Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
0
3
KR
0-1 Pablo Punyed '50
0-2 Óskar Örn Hauksson '57
0-3 Tobias Thomsen '80
19.07.2020  -  17:30
Würth völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 12 gráður, skýjað og 4 m/s
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 2020
Maður leiksins: Pablo Punyed - KR
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson ('87)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('87)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('59)
11. Djair Parfitt-Williams
20. Arnar Sveinn Geirsson ('78)
23. Arnór Borg Guðjohnsen

Varamenn:
32. Arnar Darri Pétursson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson ('59)
10. Andrés Már Jóhannesson ('87)
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('87)
16. Ólafur Ingi Skúlason
17. Birkir Eyþórsson ('78)
21. Daníel Steinar Kjartansson
33. Natan Hjaltalín

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Pétur Örn Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR-ingar eru einir á toppnum, eru með 15 stig og þremur stigum á undan Fylki.

Viðtöl koma inn síðar í kvöld.
91. mín
2020 áhorfendur í Lautinni í dag.
90. mín
ÁSGEIR EYÞÓRSSON skallar í stöngina! Þarna hefði Fylkir getað náð inn marki.

Uppbótartíminn er að minnsta kosti 4 mínútur.
87. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir)
87. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) Út:Sam Hewson (Fylkir)
80. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
Aron Snær í marki Fylkis með hrikaleg mistök.

Veður út úr markinu og er kominn langt út fyrir teig. Tobias mætir í pressuna og Aron sparkar knettinum í hann.

Sá danski rennir svo boltanum faglega í tómt markið!
79. mín
Ægir Jarl skýtur yfir markið.
78. mín
Inn:Birkir Eyþórsson (Fylkir) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Fylkir)
75. mín
Stundarfjórðungur eftir og KR með öll spil á hendi.
71. mín
Rúnar Kristins gerir textalýsendum erfitt fyrir og hendir í eina þrefalda skiptingu.
70. mín
Inn:Finnur Tómas Pálmason (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
70. mín
Inn:Tobias Thomsen (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
70. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)

67. mín
Valdimar með hörkuskot rétt framhjá marki KR.
65. mín
Átti annað mark KR ekki að standa?

Var að skoða mark Óskars aftur. Kristján Flóki var í rangstöðu og blokkaði sýn Arons í marki Fylkis. Þarna hefði líklega átt að flagga rangstöðu.
63. mín
Hákon kemst í hörkufæri en Beitir ver vel! Svo sannarlega á tánum Beitir. Vel gert.
59. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
57. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Atli Sigurjónsson
Atli rennir boltanum á Óskar sem er gegn Arnari Sveini og nær skotinu.

Aron Snær markvörður Fylkis var í boltanum en nær ekki að verja. Ekki sannfærandi hjá Aroni.
57. mín
BEITIR! FRÁBÆR VARSLA!

Þórður Gunnar með lipur tilþrif og nær góðu skoti en Beitir ver með glæsibrag.
54. mín
Arnór Borg Guðjohnsen með skot framhjá. Þröngt færi.
52. mín
ÓSKAR ÖRN með skot, komst í flott færi en hitti ekki markið. Yfir.
51. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
50. mín MARK!
Pablo Punyed (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
HANN ER Á ELDI!!!

Pablo stýrir boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Kennie Chopart frá hægri! Pablo hefur verið magnaður að undanförnu fyrir KR-inga.

Varnarleikurinn arfaslakur hjá Fylkismönnum í þessu tilfelli.
49. mín
KRISTJÁN FLÓKI FER NIÐUR Í TEIGNUM!!! Vill fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Óskar Örn Hauksson á svo skot yfir markið.
48. mín
Óskar Örn er kominn með fyrirliðabandið núna. Tók við því í hálfleiknum.
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR ER FARINN AF STAÐ

Heimamenn sækja í átt að Árbæjarlauginni í seinni hálfleiknum.
45. mín
Stefán Árni fékk stuðning þegar hann fór til búningsklefa í hálfleiknum, gat ekki stigið í löppina. Lítur ekki vel út varðandi þennan unga leikmann. Vonandi snýr hann til baka sem fyrst.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar mun betri en staðan markalaus í hálfleik. Ég ætla að fá mér kaffi og taka eina rispu í hoppukastalanum.
45. mín
KENNIE CHOPART kemur sér í góða stöðu og á skot sem Aron Snær nær að verja! Þarna var svo sannarlega tækifæri.
45. mín
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson hefur ákveðið að spila skuli 2 mínútur í viðbót.
44. mín
Atli Sigurjóns allt í öllu og hann á skottilraun en hittir boltann illa. Yfir.
42. mín
Atli Sigurjónsson mjög ógnandi. Daði Ólafsson í vandræðum og KR fær horspyrnu.
41. mín
Valdimar geysist upp hægri kantinn en nær ekki nægilega góðri fyrirgjöf.
38. mín
Atli með aukaspyrnu. Á flotta sendingu inn í teiginn þar sem Aron Bjarki teygir sig í knöttinn og nær skalla. Beint á Aron markvörð Fylkis.
37. mín
AAAATLI SIGURJÓNS!!!! Skot naumlega framhjá, lét vaða fyrir utan teig.
35. mín
Kristján Flóki fær flugferð í baráttu við Arnar Svein og lendir mjög illa. KR fær aukaspyrnu en Arnar Sveinn lætur Helga Mikael heyra það.
31. mín
FINNUR ORRI Í DAUÐAFÆRI!!!!

Fékk boltann í teignum en var alltof lengi að þessu. Ásgeir Eyþórsson nær á endanum að kasta sér fyrir.

Geggjaður varnarleikur hjá Ásgeiri!
28. mín
Síðustu mínútur verið fullrólegar fyrir minn smekk.
22. mín
Fylkir fær hornspyrnu. Döpur spyrna frá Daða, boltinn fer á fyrsta varnarmann.
18. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Stefán haltrar af velli. Getur ekki stigið í hægri löppina. Batakveðjur.

Fyrirliði KR kemur inn en Pálmi þó áfram með bandið.
17. mín
Stefán Árni Geirsson liggur meiddur á vellinum, misstígur sig illa þegar enginn er nálægt honum. Vonandi þarf Stefán ekki að fara af velli.

Óskar Örn er að hita.
16. mín
Flott mæting í Árbæinn í kvöld og áhorfendur í fínu stuði.
14. mín
Kristján Flóki vinnur horn fyrir KR, frá vinstri. Chopart með hornið en Ásgeir Eyþórsson sparkar knettinum í burtu. Stuttu seinna fær Pálmi Rafn flott færi en nær ekki nægilega góðu skoti, Aron ver.
12. mín
Finnur Orri með fyrirgjöfina á Kristján Flóka sem nær ekki til boltans. KR-ingar mun líklegri.
11. mín
Fyrirgjöf sem Daði Ólafsson kemur í horn. Fyrsta hornspyrna KR-inga. Atli Sigurjóns með spyrnuna en Kennie Chopart rétt missir af boltanum.
7. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins. Arnar Sveinn Geirsson vinnur horn fyrir Fylkismenn en ekkert merkilegt kemur úr horninu.
6. mín
FRÁBÆR FYRIRGJÖF FRÁ ATLA SIGURJÓNSSYNI!!! Kristján Flóki með marktilraun en Aron Snær Friðriksson með flott viðbrögð og nær að verja. Boltinn dettur svo á Kristinn Jónsson sem á marktilraun framhjá.

Lífleg byrjun. Sótt á báða bóga!
3. mín
SAM HEWSON MEÐ SKOT NAUMLEGA FRAMHJÁ!!!

Djair með sendingu á Valdimar, boltinn datt fyrir Hewson sem skaut naumlega framhjá! Heimamenn nálægt því að taka forystuna strax í upphafi!
2. mín
Ólafur Ingi Skúlason er á skýrslu í liðsstjórn í kvöld. Enn á meiðslalistanum hjá Árbæingum.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn hófu leik.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson, fyrrum leikmaður KR, er spámaður umferðarinnar og hann spáir 2-0 útisigri.

"Toppslagur. Fylkir verið spútnik lið en hvort þetta sé blaðra sem springur líkt og hjá ÍA í fyrra? Veit það ekki. KR eru the one to beat. Þeir vinna. Pálmi með tvö," segir Hólmbert.
Fyrir leik
Gæðin hjá KR-ingum sjást vel á því hvaða leikmenn verma tréverkið í leiknum í kvöld. Finnur Tómas, Óskar Örn, Alex Freyr, Ægir Jarl, Tobias og Arnþór Ingi eru allt prýðilegir fótboltamenn og rúmlega það!
Fyrir leik
Kaffið skilaði sér og það er ekki af verri endanum. Sveimérþá ef Fylkismenn bjóða ekki bara uppá besta vallarkaffi deildarinnar.
Fyrir leik
Jæja hálftími í leik og bæði lið eru að hita upp í góðum gír. Pablo Punyed var valinn leikmaður umferðarinnar eftir síðustu umferð, bæði hjá .Net og Stöð 2 Sport. Hann fékk Pepsi kassa í hendurnar rétt áðan.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport sem sendir einvalalið fagmanna til að skila útsendingunni heim í stofu. Stefán Árni Pálsson mun lýsa leiknum og hann var að spjalla við Rúnar Kristinsson.

"Ég stilli upp sama liði og stóð sig vel í síðasta leik. Þó ég hafi oft gert það áður þá breyti ég ekki sigurliði í dag," segir Rúnar Kristinsson.
Fyrir leik
KR-ingar stilla upp sama byrjunarliði og vann Breiðablik. Það þýðir að fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson er áfram á bekknum. Pálmi Rafn Pálmason er með fyrirliðabandið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Skoðum Fylkisliðið.

Breytingar á miðsvæðinu. Nikulás Val Gunnarsson er veikur og Sam Hewson kemur inn í lið Fylkis. Arnór Borg Guðjohnsen sem kom af bekknum gegn FH og skoraði er í byrjunarliði Árbæinga, spilar fremstur. Hákon Ingi Jónsson fer á bekkinn.
Fyrir leik
Kaffilaust í Brasilíuborg.

Ákvað að hella í rjúkandi bolla hér í fréttamannagámnum en hér er enn kaffi frá síðasta leik. Ef einhver vallarstarfsmaður sér þessa færslu þá yrði nýju kaffi tekið opnum örmum.

Það er sunnudagur.
Fyrir leik
KR-ingar voru í banastuði í síðustu umferð. Unnu 3-1 sigur gegn Breiðabliki og spiluðu fantavel. Fylkismenn voru líka flottir. Mættu í Kaplakrika og unnu 2-1 útisigur gegn FH. Menn eru ekkert að leika sér hérna!
Fyrir leik
Dómararnir.

Helgi Mikael Jónasson er með flautuna í kvöld en Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson sjá um að flagga.

Stóru fréttirnar í dómgæslunni eru þær að Erlendur Eiríksson málarameistari er með skiltið. Elli verður mættur með flautuna í Pepsi Max von bráðar.
Fyrir leik
Árbæingar eru í sannkölluðu hátíðarskapi. Það er búið að blása upp hoppukastala við félagsheimilið og mikil spenna í lofti. Hvetjum fólk til að mæta tímanlega.
Fyrir leik
Í liðinni viku spjallaði ég við Þorstein Lár Ragnarsson, toppmann og vallarþul Fylkismanna, og fékk hann til að rýna aðeins betur í óvænta stigasöfnun þeirra appelsínugulu. Þá úttekt má nálgast með því að smella hérna.
Fyrir leik
Heil og sæl! Velkomin með okkur í Árbæinn þar sem Fylkir og KR eigast við í Pepsi Max-deildinni. Óvæntur stórleikur í sjöundu umferð deildarinnar!

Tvö efstu liðin eru að mætast. Fylkir og KR hafa bæði 12 stig. Fylkismenn hafa unnið fjóra leiki í röð og með sigri gegn Íslandsmeisturunum í dag jafna þeir félagsmet.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Stefán Árni Geirsson ('18)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('70)
11. Kennie Chopart (f) ('70)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson ('51)
23. Atli Sigurjónsson ('70)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('70)
7. Tobias Thomsen ('70)
8. Emil Ásmundsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('51)
22. Óskar Örn Hauksson ('18)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: