Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
KR
1
2
FH
0-1 Daníel Hafsteinsson '14
Kristján Flóki Finnbogason '40 1-1
1-2 Daníel Hafsteinsson '75
14.08.2020  -  18:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða og völlurinn gífurlega fallegur héðan úr stúkunni séð.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Finnur Orri Margeirsson ('58)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('76)
11. Kennie Chopart (f)
19. Kristinn Jónsson ('62)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
9. Stefán Árni Geirsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('76)
16. Pablo Punyed ('58)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('62)
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Arnþór Ingi Kristinsson ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið á Meistaravöllum. Stigin þrjú fara í Fjörðinn vitöl og skýrsla síðar í kvöld.
94. mín
10 Leikmenn FH í eigin teig. Virkar er þeir skalla fyrirgjöf Óskars frá.
93. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Veit hreinlega ekki fyrir hvað.
93. mín
Gestirnir þéttir til baka og gefa fá færi á sér.
91. mín
Guðmundur Kristjánsson bjargar á línu!!!!!

Ægir Jarl með hjólhest af stuttu færi eftir horn en Guðmundur vel staðsettur og rekur hausinn í boltann sem var á leið í netið.
90. mín
Það eru fimm mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Mikið óðagot í aðgerðum KR þessa stundina. Skal engan undra marki undir og aðeins um mínúta eftir af venjulegum leiktíma.
85. mín
Arnþór Ingi í ágætu færi í teignum hægra meginn en skóflar boltanum yfir. Tíminn að fljúga frá heimamönnum.
83. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Fer ó vel hraustlega tæklingu á Alex og uppsker réttilega gult spjald.
80. mín
Björn Daníel með skot úr aukaspyrnu sem Beitir slær í horn.
77. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (FH) Út:Daníel Hafsteinsson (FH)
Gestirnir þétta raðirnar. Daníel tveggja marka maður í dag og getur vel við unað.
77. mín
KRingar nálægt. Skyndisókn. Atli ber upp boltann og leggur hann út til vinstri á Óskar sem keyrir að markinu og reynir að leggja hann í fjærhornið en rétt framhjá fer boltinn.
76. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
75. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (FH)
Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
Mark!

Það þarf bara eitt augnablik!

Þórir fær boltann úti hægra meginn og smellir föstum bolta lágt inn á teiginn. Varnarmenn KR gleyma sér og Daníel mætir í hlaupið og sneiðir boltann í netið af stuttu færi,
72. mín
Kristján Flóki fær boltann í andlitið af stuttu færi og steinliggur. Fljótur á fætur samt og er í lagi.
71. mín
Óskar Örn með skot með hægri eftir ágæta sóknarlotu KR en hittir boltann alls ekki vel og framhjá fer hann.
68. mín
Skallað frá fyrir fætur Daníels sem á skotið en vel yfir.
68. mín
FH fær hornspyrnu.
67. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
Togar í Daníel í skyndisókn. Ívar beitir hagnaði og spjaldar hann svo í næsta stoppi.
65. mín
Þetta er bragðdauft þessa stundina. Baráttan í fyrirrúmi.
62. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
Kristinn liggur enn utan vallar og er sárþjáður. Alex kemur inn á. Pablo í bakvörðinn og Alex á miðjuna í hans stað.
60. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (FH) Út:Baldur Logi Guðlaugsson (FH)
Meðan hugað er að Kristni mætir Óli Kalli inná hjá FH.
59. mín
Kristinn Jónsson fer niður eftir baráttu við Pétur Viðars og öskrar duglega af sársauka. Þetta lítur ekki vel út.
58. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
57. mín
Kristján Flóki í fínu færi við vítapunktinn en með tvo menn í bakinu. Nær þó að snúa en skotið úr erfiðri stöðu og yfir,
56. mín
Tveir krossar frá Birni Daníel skallaðir frá, Fyrsta sem FH býður uppá sóknarlega hér í síðari hálfleik
53. mín
Gunnar kýlir boltann í annað horn. Fer út í það síðara og grípur í tómt. Boltinn skoppar milli manna og endar hjá Kristni sem á skot sem fer himinhátt yfir.
52. mín
KR fær horn.
50. mín
Pétur mætir aftur inná og fer strax á sprettin með Óskari Erni. Óskar stingur hann af og nær fyrirgjöf en Kristján Flóki millimetrum frá að ná nægri snertingu með tánni til að stýra boltanum á markið.
49. mín
Ívar Orri kallar á aðhlynningu fyrir Pétur Viðars sem hefur eitthvað meitt sig. Stendur þó uppréttur og ekki mikið hægt að sjá að honum,
47. mín
Gunnar Nielsen í alskonar vandræðum hérna eftir fyrirgjöf frá Atla. Reynir að kýla boltann en hittir hann afar illa og berst boltinn á Óskar Örn sem nær að skófla boltanum í stöngina og þaðan í fang Gunnars úr úr mjög mjög þröngu færi.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik hér í síðari hálfleik.

45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik er lokið hér á Meistaravöllum og liðin ganga til búningsherbergja með jafnan hlut. Leikurinn verið ágæt skemmtun en hléið hefur þó sett mark sitt á liðin.

KR verið meira með boltann en ekki verið að skapa sér mikið af afgerandi færum fram að jöfnunarmarkinu.

Gestirnir legið til baka og beitt hröðum upphlaupum og uppskáru mark eftir eitt slíkt.
45. mín
Óskar Örn reynir skot frá miðju þar sem Gunnar er framarlega í markinu. Góð tilraun en hvergi nálægt.
40. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
Maaark!

Hvað gerðist þarna!

KR sótti og kom sér í prýðisfæri, Kennie fer niður og vill fá víti. Klafsið í teignum heldur áfram og boltinn hrekkur upp úr þurru frá Arnþóri til Kristjáns Flóka sem er aleinn á markteig og setur boltann í netið.

Gestirnir brjálaðir og virðast telja að um rangstöðu sé að ræða en ómögulegt fyrir mig að dæma um það héðan.

Heyrist samt frá mönnum að Björn Daníel hafi setið eftir og spilað Flóka réttstæðan.
37. mín
Kannski ekki úr vegi að óska Herði Inga til hamingju með afmælið.
36. mín
Arnþór Ingi með fínt skot eftir gott spil KR. Gunnar slær boltann út í teiginn en Atli brotlegur gegn Herði Inga í baráttu um lausa boltann.
34. mín
Kennie sækir horn.
32. mín
Ákefðin í sóknaraðgerðum KR að aukast. Vantar þó meira, lokasendingin verið slök.
30. mín
Gestirnir koma boltanum ekki frá eftir fyrirgjöf frá Kristni. Atlir leggur boltann út fyrir teiginn á Kennie sem á skotið en hittir hann ekki nógu vel og siglir boltinn framhjá stönginni vinstra meginn. Gunnar var þó ekki alveg viss.
26. mín
Kennie með rosalega tæklingu og bjargar KR frá því að vera tveimur mörkum undir. Galið spil út úr vörninni sem FHingar komast inní sendir Lennon innfyrir ásamt Birni Daníel en Kennie nær að henda sér fyrir skot Björns og bjarga í horn.

Stálheppnir þarna heimamenn.
25. mín
Björn Daníel gefur horn. Boltinn frá Atla á leið afturfyrir en Björn setur hausinn í boltann og í horn. Pétur kemur hornspyrnunni frá.
24. mín
Kennie með góðan sprett og sækir aukaspyrnu á miðjum vallarhelming FH. Fín fyrirgjafarstaða.
19. mín
Færi hjá Óskari Erni!

Fær boltann í hlaupaleiðina inn á teignum vinstra meginn. Gunnar mætir á móti honum og ver i horn.

Hornið svo skallað frá.
18. mín
Að því sögðu á KR snarpa sókn þar sem endar með fyrirgjöf frá Atla sem er skölluð frá, boltinn aftur til Atla sem gerir aðra tilraun en sendir boltann afturfyrir.
17. mín
Miklu meiri kraftur í FH eftir markið. KR-ingar kannski ekki beint slegnir en ekki sami krafturinn í þeim.
14. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (FH)
Stoðsending: Þórir Jóhann Helgason
Mark!

Gestirnir eru komnir yfir hér á Meistaravöllum.

Boltinn berst út á vinstri vænginn þar sem Þórir Jóhann er aleinn og fær nægan tíma til að færa sig í átt að teignum og leggja hann fyrir fætur Daníels sem kemur í hlaupið og klárar með hnitmiðuðu skoti með jörðinni í netið.
13. mín
Atli Sig með skot af talsverðu færi. Lúmskur bolti sem Gunnar kýlir frá.

Fékk tíma og svæði til að láta vaða.
10. mín
Óskar Örn tekur boltann laglega niður í teignum eftir sendingu frá Atla og mundar hægri fótinn. Guðmann hendir sér fyrir skotið og ekkert verður úr.
8. mín
Heimamenn að þrýsta liðinu ofar og setja meiri pressu á FH. Enn engin færi litið dagsins ljós ennþá.
5. mín
Skemmtileg sending á Lennon innfyrir vörn KR frá Daníel. Lennon stal þó hálfum metra og flaggið því réttilega á loft.
4. mín
Stál í stál í upphafi. Boltinn gengur enda á milli en engin færi enn komið.
2. mín
KR fær horn. Spyrnan slök á nærstöngina og afturfyrir fer boltinn af Pálma Rafni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. FH hefur leik.
Fyrir leik
Stemmingin

Það er eitthvað skrýtið við að sitja hér á Meistaravöllum með tóma stúku. Starfsmenn með grímur hér um allt og leikmenn ganga ekki saman til vallar.

Guðni Bergsson er þó í stúkunni með rándýr sólgleraugu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Eitt og annað kemur á óvart í uppstillingu FH í kvöld Jónatan Ingi er á bekknum og Baldur Logi fær tækifærið.. Eggert Gunnþór spilar sinn fyrsta leik í kvöld og Ólafur Karl FInsen er á bekknum.
Það er þó athyglisvert að fjórir miðverðir eru meðal þeirra 11 sem byrja.

Skjótum á 4-3-3 með Guðmund og Guðmann í miðvörðunum, Pétur og Hörð í bakvörðum. Eggert. Björn og Daníel á miðjunni og Þórir Lennon og Baldur Logi fremstir

Hjá KR eru Arnór Sveinn og Finnur Tómas saman í miðverðinum en helst vekur athygli að Arnþór Ingi og Finnur Orri eru með Pálma Rafni á miðjunni og Pablo Punyed því á bekknum.

Arnór og Finnur í miðvörðunum hjá KR. Kennie og Kristinn í bakvörðum. Arnþór. Finnur og Pálmi á miðjunni og Óskar, Atli og Kristján Flóki fremstu þrír.

Fyrir leik
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH:
Það skemmtilegasta í boltanum er að spila leiki og við sjáum hvar við stöndum núna gegn einu af sterkustu liðunum. Það er áskorun fyrir okkur sem þjálfarateymi og sem lið. Hverjir erum við og hvar ætlum við að vera sem lið? Þú kemst ekki á toppinn nema með því að taka á móti sterkustu liðunum. Þetta er spennandi og skemmtilegt. Stærstu leikirnir eru leikirnir sem við viljum spila.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR:
Það er frábært að fá tækifæri til að fara aftur út á völl og spila fótbolta. Það gleður alla að Íslandsmótið sé að fara aftur af stað. Undanfarin 20 ár eða eitthvað hefur KR verið að berjast við FH og fleiri lið í toppnum. FH hefur verið í fararbroddi og alltaf með gott lið. Nú hafa orðið þjálfaraskipti og Logi og Eiður komið inn með nýjar áherslur. Logi þekkir þetta allt saman ofboðslega vel og Eiður er með alla sína reynslu og þekkingu. Þeir geta blandað saman góðum kokteil.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson, sem mynduðu miðvarðapar KR í fyrra, voru klárir eftir meiðsli í síðasta leik gegn Fjölni og þeir spiluðu saman þar. Mesta spurningamerkið í byrjunarliði KR er hvort Finnur Orri Margeirsson eða Arnþór Ingi Kristinsson byrji á miðjunni með Pablo Punyed og Pálma Rafni Pálmasyni.
Fyrir leik
.

Hjá FH er líklegt að Eggert Gunnþór Jónsson spili sinn fyrsta leik en hann kom til félagsins á dögunum. Fótbolti.net spáir því að Eggert byrji í hjarta varnarinnar. Ólafur Karl Finsen kom á láni frá Val í vikunni en hann mun líklega byrja á bekknum.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa leikið alls 92 leiki sín á milli samkvæmt gagnagrunni KSÍ.

Gestgjafarnir í KR hafa sigrað 35 leiki, 18 hefur lokið með jafntefli og FH borið sigur úr býtum í 39 leikjum.

Leikinir í fyrra

Liðin mættust þrisvar sinnum síðasta sumar. Tvisvar í deild eins og venjan er þar sem KR hafði sigur í báðum leikjum. Fyrst 1-2 í Kaplakrika og svo 3-2 á Meistaravöllum. Í millitíðinni mættust liðin svo í Mjólkurbikarnum þar sem FH hafði 3-1 sigur.
Fyrir leik
KR

KR liðið situr í 2.sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag og getur með sigri komist uppfyrir Val sem situr í toppsætinu.Liðið undir stjórn Rúnars Kristinssonar er klárlega eitt af líklegri liðum til að lyfta þeim stóra þegar mótinu lýkur hvenær sem það nú verður en sigurhefðin og reynslan sem býr í leikmannahópi KR fleytir þeim ansi langt.
Fyrir leik
FH

FH er eins og allir ættu nú að vita undir stjórn Loga Ólafssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen sem við tóku við liðinu þegar Ólafur Kristjánsson hélt í víking til Danmerkur. Liðið hefur verið á hægu klifri upp töfluna í síðustu umferðum og situr fyrir leikinn í 6.sæti og verður spennandi að sjá hvernig menn mæta til leiks eftir þetta hlé.

Eggert Gunnþór Jónsson gæti spilað sinn fyrsta leik með FH í kvöld en hann gekk til liðs við liðið frá SønderjyskE fyrir skömmu og varð löglegur þegar glugginn opnaði hinn 5.ágúst.
Ólafur Karl Finsen gæti sömuleiðis leikið sinn fyrsta leik fyrir FH í kvöld.
Fyrir leik
Breytingar hafa orðið á leikmannahópum beggja liða á síðustu dögum. Hinn danski Tobias Thomsen hefur yfirgefið KR og gengið til liðs við danska B-deildarliðið Hvidovre IF.

FH hefur svo sótt sér liðsstyrk en Ólafur Karl Finsen er gengin til liðs við FH á láni frá Val. Eflaust ljúfsárt fyrir marga að sjá Óla Kalla í FH treyjunni en ég efast um að þeir séu margir sem gleyma lokaandartökum úrslitaleiks FH og Stjörnunar um Íslandsmeistaratitilinn 2014 þar sem Óli var örlagavaldur og hetja Stjörnunar sem tryggði sér titilinn.
Fyrir leik
Það er langþráð og ljúft að boltinn sé að rúlla af stað að nýju eftir að stopp var sett á vegna alheimsfaraldurs Covid-19 sjúkdómsins. En nú er komið að því að leikar hefjist að nýju að vísu án áhorfenda fyrst um sinn.

KSÍ og heilbrigðisyfirvöld hafa átt gott samstarf síðustu daga og komið sér saman um reglur sem eiga að minnka smithættu eins og kostur er. Það verður þó eflaust skrýtið að sjá fögn án snertingar eftir mörk og ýmislegt annað sem mun verða öðruvísi á meðan á þessu stendur.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá stórleik KR og FH í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
6. Daníel Hafsteinsson ('77)
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('60)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
12. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Logi Tómasson
8. Baldur Sigurðsson ('77)
11. Atli Guðnason
11. Jónatan Ingi Jónsson
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
17. Ólafur Karl Finsen ('60)

Liðsstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Þór Arason

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('83)
Guðmann Þórisson ('93)

Rauð spjöld: