Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
4
1
HK
Sölvi Snær Guðbjargarson '11 1-0
1-1 Hörður Árnason '33
Daníel Laxdal '44 2-1
Guðjón Baldvinsson '56 3-1
Guðjón Baldvinsson '61 4-1
17.07.2020  -  20:00
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hvasst og kalt, nokkurskonar skítaveður í Garðabænum í kvöld. Gervigrasið alltaf eins.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 878
Maður leiksins: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson ('59)
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('80)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('59)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
20. Eyjólfur Héðinsson ('67)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Vignir Jóhannesson (m)
4. Jóhann Laxdal ('59)
5. Guðjón Pétur Lýðsson ('67)
8. Halldór Orri Björnsson ('59) ('80)
22. Emil Atlason ('80)
77. Kristófer Konráðsson ('80)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Árni Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar Ingi sem skipti við Guðmund Ársæl í seinni hálfleik flautar leikinn af!

Sanngjarn sigur Stjörnunnar.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
91. mín
Aukaspyrnu-Ívar með skotið af löngu færi, rétt yfir!

Hef séð verri tilraunir.
87. mín Gult spjald: Brynjar Björn Gunnarsson (HK)
Fyrsta spjald leiksins fær Brynjar Björn...
85. mín
Inn:Stefan Ljubicic (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
83. mín
Gauji með boltann í gegn á vinstri en neglir yfir!

Hefði mátt klára þrennuna þarna.
82. mín
Ég biðst innilegrar afsökunar en kerfið hefur legið niðri síðustu 25 mínúturnar en allt komið í lag aftur!

Reyni að henda inn skiptingunum sem hafa komið í sirka réttri röð, lofa engu.
80. mín
Inn:Emil Atlason (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
80. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
71. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
71. mín
Inn:Ívar Örn Jónsson (HK) Út:Hörður Árnason (HK)
71. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
67. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
61. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Alex Þór Hauksson
MARK!

Alex með frábæra fyrirgjöf og Gauji með flugskalla.
59. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
59. mín
Inn:Jóhann Laxdal (Stjarnan) Út:Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
56. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
MARK!

Þorsteinn með skalla sem Diddi ver en Gauji fylgir.
52. mín
Færi!

Gauji fær að snúa á miðjunni og keyra á varnarmenn HK, finnur svo Hilmar til vinstri sem kemur sér á hægri og skýtur á markið en Diddi ver.
49. mín
Biddi gerir vel upp vinstri kantinn og sendir boltann fyrir en máttlaus skalli frá Arnþóri endar í höndunum á Halla.
48. mín
Valgeir leggur boltann til hliðar fyrir Atla sem lætur vaða fyrir utan teig en boltinn yfir!
46. mín
Stjörnumenn byrja þennan seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Guðmundur Ársæll flautar fyrri hálfleikinn af, hann hefur verið stórfín skemmtun.
44. mín MARK!
Daníel Laxdal (Stjarnan)
Stoðsending: Eyjólfur Héðinsson
MAAARK!!

Spyrnan frá Hilmari er frábær á fjær þar sem Eyjó er aleinn og á að skora en setur boltann þvert fyrir markið og þar mætir Danni Lax og kemur honum yfir línuna!

Hrikalega slappur varnarleikur hjá gestunum.
44. mín
Stjörnumenn fá aukaspyrnu úti vinstra megin sem Hilmar Árni ætlar að taka.
39. mín
DAUÐAFÆRI!

Jósef rennir Gauja í gegn sem er í þröngu en góðu færi og Diddi nær að verja!

Sölvi nær frákastinu og reynir fyrirgjöf en Ásgeir Börkur kemur því afturfyrir.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
36. mín
Allt að gerast í þessu núna, HK fær horn eftir ágætis tilraun frá Valgeiri sýndist mér.

Spyrnunni komið frá.
33. mín
Inn:Jón Arnar Barðdal (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
Bjarni fékk eitthvað í lærið og Jonni kemur inná gegn uppeldisfélaginu.
33. mín MARK!
Hörður Árnason (HK)
Stoðsending: Valgeir Valgeirsson
MAAAARK!!!

Hörður Árnason, Stjörnulegendið hefur jafnað leikinn og hann reyndi að fagna eins lítið og hann gat.

Halli kýlir hornspyrnu Bidda frá, Valgeir keyrir inn á teiginn og reynir að sóla menn og er sparkaður niður en boltinn rúllar til Harðar sem skorar!

Athygli sumra varnarmanna á Valgeiri enda héldu einhverjir að Guðmundur væri að fara að dæma víti.
32. mín
ARNÞÓR ARI!

Fær boltann frá Valgeiri inná teignum og sólar tvo, neglir svo uppi á nær og Halli ver í horn!
31. mín
Biddi keyrir 1v1 á Heiðar sem kemur boltanum í horn.

Biddi spyrnir boltanum fyrir og Jósef skallar frá.
30. mín
Stjörnumenn í smá basli vinstra megin við eigin vítateig og tapa boltanum en Valgeir hleypur inn í pakkann og tapar honum.

Stjarnan brunar í skyndisókn og Heiðar Ægis sækir hornspyrnu sem endar í góðu skallatennis áður en Diddi kýlir frá.
28. mín
Gummi Júl með lauflétt mistök og missir boltann í gegnum sig til Gauja Bald sem snýr sér og lætur vaða en Gummi hreinsar upp eigin skitu og hendir sér fyrir boltann!
25. mín
HK VILL FÁ VÍTI!

Hörður Árna fer illa með Þorstein Má og neglir boltanum svo yfir á Valgeir sem er 1v1 á Jósef, fer framhjá honum og fellur svo við en ekkert dæmt!

Réttur dómur hjá Guðmundi eftir að hafa séð endursýningu í sjónvarpinu.
19. mín
LEIFUR BJARGAR Á LÍNU!

Boltinn berst til Sölva sem er einn gegn Didda, kemur boltanum framhjá honum en Leifur mætir á línuna og hreinsar!

HK-ingar stálheppnir að vera ekki tveimur mörkum undir...
16. mín
Þorsteinn rennir boltanum á Hilmar sem reynir skotið í fyrsta en langt framhjá og yfir.

Stjarnan hættulegri þessar fyrstu mínútur.
14. mín
Hk-ingar fá hornspyrnu sem Biddi skokkar til að taka.

Ekkert verður úr spyrnunni.
11. mín MARK!
Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Stoðsending: Guðjón Baldvinsson
MAAARK!!

Hilmar Árni rennir boltanum í gegn á Gauja sem hleypur upp að endamörkum og neglir boltanum fyrir þar sem Sölvi mætir og setur boltann í fjærhornið!

1-0!
7. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK HK!

Gauji Bald sendir boltann fyrir markið og Leifur lætur boltann fara en Diddi tekur hann ekki og Gummi við fjærstöngina tekur boltann niður og neglir frá, galinn varnarleikur og HK-ingar eiga bara að koma þessu frá strax.

Hefði Stjörnumaður hlaupið inn á markteig hefði hann skorað...
4. mín
Danni Lax sólar sig inn á teig HK-inga og leggur boltann á Hilmar Árna sem reynir tvö skot en hvort af öðru verra.
2. mín
Stjarnan er í 4-4-1-1 með Hilmar í holunni og Gauja Bald frammi.

HK spilar sama kerfi með Arnþór Ara fyrir aftan Bjarna Gunn, Valgeir og Biddi á köntunum.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!

HK-ingar byrja og sækja í átt að Flataskóla.
Fyrir leik
Leifur vinnur hlutkestið og velur að byrja með boltann, Alex nennir engu veseni og skiptir ekki um vallarhelming, enda er hliðarvindur svo það skiptir litlu.

Veislan fer að byrja og Silfurskeiðin er komin í stuð.
Fyrir leik
Liðin eru að hita og það er bölvað rok hérna, hef margoft séð betri aðstæður til knattspyrnuiðkunar.

Vonandi hefur veðrið ekki of mikil áhrif á gæði leiksins.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Hörður Árna byrjar gegn sínum gömlu félögum og er það eina breyting liðanna frá síðasta leik.
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll fær það stórkemmtilega verkefni að flauta þennan leik.

Hann hefur dæmt tvo leiki í Pepsi Max deildinni hingað til og gefið í þeim 8 gul spjöld og 1 rautt.

Rauða spjaldið kom einmitt á Samsung vellinum í leik Stjörnunnar og Fylkis í fyrstu umferð deildarinnar sem endaði 2-1 fyrir heimamenn.

Hinn leikurinn sem Guðmundur dæmdi var 3-0 sigur Vals á Gróttumönnum á Seltjarnarnesinu.

Meðaltalið segir okkur að við fáum 3 mörk og 4 gul spjöld í leikinn hér í dag.
Fyrir leik
HK tapaði gegn Víking heima í Kórnum í síðustu umferð og hafa tapað öllum sínum leikjum þar, spurning hvort þeir nái ekki að krækja í 1-3 stig í kvöld fyrst þeir eru á útivelli og eru taplausir á útivelli.
Fyrir leik
Þetta er eini leikur kvöldsins, Stjörnumenn þurfa að spila mótið þéttar en önnur lið þar sem að þeir eru búnir með langfæsta leiki eftir sóttkví.

Stjarnan byrjaði mótið mjög vel og eru með 7 stig eftir þrjá leiki, spurning hvernig álagið hér eftir mun leggjast á leikmannahópinn.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og HK.
Byrjunarlið:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('33)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('71)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('71)
8. Arnþór Ari Atlason ('85)
14. Hörður Árnason ('71)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('71)
17. Jón Arnar Barðdal ('33)
19. Ari Sigurpálsson ('71)
21. Ívar Örn Jónsson ('71)
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson
30. Stefan Ljubicic ('85)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Brynjar Björn Gunnarsson ('87)

Rauð spjöld: