Þórsvöllur
þriðjudagur 28. júlí 2020  kl. 18:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sólskin, 11° hiti og norðangola.
Dómari: Sveinn Arnarsson
Áhorfendur: 289
Maður leiksins: Harpa Jóhannsdóttir (Þór/KA)
Þór/KA 2 - 1 KR
0-1 Lára Kristín Pedersen ('53)
1-1 Margrét Árnadóttir ('56)
2-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('77, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
3. Madeline Rose Gotta
4. Berglind Baldursdóttir ('86)
6. Karen María Sigurgeirsdóttir ('55)
8. Lára Einarsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
13. Jakobína Hjörvarsdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('77)
17. María Catharina Ólafsd. Gros
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Lauren Amie Allen (m)
7. Margrét Árnadóttir ('55)
9. Saga Líf Sigurðardóttir
10. Rakel Sjöfn Stefánsdóttir ('77)
16. Gabriela Guillen Alvarez
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir ('86)
27. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Liðstjórn:
Perry John James Mclachlan
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Bojana Besic
Sesselja Sigurðardóttir
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)

Gul spjöld:
Hulda Björg Hannesdóttir ('33)
Margrét Árnadóttir ('76)

Rauð spjöld:
@danielmagg77 Daníel Smári Magnússon
97. mín Leik lokið!
Þór/KA vinnur endurkomusigur á KR í dag! Andri Hjörvar er glaðasti maðurinn á Þórsvelli í dag, enda úrslitin verið leiðinleg undanfarið.

Þór/KA fær Þrótt R. í heimsókn í næsta leik og KR fer í heimsókn til Eyja og spila gegn ÍBV.
Eyða Breyta
97. mín
KR fær hornspyrnu. Síðustu forvöð.
Eyða Breyta
95. mín
Katrín Ásbjörnsdóttir lenti eitthvað illa og fær aðhlynningu. Hún haltrar útaf.
Eyða Breyta
95. mín
Sókn KR rennur út í sandinn og Þór/KA fá markspyrnu. Það getur ekki verið mikið eftir.
Eyða Breyta
92. mín
KR ná ekki að skapa sér neitt af ráði. Þær þurfa að hafa hraðar hendur. Angela Beard var rétt í þessu að reyna fyrirgjöf sem var afleit.
Eyða Breyta
91. mín
Enginn uppgefinn uppbótartími.
Eyða Breyta
89. mín
KR-ingar fá aukaspyrnu á ágætis stað og Þórdís Hrönn skýtur boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
87. mín
KR fá hornspyrnu og freista þess að jafna. Þær pressa Þór/KA stíft þessa stundina.
Eyða Breyta
86. mín Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA) Berglind Baldursdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
83. mín Inga Laufey Ágústsdóttir (KR) Ana Victoria Cate (KR)
Cate slasast og getur ekki haldið áfram leik.
Eyða Breyta
82. mín Kristín Erna Sigurlásdóttir (KR) Alma Mathiesen (KR)

Eyða Breyta
81. mín Þórunn Helga Jónsdóttir (KR) Hlíf Hauksdóttir (KR)

Eyða Breyta
79. mín
Rakel Sjöfn í góðu færi! Margrét fær boltann á hægri kantinum, kemur boltanum á Maríu sem fleytir boltanum áfram á Rakel. Rakel skýtur að marki en boltinn fer yfir.
Eyða Breyta
79. mín
Þess má til gamans geta að Margrét var að gera sig klára í að taka vítið þegar Sveinn sagði henni að fara útaf og fjarlægja eyrnalokkana.
Eyða Breyta
77. mín Rakel Sjöfn Stefánsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
77. mín Mark - víti Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
FYRIRLIÐINN GERIR ENGIN MISTÖK!! Arna Sif sendir Ingibjörgu í vitlaust horn og Þór/KA hafa snúið leiknum við! 2-1!
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Fær spjald fyrir að vera með eyrnalokka.
Eyða Breyta
75. mín
ÞÓR/KA FÆR VÍTI!! Margrét setti hann augljóslega uppí hendina á Ingunni. Margrét tekur vítið.
Eyða Breyta
74. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (KR)

Eyða Breyta
74. mín
Leikurinn hefur aðeins dottið úr takti síðustu mínúturnar. En vonandi breytist það.
Eyða Breyta
71. mín
Lára Einarsdóttir á ágætis fyrirgjöf á Margréti. Hún tekur boltann vel niður en setur boltann langt framhjá markinu.
Eyða Breyta
69. mín
Angela Beard liggur eftir. Lára Einarsdóttir þrumaði boltanum beint í andlitið á henni, þetta hefur ekki verið þægilegt.
Eyða Breyta
63. mín
Hlíf í flottu færi! Þórdís Hrönn á góðan sprett upp vinstri kantinn og kemur boltanum inní teig á Katrínu, Arna Sif blokkar skot hennar en boltinn dettur fyrir Hlíf sem skýtur framhjá.
Eyða Breyta
62. mín
Það er óhætt að fullyrða að það sé allt annað að sjá til liðanna í seinni hálfleik. Miklu óhræddari við að sækja og taka áhættur.
Eyða Breyta
59. mín
FRÁBÆRLEGA VARIÐ HJÁ HÖRPU! Katrín spólar sig í gegnum vörn Þór/KA og reynir að pota boltanum undir Hörpu en hún rennir sér í veg fyrir boltann og ver glæsilega!
Eyða Breyta
56. mín MARK! Margrét Árnadóttir (Þór/KA), Stoðsending: Jakobína Hjörvarsdóttir
ÞVÍLÍK INNKOMA!!! Margrét laumar sér á fjærstöngina og Jakobína á ekki í nokkrum vandræðum með að finna hana dauðafría. Margrét setur boltann viðstöðulaust í Ingibjörgu og inn! 1-1!
Eyða Breyta
55. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Karen meiðist og Þór/KA fá aukaspyrnu á góðum stað og Margrét kemur inn í hennar stað.
Eyða Breyta
53. mín MARK! Lára Kristín Pedersen (KR), Stoðsending: Thelma Lóa Hermannsdóttir
KR-INGAR ERU KOMNIR YFIR!! Thelma Lóa á flottan sprett að vítateig Þór/KA og leggur boltann á Láru Kristínu. Hún er ekkert að tvínóna við hlutina, heldur hamrar boltann bara í bláhornið af 20+ metrum! 0-1!
Eyða Breyta
52. mín
Það er meira líf í þessu í upphafi seinni hálfleiks. Þór/KA hafa náð að halda aðeins betur í boltann eftir færi Thelmu Lóu.
Eyða Breyta
47. mín
Thelma Lóa í dauðafæri!! Lára Kristín á frábæra stungusendingu inn fyrir á Thelmu og hún er ein á auðum sjó gegn Hörpu en neglir boltanum í hliðarnetið!
Eyða Breyta
46. mín
María Catharina kemur síðari hálfleiknum af stað.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Thelma Lóa komst í dauðafæri hér sekúndu fyrir flaut Sveins! Alma komst upp hægri kantinn og á frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Thelmu, en hún skallar framhjá.

Frekar bragðdaufur fyrri hálfleikur að baki. Vonandi hressast liðin í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
43. mín
Báðar eru komnar á fætur og geta vonandi haldið áfram leik.
Eyða Breyta
42. mín
Arna Sif og og Hlíf Hauksdóttir skella saman í skallaeinvígi eftir hornspyrnu Þór/KA og þurfa aðhlynningu.
Eyða Breyta
37. mín
Thelma Lóa á ekki í vandræðum með að hlaupa Huldu Björgu af sér og leggur boltann til vinstir á Angelu Beard. Hún neglir að marki en skot hennar fer framhjá.
Eyða Breyta
33. mín Gult spjald: Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Brýtur á Katrínu.
Eyða Breyta
31. mín
Katrín skorar en það er dæmt af vegna rangstöðu! Thelma Lóa sólar Huldu Björgu uppúr skónum og á fast skot sem Harpa ver út og Katrín mætir til að koma boltanum yfir línuna. En flaggið fór á loft.
Eyða Breyta
30. mín
Eftir hálftíma leik er þetta enn í járnum. Lítið um léttleikandi fótbolta, en baráttan er til fyrirmyndar.
Eyða Breyta
26. mín
Hulda Björg vinnur aukaspyrnu eftir baráttu við Ölmu og Þór/KA hrúga inní teig. Þær kalla eftir hendi þegar boltinn kemur inní teig en ég tel að Sveinn hafi gert rétt í að flauta ekki.
Eyða Breyta
22. mín
Madeline hefur verið öflug á hægri kantinum og á fasta fyrirgjöf með jörðinni inní teig KR-inga. Laufey Björnsdóttir hittir boltann afleitlega þegar hún ætlar að hreinsa burt og boltinn endar blessunarlega fyrir KR í fanginu á Ingibjörgu.
Eyða Breyta
15. mín
Alma á ágætis skot! Hulda Björg fer illa að ráði sínu í vörn Þór/KA og sneiðir boltann upp kantinn í hlaupaleið Ölmu. Hún keyrir í átt að marki og á fast skot sem er beint á Hörpu og hún slær boltann út í teiginn. Þaðan ná heimastúlkur að hreinsa frá.
Eyða Breyta
14. mín
Hulda Ósk fær sendingu inn fyrir sem Ana Cate misreiknar, en skot Huldu er með veikari fætinum og fer langt framhjá. Það er að lifna yfir þessu!
Eyða Breyta
12. mín
María Catharina fær boltann útí teig eftir hornið og lætur vaða en skot hennar fer beint á Ingibjörgu í markinu.
Eyða Breyta
12. mín
Þór/KA fá hornspyrnu og Jakobína Hjörvarsdóttir skokkar til að taka hana.
Eyða Breyta
11. mín
Alma Mathiesen kemst í ágætis skotfæri en skot hennar er langt yfir markið.
Eyða Breyta
10. mín
Thelma Lóa er nálægt því að setja Katrínu í gegn, en Harpa Jóhannsdóttir er á undan í boltann.
Eyða Breyta
7. mín
Liðin eru að þreifa fyrir sér. Mikil stöðubarátta og engar opnanir enn sem komið er.
Eyða Breyta
3. mín
Þórdís Hrönn á fyrsta skot leiksins, en það er talsvert yfir markið.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
KR-ingar koma þessu af stað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, liðin eru í upphitun og sólin skín á Þórsvelli í örlítilli norðangolu. Vonandi fjölmennir fólk á leikinn!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Af útileikmönnum Þórs/KA er fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir sú eina sem hefur spilað hverja einustu mínútu í deildinni til þessa. Hún er leiðtogi liðsins innan sem utan vallar og getur gert aðra í kringum sig betri.

Það er eins hjá KR liðinu. Þar hefur Ingunn Haraldsdóttir, fyrirliði liðsins spilað hverja einustu mínútu. Auk þess hafa markmenn liðanna ekki þurft að gefa sæti sitt eftir enn sem komið er.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá KR liðinu eru tveir leikmenn sem spiluðu undir merkjum Þór/KA á síðustu leiktíð. Þær Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Lára Kristín Pedersen.

Þórdís skoraði tvö mörk í 13 leikjum í deildinni í fyrra fyrir liðið en Lára Kristínu einu sinni í 18 leikjum. Báðar ákváðu að söðla um eftir eitt tímabil fyrir norðan og verður gaman að sjá hvernig þær mæta til leiks á Þórsvelli.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þór/KA gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á Þórsvelli í síðustu umferð. Þar komst Fylkir yfir á 77. mínútu, en mínútu síðar varð Þórdís Elva Ágústsdóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark og liðin sættust á jafntefli.

Í sömu umferð vann KR sterkan 3-0 heimasigur á FH. Þar skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir tvívegis og Angela R. Beard rak svo síðasta naglann í kistu FH-inga.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Í liði Þór/KA hafa þær Margrét Árnadóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir verið atkvæðamestar fyrir framan markið. Þær hafa báðar sett þrjú mörk.

Í KR er fyrrum leikmaður Þór/KA markahæst. Katrín Ásbjörnsdóttir hefur skorað 4 mörk og þætti sennilega ekkert hundleiðinlegt að skora gegn sínum gömlu félögum.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Norðanstúlkur hafa einungis fengið 1 stig úr síðustu fjórum leikjum liðsins og mæta KR liði sem byrjaði mótið illa, en Vesturbæingar hafa rétt úr kútnum og hafa náð í 7 stig af 9 mögulegum í síðustu þremur leikjum.

Bæði lið eru með sjö stig eftir 6 leiki og því um mikilvægan leik að ræða. Taflan er þétt og sem sakir standa má gera að því skóna að þessi lið verði í baráttu um miðja deild.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn!

Hér mun fara fram textalýsing á leik Þór/KA og KR í 7. umferð Pepsi-Max deildar kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
0. Ana Victoria Cate ('83)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
6. Lára Kristín Pedersen
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
10. Hlíf Hauksdóttir ('81)
16. Alma Mathiesen ('82)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
28. Angela R. Beard
30. Thelma Lóa Hermannsdóttir

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson
5. Hugrún Lilja Ólafsdóttir
8. Katrín Ómarsdóttir
11. Kristín Erna Sigurlásdóttir ('82)
12. Rebekka Sverrisdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir ('81)
24. Inga Laufey Ágústsdóttir ('83)

Liðstjórn:
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('74)

Rauð spjöld: