Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
6
2
Afturelding
0-1 Andri Freyr Jónasson '3
Guðmundur Þór Júlíusson '16 1-1
Atli Arnarson '19 2-1
Stefan Ljubicic '45 3-1
3-2 Alexander Aron Davorsson '51
Guðmundur Þór Júlíusson '76 4-2
Ívar Orri Gissurarson '88 5-2
Ari Sigurpálsson '89 6-2
30.07.2020  -  19:15
Kórinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: :(
Maður leiksins: Guðmundur Þór Júlíusson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m) ('90)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
7. Birnir Snær Ingason
10. Ásgeir Marteinsson ('90)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Hörður Árnason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson
19. Ari Sigurpálsson
21. Ívar Örn Jónsson
30. Stefan Ljubicic ('82)

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m) ('90)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
3. Ívar Orri Gissurarson ('82)
4. Leifur Andri Leifsson
16. Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('90)
22. Jón Kristinn Ingason
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Þjóðólfur Gunnarsson
Matthías Ragnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK-ingar vinna sangjarnt, þó frammistaða Aftureldingar hafi ekki verið jafn slæm og lokatölur benda til. Viðtöl og skýrsla innan skamms
90. mín
Inn:Emil Skorri Þ. Brynjólfsson (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
90. mín
Inn:Sigurður Hrannar Björnsson (HK) Út:Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Markmannsksipting í lok leiks, Arnar virtist halda utan um lærið á leið af velli.
89. mín MARK!
Ari Sigurpálsson (HK)
Nákvæmlega eins mark og síðasta, sóknarmennirnir hlaupa bara framhjá vörn Aftureldingar, sending fyrir markið og skorað. Hann virtist meiða sig í fögnuðinum, vonandi ekki alvarlegt.
88. mín MARK!
Ívar Orri Gissurarson (HK)
Aftureldingar menn bara sprungnir og HK-ingar hlaupa fram hjá varnarmönnum þeirra og skora, mjög einfalt.
84. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (Afturelding) Út:Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
HK á skalla rétt framhjá eftir horn og síðan gerir Afturelding síðustu skiptinguna.
83. mín
HK-ingar sáttir við stöðuna og láta boltann ganga sín á milli.
82. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Stefan Ljubicic (HK)
81. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Afturelding) Út:Oskar Wasilewski (Afturelding)
77. mín
Inn:Ísak Atli Kristjánsson (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
76. mín MARK!
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Hann öskraði allavega hæst af fögnuði, en þetta var ögn sjálfsmarklegt. Boltinn skopaði eftir hornið eins og í kúluspili milli hausa og endaði í netinu.
75. mín
Horn fyrir heimamenn...
70. mín
Inn:Hafliði Sigurðarson (Afturelding) Út:Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
70. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Alexander var ný búin að hníga niður, að því virðist með krampa
68. mín
... beint í vegginn
66. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
Ái. Er að snúa sér við í hjarta varnarinnar og Ívar pressar hann. Kristján rennur að mér sýnist og smettar Ívar. HK með aukaspyrnu á fullkomum stað til að skjóta...
64. mín
JEDDÚDAMÍA! Skot úr horninu í slánna hjá HK! Boltinn fer út í teig og bæði Alejandro og Aron Elí munda skotfótinn en flækjast fyrir hvor öðrum og HK-ingar ná að lokum að hreinsa!
63. mín
Aðeins rólegra núna en gestirnir vinna horn
57. mín
Georg Bjarnason er einn á auðum sjó á hægri vængnum en fyrirgjöfinn léleg. Kristján komin aftur inn á.
56. mín
Kristján Atli fer í tæklingu og virðist hafa lent illa á hendinni. Hann reyndi að harka þetta af sé en er að fá aðhlynningu, að því virðist á úlnliðnum.
53. mín
Það er komin töluverður hiti í leikinn, spörk í menn og hátt rifist um alla dóma.
51. mín MARK!
Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
JÁ! ÞAÐ ER EKKERT ANNAÐ! Föst fyrirgjöf af hægri kantinum og Alexander er alveg óvaldaður í teignum og lærar boltann í netið. Heimamenn vilja hendi, erfitt að sjá það í útsendingunni.
50. mín
Já. Jon Tena kemur út til að ná í bolta en HK ingar pressa hátt svo gestirnir geta varla spilað til baka, Jon hjálpar til við að leysa þetta með að taka í smá stund stöðu vinstri bakvarðar
49. mín
Eyþór Aron virðist fá olnboga í andlitið og gestirnir fá aukaspyrnu. Heimamönnum ekki skemmt yfir þessum dóm, en þeir skalla fyrirgjöfina frá.
45. mín
Leikur hafinn
Heimamenn komnir löngu á undan úr klefunum og þeir byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Eftir draumabyrjun Aftureldingar unnu HK sig inn í leikinn og komist yfir. Gestirnir virtust alltaf líklegir til að jafna en blóðugt fyrir þá að fá þetta mark á sig alveg í lok hálfleiksins, sérstaklega þar sem það skrifast að miklu á mistök þeirra manna.
45. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
Alejandro gefur skelfilega sendingu til baka á Endika sem nær ekki að taka á móti og Stefan vinnur hann og er komin einn í gegn og afgreiðir boltann snytilega í netið!
44. mín
Ari Sigurpálsson sem hættulega fyrirgjöf en Mossfellingar bægja hættunni frá.
42. mín
Endika dæmdur brotlegur í teig HK.
40. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Misreiknar tæklingu á Aron Elí og fellir hann án þess að snerta boltann. Aukaspyrnan skemmtilega lúmkst, föst og lág í nærsvæði teigsins en HK-ingar bregðast hratt við og hreinsa.
37. mín
Atli Arnars nær skoti eftir hornið, eða var það fyrirgjöf? Alla vega fram hjá.
35. mín
Og svo skyndisókn gestanna sem endar í flottri markvörslu Arnars, boltinn hrekkur fyrir Mossfelling sem nær dúndur skoti sem er stoppað á línunni! Mínútu seinna eru HK komnir í skyndisókn og boltinn leeeeeeekur yfir slánna. Núna er einhver misskilningur í gangi sem endar á að HK fá horn.
34. mín
Laglegt spil HK-ingar endar í nákvæmlega eins skot hinum megin!
32. mín
Gestirnir með stórsókn sem endar á að Valgeir dúndrar boltanum rétt framhjá af vítateigslínunni!
30. mín
FÆRI! Stefan sleppur í gegn og nær föstu skoti úr þröngu færi, Jon Tena gerir mjög vel að verja.
27. mín
Mjög flottur varnarleikur hjá Ívar Erni, vinnur boltann á miðjunni, heldur honum og hleypur með hann í átt að teig Aftureldingar, leit út fyrir að vera að sleppa framhjá þrem andstæðingum en neyddist til að gefa hann.
24. mín
Úfff þetta leit út fyrir að vera sárt Stefan Alexander fer í stekkur til að ná skallabolta en Mossfellingurinn sem hann ætlaði í einvígi stendur kyrr í stað þess að hoppa upp og Stefan lendir harkalega eftir samstuðið. Hann er komin á lappir og aftur inn á.
22. mín
Guðmundur nær skallanum en yfir. Á leiðinni til baka hleypur hann Andra Frey niður og gestirnir fá aukaspyrnu við miðjuhringinn. Spyrnan skölluð í horn...
21. mín
Horn HK...
19. mín MARK!
Atli Arnarson (HK)
Þessi fer í highlights myndband! Geggjuð fyrirgjöf af vinstri kantinum eftir laglegt spil og Atli kemur fljúgandi og stangar hann í netið!
18. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Bjánalegt hjá honum. Hann keyrir inn í bakið á HK-ing þegar boltinn er löngu farin.
16. mín MARK!
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Sáraeinfalt! Rís hæst í teignum og skallar boltann í netið!
15. mín
Nú vinna heimamenn horn.
14. mín
Boltinn skallaður út í teiginn þar sem Andri nær honum en missir hann bakvið og HK fá markspyrnu
13. mín
Afturelding með horn.
12. mín
HK fær aukaspyrnu á hættulegum stað en Afturelding vinnur varnarvinnuna vel.
9. mín
Alexander Aron misreiknar móttöku stuttrar sendingar aðeins og setur boltann upp í þakkið á húsinu. Veit ekki hvernig hann fór að þessu, virkaði ekki föst sending.
5. mín
Annar langur bolti úr vörn Aftureldingar á Andra sem kassar boltann niður og er hársbreidd frá að skapa sér fær. Varnarmenn HK í miklu basli með hann hér á upphafsmínútunum.
4. mín
Eini kosturinn við leik á áhorfenda er að heyra samskipti leikmanna upp í stúku, mjög fátt af því sem heyrðist frá HK-ingum eftir markið var hæft til prents.
3. mín MARK!
Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Langur bolti upp kantinn og mér sýnist það vera Valgeir sem skallar boltann beint til Andra, sem nær að sleppa í gegn og skora! Gestirnir komnir yfir!
2. mín
Heimamenn byrja á að pressa hátt á vellinum og Jon Tena þarf að hreinsa langt. HK fá dæma aukaspyrnu og byrja að láta boltann ganga.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og sækja til vinstri úr stúkunni séð.
Fyrir leik
Ooooog þau koma inn á völlinn. Bekkirnir klappa og liðin kynnt.
Fyrir leik
Liðin farin inn í klefa í lokapeppið, allt samkvæmt bókinni.
Fyrir leik
Ef tölfræði KSI.is er ekki að bregðast mér þá mættust þessi lið síðast í keppnisleik árið 2013, í C-deildinni. Það voru miklir markaleiki, Afturelding vann þann fyrri í Mosó 4-2 og HK-ingar hefndu með 4-1 sigri síðar um sumarið.

Alexander Aron spilaði báða leikina og skoraði markið í 4-1 tapinu. Magnús Már þjálfari liðsins spilaði þá með Aftureldingu og tók þátt í seinni leiknum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarlið komin og það eru fjórar breytingar á hvort lið. Tónlistin komin af stað inn í Kór og fyrstu leikmenn eru byrjaðir að athafna sig á grasinu.
Fyrir leik
Komin í Kórinn, ætla ekki að ljúga öðru en að það er svolítið spes að hafa svona fáa (þ.e.a.s. enga nema starfsmenn) á staðnum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Aðrar fréttir af HK-ingum er að bakvörðurinn knái Birki Valur Jónsson er farin til Slóvakíu í atvinnumennsku. Hann var búin að spila alla níu leiki liðsins í deild, mikið skarð sem HK-ingar þurfa að fylla.
Fyrir leik
HK komst í 16 liða úrslit með 2-1 útisigri á Magna. Þeir töpuðu líka á mánudaginn og eiga risaleik í næstu umferð gegn KA. Það er hins vegar ekki ljóst hvenær sá leikur verður spilaður. Spurning hvort þjálfararnir tefli fram sterkari liðum en þeir hefðu ella gert, vitandi að það verður lengri pása en þeir bjuggust við.
Fyrir leik
Eins og stendur eru gestirnir í áttunda sæti Lengjudeildarinnar. Þeir töpuðu síðasta leik sínum á mánudag 2-3, en það voru Leiknismenn sem hirtu stiginn þrjú í þeim leik. Þeir tryggðu sér sæti í þessum bikarleik með sannfærandi 3-0 sigri á Árborg. Það verður mjög forvitnilegt að sjá byrjunarliðin hér í kvöld. Það er þétt spilað og einhverstaðar verður að hvíla menn, spurning hvort það verði í bikarnum.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn, velkomin í Kórinn þar sem heimamenn í HK taka á mótu Aftureldingu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
Alexander Aron Davorsson ('70)
2. Endika Galarza Goikoetxea
6. Alejandro Zambrano Martin ('84)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
8. Kristján Atli Marteinsson
9. Andri Freyr Jónasson
19. Eyþór Aron Wöhler
25. Georg Bjarnason ('77)
28. Valgeir Árni Svansson ('70)
34. Oskar Wasilewski ('81)

Varamenn:
13. Jóhann Þór Lapas (m)
3. Ísak Atli Kristjánsson ('77)
7. Hafliði Sigurðarson ('70)
10. Jason Daði Svanþórsson ('81)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('70)
15. Elvar Ingi Vignisson ('84)
17. Ragnar Már Lárusson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Ingólfur Orri Gústafsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Ísak Viktorsson

Gul spjöld:
Alexander Aron Davorsson ('18)
Kristján Atli Marteinsson ('66)

Rauð spjöld: