Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Breiðablik
3
0
Grótta
Kwame Quee '45 1-0
Gísli Eyjólfsson '66 2-0
Brynjólfur Willumsson '85 3-0
30.07.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Sól, nánast logn og rennblautt gervigras. Áhorfendalaust hinsvegar.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 0
Maður leiksins: Kwame Quee (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
10. Kristinn Steindórsson ('46)
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson
25. Davíð Ingvarsson ('88)
30. Andri Rafn Yeoman ('63)
31. Benedikt V. Warén ('88)
77. Kwame Quee ('88)

Varamenn:
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('63)
9. Thomas Mikkelsen ('46)
19. Hlynur Freyr Karlsson ('88)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Kristján Gunnarsson ('88)
44. Ýmir Halldórsson ('88)

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður flautar hér af!

Brynjólfur skoraði eða allir héldu það en þá dæmdi Siggi svo aukaspyrnu...

Undarlegt en Blikar eru allavega komnir áfram í 8. liða úrslit, skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Við fáum þrjár mínútur í viðbót af þessum leik.
88. mín
Inn:Kristján Gunnarsson (Breiðablik) Út:Kwame Quee (Breiðablik)
Ýmir og Kristján að koma inná í sínum fyrsta leik fyrir Breiðablik.

Hlynur kom inná gegn ÍA.
88. mín
Inn:Hlynur Freyr Karlsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
88. mín
Inn:Ýmir Halldórsson (Breiðablik) Út:Benedikt V. Warén (Breiðablik)
85. mín MARK!
Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kwame Quee
BRYNJÓLFUR!

Hrikalega einfalt mark, Benedikt lyftir boltanum í gegn á Kwame sem pakkar Bjarka saman og rennir boltanum á Brynjólf sem leggur boltann framhjá Hákoni af stuttu færi.
84. mín
Axel Sig vinnur boltann á vallarhelming Blika og keyrir á vörnina, kemur sér í skotfæri en í varnarmann og afturfyrir!

Spyrnan er góð og Pétur á bara að reka pönnuna í þetta og stanga boltann inn en gerir það ekki og boltinn afturfyrir.
84. mín
Inn:Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta) Út:Axel Freyr Harðarson (Grótta)
82. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (Grótta)
Sparkar Davíð ansi harkalega niður.
80. mín
Brynjólfur kemur sér inn á teiginn með herkjum en þarf að snúa til baka, sendir á Benedikt sem tekur skot í varnarmann og afturfyrir.

Höskuldur sendir spyrnuna fyrir, Pétur skallar frá og Davíð reynir skot í fyrsta, yfir.
78. mín
Blikar fá horn eftir flottan sprett frá Davíð.

Höskuldur finnur Gísla fyrir utan sem leggur boltann fyrir sig og skýtur en Hákon ver!
77. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Kwame tekur fimmföld skæri inná teignum og skilur Bjarka eftir, einn gegn Hákoni en neglir boltanum í hliðarnetið!

Þvílíkur aulaskapur að skora ekki þarna...
75. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Grótta) Út:Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
75. mín
Inn:Halldór Kristján Baldursson (Grótta) Út:Sigurvin Reynisson (Grótta)
74. mín
Höskuldur finnur Gísla við vítateiginn sem tekur skotið en framhjá í þetta skiptið, sama uppskrift og í markinu.
70. mín
Kvame leikur sér að þremur inná teignum og reynir svo skot sem Brynjólfur stöðvar til að skora sjálfur en er dæmdur rangur.
66. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Blikar hafa tvöfaldað forystuna!

Blikar ná að draga Gróttumenn úr stöðu og færa boltann hratt, Alexander gefur fyrir á Höskuld sem leggur boltann út á Gísla sem setur boltann í hornið.

Snyrtilegt!
63. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
63. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Kieran Mcgrath (Grótta)
63. mín
Inn:Kristófer Melsted (Grótta) Út:Óskar Jónsson (Grótta)
62. mín
Damir fær boltann frá Benedikt og reynir skotið af 30 metrunum en yfir.
60. mín
Aftur eru Blikar byrjaðir í einhverjum hægum og leiðinlegum sendingarleik til að draga Gróttu framar á völlinn.
58. mín
Oliver með þessa spyrnu rétt yfir markið!

Munaði ekki miklu þarna...
57. mín Gult spjald: Patrik Orri Pétursson (Grótta)
Sýnist það vera Patrik frekar en Arnar sem brýtur á Thomas fyrir framan teiginn og aukaspyrna á stórhættulegum stað!
55. mín
FÆRI!

Höskuldur hleypur upp að endalínu og sendir fyrir, boltinn berst út á Damir sem kemur á ferðinni og reynir við eitthvað draumamark en skotið hans endar hjá Thomas sem nær að stýra boltanum á markið en Hákon ver vel!

Þetta hefði hæglega getað endað með marki.
54. mín
Brynjólfur tekur spyrnuna sjálfur beint í vegginn og afturfyrir.

Horn sem Davíð sendir beint afturfyrir hinumegin.
53. mín
Brynjólfur sækir hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Alveg uppvið teiginn svolítið hægra megin, þeir standa fjórir yfir boltanum...
52. mín
Grótta var að snerta boltann í fyrsta skiptið í seinni hálfleik.

Það eru tíðindi!
50. mín
Blikar eru bara búnir að láta boltann ganga á eigin vallarhelming að reyna að draga Gróttumenn ofar á völlinn en það er lítið að gerast.
46. mín
Inn:Thomas Mikkelsen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Hálfleiksbreyting.
46. mín
Þetta er farið af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Siggi Þrastar flautar til hálfleiks og Gústi Gylfa æðir í Bryngeir aðstoðardómara ásamt því að garga aðeins á Helga Ólafs, fjórða dómara.
45. mín MARK!
Kwame Quee (Breiðablik)
Stoðsending: Damir Muminovic
+2

BLIKAR ERU KOMNIR YFIR!

Aukaspyrnunni er spyrnt inn á teig, boltinn hrekkur út til Damir sem sendir boltann fyrir og þar er Kwame einn og óvaldaður og setur boltann yfir línuna!

Starfslið Gróttu gjörsamlega tryllist þar sem þeim fannst þetta aldrei aukaspyrna sem og mínúta komin framyfir uppgefin uppbótartíma.
45. mín
+2

Grótta fær ekki aukaspyrnu þegar Axel Freyr er að hlaupa tvo af sér en svo hendir Kiddi sér niður fyrir framan Gústa Gylfa og fær aukaspyrnu við litla hrifningu Gústa.
44. mín
Axel Freyr tekur langan og góðan sprett upp völlinn með Brynjólf og Andra utan í sér allan tímann og fær litla aðstoð frá liðsfélögum.

Grótta er ekki að sækja á mörgum mönnum hér í dag.
41. mín
Kiddi Steindórs kom sér í góða skotstöðu eftir gott spil Höskuldar og Gísla en Arnar Þór kemur sér fyrir á síðustu stundu og skallar frá!
39. mín
Blikar láta boltann ganga vel án þess að skapa sér mikið enda er Gústi á garginu hérna að peppa sína menn áfram...

Rétt í þessu reynir Oliver skot af löngu færi sem fer langt yfir.
33. mín
Grótta fær aukaspyrnu við miðjuna, spila úr því og negla svo fyrir þar sem Arnar vinnur skallann en langt frá markinu.
31. mín
Brynjólfur nær að snúa og færa boltann á Kwame sem sendir fyrir en boltanum komið afturfyrir.

Blikar spila úr spyrnunni enn eina ferðina og eru að færa boltann við teiginn og senda fyrir á fullu og Grótta í veseni með að losa, Siggi Þrastar er eitthvað fyrir Gísla sem hrindir honum frá.

Horn hinumegin og enn verður ekkert úr þessu.
30. mín
Kiddi Steindórs tekur fyrirgjöf frá vinstri sem Brynjólfur skallar yfir markið.
29. mín
Enn ein stutta hornspyrnuútfærslan sem lítið verður úr.
28. mín
Gísli brunar upp völlinn með boltann og sendir á Höskuld, það er brotið á Gísla en Höskuldur fer upp að endamörkum og fær hornspyrnu.

Óskar Hrafn ekki sáttur með að ekki hafi verið dæmt.
24. mín
VÁ BRAS!

Höskuldur fær boltann og sendir hann fyrir í fyrsta, boltinn kemur skoppandi á markið og Hákon nær ekki að grípa hann en slær boltann svo frá löppunum á Kidda sem var að fara að setja hann inn.

Boltinn laus í markteignum en Gróttumenn fyrstir á boltann, sem betur fer fyrir Hákon.
23. mín
Gísli Eyjólfs reynir skot af löngu færi eftir ágætis spil Blika en skotið afleitt og langt frá markinu.
19. mín
Breiðablik fær núna færi!

Boltinn fer í þvögu og þaðan til Kidda sem skýtur í varnarmann, boltinn útfyrir teig þar sem Davíð Ingvars reynir eina sleggju en boltinn rétt yfir!

Kominn hraði og skemmtun í þetta.
18. mín
GRÓTTA BRUNAR UPP Í SKYNDISÓKN!

Axel Sig kemst einn gegn Antoni Ara sem gerir gríðarlega vel og ver en boltinn hrekkur til Kieran sem er með opið mark en setur boltann framhjá!

Gróttumenn aular að nýta sér þetta ekki og Óskar Hrafn ekki sáttur við Oliver fyrir þessa aukaspyrnutilraun hans og Gísla.
17. mín
Sigurvin brýtur klaufalega og Blikar fá aukaspyrnu á fínum stað, mögulegt skotfæri...

Oliver og Gísli taka frekar grillaða stutta útfærslu og tapa boltanum.
15. mín
Höskuldur keyrir á Ástbjörn og reynir fyrirgjöf en Ástbjörn kemst fyrir og boltinn til Hákons.
12. mín
Grótta fær aukaspyrnu á ágætis stað, Óskar Jóns mun taka hana og sennilega senda hana fyrir markið.

Spyrnan er mjög góð! - en tveir Gróttumenn hársbreidd frá því að koma sér í boltann sem fer afturfyrir.
10. mín
Flott sókn hjá Blikum!

Færa boltann hratt núna til hægri þar sem Kwame keyrir á Bjarka, fer á vinstri og tekur skotið en Hákon ver.
8. mín
Blikar spila vel upp völlinn, Kiddi færir boltann út á Kwame sem reynir fyrirgjöf og boltanum sparkað afturfyrir í horn.

Stutt útfærsla frá Blikum sem endar með ömurlegri fyrirgjöf Kidda beint í varnarmann og í innkast.
6. mín
Grótta fær aukaspyrnu við miðjuna, senda hann langan fram og þeir vinna hornspyrnu.

Bjarki tekur spyrnuna inn að markinu og Anton Ari í vandræðum, kýlir boltann rétt frá markinu en beint fyrir lappir Gróttumanns sem skýtur í pakkann.
2. mín
FÆRI!

Gróttumenn byrja vel, Sigurvin vinnur boltann af Brynjólfi og rennir honum á bakvið vörn Blika þar sem Axel Sig er 1v1 á Davíð, ver framhjá honum og á skot með vinstri en Damir bjargar nánast á línu!

Grótta fær horn sem ekkert verður úr.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Grótta byrjar og sækir í átt að Fífunni, góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga hér til vallar á eftir dómaratríóinu, Bryngeir Valdimarsson er flottasti maður vallarins, svo mikið er víst!

Eitt fyrir klúbbinn ómar undir en vantar alla stemningu í súkuna, eðlilega...

Höskuldur vinnur hlutkestið og velur sér sinn vallarhelming, Grótta byrjar með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að koma sér út til upphitunar, sólin skín og það eru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar hérna en engir áhorfendur eru á svæðinu, þetta verður sennilega eitthvað skrýtið á eftir...
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Einhverjar breytingar en ekki margir hvíldir.
Fyrir leik
Siggi Þrastar fær það hlutverk að flauta þennan leik, vonandi skilar hann topp frammistöðu og góðum leik í leiðinni.

Ég ætla einnig að reyna að skila ýtarlegri og góðri textalýsingu sökum aðstæðna þar sem engir áhorfendur verða leyfðir.
Fyrir leik
Liðin mættust einnig í fyrstu umferð deildarinnar hér á Kópavogsvelli en þá fóru Blikarnir með þokkalefa auðveldan 3-0 siguf af hólmi.

Gróttumenn eru reynslunni ríkari síðan þá á stóra sviðinu og vilja eflaust hefna fyrir það tap þannig vonandi fáum við hörku leik og einhver mörk hér í kvöld.
Fyrir leik
Hér verður leikið til þrautar og ekkert jafntefli í boði þannig við gætum fengið framlengingu og jafnvel vítaspyrnukeppni ef spennan verður mikil.

Þessi tvö félög eiga sér ágætis sögu undanfarið ár en eins og flestir vita lagði Grótta af stað í ævintýri undir stjórn Óskars Hrafns og Dóra Árna, núverandi þjálfara Blika og komu þeir Gróttu upp úr 2. deildinni og upp í Pepsi Max á tveimur árum.

Á sama tíma þjálfaði Gústi Gylfa núverandi þjálfari Gróttu, Blikana og endaði með þá í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar þessi tvö ár sem Gróttumenn voru á ferð og flugi upp í deild þeirra bestu.

Í fyrra gerðu félögin hrein þjálfaraskipti.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Gróttu í 16. liða úrslitum í Mjólkurbikar karla.
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
5. Patrik Orri Pétursson
6. Sigurvin Reynisson (f) ('75)
9. Axel Sigurðarson
17. Kieran Mcgrath ('63)
19. Axel Freyr Harðarson ('84)
21. Óskar Jónsson ('63)
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson ('75)

Varamenn:
1. Jón Ívan Rivine (m)
10. Kristófer Orri Pétursson
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('84)
19. Kristófer Melsted ('63)
29. Óliver Dagur Thorlacius ('75)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Chris Brazell (Þ)
Pétur Theódór Árnason
Halldór Kristján Baldursson
Björn Valdimarsson
Þór Sigurðsson
Guðmundur Steinarsson
Þorleifur Óskarsson
Jón Birgir Kristjánsson

Gul spjöld:
Patrik Orri Pétursson ('57)
Ástbjörn Þórðarson ('82)

Rauð spjöld: