Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
1
0
Þór
Gunnar Þorsteinsson '10
Alexander Veigar Þórarinsson '31 1-0
Oddur Ingi Bjarnason '51
22.08.2020  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: Heiðskýrt, sunshine og austanvindur.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Byrjunarlið:
24. Vladan Dogatovic (m)
Marinó Axel Helgason
Oddur Ingi Bjarnason
6. Viktor Guðberg Hauksson
7. Sindri Björnsson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
9. Guðmundur Magnússon ('46)
23. Aron Jóhannsson (f)
33. Sigurður Bjartur Hallsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('69)

Varamenn:
4. Pálmar Sveinsson
5. Nemanja Latinovic ('69)
8. Hilmar Andrew McShane
11. Elias Tamburini ('46)
11. Símon Logi Thasaphong
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson

Liðsstjórn:
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Þ)
Scott Mckenna Ramsay
Maciej Majewski
Guðmundur Valur Sigurðsson
Óliver Berg Sigurðsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Margrét Ársælsdóttir
Rajko Stanisic

Gul spjöld:
Marinó Axel Helgason ('26)
Sigurður Bjartur Hallsson ('28)
Oddur Ingi Bjarnason ('36)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson ('53)
Vladan Dogatovic ('67)
Nemanja Latinovic ('77)

Rauð spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('10)
Oddur Ingi Bjarnason ('51)
Leik lokið!
Erlendur flautar til leiksloka. Grindvíkingarnir vinna hér ótrúlegan sigur á Þórsurum.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
95. mín Gult spjald: Izaro Abella Sanchez (Þór )
95. mín
Ólafur Aron með aukspyrnu inn á teiginn og Þórsari fellur við en ekkert dæmt

Grindvíkingarnir virðast vera sigla þessu.
94. mín
Guðni kemur boltanum fyrir á Alla Axels sem vinnur hornspyrnu.
92. mín
Alli Axels kemur með fyrirgjöf ætlaða Bjarka sem fellur inn í teig og boltinn afturfyrir og markspyrna.
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Erlendur Eiríks hlýtur að bæta slatta við hér, enda miklar tafir verið á leiknum.
87. mín
STÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖNGIN!!

Izaro kemur boltanum á Alvaro fyrir utan teig sem hamrar boltanum beint í stöngina

Jaaaaahérna hér.
85. mín
HVERNIG SKORA ÞÓRSARAR EKKI HÉR??

Boltinn kemur fyrir og boltinn endar hjá Aðalgeiri inn á teignum en Aðalgeir skoflar einhverneiginn boltanum yfir

Dauðfæriiiiiii
84. mín
Inn:Aðalgeir Axelsson (Þór ) Út:Elmar Þór Jónsson (Þór )
Allir sóknarmenn Þórs komnir inn á hér.
83. mín
Er Grindvíkingum að ná að takast að halda þetta út tveimur mönnum færri?

Eru rosalega þéttir aftast og Þórsarar finna engar opnanir á vörn þeirra.
81. mín
Sölvi reynir skot fyrir utan teig en boltinn af varnarmanni og í hendurnar á Vladan.
80. mín
Þórsarar vinna hornspyrnu.
79. mín
Izaro fær boltann úti hægra meginn og reynir fyrirgjöf en Guðni dæmdur brotlegur inn á teig.
77. mín Gult spjald: Nemanja Latinovic (Grindavík)
Togar Guðna niður og Þórsarar fá aukaspyrnu við teiginn hægra meginn.

Ólafur Aron leggur hann út á Fannar sem reynir skot en boltinn í múrinn hjá Grindvíkingum.
76. mín
Þórsarar reyna og reyna að finna jöfnunarmarkið

Núna fær Fannar boltann og reynir skot fyrir utan teig, en boltinn yfir markið.
75. mín
Orri Sigurjóns kemur honum út á Bjarka sem reynir fyrirgjöf en Vladan keyrir út í boltann og grípur.
72. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Páll Viðar að bæta í sóknarleikinn.
72. mín
Inn:Guðni Sigþórsson (Þór ) Út:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
Páll Viðar að bæta í sóknarleikinn.
71. mín
ORRI SIGURJÓNS!!

Boltinn kemur fyrir frá Bjarka og boltinn endar hjá Orra sem setur boltann framhjá markinu.

Þetta var færi!!
69. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
67. mín
Grindvíkingarnir eru allir fyrir aftan boltann og Þórsarar eru í miklum vandræðum með að finna opnanir á vörn Grindvíkinga.
67. mín Gult spjald: Vladan Dogatovic (Grindavík)
Byrjaður að tefja..
64. mín
Zeba brýtur á Sveini Elías og Þórsarar fá aukaspyrnu meter frá vítateigslínunni

Alvaro ætlar að negla þessum sýnist mér.

SKELFILEGA ÚTFÆRÐ AUKASPYRNA! Alvaro sendir boltann beint á Grindvíkinga.
62. mín
Inn:Sölvi Sverrisson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
Sölvi kemur inn í sóknarlínu Þórsara með Alvaro.
60. mín
SVEINN ELÍAS!!

Aron kemur með aukaspyrnuna fyrir og boltinn endar hjá Sveini sem á skot yfir markið.
59. mín
Alvaro fær boltann og Alexander Veigar klippir hann niður.
56. mín
Leikurinn fer fram á vallarhelmingi Grindvíkinga þessa stundina. Þórsarar halda boltanum vel en ná ekki að finna leiðir framhjá þéttri vörn Grindvíkinga.

Spurning hversu lengi Grindvíkingar ná að halda þetta út.
56. mín
Spyrnan tekinn stutt frá Aroni á Elmar sem leggur hann aftur á Aron sem reynir skot en skotið þægilegt fyrir Vladan.
55. mín
Elmar Þór með góðan sprett upp vinstra meginn og vinnur hornspyrnu fyrir Þórsara.
53. mín Gult spjald: Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (Grindavík)
Og hér fær Sigurbjörn Hreiðars gult spjald á bekknum hjá Grindavík fyrir mótmæli

JAAAAAAAHÉÉÉÉÉRNA HÉÉÉR!!
52. mín
Aron stendur upp á áfram með leikinn.
51. mín Rautt spjald: Oddur Ingi Bjarnason (Grindavík)
ÚFFFFFFFFFFF.

Kemur skot frá Grindvíkingum sem Aron ver út í teiginn en Aron nær til boltans á undan Odd Inga sem rennir sér beint í Aron sem liggur eftir.

Held þetta hafi verið seinna gula spjaldið á Odd frekar en beint rautt.
49. mín
Grindvíkingarnir eru byrjaðir að tefja hér, eðlilega kannski.

Einu marki yfir og manni færri.
48. mín
ALVARO!

Sleppur í gegn en síðasta snertingin hjá honum sveik hann, en vinnur hornspyrnu sem Aron kemur með fyrir en Grindvíkingarnir koma boltanum í burtu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn Alvaro á upphafsspyrnu síðari hálfleiks

Grindavík gerir eina breytingu - Óbreytt hjá Þórsurum.
46. mín
Inn:Elias Tamburini (Grindavík) Út:Guðmundur Magnússon (Grindavík)
45. mín
Hálfleikur
+3

Erlendur flautar hér til hálfleiks. Senur hér á Grindavíkurvelli og Grindvíkingar fara með 1-0 forskot inn í hálfleik.
45. mín
+2
Þriðja hornspyrna Þórs í röð hér sem ekkert verður úr. Þórsarar að reyna sækja jöfnunarmarkið fyrir hlé.
45. mín
+1
Þórsarar fá hornspyrnu.

Jakob Snær spyrnir henni fyrir og Grindvíkingar koma boltanum í aðra hornspyrnu.
45. mín
Klukkan slær 45 hér í Grindavík og spurning hverju Erlendur bætir við.
44. mín
Boltinn kemur fyrir frá Aroni en of innarlega og Vladan kýlir þennan frá.
43. mín
ENNN EITT BROTIÐ Í ÞESSUM LEIK.

Núna er brotið á Alvaro og Þórsarar fá aukaspyrnu hægra meginn.

Ólafur Aron spyrnufræðingur Þórs gerir sig kláran að spyrna boltanum.
42. mín
ELMAR ÞÓR MEÐ GÓÐA TILRAUN

Boltinn hafnar skoppandi fyrir Elmar sem tekur hann í fyrsta en boltinn framhjá markinu.
41. mín
Þórsarar liggja á Grindvíkingum þessa stundina. Spurning hvort þeir ná inn jöfnunarmarki fyrir hlé.
37. mín
VÁÁAA

Ólafur Aron reynir hér skot og boltinn hafnar í slánni. Þvílik tilraun hjá Aroni!
36. mín Gult spjald: Oddur Ingi Bjarnason (Grindavík)
Fyrir brotið á Fannari þegar Fannar Daði var á leiðinni inn á teiginn.
36. mín
FANNAR DAÐI

Fer ílla með Odd Inga hér vinstra meginn og Þórsarar fá aukaspyrnu.

Ólafur Aron gerir sig kláran í að taka spyrnuna.
33. mín
JAKOB SNÆR

Fær boltinn úti hægra meginn og leikur inn á völlinn og kemur sér í góða stöðu, tekur skotið en rennur og boltinn framhjá markinu.
31. mín MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Stoðsending: Oddur Ingi Bjarnason
GRINDVÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!!!

Oddur Ingi fær boltann úti hægra meginn og tekur magnaðan sprett, fer ílla með Þórsara þarna og kemur síðan með fyrirgjöf út í teiginn og þar er Alexander Veigar aleinn og setur boltann framhjá Aroni Birki!

1-0.
30. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
Fer harkalega í Vladan og fær hér gult spjald.
28. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (Grindavík)
27. mín
Ólafur Aron tekur aukaspyrnu á fjær og Þórsarar setja boltann í stöngina!

Dauðafæriiii
26. mín Gult spjald: Marinó Axel Helgason (Grindavík)
23. mín
Og hér liggur Elmar Þór Jónsson á vellinum eftir samstuð við Grindvíking.

Elmar Þór stendur upp og Þórsarar sparka boltanum á vallarhelming Grindvíkinga.
22. mín
Það hefur lítið farið fram hérna á vellinum en fyrstu tuttugu mínúturnar hafa einkenst af mörgum brotum út á velli. Mikil harka í leiknum hérna og Erlendur Eiríksson hefur nóg að gera!
18. mín
Fín tilraun hjá Aroni Péturs. Setur boltann yfir vegginn en boltinn rétt yfir.
17. mín
Alvaro fær boltann og keyrir af stað og Josip Zeba brýtur á honum rétt fyrir utan teig.

Ólafur Aron stendur yfir boltanum.
15. mín
Spurning hvaða áhrif þetta hefur á leikinn.

Þetta var högg fyrir Grindvíkinga.
10. mín Rautt spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Fær hér beint rautt spjald!!!!

Gunnar Þorsteinsson tapar boltanum í öftustu línu Grindvíkinga og Jakob Snær nær að stela boltanum af honum og boltinn berst á Alvaro sem var sloppinn einn í gegn en Alvaro flaggaður rangstæður og Erlendur dæmir síðan á brotið hjá Gunnari og sendir hann í sturtu.

Jaaaaahérna hér. Gríndavíkingar einum manni færri hér frá tíundu mínútu.
8. mín
Fannar kemur sér á ferðina hér vinstra meginn og Alexander Veigar klippir hann niður. Erlendur gefur honum tiltal og sleppir spjaldi.
4. mín
ALVARO

Fær boltan við miðjuna og keyrir af stað og Grindvíkingarnir ráða ekkert við hann. Alvaro reynir skot rétt fyrir utan teig sem fer í varnarmann Grindavíkur.
3. mín
Þórsarar vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.

Hættulítil og Grindvíkingar koma boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Grindvíkingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Grindvíkingarnir klikka ekki í dag eru með leikinn í þráðbeinni útsendingu á Youtuberás félagsins.

Orri Freyr Hjaltalín fyrrum leikmaður þessara tveggja liða sér um að lýsa leiknum

Smelltu hér til að fara í beina útsendingu.
Fyrir leik
Það er frábært veður hér í Grindavík í dag. Heiðskýrt og sólin skýn.

Eina sem vantar fyrir þennan fótboltaleik eru áhorfendur en þeir eru því miður ekki leyfðir að þessu sinni en ég bið til guðs að stjórnvöld fari að leyfa fólki að mæta á völlinn og horfa á þessa bestu íþrótt heims.
Fyrir leik
Ég er mættur á Grindavíkurvöll og það styttist í leik.

Byrjunarliðin má sjá hér til hliðana.
Fyrir leik
Brynjólfur Andersen Willumsson, sóknarmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla, spáir jafntefli hér í dag.

Grindavík 1 - 1 Þór (14 í dag)
Verður hörkuleikur, stál í stál. Hilmar McShane skorar fyrir Grindavík og þetta endar 1-1.
Fyrir leik
STAÐAN
Grindavík er fyrir umferðina í sjöunda sæti deildarinnar með 14.stig. Liðið hefur gert flest jafnteflin í deildinni í sumar, eða alls fimm.

Þórsarar sitja í fimmta sæti deildinnar fyrir leikinn í dag. Liðið hefur leikið tíu leiki. Unnið fimm, gert 2 jafntefli og tapað þremur með markatöluna 21:17.
Fyrir leik
SÍÐASTI LEIKUR ÞESSARA LIÐA.

Liðin mættust í fyrstu umferð deildarinnar á Þórsvelli, þann 19. júní og tóku Þórsarar öll þrjú stigin sem voru í boði úr þeim leik eftir mikla dramatík.

Fannar Daði Malmquist Gíslason og Alvaro Montejo skoruðu mörk Þórs í leiknum en Aron Jóhansson mark Grindavíkur.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag!

Verið velkomin með okkur á Grindavíkurvöll. Hér fer fram leikur Grindavíkur og Þórs í Lengjudeild karla. Flautað verður til leiks klukkan 14:00

Dómari í dag er Erlendur Eiríksson sem er búin að taka upp flautuna aftur eftir smá hlé, honum til aðstoðar eru þeir Óli Njáll Ingólfsson og Guðmundur Valgeirsson. Efirlitsmaður KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('72)
Orri Sigurjónsson
2. Elmar Þór Jónsson ('84)
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('72)
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ólafur Aron Pétursson
14. Jakob Snær Árnason ('62)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
28. Halldór Árni Þorgrímsson (m)
6. Páll Veigar Ingvason
15. Guðni Sigþórsson ('72)
16. Jakob Franz Pálsson
18. Izaro Abella Sanchez ('72)
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson
25. Aðalgeir Axelsson ('84)

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson
Stefán Ingi Jóhannsson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('30)
Izaro Abella Sanchez ('95)

Rauð spjöld: