Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Breiðablik
4
0
Valur
Sveindís Jane Jónsdóttir '46 1-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '47 2-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '75 3-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '87 4-0
21.07.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Sveindís Jane Jónsdóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('89)
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir ('81)
18. Kristín Dís Árnadóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('89)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('81)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Sveindís Jane Jónsdóttir ('21)
Hildur Þóra Hákonardóttir ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Elías Ingi er búinn að flauta þetta af. Blikar vinna 4-0 stórsigur á Íslandsmeisturunum og senda skýr skilaboð.

Liðið er með fullt hús stiga, búið að skora 19 mörk og hefur ekki enn fengið á sig mark!

Valskonur eru fljótar inn í klefa en Blikar fagna innilega fyrir framan stuðningsmenn sína eftir þennan magnaða sigur.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
89. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Andrea Rán búin að vera virkilega vinnusöm hér í kvöld. Bergþóra Sól fær þrjár mínútur en það er tveimur mínútum bætt við leikinn.
89. mín
Áslaug Munda!!!

Það munar engu að hún bæti fimmta markinu við en skýtur rétt framhjá!
87. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Rúst!

Berglind Björg rekur naglann í Valskistuna.

Agla María með aðra stoðsendingu. Spilar innfyrir á Berglindi sem klárar fallega framhjá Söndru.

Hver átti von á þessu fyrir leik?
85. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Út:Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Hallbera meiddist eitthvað áðan. Líklega engir sénsar teknir með hana.

Valsarar í þriggja manna línun. Fríða fer á miðjuna.
81. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Heiðursskipting á markaskorarann sem er búin að eiga frábæran seinni hálfleik!

Gott að sjá Áslaugu Mundu í action. Hún er búin að vera meidd og þetta er aðeins annar leikur hennar í sumar. Hún fer á hægri kantinn.
81. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Diljá Ýr Zomers (Valur)
Skagakonan fær 10 mínútur til að reyna að setja mark sitt á leikinn.
79. mín
Blikum líður vel. Þær geta legið til baka og eiga svo eldfljóta sóknarmenn til að spila upp á þegar þær vinna boltann. Valskonum líður ekki eins vel. Ekki beint þægilegt að þurfa að sækja en vita af Sveindísi tilbúnni í sprett þegar boltinn tapast.
75. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
SVEEEEEEEEEEIIIIIIIIINDÍÍÍÍÍÍÍS!

Sveindís er að klára þetta fyrir heimakonur með sínu þriðja marki!

Agla María laumaði boltanum laglega á bakvið Lillý og inn fyrir á Sveindísi sem gerði allt rétt eins og áðan og lagði boltann framhjá Söndru!
71. mín
Hættuleg sókn hjá Blikum. Sveindís átti fyrirgjöf eftir samleik við Berglindi. Setti boltann á fjær þar sem liðsfélagi hennar átti skalla sem Sandra varði í horn. Sandra greip hornspyrnu Blika svo auðveldlega.
68. mín
Sveindís leitar að þrenunni. Reynir skot utan af kanti sem flýgur aðeins yfir samskeytin fjær. Það var alveg eitthvað í þessu!
68. mín
Það hefur lítið sést til Elínar Mettu í seinni hálfleik en nú er komið að henni að reyna markskot. Hafði gert virkilega vel í að leika framhjá þremur Blikum áður en hún átti skot sem fór beint á Sonný.
66. mín Gult spjald: Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
Brýtur á Sveindísi.
65. mín
Enn reynir Hlín skot utan af hægri vængnum. Það er kraftur í þessu en Sonný er ekki mikið fyrir að láta skora hjá sér, hvað þá úr langskotum.
64. mín
Inn:Arna Eiríksdóttir (Valur) Út:Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val og henni fylgir bréfsending. Ásgerður Stefanía fær afhentan miða frá þjálfarateyminu. Skokkar til Hallberu fyrirliða og þær lesa leyniskilaboðin saman. Hvað ætla Valskonur að gera?
64. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
63. mín
Hættulegt!

Berglind kemst inná teig hægra megin og reynir að koma boltanum fyrir á samherja. Valskonur hreinsa!
62. mín
Enn eitt Valshornið. Aftur reynir Hallbera að koma boltanum í skotfæri fyrir Guðný. Það tekst en Guðný fær boltann á vinstri fótinn í þetta skiptið og nær ekki nógu góðu skoti.
62. mín
Nú þarf Sonný að hafa fyrir hlutunum. Er fljót niður og ver fast skot Hlínar.
60. mín Gult spjald: Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
Hildur Þóra togar í Diljá sem ætlaði sér upp vinstri kantinn.
59. mín
Aftur Valshorn. Í þetta skiptið á Lillý fínan skalla en Sonný ver.
56. mín
Enn ein hornspyrnan hjá Val. Hallbera spilar til baka á Guðný sem reynir langskot. Fínt skot hjá miðverðinum sparkvissa. Sonný lendir í veseni og ver boltann út í teig þar sem samherjar hennar hreinsa.

Guðný Árnadóttir er með einn af betri fótum deildarinnar en fær sjaldnast að sýna það þar sem hún spilar miðvörð og er með marga landsliðsfætur með sér í liði sem bítast um að taka aukaspyrnur Valsliðsins.
55. mín
Vó! Þarna munar litlu að Berglind Björg sleppi í gegn en Guðný nær að hægja á henni áður en að Hlín mætir á harðaspretti og vinnur af henni boltann.

Það sést langar leiðir að Hlín er alls ekki sátt með gang mála og er alls ekki búin að gefast upp!

Valskonur snúa svo vörn í sókn sem endar á langskoti Diljár, beint á Sonný.
53. mín
Hallbera tekur hornið. Snýr boltann á nærsvæðið en þetta er auðvelt fyrir Sonný sem þarf ekki annað en að taka eitt skref í átt að boltanum til að grípa hann.
53. mín
Jæja, Valskonur reyna. Eru búnar að skapa sér þrjá hálfsénsa síðustu mínútur. Voru nú að vinna horn eftir klaufagang í vörninni hjá Blikum.
50. mín
Talandi um blautar tuskur. Þetta er mikið áfall fyrir Valskonur. Geta þær komið til baka og gert það sem engu liði hefur tekist síðan 2. júlí sumarið 2017? Vinna Blika á Kópavogsvelli.
47. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
HVAÐ ER AÐ GERAST?

SVEINDÍS JANE JÓNSDÓTTIR ER BÚIN AÐ SKORA TVÖ MÖRK Á MÍNÚTU HÉR Í UPPHAFI SÍÐARI HÁLFLEIKSINS.

Blikar unnu boltann nánast strax eftir að Valur tók miðju og Berglind Björg átti fallega sendingu yfir Valslínuna og í hlaupaleiðina hjá Sveindísi sem óð í átt að marki og kláraði vel framhjá Söndru.

Rosaleg byrjun á seinni hálfleik hjá Blikum!
46. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
MAAAARK!

Það tók Breiðablik 33 sekúndur að skora mark!

Sveindís Jane klárar framhjá Söndru með góðu skoti eftir frábæran undirbúning Öglu Maríu sem fór illa með Málfríði áður en hún sendi fyrir á Sveindísi.
46. mín
Leikur hafinn
Þá erum við farin af stað aftur. Engar breytingar á liðunum nema hvað að Agla María og Sveindís eru aftur búnar að skipta um kanta.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í nokkuð jöfnum leik. Bæði lið hafa fengið ágæta sénsa. Blikar þann besta strax á fyrstu mínútu þegar Berglind Björg komst ein gegn Söndru.

Annars hefur þetta verið nokkuð jafnt. Við erum að sjá þónokkuð af áður óséðum kýlingum fram völlinn frá liðunum og það er ekki að virka neitt sérstaklega vel.

Ég tippa á að jafn agaðir en aðeins afslappaðri leikmenn komi inn í seinni hálfleikinn. Við fáum mýkri móttökur og boltann meira á jörðinni.
44. mín
Vel gert Guðný!

Nær að stíga fyrir Berglindi Björgu og koma í veg fyrir að hún kæmist inn fyrir. Valskonur hreinsa svo í horn en Blikum tekst ekki að nýta hornspyrnuna.
44. mín
Heiðdís á hér skot vel framhjá. Boltinn datt út fyrir teig og til hennar eftir hornspyrnu Blika. Fín tilraun þó skotið hafi klikkað.
43. mín
Elías dæmir Alexöndru brotlega eftir baráttu við Söndru og Hallberu í vítateig Vals. Héðan úr blaðamannastúkunni fannst okkur þetta ekki rétt. En hvað vitum við svosem?
40. mín
Ný útfærsla af hornspyrnu hjá Val. Hallbera spilar til baka á Málfríði Önnu sem setur boltann svo inná teig. Eftir svolítinn barning dettur boltinn fyrir Lillý Rut sem á ágætt skot að marki. Þó ekki nógu gott til að sigra Sonný í markinu.
38. mín
Bæði lið eru svolítið að negla boltanum fram. Það er ekki að virka fyrir þau hingað til enda ólíkt þeirra hefðbundna uppleggi. Bæði lið frábær í að láta boltann ganga á milli manna með jörðinni.. En spennustigið vissulega hátt og taugarnar mögulega eitthvað að trufla ákvörðunartöku.
34. mín
Fín varnarvinna hjá Diljá sem stoppar Sveindísi frá því að komast inn á teig. Blikar fá annað horn.

Karólína tekur en hún setur slakan bolta utarlega í teiginn og Valskonur bruna í skyndisókn!

Ásdís Karen gerir virkilega vel í að vinna boltann af Hafrúnu og stingur honum svo í hlaupaleiðina hjá Elínu Mettu sem geysist í átt að Blikamarkinu.

Hildur Þóra tekur þá rosalegan sprett, nær að halda í við Elínu og á svo frábæra tæklingu sem kemur í veg fyrir stórhættulegt marktækifæri.

Valsarar fá horn en ná ekki að gera sér mat úr því.
33. mín
Vóóóó!

Flott sókn hjá Val. Henni lýkur á að Hlín setur stórhættulegan bolta fyrir. Elín Metta og Ásdís rétt missa af honum en hann endar hjá Dóru Maríu sem skýtur í varnarmann og yfir!

Það verður svo ekkert úr horninu hjá Val.
31. mín
Þarna á Sveindís að gera betur. Kemst inná teiginn vinstra megin. Er undir pressu frá Guðnýju en nær samt skoti. Setur boltann þó vel framhjá. Hefði viljað sjá hana setja þennan allavegana á rammann.
27. mín
Aftur ógnar Agla María. Finnur skot hægra megin en það fer af varnarmanni og aftur fyrir. Agla María tekur hornið sjálf en Lillý Rut skallar frá.
24. mín
Þetta er fjör endanna á milli. Nú var Sonný að verja heldur máttlausan skalla Hlínar eftir flotta fyrirgjöf Hallberu frá vinstri.
23. mín
Agla María með netta takta. Hún er búin að skipta um kant við Sveindísi. Tekur skemmtilegar hreyfingar með boltann áður en hún lætur reyna á Söndru í Valsmarkinun. Skotið þó í þægilegri hæð fyrir Söndru sem ver þetta örugglega.
21. mín Gult spjald: Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Málfríður Anna reynir að taka hratt innkast. Kastar beint í hausinn á Sveindísi sem sneri baki í hana en var vissulega nálægt. Sveindís fær gult fyrir að hindra innkastið. Sérstakt því Sveindís sá varla hvað Málfríður var að gera fyrir aftan sig.
20. mín
Elín Metta!

Boltinn er límdur við tærnar á henni þegar hún brunar upp hægra megin og svo í átt að teignum meðfram endalínunni. Er við það að komast í hættulega stöðu þegar Andra Rán rennir sér í boltann og kemur honum í horn.

Hallbera tekur hornspyrnuna fyrir Val en Blikar skalla frá.

Valskonur sterkari þessa stundina.
17. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK BLIKA!

Það berst að því er virðist nokkuð hættulaus bolti inná teig Blika. Diljá Ýr sér þó tækifæri í sendingunni, pressar laglega á Hildi Þóru og nær að koma boltanum fram fyrir sig. Sonný er vel með á nótunum og eldsnögg út í teiginn til að handsama boltann áður en að Dilja finnur skotið. Þarna mátti litlu muna.
16. mín
Fyrsti séns Vals kemur eftir hornspyrnu. Dóra María setur gullbolta út í teig á kollinn á Hlín sem skallar yfir!

Stuðningsmenn beggja liða láta vel í sér heyra á þessum tímapunkti. Vel gert, áfram svona!
15. mín
Þarna munar litlu!

Elín Metta er dæmd rangstæð þegar hún var að komast ein gegn Sonný.
15. mín
"Ef þú elskar Breiðablik þá klapparðu" syngur Kópacabana sveitin. Fín mæting á völlinn en stuðninsfólk mætti almennt vera duglegra við að láta í sér heyra og hvetja sitt lið.
12. mín
Blikar vinna fyrsta horn leiksins. Karólína Lea setur boltann inná teig. Valskonur eru í brasi við að hreinsa og Sveindís vinnur af þeim boltann. Nær hinsvegar ekki að finna skot og spilar út úr teignum. Þar mætir Elín Metta í varnarvinnuna og gerir virkilega vel í að vinna boltann af Öglu Maríu og markspyrnu fyrir sitt lið.

Elín er búin að fá mikið hrós fyrir varnarvinnuna sína í sumar og við höldum áfram hrósa henni.
10. mín
Þá er komið að Öglu Maríu að spreyta sig. Hún köttar inn frá vinstri og reynir skot. Það er með jörðinni og beint á Söndru.

Blikar betri þó leikurinn sé að komast í betra jafnvægi.
5. mín
Elín Metta lætur finna fyrir sér. Skrokkar Andreu Rán útaf vellinum eftir að sú síðarnefnda hafði gert vel í að skýla boltanum aftur fyrir.
5. mín
Sandra!

Aftur ver Sandra glæsilega. Í þetta skiptið frá Sveindísi sem reyndi hörkuskot utan af hægri kantinum.

Blikar að byrja þetta betur.
3. mín
FYRSTA FÆRIÐ!

Fyrsta færi leiksins er komið og það var ekkert smá færi!

Hafrún stingur boltanum inn fyrir Valsvörnina þar sem Lillý er úr stöðu og missir hann framhjá sér.

Berglind Björg kemst því ein gegn Söndru sem kemur vel út á móti og ver glæsilega!
2. mín
Lið Vals:

Sandra

Málfríður Anna - Guðný - Lillý - Hallbera

Ásgerður - Dóra María

Hlín - Ásdís Karen - Diljá Ýr

Elín Metta
2. mín
Lið Breiðabliks:

Sonný

Hildur Þóra - Kristín Dís - Heiðdís - Hafrún Rakel

Andrea Rán - Alexandra

Sveindís - Karólína - Agla María

Berglind Björg
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Elín Metta tekur upphafsspyrnuna fyrir Val sem sækir í átt að Smáranum.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á iðagrænan og vel vökvaðan Kópavogsvöllinn.

2 mínútur í kick off og Herra Hnetusmjör sér um lokapeppið.
Fyrir leik
Það er aldeilis kominn í fiðringur í magann á undirritaðri. Örstutt í leik. Fólk farið að streyma á Kópavogsvöllinn og ekkert annað skrifað í skýin en að við fáum frábæra skemmtun hér í kvöld.
Fyrir leik
Fanndís Friðriksdóttir er áfram fjarri góðu gamni í liði gestanna. Athygli vekur að bæði Bryndís og Aldís eru á varamannabekk Vals en þær eru báðar markverðir. Katla Tryggvadóttir er svo fædd árið 2005, efnileg. Þær Katla og Bryndís Lára koma inn í hópinn fyrir Elísu og Sigríði Theód. Guðmundsdóttur frá síðasta leik.

Eina breytingin hjá Blikum er eins og áður segir að Andrea Rán byrjar í stað Rakelar.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Ein breyting á báðum liðum. Andrea Rán kemur inn í lið Blika í stað Rakel Hönnudóttur sem fer á bekkinn.

Málfríður Anna kemur þá inn í lið Vals fyrir Elísu Viðarsdóttur sem eins og áður hefur komið fram fékk að líta rauða spjaldið í síðustu umferð.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Það er flott teymi sem sér um dómgæsluna í kvöld. Aðaldómari er Elías Ingi Árnason og honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson (AD1) og Bergur Daði Ágústsson (AD2).

Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er eftirlitsmaður og hinn geðþekki Gunnar Oddur Hafliðason er varadómari.
Fyrir leik
Síðustu vikur hafa verið ólíkar hjá liðunum. Breiðablik þurfti að fara í tveggja vikna sóttkví og hefur því spilað tveimur leikjum minna en Valur. Blikar virðast þó koma ferskar úr kvínni, unnu sannfærandi sigur á ÍBV í síðustu viku og klæjar í tærnar að komast aftur út á völl.

Valskonur hafa verið á siglingu en lentu í áfalli gegn Fylki í síðasta leik. Elísa Viðarsdóttir var rekin af velli strax á upphafsmínútum leiksins og Valur lék því manni færri í rúmar 90 mínútur gegn sterku Fylkisliði. Valskonur stóðu sig hrikalega vel miðað við aðstæður en niðurstaðan þó 1-1 jafntefli.

Það þýðir tvö töpuð stig á Val en Blikar gerðu einmitt eitt jafntefli í fyrra að undanskildum leikjunum gegn Val og það var í raun það sem skildi á milli liðanna á stigatöflunni í lok móts.

Verður það sama uppi á teningnum í ár?
Fyrir leik
Bæði lið hafa litið hrikalega vel út í upphafi móts og raðað inn mörkum. Elín Metta Jensen er markahæst í deildinni með 8 mörk í 8 leikjum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir er næstmarkahæst með 6 mörk í 6 leikjum.
Fyrir leik
Liðin gerðu jafntefli í innbyrðisleikjum sínum í fyrra og það var alvöru dramatík í þeim báðum.

Fyrri leikurinn var heimaleikur Vals og fór 2-2. Alexandra Jóhannsdóttir jafnaði þá fyrir Blika á lokamínútunum en markið hefði ekki átt að standa þar sem um rangstöðu var að ræða í aðdraganda marksins.

Ekki var dramatíkin minni í síðari leik liðanna. Valskonur þurftu að vinna hann til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þær leiddu með einu marki fram í uppbótartíma en þá ákvað Heiðdís Lillýardóttir að hún vildi ekki að Valskonur fögnuðu titli á Kópavogsvelli og skoraði jöfnunarmark. Valsarar þurftu því að bíða fram í lokaumferðina með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Fyrir leik
Gleðilegan þriðjudag!

Það er komið að því. Fyrri viðureign tveggja bestu liða deildarinnar verður spiluð í kvöld!

Þetta eru liðin sem flestir spá titilbaráttu og þetta eru liðin sem sitja í tveimur efstu sætunum.

Valskonur á toppnum með 16 stig en tvö töpuð stig eftir 6 leiki. Blikar með 12 stig af 12 mögulegum eftir 4 leiki.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('64)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('85)
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('64)
77. Diljá Ýr Zomers ('81)

Varamenn:
12. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
13. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir ('64)
6. Mist Edvardsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('64)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('81)
17. Katla Tryggvadóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('85)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('66)

Rauð spjöld: