Breiðablik
5
0
Þróttur R.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '25 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '44 2-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '58 3-0
Alexandra Jóhannsdóttir '67 4-0
Agla María Albertsdóttir '91 5-0
24.07.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 282
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('72)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir ('62)
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('82)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir ('72)
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('62)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('62)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('62)
14. Guðrún Gyða Haralz
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('72)
21. Hildur Antonsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir ('82)
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('72)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Aron Már Björnsson
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Yfirburðarsigur Blika gegn baráttuglöðum Þrótturum. Blikar líta fáránlega vel út, fókuseraðar og vel drillaðar. Þær komast upp fyrir Val og tylla sér í toppsætið.
Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
93. mín
Flott vörn hjá Kristínu Dís. Hleypur Margréti Sveins uppi og kemur í veg fyrir að hún komist í álitlega stöðu.
91. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
BAMMSJAGGALAMM!

Agla María skorar fimmta mark Blika með góðum skalla eftir gullfallega fyrirgjöf Bergþóru Sólar.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
89. mín
Þróttarar ná sínu fyrsta markskoti í seinni hálfleiknum. Andrea Rut reynir skot utan teigs en setur boltann yfir.
88. mín
Hendi hrósi á Köttara sem eru enn að hvetja sitt lið til dáða hér á lokamínútunum þó liðið sé 4-0 undir. Alvöru stuðningsfólk.
87. mín
Frábær tækling hjá Andreu Magg sem nær að renna sér fyrir áður en Rakel Hönndóttir nær valdi á boltanum í vítateig Þróttar.
85. mín
Það eru 282 áhorfendur á vellinum.
82. mín
Inn:Rakel Hönnudóttir (Breiðablik) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Þriggja marka drottningin fer útaf og Rakel Hönnudóttir kemur inn. BBÞ#10 komin með 10 mörk í deildinni!
81. mín
Þróttarar ósáttir við dómgæsluna hérna. Fyrst brýtur Karólína Lea á Ollu og gestirnir vilja spjald. Örstuttu síðar er farið í bakið/hnakkann á Margréti Sveins sem fellur við en ekkert er dæmt.
79. mín
Áfram dælast hornin inn. Agla María var að leika listir sínar í teignum en Mist náði að komast fyrir hana og hreinsa í horn. Agla María tekur hornið og Þrótturum tekst að hreinsa.
78. mín
Aftur fá Blikar heldur ódýra aukaspyrnu. Í þetta sinn við vinstra vítateigshornið. Brotið á Öglu Maríu sem tekur spyrnuna sjálf en skýtur beint á Agnesi.
75. mín
Inn:Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Hildur tekur sínar fyrstu mínútur í sumar. Hún fer á miðjuna en Mist í hægri bakvörðinn.
75. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Tinna Dögg Þórðardóttir (Þróttur R.)
Tinna Dögg búin að standa sig vel í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild.
72. mín
Blikar fá ódýra aukaspyrnu við hægra vítateigshornið. Ná ekki að nýta sér hana. Þróttarar skalla frá.
72. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Önnur tvöföld hjá Blikum.
72. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
71. mín
SAMSKEYTIN!

Frábært skot hjá Öglu Maríu sem smellir boltanum í samskeytin fjær utan af velli!
69. mín
Allir leikmenn Þróttar eru í eigin vítateig núna og reyna að koma í veg fyrir að Blikar bæti við. Andrea Rán reynir skot en það fer af varnarmanni og aftur fyrir í enn eitt hornið. Þróttarar skalla svo frá.
68. mín
Blikar vinna boltann strax aftur. Agla María reynir skot utan af velli sem Agnes Þóra ver vel.

Þróttarar ná svo með herkjum að hreinsa hornspyrnu Blika út úr teignum sínum.
67. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Fjórða markið er komið!

Alexandra er mætt inná teig. Fær sendingu frá vinstri og neglir þessum bolta upp í þaknetið!
62. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum. Steini gerir breytingu á öftustu línu hjá sér. Bergþóra fer í hægri bakvörð og Hildur Þóra í miðvörðinn. Hafrún Rakel í vinstri bakvörðinn.
62. mín
Inn:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik)
61. mín
Langur hálftími eftir hjá löskuðum Þrótturum. Nógu erfitt er að mæta á Kópavogsvöll. Hvað þá án 6 byrjunarliðsmanna.
60. mín
Inn:Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.) Út:Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir (Þróttur R.)
60. mín
Aftur skapast stórhætta eftir langt innkast Sveindísar. Berglind var að skalla rétt yfir.
58. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
ÞRENNA!

Berglind Björg er að gera endanlega út um þetta með sínu þriðja marki!

Skorar eftir langt innkast Sveindísar og klafs í teignum.
57. mín
Agla María skorar beint úr horninu en markið er dæmt af. Við vitum ekki af hverju.
55. mín
Það er alltaf nóg af hornum þegar Blikar spila og nú fá þær enn eitt slíkt eftir að Morgan stoppaði Öglu Maríu frá því að komast inn á teig.

Áslaug Munda setur boltann fyrir. Þar er ansi troðinn pakki og þetta endar á því að Kristín Dís skýtur í varnarmann og aftur fyrir.

Annað horn!
50. mín
Flott varnarvinna og góður sprettur hjá Morgan. Geysist upp allan völlinn og reynir að senda Ollu í gegn en Hildur Þóra er eldfljót og nær að vísa Ollu frá marki.
49. mín
Stóra táin!

Agnes ver fast skot Berglindar með því að koma stóru tánni í boltann!

Blikar fá horn en Þróttarar hreinsa.
46. mín
Það tekur Blika 19 sekúndur að ná sér í aukaspyrnu rétt utan teigs vinstra megin. Þær ætla ekkert að slaka.

Agla María tekur spyrnuna með kvöldsólina í augunum. Setur boltann yfir samskeytin fjær.
46. mín
Leikur hafinn
Áfram með smjörið. Berglind Björg sparkar seinni hálfleikinn í gang.
45. mín
Inn:Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
Þróttarar gera eina breytingu í hálfleik. Margrét Sveins kemur inná og fer í framlínuna með Ollu. Andrea Rut fer niður í holuna.
45. mín
Hálfleikur
Það er ágæt mæting í kvöld.

Hörðustu stuðningsmenn beggja liða að sjálfsögðu með skyldumætingu.

Þjálfarateymi Stjörnunnar er svo mætt til að taka út Þróttarliðið sem þau mæta á þriðjudag. Svo er gaman að sjá að góður hluti Keflavíkurliðsins er mættur í stúkuna til að fylgjast með sinni konu, Sveindísi Jane.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur og Blikar í þægilegri 2-0 stöðu. Mjög verðskuldað enda græna liðið ráðið lögum og lofum á Kópavogsvellinum í kvöld.

Nú er spurning hvað Þróttarar gera. Reyna þær að koma í veg fyrir stærra tap eða taka þær risa áhættu og reyna að sækja?

Blikar geta allavega gert nokkurn veginn það sem þær vilja.

Fáum okkur kaffi og sjáumst eftir korter!
44. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Þóra Hákonardóttir
TVENNA!

Berglind Björg er að tvöfalda forystuna eftir góða sendingu frá hægri bakverðinum Hildi Þóru Hákonardóttur.

Berglind kemur þessum inn viðstöðulaust af markteignum.

Gott veganesti inn í hálfleikinn.
43. mín
Klobbi!

Karólína klobbar Elísabetu og spilar svo inná þéttskipaðan vítateiginn. Þar verjast 9 Þróttarar og Blikar eiga erfitt með að finna skotið. Boltinn endar aftur fyrir í enn einni hornspyrnunni eftir mikinn barning.

Í þetta skiptið tekur Áslaug Munda en eins og áðan þá er Morgan Goff sterk í loftinu og skallar frá.
40. mín
Ágæt sókn hjá Þrótti. Sóknirnar eru ekki margar en þær eru nokkuð vel útfærðar. Þessi endaði á því að Ísabella Anna átti skot beint á Sonný efir að boltinn hafði náð að ganga aðeins á milli manna.
36. mín
Úff. Sveindís reynir fyrirgjöf sem fer beint á kviðinn á Elísabetu sem hnígur niður. Sveindís fær boltann aftur, leggur hann út á Berglindi sem á skot af varnarmanni og aftur fyrir.

Elísabet fær aðhlynningu áður en Blikar taka horn sem Morgan Goff skallar frá.

Blikar vinna frákastið og reyna að koma boltanum strax aftur inn á teig en aftur fer hann í varnarmann og aftur fyrir og aftur fá Blikar horn frá hægri.

Af því að við erum að ofnota orðið "aftur" getum við sagt frá því að Agla María setti hornspyrnuna aftur afturfyrir.
32. mín
Agnes Þóra er að koma vel inn í þetta. Ver fast skot frá Berglindi úr teignum eftir misheppnaða hreinsun Sigmundínu.

Blikar fá horn sem Agla María setur beint aftur fyrir.
31. mín
Blikar halda áfram að stýra traffíkinni á meðan Þróttarar djöflast.

Agla María og Sveindís búnar að skipta um kant.
27. mín
Blikar leita að marki númer tvö. Sveindís kemst framhjá Morgan og á hættulega sendingu fyrir. Sigmundína nær ekki að skalla boltann lengra en á fjærsvæðið þar sem Alexandra er mætt í sínu "signature hlaupi" en skallar yfir!
25. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Berglind!

Berglind Björg er búin að brjóta ísinn. Fær stungusendingu og skorar örugglega framhjá Agnesi.
24. mín
Blikar aftur hrokknar í gang og liggja þungt á Þrótturum sem eru í yfirvinnu við að hreinsa teiginn sinn þessa stundina.
22. mín
Vóóóó!

Þarna finna Blikar glufu. Agla María sendir Sveindísi í gegn!

Morgan eltir hana eins og skugginn. Agnes gerir frábærlega í að hægja á henni og Morgan stelur svo af henni boltanum.

Þarna munaði engu.
19. mín
Við erum búin að fá örútskýringu á markmannsmálinu dularfulla. Þetta er Agnes Þóra Árnadóttir sem er komin inná fyrir Friðriku sem er veik. Agnes var ræst út skömmu fyrir leik til að bjarga málunum.

Hún er ekki skráð á skýrsluna sem við erum með þar sem hún hefur bæst við á síðustu stundu.. Og hún spilar leikinn í Blikatreyju merktri Telmu Ívarsdóttur!
15. mín
Agnes!

Agnes byrjar á góðri vörslu. Ver skot úr teignum og er fljót að henda sér á frákastið.
13. mín
Inn:Agnes Þóra Árnadóttir (Þróttur R.) Út:Friðrika Arnardóttir (Þróttur R.)
Hvað er að gerast?

Þróttarar þurfa að skipta um markmann. Friðrika getur ekki haldið áfram leik. Kom í raun samt ekkert fyrir sem við gátum séð.

Agnes Þóra Árnadóttir er ekki á okkar leikskýrslu en kemur hér inná.
12. mín
SONNÝ!!!

Geggjuð varsla hjá drottningunni í Blikamarkinu!

Frábær sókn hjá Þrótti. Tinna Dögg vinnur boltann og spilar honum á Andreu Rut sem nýtir sér galopið miðsvæðið. Leikur að marki, dregur til sín varnarmenn og sendir Ollu svo eina í gegn.

Olla er í draumafæri en Sonný sýnir af hverju hún er ekki búin að fá sig marki í sumar. Geggjuð varsla!
8. mín
Þróttarar hafa ákveðið að láta miðvörðinn Morgan Goff spila vinstri bakvörð í kvöld. Mary Alice og Sóley sem hafa verið að leysa stöðuna eru báðar frá og það duga engin vettlingatök gegn hinni sjóðheitu Sveindísi. Verður gaman að fylgjast með þeirra rimmu hér í kvöld.
6. mín
Lið Þróttar:

Friðrika

Elísabet - Andrea Magg - Sigmundína - Morgan

Álfhildur

Tinna - Lea Björt

Ísabella

Andrea Rut - Ólöf
5. mín
Næstum því! Flott sóknaruppbygging hjá Þrótti en Ólöf Sigríður aka Olla dæmd rangstæð. Mjög tæpt.
5. mín
Lið Breiðabliks:

Sonný

Hildur - Kristín - Heiðdís - Áslaug

Andrea

Alexandra - Karólína

Sveindís - Berglind - Agla María
4. mín
Smá andrými fyrir Þróttara eftir að Ásmundur dæmir hendi á leikmann Breiðabliks í vítateig Þróttar. Þær halda þó ekki lengi í boltann og Blikar byggja upp á nýjan leik.
2. mín
Blikalestin byrjar þetta á fullu gasi!

Tvö dauðafæri í sömu sókninni!

Frikka var að verja glæsilega frá Alexöndru eftir fallegan undirbúning Sveindísar.

Agla María fékk í kjölfarið DAUÐAFÆRI á fjærstönginni en skaut í varnarmann og framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Þróttarar byrja með boltann en Blikar eru fljótar að vinna hann og fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Þróttarar skalla frá.
Fyrir leik
Örstutt í að Ásmundur flauti á. Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar. Blikar gera eina breytingu frá stórsigrinum í síðustu umferð. Áslaug Munda byrjar sinn fyrsta leik í sumar. Kemur í vinstri bakvörðinn fyrir Hafrúnu Rakel.

Breytingarnar eru öllu fleiri hjá Þrótti. Mary Alice, Linda Líf og Stephanie eru frá vegna meiðsla. Sú síðastnefnda reyndar á bekknum. Þá eru þær Laura Hughes og Sóley í leikbanni. Inn í liðið koma þær Tinna Dögg, Andrea Magg og Ólöf Sigríður.
Fyrir leik
Markahæst hjá Blikum er Berglind Björg en hún er búin að skora 7 mörk í 5 leikjum. Stephanie Riberio er búin að skora mest fyrir Þrótt, 5 mörk í 6 leikjum.
Fyrir leik
Fyrir leik eru Blikar í 2. sæti deildarinnar með 15 stig af 15 mögulegum. Eru stigi á eftir toppliði Vals sem hefur leikið tveimur leikjum meira.

Þróttarar eru í 6. sæti með 6 stig eftir 6 leiki. Eru taplausar í fjórum leikjum.
Fyrir leik
Rakel Hönnudóttir var ekki með Blikum í síðasta leik vegna veikinda en gæti verið búin að jafna sig fyrir leikinn í kvöld. Þá er Áslaug Munda orðin góð af meiðslum og gæti farið að leika stærra hlutverk.

Hjá Þrótti er bras. Þær Mary Alice og Linda Líf meiddust í Vesturbænum í síðustu umferð og verða ekki með í kvöld. Sigmundína Sara meiddist líka en ekki eins alvarlega og gæti tekið því mögulega tekið þátt. Þá verða þær Sóley María Steinarsdóttir og Laura Hughes í banni.

Hvernig tekst nýliðunum að fylla þessi skörð gegn heitasta liði landsins?
Fyrir leik
Blikar koma til leiks með sjálfstraustið í botni eftir rosalegan 4-0 sigur á Val þar sem Sveindís Jane skoraði þrjú mörk og Berglind Björg eitt.

Þróttarar gerðu 1-1 jafntefli við KR í síðasta leik þar sem Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
Fyrir leik
Góðan dag!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leik Breiðabliks og Þróttar.
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir ('60)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
10. Morgan Elizabeth Goff
11. Tinna Dögg Þórðardóttir ('75)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('45)
18. Andrea Magnúsdóttir
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('75)
20. Friðrika Arnardóttir ('13)
21. Lea Björt Kristjánsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
31. Agnes Þóra Árnadóttir (m) ('13)
3. Mist Funadóttir ('75)
4. Hildur Egilsdóttir ('75)
5. Jelena Tinna Kujundzic ('60)
9. Stephanie Mariana Ribeiro
14. Margrét Sveinsdóttir ('45)
16. Mary Alice Vignola

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Edda Garðarsdóttir
Andrea Þórey Hjaltadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: