Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grótta
0
2
Tindastóll
0-1 Hugrún Pálsdóttir '30
0-2 Jacqueline Altschuld '69
16.07.2020  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild kvenna
Dómari: Samir Mesetovic
Maður leiksins: Jacqueline Altschuld
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
6. Helga Rakel Fjalarsdóttir ('79)
9. Tinna Jónsdóttir ('72)
10. Bjargey Sigurborg Ólafsson
15. Mist Þormóðsdóttir Grönvold ('87)
21. Diljá Mjöll Aronsdóttir
23. Emma Steinsen Jónsdóttir ('87)
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving (f) ('63)
29. María Lovísa Jónasdóttir

Varamenn:
3. Margrét Rán Rúnarsdóttir
7. Jórunn María Þorsteinsdóttir
11. Heiða Helgudóttir ('87)
17. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('87)
18. Emelía Óskarsdóttir ('63)
25. Lilja Lív Margrétardóttir ('79)
28. Ástrós Kristjánsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Magnús Örn Helgason (Þ)
Chris Brazell
Garðar Guðnason
Björn Valdimarsson
Gísli Þór Einarsson
Eydís Lilja Eysteinsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tindastóll vinnur 2-0 sigur hér á Vivaldi-vellinum.
Viðtöl og skýrsla í vinnslu!
90. mín
Grótta fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Tindastóls. Sofía tekur hana en Amber grípur boltann í markinu.
88. mín
Vá!!
Eydis með geggjaða stungu inn á Emilíu sem að vippar boltanum yfir amber í markinu en boltinn fer í slá og yfir
87. mín
Inn:Sofía Elsie Guðmundsdóttir (Grótta) Út:Mist Þormóðsdóttir Grönvold (Grótta)
87. mín
Inn:Heiða Helgudóttir (Grótta) Út:Emma Steinsen Jónsdóttir (Grótta)
87. mín
Inn:Eyvör Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
86. mín
Munaði litlu að Murielle hafði komist ein á móti marki en Sigrún Ösp gerir virkilega vel og nær boltanum af henni.
84. mín
Eydís skorar en markið er dæmt af vegna rangstöðu.
81. mín
Murielle með skot sem Tinna Brá ver í horn. Ekkert verður úr horninu.
81. mín
Inn:Birna María Sigurðardóttir (Tindastóll ) Út:Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll )
79. mín
Diljá með áætt skot vinstra megin við vítateig Tindastóls. Það fer þó töluvert yfir.
79. mín
Inn:Lilja Lív Margrétardóttir (Grótta) Út:Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta)
77. mín
Amber gerir vel og og kýlir boltann frá úr hornspyrnunni.
76. mín
Grótta fær horn. Bryndís Rut fyrirliðinn er ekki sátt og vill meina að Tindastóll átti að fá markspyrnu.
72. mín
Inn:Eydís Lilja Eysteinsdóttir (Grótta) Út:Tinna Jónsdóttir (Grótta)
Tinna fékk höfuðhögg að mér sýnist.
69. mín MARK!
Jacqueline Altschuld (Tindastóll )
2-0!
Jacqueline gerir virkilega vel og fær stungu inn fyrir vörn Gróttu. Hún tekur fram úr varnarmönnum Gróttu og vippar boltanum yfir Tinnu Brá í markinu sem var komin langt út úr markinu.
67. mín
Tindastóll fær horn en það verður ekkert úr því.
64. mín
VÁ!!
María Lovísa með þvílikt flotta sendingu meðfram jörðinni inn á Emilíu. Emilía gerir vel og fer fram hjá varnarmönnum Tindastóls. Hún nær skoti en það fer rétt fram hjá!
63. mín
Inn:Emelía Óskarsdóttir (Grótta) Út:Lovísa Davíðsdóttir Scheving (Grótta)
60. mín
Lovísa með svakalegt skot af löngu færi!
Amber ver boltinn upp í slá og yfir.
59. mín
Murielle fær sendingu inn á vítateig Gróttu og nær skoti. Skotið fast en fer þó hátt yfir.
57. mín
Rakel með skot af löngu færi. Það fer þó töluvert yfir.
53. mín
Svo nálægt!!

Murielle gerir vel og fer upp hægri kantinn á móti Emmu. Emma nær boltanum og gefur á Sigrúnu sem er við hliðina á sér. Sendingin var hins vegar ekki góð og Murielle nær boltanum og nær skoti sem var svona 10 cm frá stönginni!
52. mín Gult spjald: Jacqueline Altschuld (Tindastóll )
51. mín
Tinna fer í skot af löngu færi. Það fer þó töluvert fram hjá.
49. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Gróttu. Fín spyrna sem ratar inn á vítateig Gróttu en boltinn endar hjá Tinnu Brá.
47. mín
Fín sókn hjá Gróttu á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Helga Rakel fær stungu inn fyrir vörn Gróttu. Amber í markinu kemur hins vegar út úr markinu og þær henda sér báðar á boltann. Tindastóll kemur hættunni frá.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Frekar jafn leikur. Tindastóll leiðir 1-0.
45. mín Gult spjald: Hrafnhildur Björnsdóttir (Tindastóll )
Hárrétt spjald. Tekur Bjargey niður á miðjunni.
44. mín
Tindastóll sækir á mark Gróttu sem endar með því að Jacqueline nær skoti en Tinna Brá grípur boltann.
41. mín
Virkilega skemmtileg sókn hjá Gróttu. Bjargey er með frábæra stungu inn á Tinnu út á hægri kantinn. Tinna gerir vel og setur boltann fyrir mark tindastóls þar sem varnarmenn Tindastóls kemur boltanum í burtu. Grótta heldur samt pressunni áfram en Tindastóll kemur boltanum frá.
38. mín
Grótta vill víti hér á 38.mínútu. Ég sá ekki hver var í Tinnu en þær duttu báðar. Völlurinn er sleipur enda góð rigning hér á nesinu.
36. mín
Tindastóll fær horn sem veldur usla í teig Gróttu. Tinna Brá nær til boltans og kemur honum strax í leik.
30. mín MARK!
Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Murielle Tiernan
Fyrsta markið komið!

Þetta kom upp úr engu. Murielle fær sendingu upp vinstri kantinn. Hún sendir boltann meðfram jörðinni inn fyrir mark Gróttu. Þar var Hugrún á hárréttum stað og klára færið virkilega vel.
28. mín
Bæði lið halda boltanum til skiptis. Lítið að gerast.
23. mín
Tindastóll fær hornspyrnu sem Jacqueline tekur. Tinna nær að skalla boltann í burtu.
18. mín
Grótta fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Tindastól. Diljá tekur spyrnuna en hún er ekki nægilega góð og Tindastóll kemur hættunni frá.
15. mín
Lítið að gerast á undanförnum mínútum. Murielle reynir skot af löngu færi sem fer fram hjá.
8. mín
Rakel með misheppnaða sendingu til baka niður og Tindastóll kemst inn í sendinguna. Allt í einu er Murielle komin á fleygiferð og kemst inn í vítateig Gróttu en Tinna gerir vel og ver skotið frá henni.
7. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu á miðjum vellinum. Það verður ekkert úr henni og þær fá innkast beint eftir það.
6. mín
Rakel gerir vel og skiptir boltanum yfir á hægri kant frá miðjunni. Diljá er þar og kemst inn á vítateig Tindastóls og nær skoti en Amber ver frá henni.
2. mín
Grótta kemur boltanum í markið en línuvörðurinn flaggar. Spurning hvort hann var að flagga á Tinnu sem fer í markmanninn eða Bjargey sem var rangstæð þegar hún kemur boltanum inn í vítateig Tindastóls.
1. mín
Leikur hafinn
Grótta byrjar með boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Bæði lið hafa sterka sóknarlínu og held ég að varnarlínur beggja liða hafi mikið að gera í kvöld. Vonandi fáum við skemmtilegan leik hér í kvöld!
Fyrir leik
Bæði lið hafa byrjað móti vel. Gróttu var spáð 8.sæti en þær eru í 4.sæti eins og er. Tindastól var spáð 4.sæti en þær eru nú í 2.sæti.
Fyrir leik
Liðin hafa bæði fengið á sig 2 mörk en Tindastóll hefur skorað 7 mörk á meðan Grótta hefur skorað 5 mörk.
Fyrir leik
Liðin hafa ekki tapað leik í deildinni. Tindastóll situr í 2.æti með 10 stig, en þær hafa gert eitt jafntefli og unnið þrjá leiki. Grótta er rétt fyrir neðan þær, eða í 4.sæti með 8 stig og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum. Grótta hefur unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.

Í kvöld tekur Grótta á móti Tindastól í Lengjudeild kvenna og mun leikurinn hefjast kl.19:15.
Byrjunarlið:
1. Amber Kristin Michel (m)
Hrafnhildur Björnsdóttir
Kristrún María Magnúsdóttir ('81)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
11. Aldís María Jóhannsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir ('87)
18. Hallgerður Kristjánsdóttir
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Rún Stefánsdóttir (m)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
16. Eyvör Pálsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)
Rósa Dís Stefánsdóttir
Guðrún Jenný Ágústsdóttir
Birna María Sigurðardóttir
Bergljót Ásta Pétursdóttir
Anna Margrét Hörpudóttir
Berglind Ósk Skaptadóttir
Ágúst Eiríkur Guðnason

Gul spjöld:
Hrafnhildur Björnsdóttir ('45)
Jacqueline Altschuld ('52)

Rauð spjöld: