Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Leiknir R.
5
0
Víkingur Ó.
Vuk Oskar Dimitrijevic '12 1-0
Sævar Atli Magnússon '37 2-0
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '48 3-0
Sólon Breki Leifsson '65 4-0
Arnór Ingi Kristinsson '74 5-0
22.07.2020  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Einmuna blíða í Breiðholti eins og alltaf. Völlurinn lítur vel út.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Vuk Oskar Dimitrijevic
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Sólon Breki Leifsson ('73)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Ernir Bjarnason
7. Máni Austmann Hilmarsson ('67)
10. Sævar Atli Magnússon (f) ('73)
10. Daníel Finns Matthíasson ('62)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
20. Hjalti Sigurðsson ('67)
23. Dagur Austmann
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
6. Andi Hoti
8. Árni Elvar Árnason ('62)
10. Shkelzen Veseli ('67)
14. Birkir Björnsson ('67)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('73)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Elías Guðni Guðnason
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Manuel Nikulás Barriga
Ágúst Leó Björnsson

Gul spjöld:
Daníel Finns Matthíasson ('50)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Engin glæst endurkoma hjá Gauja Þórðar.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Uppbótartími á Domusnova. 2 mínutum bætt við.
85. mín
Þetta er að detta í ákveðna lágdeyðu hér á Domusnova vellinum. Skal engan undra. 5-0 fyrir heimamenn og þeir að sjálfsögðu sáttir.
79. mín
Leiknismenn leika við hvern sinn fingur og eru bara líklegir að bæta við.
74. mín MARK!
Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Búinn að vera inná í 20 sekúndur!!!!!

Vuk með skot í varnarmann en Arnór fylgir vel á eftir og hamrar boltann beint uppí samúel úr teignum
73. mín
Inn:Daníel Snorri Guðlaugsson (Víkingur Ó.) Út:Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
73. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Billy Jay Stedman (Víkingur Ó.)
73. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
73. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Daði Bærings tekur við bandinu.
70. mín
Indriði með skalla eftir fyrirgjöf frá Bjarti en adrei hætta fyrir Guy
67. mín
Inn:Birkir Björnsson (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
67. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.)
65. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Mark!

Þetta er svo einfalt þegar Leiknismenn setja í gír. Keyra upp völlinn og láta boltann ganga þvert yfir völlinn fyrir fætur Sólons sem skorar með góðu skoti af vítateigslínu. Ef það var ekki búið í 3-0 þá er það búið núna.
63. mín
Harley með skot fyrir gestina en auðvelt fyrir Guy í marki Leiknis.
62. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Daníel með gult og búinn að brjóta af sér á gulu. Skynsamleg skipting.
61. mín
Dauft er það þessar mínútur. Heimamenn miklu sterkari þó og sækja hér horn eftir sprett frá Vuk.
56. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.) Út:Vitor Vieira Thomas (Víkingur Ó.)
Fyrsta skipting leiksins er gestanna. Heimamenn að undirbúa skiptingu sömuleiðis.
55. mín
Hvernig var þessi ekki inni!!!!!!

Sævar aleinn hægra meginn í teignum og snýr boltann framhjá í fjærhornið en Newberry bjargar á línu!!!!! boltinn var örugglega kominn 75% yfir línuna. Sólon fær svo frákastið en setur hann framhjá með viðkomu í varnarmanni.
54. mín
Snörp sókn Leiknis. Vuk setur boltann í hlaupaleið Sólons sem geysist áfram, fer framhjá tveimur og á skotið en beint á Brynjar.
52. mín
Gestirnir fá horn.
50. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Víkingur Ó.)
Indriði og Daníel líklega eitthvað verið að kýta og fá báðir gult. Sá hreinlega ekki hvað gerðist.
50. mín Gult spjald: Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
48. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Daníel Finns Matthíasson
Hornspyrnan mjög góð frá Daníel Finns beint á pönnuna á Gyrði sem rís hæst í teignum og skallar boltann í netið.

Game Over.
48. mín
Leiknir fær horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik og þurfa heldur betur að bæta í.
45. mín
Hálfleikur
Pétur bætir ekki sekúndu við fyrri hálfleikinn og heimamenn ganga til leikhlés tveimur mörkum yfir. Gestirnir lítið sýnt og þurfa að spýta í lófana ætli þeir sér eitthvað úr þessu leik.
42. mín
Leiknismenn virkilega solid hér í fyrri hálfleik og haldið algerlega í stjórnartaumanna í þessum leik. Ólsarar lítt komist áleiðis og heimamenn gengið á lagið og skorað tvö fín mörk.

Mjög fagmannleg frammistaða.
37. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Mark!

Vuk vinnur boltann hátt á vellinum og sendir hann fyrir. Boltinn skallaður út fyrir fætur Daníel Finns sem á skot í varnarmann en beint fyrir fætur Sævars sem skorar með hnitmiðuðu skoti úr teignum.

Brekkan er brött fyrir gestina.
35. mín
Slakur bolti frá marki Leiknis sem Gonzalo hirðir og keyrir í átt að marki og nær skotinu en í varnarmann og afturfyrir.
33. mín
Gameplan Ólsara er ekki beint flókið. Liggja þéttir til baka og beita löngum boltum og skyndisóknum. Ekki það skemmtilegasta á að horfa en getur virkað vel. Eru þó undir og þurfa að sýna meira. Spurning hvaða ása Gaui á í erminni.
29. mín
Ólsarar tapa boltanum á slæmum stað og boltinn þræddur inn á Sævar sem gerir vel í að stíga varnarmann út og komast einn gegn Brynjari í marki gestanna sem gerir sig breiðan og ver vel í horn. Grípur svo hornið.
26. mín
Gonzala fær ódýra aukaspyrnu eftir ágætan sprett en gestirnir ná ekki að nýta það og tapa boltanum strax.
25. mín
Leiknismenn að bæta í og þrýsta gestunum neðar og neðar á völlinn. Mun líklegri til að bæta við en engin færi .
22. mín
Dagur Austmann með lúmskan bolta fyrir markið sem Sævar reynir að skalla með því að beygja sig niður. Boltinn þó yfir hann og ekki langt framhjá fjærstönginni. Fínasta hugmynd og Brynjar alls ekki viss.
20. mín
Gonzalo aftur að brjóta og fær aftur föðurleg orð í eyra frá Pétri, líklega síðasti séns.
19. mín
Ólsarar bruna í sókn og Indriði Áki í prýðisfæri í teignum en Guy mætir vel á móti honum og ver vel. Leiknismenn hreinssa.
18. mín
Moð er orðið þessar mínútur og lítið um færi og fallegt spil. Heimamenn þó ívið sterkari.
12. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
Mark!

Einföld uppskrift hröð sókn og boltinn inná teiginn frá hægri. Sævar Atli missir af boltanum en það kemur ekki sök, Vuk er mættur utarlega í teiginn á fjær og klárar glæsilega framhjá Brynjari. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið.
11. mín
Gonzalo að sleppa í gegn en dæmdur brotlegur og hann brjálast. Pétur ræðir við hann og nær að róa hann.

Lögreglumaðurinn með þetta allt á hreinu.
9. mín
Hornspyrna frá Leikni og stórhætta en varnarmenn komast fyrir marktilraun Sævars og í annað horn. Boltinn skallaður út og skot að marki en enn annað horn.

Áttunda horn Leiknis á 10 mínútum.
5. mín
Billy Jay fer niður við hægra vítateigshorn og er allt annað en sáttur að Pétur flauti ekki. Það var mjög lítið í þessu.
3. mín
Bjargað á línu!!!!!!

Og boltinn í horn. fimmta í röð
3. mín
og það fjórða í röð.
2. mín
Góð hornspyrna á fjærstöngina en skallað afturfyrir í annað horn. Brynjar slær það afturfyrir. Allt þá þrennt er?
1. mín
Gestirnir stilla upp í strangheiðarlegt 5-3-2. Það verður ekkert gefið hér en Leiknismenn fá horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru heimamenn sem hefja leik.
Fyrir leik
Liðin að ganga til vallar og allt til reiðu hér á Domusnova vellinum. Vonandi að við fáum spennandi og skemmtilegan leik og eitthvað af mörkum og dramatík.
Fyrir leik
Mættir á Domus Nova í einmunablíðu og allt til alls fyrir frábæran knattspyrnuleik.

Það kæmi mér núll á óvart að bæði lið stilli upp í four four f****** two í dag og harkan tæki völdin en viðureignir þessara liða í gegnum tíðina hafa einkennst af mikilli baráttu og hörku.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa leikið samtals 28 opinbera leiki samkvæmt gagnagrunni KSÍ. Heimamenn í Leikni hafa sigrað 6 sinnum, 12 leikjum hefur lokið með jafntefli og Ólafsvíkingar sigrað 10 sinnum. Markatalan er svo 33-44

Síðastu viðureignir liðanna voru í deildinni í fyrra. Þar hafði Leiknir 2-0 sigur í Breiðholti með mörkum frá Sólon Breka Leifssyni og Nacho Heras sem nú leikur með Keflavík. Seinni leikurinn í Ólafsvík endaði með 1-1 jafntefli þar sem Árni Elvar Árnason skoraði fyrir gestina en Guðmundur Magnússon skoraði fyrir Ólsara.
Fyrir leik
Leiknir.R

Leiknismenn undir stjórn Sigurðar Höskuldssonar eru mikil ólikindatól. Geta á sínum degi lagt öll lið deildarinnar og það sannfærandi en hafa á köflum í sumar sogast niður í meðalmennsku og átt slæma leiki.

Leiknisliðið er þó eitt það skemmtilegasta í deildinni og finni liðið meiri stöðugleika eru þeir klárlega kandidatar í það að fara upp í Pepsi Max í haust.

Sævar Atli fyrirliði og Vuk Óskar eru leikmenn sem ég hvet fólk til að fylgjast með sem og Guy Smit í markinu sem hefur verið öflugur í upphafi móts. Leiknisliðið er þó í heild vel spilandi og verður spennandi að fylgjast með þeim takast á við Ólsara á Domus Nova vellinum nú í kvöld.
Fyrir leik
Víkingur Ó

Eins og allir ættu að vita núna voru miklar hræringar i herbúðum Ólsara í liðinni viku. Jóni Páli Pálmarssyni var sagt upp störfum sem þjálfari vegna samstarfsörðugleika. Mikið hefur verið rætt um hverjir téðir örðugleikar hafi verið en Elvar Geir Magnússon og Baldvin Már Borgarson ræddu þessi mál sem og önnur tengd Lengjudeildinni í útvarpsþætti Fótbolta.net síðastliðinn laugardag sem hlusta má á HÉR

Við starfinu í Ólafsvík tók auðvitað goðsögnin og frasakóngurinn Guðjón Þórðarson sem eftir átta ára fjarveru frá Íslenskum fótbolta snýr aftur en síðast þjálfaði hann Grindavík í efstu deild árið 2012. Guðjón þjálfaði NSÍ í Færeyjum í fyrra með fínum árangri og verður spennandi að sjá hvernig Ólsurum reiðir af undir hans stjórn. Guðjón er einn af reyndustu þjálfurum landsins og hefur orðið Íslandsmeistari sem þjálfari KA og ÍA, bikarmeistari með ÍA og KR ásamt því að þjálfa Íslenska landsliðið, félög í Englandi, Noregi og eins og áður segir Færeyjum.
Það má því segja að það sé fengur fyrir deildina og knattspyrnu á Íslandi að fá þennan skemmtilega karakter aftur í boltann hér heima.

Ólsarar sitja í 9,sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins með sex stig og þurfa nauðsynlega að fara að hala inn stig á töfluna ef þeir ætla ekki að hanga í neðri hlutanum þetta sumarið.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið líkt og alltaf hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis.R og Víkings.Ó í 7.umferð Lengjudeildar karla.

Víkingar eru að mæta til leiks með nýjan þjálfara og þurfa að fara að setja stig á töfluna og slíta sig lengra frá botnliðunum.
Á meðan geta heimamenn komist á toppinn í það minnsta um stundarsakir með sigri.
Byrjunarlið:
1. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Michael Newberry
6. James Dale (f)
10. Indriði Áki Þorláksson
11. Harley Willard
11. Billy Jay Stedman ('73)
17. Kristófer Jacobson Reyes
18. Ólafur Bjarni Hákonarson
19. Gonzalo Zamorano
20. Vitor Vieira Thomas ('56)
22. Vignir Snær Stefánsson ('73)

Varamenn:
12. Konráð Ragnarsson (m)
7. Ívar Reynir Antonsson ('73)
8. Daníel Snorri Guðlaugsson ('73)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('56)
21. Pétur Steinar Jóhannsson
33. Kristófer Daði Kristjánsson

Liðsstjórn:
Brynjar Kristmundsson (Þ)
Guðjón Þórðarson (Þ)
Gunnsteinn Sigurðsson
Antonio Maria Ferrao Grave
Kristján Björn Ríkharðsson
Einar Magnús Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Indriði Áki Þorláksson ('50)

Rauð spjöld: