eyða Breyta
66. mín MARK! Daníel Hafsteinsson (FH), Stoðsending: Steven Lennon
MAAAAAAAAAAAARK!!!!

Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Lennon fær boltan og kemur honum á Danna H sem hamrar boltan í stöngina og inn!!

1-1!!
Eyða Breyta
65. mín
Ég er nálægt því að sofna hérna. Það er ekkert í gangi inn á vellinum.
Eyða Breyta
63. mín Baldur Sigurðsson (FH) Morten Beck Guldsmed (FH)

Eyða Breyta
63. mín Logi Tómasson (FH) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Bakvarðaskipting LUIGI kemur hér inn fyrir Hjört
Eyða Breyta
60. mín Birkir Eyþórsson (Fylkir) Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
Þórður Gunnar getur ekki meira. Búin að vera virkilega flottur.
Eyða Breyta
59. mín
Þórður Gunnar fær hér krampa. Lýsir leik Fylkis svolítið. Þeir eru búnir að vinna stanslaust hér allan leikinn.
Eyða Breyta
58. mín
Það gengur ekkert upp hjá Fimleikafélaginu þessa stundina. Fylkir lokar á allar þeirra aðgerðir og FH-ingar eru farnir að láta það fara í taugarnar á sér.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Keyrir inn í Þórð Gunnar.
Eyða Breyta
52. mín
Valdimar fær boltan hægra meginn og fyrirgjöf ætlaða Hákoni en Guðmann hreinsar í horn

Daði Ólafs tekur spyrnuna sem Fimleikafélagið hreinsar í burt.
Eyða Breyta
49. mín
Áhorfendatölur hér í Krikanum í kvöld eru 982.
Eyða Breyta
47. mín
Frábær skyndisókn hjá Fylki!

Danni H reynir fyrirgjöf sem Fylkismenn skalla í burtu og boltinn á Djair Williams sem keyrir upp og leggur boltan út til hægri á Þórð Inga sem kemur með flottan bolta ætlaðan Hákoni sem nær ekki til boltans.
Eyða Breyta
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
DAUÐAFÆRI!!

Djair á geggjaðan bolta inn fyrir á Hákon Inga sem komst einn á móti Gunna og leikur á hann og á skot í hliðarnetið og á sama tíma flautar Helgi Mikael til hálfleiks hér í Kaplakrika.

Fylkismenn fara með 0-1 forskot inn í hálfleik.
Eyða Breyta
42. mín
Djair fær boltan hægra megin, keyrir á Hjört Loga og inn á völlinn og á skot sem fer í varnarmann FH og boltinn berst út á Nikulás sem á skot sem Gunni kýlir í horn!

Daði Ólafs tekur hornið og boltin í fangið á Gunna
Eyða Breyta
37. mín
Þetta mark Fylkis kveikti heldur betur lífi í Fimleikafélagið en liðið sýndi mér ekkert fram að því.

FH-ingar líklegri þessa stundina!
Eyða Breyta
35. mín
FH AFTUR!!

Jónatan fær boltan innfyrir og Aron Snær ver vel í hornspyrnu.
Eyða Breyta
34. mín

Eyða Breyta
34. mín
VÁÁ.

Jónatan fær boltan út á kanntinum og kemur honum fyrir á Danna H sem hælar hann áfram á Morten Beck en skot hans rétt framhjá markinu!
Eyða Breyta
31. mín
Þetta er nákvæmlega það sem leikurinn þurfti.

Það er að færast fjör í þetta loksins!
Eyða Breyta
29. mín MARK! Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir), Stoðsending: Daði Ólafsson
FYLKIR ER KOMIÐ YFIR!!

Daði Ólafs lúðrar boltanum fram og Guðmann ætlaði að hreinsa en hittir ekki boltan og Þórður Gunnar kemst í boltan og klárar í fjær hornið

0-1 !!
Eyða Breyta
28. mín
Ásgeir Eyþórs brýtur á Þóri og aukaspyrna dæmd rétt fyrir utan teig

Þórir skýtur yfir.
Eyða Breyta
23. mín
FYRSTA MARKTILRAUN LEIKSINS

Þórir Jóhann reynir skot fyrir utan teig en Aron Snær ver í horn

Jónatan á hornið sem ekkert varð úr
Eyða Breyta
22. mín
Ég kalla eftir lífi í þetta hérna. Búin að sjá alveg nóg af svona rugli.
Eyða Breyta
17. mín
Valdimar Þór kemur honum út á vinstri vænginn á Þórð Gunnar sem á afleita fyrirgjöf og boltin aftur fyrir.
Eyða Breyta
16. mín
Leikurinn mjög opin en hvorugt liðið hefur náð taki á leiknum þessar fyrstu 15 mínúturnar.
Eyða Breyta
11. mín
Hörður Ingi æðir upp hægri vænginn og reynir fyrirgjöf en Ásgeir Eyþórsson eins og klettur skallar boltan í burtu úr hættusvæðinu.
Eyða Breyta
9. mín
Fylkismenn nálægt því þarna. Niklulás fær boltan inn í teig og á frekar lausan skalla og FH-ingar hreinsa í horn.

Það er að færast fjör í þetta og við fögnum því!
Eyða Breyta
8. mín
Steven Lennon kemur með sendingu á Hjört Loga sem setur í fluggírinn upp vinstra meginn og ætlar að finna Morten Beck en Morten flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
6. mín
Morten Beck kemur honum út til hægri á Jonna sem leikur sér aðeins með boltan áður en hann reynir fyrirgjöf sem var sennilega ætluð Lenny en Fylkismenn hreinsa.
Eyða Breyta
5. mín
Leikurinn byrjar frekar rólega. Liðin eru aðeins að prófa boltan.
Eyða Breyta
2. mín
Djair Williams vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins fyrir Fylki.

Daði Ólafs með spyrnuna frekar innarlega og Gunni kýlir frá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Steven Lennon á upphafspyrnu leiksins

Leikurinn er hafinn. Góða skemmtun!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og fólk er á sama tíma að týnast í stúkuna!

Friðrik Dór kynnir liðin, sennilega besti vallarþulur landsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Friðrik Dór er mættur á micinn og er byrjaður að kynna varamenn liðana. Liðin ganga til búningsklefa og taka síðasta peppið áður en þau ganga inn á völlinn eftir Helga Mikael dómarara leiksins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og byrjuð að hita. Gríðarleg einbeiting hjá báðum liðum.

Logi Tómasson eða betur þekktur sem Luigi er mættur í FH liðið og að sjálfsögðu ómar lagið hans Akureyri í græjunum hérna.

20 mínútur í leik!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.

Bæði lið gera eina breytingu frá síðasta leik. Hjá FH kemur Morten Beck inn fyrir Atla Guðnason sem er ekki í leikmannahóp FH hér í kvöld. Hjá Fylki kemur Þórður Gunnar Hafþórsson inn og Arnór Gauti Ragnarsson sest á bekkinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er eitthvað sem segir mér að það muni rigni inn mörkum hér í kvöld. En liðin hafa verið dugleg að skora það sem af er tímabili eins og flest lið deildarinnar en varnarleikurinn hefur verið i aukahlutverki það sem af er móti og ég fagna því!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkir

Fengu KA menn í heimsókn á Fylkisvöll í síðustu umferð og höfðu Fylkismenn betur 4-1. Mörk Fylkis skoruðu Djair Williams, Orri Sveinn Stefáns, Daði Ólafs og Valdimar Þór en Valdimar hefur verið á eldi með Fylkisliðinu það sem af er tímabili.og verður gaman að sjá hvort hann geti gefið Fylkisliðinu eitthvað hér í kvöld á móti þessu ógna sterku FH liði
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH

Fóru í heimsókn á Kópavogsvöll í síðustu umferð og mættu Breiðabliki í leik sumarsins til þessa að mínu mati en sex mörk voru skoruð. Mörk FH skoruðu þeir Hjörtur Logi Valgarðsson, Atli Guðnason og Steven Lennon.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 6.umferð Pepsi Max-deildarinnar, sem er reyndar í smá rugli vegna sóttkvíar.

Fyrir leikinn í kvöld hafa heimamenn leikið 4 leiki og eru með 7 stig í 7 sæti með 2 sigra, eitt jafntefli og 1 tap á meðan gestirnir í Árbænum hafa leikið leik meira með 9 stig í 3 sætinu með 3 sigra og 2 töp.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið kæru lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin þessa beinu textalýsingu frá Krikanum. Hér í kvöld mætast FH og Fylkir í Pepsí Max-deild karla

Flautað verður til leiks hér í Kaplakrika klukkan 19:15
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('68)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
11. Djair Parfitt-Williams
14. Þórður Gunnar Hafþórsson ('60)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('68)
20. Arnar Sveinn Geirsson ('79)

Varamenn:
32. Arnar Darri Pétursson (m)
6. Sam Hewson ('68)
10. Andrés Már Jóhannesson ('79)
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
21. Daníel Steinar Kjartansson
22. Birkir Eyþórsson ('60)
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('68)

Liðstjórn:
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Rúnar Pálmarsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Halldór Steinsson
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: