Kaplakrikavöllur
fimmtudagur 27. ágúst 2020  kl. 17:15
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: Sólin að brjótast út, Smá vindur og völlurinn glæsilegur að vanda
Maður leiksins: Andrija Balic
FH 0 - 2 Dunajska Streda
0-1 Andrija Balic ('22)
0-2 Eric Ramírez ('75)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson
4. Pétur Viðarsson
6. Daníel Hafsteinsson ('70)
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('81)
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Ólafur Karl Finsen ('58)
18. Eggert Gunnþór Jónsson
21. Guðmann Þórisson
29. Þórir Jóhann Helgason

Varamenn:
3. Logi Tómasson
8. Baldur Sigurðsson ('81)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('58)
11. Atli Guðnason ('70)
14. Morten Beck Guldsmed
24. Daði Freyr Arnarsson
26. Baldur Logi Guðlaugsson

Liðstjórn:
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)
Logi Ólafsson (Þ)

Gul spjöld:
Eggert Gunnþór Jónsson ('68)
Guðmann Þórisson ('85)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
93. mín Leik lokið!
Þessu Evrópuári er lokið hjá FH sem og öðrum Íslenskum liðum, Reyndu svo sannarlega en virkaði því miður nokkuð þægilegt fyrir gestina sem sigla 0-2 sigri í höfn.
Eyða Breyta
92. mín
Fabry sleppur í gegn eftir frábæra sendingu en Gunnar mætir honum vel og ver með fótunum.
Eyða Breyta
92. mín
Þetta er vont Evrópuár fyrir íslensk lið. Blikar og Víkingar fallnir úr leik og aðeins um mínúta að FH fylgi þeim.
Eyða Breyta
91. mín
Atli Guðnason í fínu skallafæri eftir fyrirgjöf Jónatans. En setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
90. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
89. mín
Fabry með skot framhjá marki FH. Gestirnir bara að sigla þessu heim.
Eyða Breyta
87. mín
Lennon að vinna sig í góða stöðu eftir langan bolta fram. Nær þó ekki valdi á boltanum og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
85. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Gestirnir bara að drepa tempóið. Guðmann að kljást við Ramirez og Guðmann fer með hendina í andlitið á honum. Ramirez samt gerir full mikið úr þessu.
Eyða Breyta
84. mín
Gestirnir ættu með réttu að vera komnir í 0-3. Ramirez sleppur í gegn einn gegn Gunnari en á eitthvað það lélegasta skot sem sést hefur í teignum og setur boltann vel yfir.
Eyða Breyta
81. mín Baldur Sigurðsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH)

Eyða Breyta
81. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Brotið á Zsoltan.
Eyða Breyta
79. mín
Þetta virkar bara þægilegt fyrir gestinna sem er svo sem engin furða. Tveimur mörkum yfir og þeim líður vel.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Eric Ramírez (Dunajska Streda)
Of einfalt. Zsolt Kalmar brýst upp vinstra meginn og á skot úr teignum sem Gunnar ver út í teiginn beint fyrir fætur Ramirez sem getur ekki annað en skorað í tómt markið.
Eyða Breyta
74. mín
Sidney Friede með skot framhjá.
Eyða Breyta
72. mín
Nú þarf FH að fara að bæta í og taka alvöru sénsa. 0-1 eða 0-2 skiptir engu máli þar sem engin er seinni leikurinn.
Eyða Breyta
70. mín Andrej Fábry (Dunajska Streda) Marko Divkovic (Dunajska Streda)

Eyða Breyta
70. mín Atli Guðnason (FH) Daníel Hafsteinsson (FH)

Eyða Breyta
70. mín
Skyndisókn FH. Jónatan með boltann úti hægra meginn og leggur hann á Þóri sem á fínt skot en beint á Martin í markinu.
Eyða Breyta
69. mín
Divkovic enn og aftur. Fer lipurlega með boltann en skot hans beint á Gunnar.
Eyða Breyta
68. mín Gult spjald: Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Teikaði Blackman örlítið.
Eyða Breyta
68. mín
FH nær upp fínu spili á köflum en letilegar sendingar og klaufamistök eru að kosta.
Eyða Breyta
65. mín
Divkovic keyrir inn á teiginn og á skot en laust og beint á Gunnar.
Eyða Breyta
64. mín
Daníel með laglegan snúning eftir sendingu frá Pétri en nær engum krafti í skotið sem rúllar framhjá markinu.
Eyða Breyta
62. mín
Því er ver og miður að Slóvakarnir eiga svör við öllu sem FH reynir. Þeir virðast bara talsvert sterkari.
Eyða Breyta
58. mín Jónatan Ingi Jónsson (FH) Ólafur Karl Finsen (FH)
Ferskir fætur með gæði.
Eyða Breyta
57. mín
Tvö skot frá heimamönnum. Frá Lennon og Þóri en bæði í varnarmann.
Eyða Breyta
54. mín
FH að reyna að sækja, virkar samt hægt og fyrirsjáanlegt.
Eyða Breyta
50. mín
Eggert Gunnþór með skot eftir fínan sprett Þóris, Talsvert fjarri þó.
Eyða Breyta
47. mín
Ramirez liggur eftir viðskipti við Pétur Viðars, Gat ekki séð að hann kæmi við hann.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hér hefur verið flautað til hálfleiks. Gestirnir leiða með einu marki. Möguleikar svo sannarlega til staðar fyrir heimamenn en það hefur vantað einhvern brodd fram á við.
Eyða Breyta
45. mín
2 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
Eyða Breyta
42. mín
Flautuleikarinn frá Gíbraltar býður upp á léttan konsert þessar mínútur. Mikið um stopp.
Eyða Breyta
41. mín
Skemmtilega útfærð aukaspyrna frá gestunum. Boltinn settur stutt á Divkovic sem á sendingu inn á teiginn sem Ramirez skallar framhjá.
Eyða Breyta
39. mín
Divkovic með skot að marki en vel yfir og framhjá. Að marki er kannski full vel í lagt meira að segja.
Eyða Breyta
32. mín
Gestirnir fá horn. Pétur í basli úti hægra megin en Gummi skallar frá í horn.
Eyða Breyta
31. mín
Lennon með laglegan sprett upp vinstra megin en fyrirgjöfin finnur ekki samherja.
Eyða Breyta
30. mín
Fín hornspyrna Þóris finnur Guðmann á nærstönginni en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
Eyða Breyta
29. mín
FH fær horn.
Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: András Schäfer (Dunajska Streda)
Fékk gult fyrir brotið á Eggerti.
Eyða Breyta
28. mín
Gestirnir heldur hert tökin eftir markið. Sett aukið púður fram á við.

Eggert liggur á vellinum eftir samstuð við Schafer. Höfuðhögg og FH fær aukaspyrnu.
Eyða Breyta
25. mín
Blackman með skot en Gunnar vandanum vaxin og ver.
Eyða Breyta
22. mín MARK! Andrija Balic (Dunajska Streda), Stoðsending: César Blackman
Mark

Hörður Ingi gleymir sér í vinstri bakverðinum og Blackman fær allt það pláss sem hann vill og meira til. Keyrir inn að teignum og finnur Balic í hlaupinu sem nær skotinu í varnarmann og netið.
Eyða Breyta
17. mín
Erick Davis setur í fluggírinn og fer framhjá nokkrum FH-ingum. Lendir svo á veggnum Guðmanni og steinliggur. Gestirnir eiga þó hornspyrnu.
Eyða Breyta
13. mín
Færi hjá FH!
Þórir gerir vel úti hægra megin og finnur Lennon í teignum sem nær ekki skotinu, boltinn þaðan á Ólaf sem reynir bakfallsspyrnu en hittir ekki boltann. Sókninni lýkur svo með skoti frá Daníel yfir úr teignum. Þröng staða en var vissulega möguleiki fyrir heimamenn.
Eyða Breyta
12. mín
Andrija Balic með fína fyrirgjöf sem Ramirez skallar framhjá. Rangstæður að auki.
Eyða Breyta
10. mín
Jafnræði með liðunum hér í upphafi.

Liðin augljóslega að þreifa hvort á öðru.
Eyða Breyta
6. mín
Gestirnir í færi

Ramirez dettur óvænt í færi á vítateigslínunni og nær skoti en beint á Gunnar í markinu sem grípur.
Eyða Breyta
5. mín
Snyrtilegt brot hjá Gumma Kri sem brýtur á Divkovic og kemur í veg fyrir skyndisókn.
Eyða Breyta
5. mín
Gestirnir mikið að reyna setja boltann í svæði fyrir aftan vörn FH. Ekkert sem valdið hefur vandræðum hingað til.
Eyða Breyta
3. mín
Lennon og Óli Kalli með snyrtilegt spil við teig gestanna en Lennon nær ekki að taka boltann með sér.
Eyða Breyta
2. mín
Danni gerir vel fyrir FH og sækir horn.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru heimamenn sem hefja leik hér í dag. Getum ekki annað gert en að segja áfram FH.

Gestirnir i vel sænskum búningum Gul treyja við bláar buxur. FH að sjálfsögðu og hvítu og svörtu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér eru forráðamenn liðanna að týnast í stúkuna. Allir með grímu eins og reglur gera ráð fyrir og nýhitamældir.

Sérstök tilfinning að vera hitamældur til að fá aðgang að knattspyrnuleik en þetta er veruleikinn sem við búum við í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Spámaðurinn

Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolta.net og þjálfari Aftureldingar er spámaður minn í dag. Um leikinn segir hann.

FH vinnur 2-1 eftir framlengingu og æsispennandi leik. Steven Lennon gerir gæfumuninn og skorar bæði mörkin. Það síðara með þrumuskoti fyrir utan teig
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið FH


Ólafur Karl Finsen byrjar í fremstu víglínu FH í dag en þeir Þórir Jóhann Helgason og Steven Lennon eru á köntunum.Björn Daníel Sverrisson er mættur aftur á miðjuna eftir að hafa misst af sigrinum gegn HK um síðustu helgi vegna meiðsla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar

Tríóið í kvöld kemur frá Gíbraltar. Jason Barcelo heldur um flautuna með þá Andrew Mario Parody og Daniel Gomez Gordillo sér til aðstoðar. Patrick Canepa er svo fjórði dómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tottenham í Krikann?

Fari svo að FH vinni og fari áfram í kvöld er ekki loku fyrir það skotið að FH gæti dregist gegn Tottenham í næstu umferð. Draumórar efalaust en þó möguleiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH

FH er enginn nýgræðingur þegar kemur að Evrópu en liðið hafði leiki samfleytt í Evrópukeppni frá árinu 2004 þar til í fyrra þegar liðinu mistókst að tryggja sér Evrópusæti. Biðin var þó ekki löng og hér erum við í dag.

Gengi FH þetta sumarið hefur verið upp og ofan, 4 sæti í deildinni eftir 11 leiki er ekki það sem Hafnfirðingar vilja sjá. Liðið hefur þó spilað ágætis fótbolta undir stjón Loga Ólafssonar og Eiðs Smára og renna menn eflaust hýru auga til Evrópuævintýris enda gríðarmikil gulrót fyrir lið fjárhagslega að standa sig vel þar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FC DAC 1904 Dunajská Streda kemur frá borginni Dunajská Streda í Slóvakíu skammt frá landamærunum að Ungverjalandi. Ungverjar eru í meirihluta í borginni og nýtur félagið mikin stuðnings meðal Ungverja í Slóvakíu.

Félagið er stofnað árið 1904 en hefur í sögu sinni aldrei orðið meistari. heimalandinu en besti árangur liðsins er annað sæti tímabilið 2018-19. Á liðnu tímabili endaði liðið í 3.sæti og vann sér þar með þáttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikmenn
Það eru kannski ekki allra stærstu nöfnin sem eru að mæta í Kaplakrika í kvöld en einhverja landsliðsmenn má finna í herbúðum Dunajska. Máté Vida og Zsolt Kalmár eiga leiki fyrir Ungverja og þá er Erick Davis fastamaður í landsliði Panama. Annars eru þjóðerni í 26 manna hópi Dunajska fjölmörg eða alls ellefu. Einn áhugaverðasta leikmaðurinn verður þó að teljast króatinn Andrija Balic sem árið 2016 varvalin 19. besti unglingur h eims af goal.com en hann gekk til liðs við Dunajska frá Udinese í upphafi árs.

Þjálfarinn
Þýski þjálfarinn Bernd Storck heldur um taumanna hjá liðinu. Fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Dortmund hefur komið víða við í þjálfun og hefur meðal annars þjálfað í Kasaskstan, Ungverjalandi þar sem hann stýrði meðal annars landsliði Ungverja gegn Íslandi á EM2016 og í Belgíu.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrirkomulag

Fyrirkomulag forkeppninar þetta árið er frábrugðið því sem áður hefur verið. Farið verður eftir sama fyrirkomulagi og notast var við í útsláttarkeppni evrópukeppnana sem lauk á dögunum en aðeins er um einn leik að ræða, engin útivallarmörk og leikið verður til þrautar og sigurvegari áfram í næstu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik FH og Dunajska Streda í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
36. Martin Jedlicka (m)
6. Andrija Balic
9. Eric Ramírez
13. Zsolt Kalmár
18. Jannik Müller
23. Sidney Friede
24. Dominik Kruzliak
26. András Schäfer
29. Marko Divkovic ('70)
31. Erick Davis
82. César Blackman

Varamenn:
1. Benjamín Száraz (m)
10. Andrej Fábry ('70)
17. Yhoan Andzouana
19. Sainey Njie
33. Matús Malý
44. Jorge Méndez
66. Martin Bednár

Liðstjórn:
Bernd Storck (Þ)

Gul spjöld:
András Schäfer ('28)

Rauð spjöld: