Samsungvöllurinn
þriðjudagur 28. júlí 2020  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínar aðstæður. Lygnt og gott veður.
Dómari: Helgi Ólafsson
Áhorfendur: 321
Maður leiksins: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur Reykjavík)
Stjarnan 5 - 5 Þróttur R.
0-1 Sóley María Steinarsdóttir ('13)
0-2 Laura Hughes ('16)
1-2 Jana Sól Valdimarsdóttir ('28)
1-3 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('40)
2-3 Arna Dís Arnþórsdóttir ('43)
2-4 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('45)
3-4 Jasmín Erla Ingadóttir ('58)
3-5 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('75)
4-5 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('83)
5-5 Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('88)
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
6. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('78)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
9. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('78)
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Varamenn:
2. Hugrún Elvarsdóttir ('78)
5. Hanna Sól Einarsdóttir
15. Katrín Mist Kristinsdóttir
20. Lára Mist Baldursdóttir
22. Elín Helga Ingadóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('78)
28. Sylvía Birgisdóttir

Liðstjórn:
Andri Freyr Hafsteinsson
Kristján Guðmundsson (Þ)
Gréta Guðnadóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
Þórdís Ólafsdóttir
Óskar Smári Haraldsson
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('28)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
94. mín Leik lokið!
Leik lokið, viðtöl og skýrsla koma á eftir. Takk fyrir mig, einn besti leikur sem ég hef séð lengi.
Eyða Breyta
92. mín
Stjarnan fær horn! Ekkert verður úr þessu og flautað á Stjörnuna í baráttu um boltann.
Eyða Breyta
90. mín
Geggjaður leikur á Samsung-vellinum, nær annað hvort liðið að stela þessu á síðustu mínútunum?
Eyða Breyta
88. mín MARK! Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
Gyða jafnar leikinn!! AAAAHHHHHH!!!

Tekur fast skot sem hefur viðkomu í Sóleyju og bretytir um stefnu og lekur í netið. Þetta er rosalegt! Þvílík skemmtun!
Eyða Breyta
87. mín
Jana með skot yfir markið, búin að vera á fullu allan leikinn og gera gott mark.
Eyða Breyta
86. mín
VAR Í PEPSI MAX!

Fjölmiðlastúkan telur Stjörnuna eiga að fá víti. Arna felld í teig Þróttara en ekkert dæmt. Stúkan æsist öll upp líka!
Eyða Breyta
85. mín Andrea Magnúsdóttir (Þróttur R.) Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
Þriðja breyting Þróttara í leiknum.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan), Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
Jasmín vann boltann á miðjunni og lék á Þróttara þar til hún komst að vítateignum og lagði þá út á Gyðu sem átti þetta glæsilega langskot í hornið!
Eyða Breyta
80. mín
Á línu! Hugrún með glæsilega fyrirgjöf frá hægri og Snædís María nær ekki til boltans en hann berst út í teiginn til Gyðu sem skýtur á markið og Þróttarkonur bjarga í enn eitt skiptið!
Eyða Breyta
78. mín Hugrún Elvarsdóttir (Stjarnan) Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Tvöföldi skipting. Kristján hlýtur að vilja sækja til loka leiks enda mega Stjörnukonur ekki við tapi, frekar en Þróttur.
Eyða Breyta
78. mín Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
77. mín Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.) Stephanie Mariana Ribeiro (Þróttur R.)
Síðasta snerting Stephanie í leiknum var þessi frábæri sneiðskalli á Ólöfu.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.), Stoðsending: Stephanie Mariana Ribeiro
Stephanie Ribeiro með flottan skalla í gegn á Ólöfu sem tekur boltann með sér og setur hann með vinstri í markið. Svakalegur leikur!
Eyða Breyta
68. mín
HVERNIG SKORAR STJARNAN EKKI???

Fyrst kemst Hildigunnur í fínt færi en missir boltann á Jönu sem skýtur í slána og boltinn berst svo aftur á Jönu þar sem hún skallar boltann í hornið en þá mætir Þróttarkona og ver boltann í horn. Þvílík björgun. Ennþá 3-4 Þrótti í vil.
Eyða Breyta
65. mín Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
65. mín Hildur Egilsdóttir (Þróttur R.) Laura Hughes (Þróttur R.)

Eyða Breyta
61. mín
Arna Dís með lélegt skot. Boltinn berst á Ingibjörgu Lúcíu eftir horn og hún rennir honum á Örnu sem setur boltann bara framhjá.
Eyða Breyta
58. mín MARK! Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Þessi leikur bara gefur og gefur!

Stjarnan að minnka muninn og ennþá rétt rúmlega hálftími eftir af leiknum.

Jasmín kemur sér í flott skotfæri og þrumar með vinstri í fjærhornið þar sem Friðrika horfir einfaldlega á eftir boltanum í markið.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.)
Togar í Hildigunni og augljóst gult spjald.
Eyða Breyta
49. mín
Betsy Hassett með flottan sprett inn á teig Þróttarkvenna en skotið lélegt og Friðrika tekur boltann auðveldlega.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn farinn af stað aftur.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Helgi Ólafsson til hálfleiks. Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið og má undirritaður til með að þakka fyrir gestrisni Stjörnufólks en hann fékk góðan hamborgara áðan.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.), Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
ÞESSI LEIKUR MAÐUR MINN LIFANDI.

Sendingin frá Andreu splundraði vörn Stjörnunnar og Ólöf kláraði glæsilega.
Hægri fótur - Hægra horn.
Eyða Breyta
44. mín
Ólöf Sigríður næstum því búin að skora aftur. Skýtur í varnarmann Stjörnunnar og boltinn í horn. Þetta horn fer í varnarmann Stjörnunnar og annað horn niðurstaðan.
Eyða Breyta
43. mín MARK! Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
Ég er bara að skrifa mörk þessa stundina, þvílíka vitleysan! Arna skrúfar boltann frábærlega úr horni í fjærhornið þar sem Friðrika er í boltanum en nær ekki að setja hendurnar nógu sterkt á boltann.

Veisla á Samsung!
Eyða Breyta
40. mín MARK! Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.), Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Þvílíkt og annað eins! Alveg eins hornspyrna og áðan en núna er það Ólöf Sigríður sem að kemur út í teiginn að sækja boltann.

Rosalegur fyrri hálfleikur á Samsung-vellinum!
Eyða Breyta
36. mín
Darraðadans hinu megin á vellinum! Gott samspil Stjörnunnar endar með því að Aníta Ýr er komin ein í gegn hægra megin en skot/sending hennar endar í þvögunni og inn vill boltinn ekki. Bæði lið líkleg, fjör í þessu.
Eyða Breyta
35. mín
STEPHANIE RIBEIRO DAUÐAFÆRI!!

Fær glæsilega fyrirgjöf frá hægri á fjærstöng og skallar boltann rétt svo yfir. Enginn í henni þegar hún skallar boltann og hefði átt að gera betur þarna!
Eyða Breyta
33. mín
Sóley hörkutól fékk boltann í andlitið en virðist vera í lagi og áfram með leikinn. Mikil barátta þessa stundina.

Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
Fær hér gult spjald fyrir að teiga Ólöfu Sigríði áðan.
Eyða Breyta
28. mín MARK! Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Jana með geggjað mark! Valsar aftur inn á vítateig en í þetta skiptið er skotið fast og hnitmiðað og Friðrika kemur engum vörnum við.

Þetta er orðið alvöru leikur!
Eyða Breyta
26. mín
Betsy með ágætis skot sem Friðrika þarf að hafa sig við til að verja.

Tekur snertingu rétt fyrir utan teig og skýtur í vinstra hornið niðri.
Eyða Breyta
24. mín
Þetta var lélegt. María tekur spyrnuna sem sendingu inn á teig og ekekrt verður úr þessu.
Eyða Breyta
23. mín
Ingibjörg Lúcía fiskar aukaspyrnu á stórhættulegum stað og Aníta undirbýr sig undir að taka hana...
Eyða Breyta
20. mín
Jana Sól!

Góður sprettur af vinstri kantinum inn á teiginn þar sem hún fær bara að valsa inn á markteig en Friðrika ver frá henni í horn fyrir Stjörnuna.
Eyða Breyta
18. mín
Flott uppspil Stjörnukvenna endar með skoti frá Maríu Sól sem fer framhjá.
Eyða Breyta
16. mín MARK! Laura Hughes (Þróttur R.), Stoðsending: Stephanie Mariana Ribeiro
Hvað er í gangi hérna??

Stjarnan missir boltann hér á miðjum vallarhelmingi sínum og Stephanie setur hann beint á Laura sem tók þetta geggjaða skot beint upp í hægra hornið! Óverjandi fyrir Birtu.
Eyða Breyta
13. mín MARK! Sóley María Steinarsdóttir (Þróttur R.), Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
MAAAAARK! Gegn gangi leiksins. Stjörnukonur búnar að vera betri aðilinn en þá flengir Andrea flottu horni inn á markteiginn þar sem Sóley María smellhittir boltann í netið með höfðinu á sér.
Eyða Breyta
12. mín
Birta Guðlaugs með svakalega markvörslu!

Ólöf Sigríður brýtur sér leið í gegnum vörn Stjörnunnar en Birta ver í horn.
Eyða Breyta
9. mín
Álfhildur virðist vera í lagi og ætlar að halda leik áfram. Leikurinn flautaður á aftur.
Eyða Breyta
8. mín
María Sól með flotta hornspyrnu inn á teig Þróttara og ég sé ekki hver það er sem þrumar boltanum í höfuðið á Álfhildi Rósu af rosalega stuttu færi. Leikurinn stöðvaður en Álfhildur er staðin upp og sjúkraþjálfari Þróttara er að fara yfir málin með henni.
Eyða Breyta
7. mín
Snædís María með glæsilegan sprett upp hægri eftir sendingu frá Betsy. Morgan Goff setur boltann hins vegar í horn.
Eyða Breyta
5. mín
Hvorugt lið búið að skapa sér afgerandi marktækifæri á fyrstu mínútunum en Stjarnan eilítið betri út á velli.

Kalla eftir færi frá öðru hvoru liði!
Eyða Breyta
2. mín
Jana með fyrirgjöf sem endar í höndunum á Friðriku strax á upphafsmínútum leiksins.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Snædís María byrjar leikinn en Þróttur sækir í átt að gervigrasvöllunum og Stjarnan sækir í átt að trjánum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn ásamt dómurum leiksins og þá fer leikurinn að hefjast hvað úr hverju.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá kynnir Sigrún María Jörundsdóttir, stóra systir Snædísar Maríu, leikmanns Stjörnunnar, liðin til leiks en hún er vallarþulur hér á Samsung-Vellinum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur án varamarkvarðar í þessum leik í kvöld og hafa hreinlega verið mjög óheppnar með meiðsli á tímabilinu.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan er án Shameeku eftir að hún sló Þórdísi Elvu í síðasta leik en hjá Þrótti koma Laura Hughes og Sóley Maríu aftur inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stærstu fréttirnar í byrjunarliðum liðanna eru þær að Stephanie Ribeiro er komin aftur í byrjunarlið Þróttara en hún var allan leikinn á bekknum í 5-0 tapinu gegn Breiðabliki á föstudaginn síðasta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin sitja í 7. og 8. sæti deildarinnar með jafnmörg stig (6) og ÍBV sem situr í 9. sæti eftir 6 leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sæl og blessuð kæru lesendur og velkomin í beina textalýsingu hér á .Net frá leik Stjörnunnar og Þróttar í Pepsi Max-deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Friðrika Arnardóttir (m)
0. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
6. Laura Hughes ('65)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('65)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Stephanie Mariana Ribeiro ('77)
10. Morgan Elizabeth Goff
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('85)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sóley María Steinarsdóttir
29. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Varamenn:
3. Mist Funadóttir
4. Hildur Egilsdóttir ('65)
5. Jelena Tinna Kujundzic
14. Margrét Sveinsdóttir ('77)
16. Mary Alice Vignola
17. Lea Björt Kristjánsdóttir ('65)
18. Andrea Magnúsdóttir ('85)

Liðstjórn:
Edda Garðarsdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Linda Líf Boama
Egill Atlason

Gul spjöld:
Sóley María Steinarsdóttir ('56)

Rauð spjöld: