Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Olimpija Ljubljana
2
1
Víkingur R.
Sölvi Ottesen '5
0-1 Óttar Magnús Karlsson '27
Matic Fink '88 1-1
Radivoj Bosic '106 2-1
27.08.2020  -  16:30
Stozice leikvangurinn
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Aðstæður: 30 gráðu hiti og völlurinn frábær
Dómari: Walter Altmann (Austurríki)
Áhorfendur: Engir áhorfendur leyfðir
Maður leiksins: Kári Árnason
Byrjunarlið:
1. Ziga Frelih (m)
7. Radivoj Bosic
9. Ante Vukusic ('71)
10. Timi Elsnik
19. Miral Samardzic
27. Mihail Caimacov
32. Drazen Bagaric ('58)
37. Enrik Ostrc
48. Jan Andrejasic ('45)
88. Angel Lyaskov ('91)
88. Uros Korun

Varamenn:
13. Anej Mrezar (m)
4. Denis Sme
11. Jakov Blagaic ('58)
17. Matic Fink ('45)
23. Nik Kapun
42. Joaquim Lupeta ('71)
62. Michael Pavlovic ('91)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jan Andrejasic ('24)
Uros Korun ('40)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Drekarnir halda út og komast áfram. Hetjuleg barátta Víkinga dugar ekki að þessu sinni. Grátlegt og Víkingar áttu miklu meira skilið!
120. mín
Fín sókn Víkinga og skot!

Atli Barkarson með skot en það fer í liggjandi Ágúst Eðvald í teignum og aftur fyrir. Aftur missir dómarinn af augljósri aukaspyrnu sem Óttar á að fa rétt fyrir utan teig. Víkingar eru að reyna allt til að jafna metin. Tvær mínútur í uppbót.
120. mín
Síðasti séns....
118. mín
Hvaða þvæla er í gangi. Farið aftan í hnakkann á Óttari á vítateigslínunni. Augljósasta brot leiksins en ekkert dæmt. Annars frábær dómari leiksins missir af því sem hefði getað verið síðasti séns Víkinga til að jafna.
115. mín
Nú liggur markvörður Olimpjia eftir meiddur í teignum. Það var nú eins gott að þeir grænu voru ekki yfir allan leikinn. Þá hefði þetta verið einn leiðinlegur fótboltaleikur. Litlu tafirnar. Það er ekkert að manninum!
113. mín
Heimamenn taka allt tempó úr leiknum enda þeir þreyttir og komnir í sigurstöðu.
111. mín
Fyrirliði heimamanna, Miral Samardic, liggur eftir með krampa. Annar leikmaður Olimpjia til að fá krampa á skömmum tíma. Þeir eru aðeins að detta í þann pakka til að sigla þessu heim.
110. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
Halldór Jón Sigurður kom inn á í seinni hálfleik og er nú tekinn út af í seinni hálfleik framlengingar.
108. mín
Nú verður þetta auðvelt fyrir heimamenn. Víkingar þurfa, manni færri, að henda öllu sem þeir eiga fram.
106. mín MARK!
Radivoj Bosic (Olimpija Ljubljana)
Stoðsending: Matic Fink
Þvílíkur klaufagangur!

Erlingur Agnarsson tekur þá stórundarlegu ákvörðun að láta boltann fara í miðjum teignum eftir sendingu frá Fink. Bosic er einn og óvaldaður og setur boltann í slána og inn.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar er hafinn
105. mín
+2. Fyrri hálfleikur framlengingar er búinn.
105. mín
Uppótartími verður að minnsta kosti tvær mínútur.
104. mín
Boltinn fellur fyrir Ágúst Eðvald vel fyrir utan teig. Hann spreytir sig með einu skoti með vinstri fæti en aldrei líklegt til afreka.
104. mín Gult spjald: Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Hárrétt. Ágæt töf hjá Ingvari.
101. mín
Aftur er varamaðurinn Lupeta í færi en skallar yfir af stuttu færi. Reyndar frábær varnarleikur hjá Halldóri Smára sem kemur í veg fyrir betri skalla.
100. mín
Drekarnir skora aftur.... en rangstaða dæmd!

Sending inn fyrir og Kári setur boltann í eigið net en flaggið fer á loft því Lupeta er alveg ofan í honum og hefur áhrif á hreyfingu Kára í teignum.
99. mín
Ingvar Jónsson með fína markvörslu. Skot hægra megin úr teignum, fast og meðfram jörðinni.
99. mín
Rétt fyrir markið hjá Slóvenunum átti Helgi Guðjónsson að koma inn á en beðið er með þá skiptingu.
98. mín
Leikurinn er loks kominn af stað aftur.
97. mín
Bosic er kominn með Hemma Hreiðars-band um hausinn. Hann fór verr úr þessu en Erlingur Agnarsson sem lá eftir líka en er kominn á fætur.
96. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Davíð fer svekktur af velli. Hann hefur væntanlega bara ekki getað klárað leikinn, annars væri ekki verið að taka hann af velli. Frábær leikur hjá Davíð. Reynsluboltinn Dofri Snorrason kemur inn á.
95. mín
Hann er skorinn!

Samstuð í teig Víkinga. Bosic, hinn 19 ára gamli framherji, liggur eftir og er vel blóðugur.
94. mín
Gott skot!

Caimacov dansar með boltann í teignum og reynir að skrúfa boltann í fjærhornið en skotið rétt framhjá. Ég veit hreinlega ekki hvort Víkingar eigi eitthvað eftir á tanknum. Guð veri með lungum þeirra og mjólkursýrum.
92. mín
Kári kemst í skallafæri eftir fast leikatriði en notar hendurnar of mikið og er dæmdur réttilega brotlegur.
91. mín
Inn:Michael Pavlovic (Olimpija Ljubljana) Út:Angel Lyaskov (Olimpija Ljubljana)
91. mín
Fyrri hálfleikur framlengingar er hafinn!
90. mín


90. mín
Venjulegum leiktíma er lokið! Tíu Víkingar ná ekki að halda út þrátt fyrir hetjulega frammistöðu. Nú er bara að gera slíkt við sama í 2x15 í framlengingu.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma. Framlengt ef ekkert meira verður skorað í venjulegum leiktíma.
90. mín
Aftur komast heimamenn í ágætt færi en Blagaic getur bara ekki hitt markið. Sem er gott.
88. mín MARK!
Matic Fink (Olimpija Ljubljana)
Stoðsending: Matic Fink
NEI, NEI, NEI!

Þvílík óheppni. Viðstöðulaus fyrirgjöf frá hægri endar í netinu. Ingvar horfir á eftir þessum inn. Breytir aðeins um stefnu á Atla. Þetta er ekki gott.
86. mín
DAUÐAFÆRI!

Bosic nær skalla á markteig, svona meter frá marki en Kári er mættur á línuna og ver með mallanum! Heimamenn viljahendi, víti, en dómarinn sá þetta algjörlega. Hárréttur dómur!
85. mín
Heimamenn heimta víti þegar að boltinn virðist fara í hönd eins Víkingsins en svo var ekki. Dómarinn segir mönnum að halda áfram.
85. mín
Gengur erfiðlega fyrir Víkinga að fá Halldór Jón aftur inn á þar sem það blæðir úr honum. Frekar augljóst að sjá núna fyrir dómarann að hann var sleginn.
83. mín
Halldór Jón er kominn á sprett fram hægri vænginn en er sleginn í andlitið! Ekkert dæmt og það sem meira er stöðvar dómarinn ekki leikinn og heimamenn komast í sókn sem er stöðvuð. Halló, halda fókus, dómari!
81. mín
Mihail Caimacov reynir skot úr aukaspyrnunni hægra megin við teiginn en spyrnan er slök, hátt yfir markið.
80. mín
Eitt mark frá heimamönnum kemur þessum leik í framlengingu þar sem Víkingar verða svo sannarlega í brasi, manni færri. Þetta er nú þegar erfitt en Ljubljana-liðið fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
78. mín
Ehhh, ok! Bosic virðist nú gefa Kára olnbogaskot en Víkingurinn vælir ekkert og því er ekkert dæmt. Sást ekki alveg nógu vel.
77. mín
Enda á milli! Viktor Örlygur kominn í góða stöðu í teig heimamanna eftir að prjóna sig þangað sjálfur en síðasta snertingin svíkur hann fyrir skotið.
77. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Besta færi Olimpjia í leiknum! Radivoj Bosic kemst einn á móti Ingvar en skýtur yfir. Hjúkkett!


74. mín
Bíddu, halló! Allt í einu er Halldór Jón Sigurður sloppinn einn inn fyrir en reynir einhverjar krúsídúllur þegar að varnarmenn heimamanna hlaupa hann uppi og færið rennur út í sandinn. Þetta var nákvæmlega það sem Víkingar voru að leita að! Þetta kom bara eftir langa sendingu Ingvars fram.
74. mín
Varamaðurinn Blagaic með skot fyrir utan en beint á Ingvar.
73. mín
Dino Skender, þjálfari Olimpjia er að fá tremmakast á bekknum. Hann væntanlega skilur ekkert hvað er að gerast og óttast eflaust um starfið ef honum verður hent úr leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar gegn liði frá Íslandi sem var manni færra í 85 mínútur. Hans menn hafa enn þá um 20 mínútur til að redda þessu.
71. mín
Inn:Joaquim Lupeta (Olimpija Ljubljana) Út:Ante Vukusic (Olimpija Ljubljana)
Markahæsti leikmaður síðasta tímabils farinn út af, var ekki í standi til að klára þennan leik. Inn á kemur 27 ára gamall Portúgali sem hefur verið í Ljubljana í tvö ár.
70. mín
Víkingar tapa boltanum illa í sókn sem opnar á endanum færi fyrir Lyaskov vinstra megin í teignum en skot hans er slakt, hátt yfir markið.
68. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
Júdóbragð sem Bjarni Friðriks hefði verið stoltur af. Stoppar skyndisókn. Skynsamlega gert.
66. mín
Heimamenn eru farnir að fækka verulega í vörninni og setja fleiri og fleiri menn fram. Það er alveg veikur séns á einhverri opnun ef Víkingar ná að breika hratt en þeir verða þá að gera það betur en þeir hafa verið að gera.
65. mín
Ljubljana-liðið hefur átt tólf skot að marki en aðeins eitt á markið. Sem betur fer hefur miðið verið illa stillt hjá Drekunum. Víkingar eru með tvö skot á markið. Skotið sem Erlingur átti og var varið beint á Óttar sem skoraði.
63. mín
Þetta er farið að minna á leik með íslenska landsliðinu á móti einhverri stórþjóð. Hetjulegur varnarleikur Víkinga er þeir reyna að halda markinu hreinu en það verður að segjast að það liggur mark í loftinu hjá heimamönnum.
62. mín
Ljubljana-menn reyna mikið af fyrir gjöfum sem Kári og Halldór Smári skalla frá, trekk í trekk.
60. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Og strákurinn sem fékk öll nöfnin í vöggugjöf mætir inn á fyrir Danann. Halldór Jón mjög vinnusamur leikmaður.
60. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
Dauðþreyttur Júlíus Magnússon fer af velli eftir að hlaupa úr sér lifur og lungu.
59. mín
Aftur eru heimamenn byrjaðir að sækja og sækja. Ná fínu skot fyrir utan teig en af varnarmanni og í horn.
58. mín
Inn:Jakov Blagaic (Olimpija Ljubljana) Út:Drazen Bagaric (Olimpija Ljubljana)
Lánsmaður frá Hadjuk Split að koma inn á.
58. mín
Víkingar ná tveggja mínútna sóknarkafla og gefa varnarmönnum sínum smá tækifæri til að anda léttar. Gerist lítið samt.
56. mín
Tvöföld skipting Víkinga í vændum. Viktor Örlygur að koma inn á við annan mann.
53. mín
Nú er þetta bara einstefna að marki Víkinga. Fá aukaspyrnu á pirraðan Júlíus Magnússon sem er ósáttur með hvað hann þarf að verja stórt svæði. Aukaspyrna Vukusic er hátt yfir markið af 25 metra færi.
51. mín
Ræða Dinko Skender, þjálfara heimanna, hefur verið bönnuð börnum. Það er allt annað að sjá Ólympíumnn. Svaka kraftur í byrjun seinni hálfleiks.
49. mín
Gott færi Drekanna!

Mihail Caimacov með Maradona esque einleik framhjá fimm Víkingum og kemst einn á móti Ingvari hægra megin við markið en Ingvar ver. Víkingar sýna þreytumerki strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Tekur á að hlaupa fyrir aukamann í 30 gráðu hita.
46. mín
Þvílík byrjun Víkinga!

Tæp mínúta búinn þegar að boltinn berst inn frá hægri. Óttar kemur skoti að marki en það gengur ekki, fær svo boltann aftur og hamrar á markið en Frelih ver. Vel staðsettur og skotið nokkuð beint á hann en frábær séns fyrir gestina. Vá!
45. mín
Inn:Matic Fink (Olimpija Ljubljana) Út:Jan Andrejasic (Olimpija Ljubljana)
Skipting í hálfleik. Andrejasic var kominn með gult.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar vilja aumt víti uppbótartímanum en fá ekki. Ótrúlegt en satt eru Víkingar marki yfir þrátt fyrir að vera einum færri frá fimmtu mínútu.
45. mín
Uppbótartími verður að minnsta kosti ein mínúta. Ein mínúta.
45. mín
Síðasta mínútan í venjulegum leiktíma. Komið þann tímapunkt sem má segja að slæmt sé að fá á sig mark. Ólíkt öðrum tímapunktum í leiknum, að sjálfsögðu.
42. mín
Halldór Smári lendir í veseni og dettur í teignum í baráttu við Vukusic. Nær samt með einhverju liggjandi karatesparki að koma boltanum í horn.

Skemmtileg útfærsla á horninu hjá heimamönnum. Fastur, millihár bolti út í miðjan teiginn sem Elsnik tekur á lofti en hittir ekki markið.
40. mín Gult spjald: Uros Korun (Olimpija Ljubljana)
Brýtur hressilega á Ágústi og fær réttilega gult spjald. Sýnir dómaranum óvirðingu eftir þetta og er vonandi kominn á appelsínugult.
38. mín
Kári hendir lífi og lim fyrir boltann!

Radivoj Bosic kemst upp að endamörkum hægra megin í baráttu við Atla Barkarson og leggur upp dauðafæri fyrir Ante Vukusic en Kári Árnason gerir það sem hann gerir best og hendir sér fyrir boltann. Að þessu sinni notar hann fermingarbróðurinn til að verjast en hann er fljótur að sjá eftir því. ÚFF!
36. mín
Víkingar ná loksins aftur sókn. Davíð Örn þeysist fram hægri vænginn og nær fyrirgjöf á nærstöngina. Óttar er mættur en skot hans í varnarmann og aftur fyrir endamörk.
34. mín
Drekarnir eru 64 prósent með boltann gegn 34 prósentum Víkings og hafa átt sex skot að marki á móti tveimur Víkinga.


31. mín
Timi Elsnik með aukaspyrnu af 25 metra færi rétt yfir markið. Ingvar var mættur í hornið en spyrnan var góð!
30. mín
Það verður að hrósa dómgæslunni í aðdraganda þessa marks Víkinga. Erlingur Agnarsson fíflaði Jan Andrejasic svo upp úr skónum að hann reyndi að brjóta á Erlingi en það tókst ekki. Dómarinn austurríski beið með að flauta sem gerði Erlingi kleift að komast í skotstöðu. Óttar var svo nákvæmlega akkurat í línu við aftasta varnarmann og það sá línuvörðurinn.
27. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ???!!!

Erlingur Agnarsson með geggjaðan einleik og nær skoti á markið sem að Frelih ver en Óttar Magnús er mættur eins og gammur og setur boltann úr þröngu færi í stöngina og inn. Tíu Víkingar eru komnir yfir!!!
26. mín
Hinn eitraði vinstri kantmaður heimamanna, Angel Lyaskov, kemst í fínt skotfæri eftir laglegan einleik en boltinn langt yfir markið. Þessi gæi er góður!
26. mín
Heimamenn halda bara boltanum og færa hann á milli kanta í von um að teygja á Víkingsliðinu og finna einhverjar opnanir.
24. mín Gult spjald: Jan Andrejasic (Olimpija Ljubljana)
Brýtur á Niko vinstra megin við teiginn (enn eina ferðina). Slær aðeins í Danann og fær gult.
22. mín
Þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri i rúmt korter hafa heimamenn ekkert verið eitthvað stórkostlegir en gleymum því ekki að liðið er nýkomið úr sóttkví og hefur aðeins náð nokkrum æfingum.
19. mín
Víkingar nýta hvert tækifæri til að koma boltanum inn á teig úr föstum leikatriðum ef þau fást á vallarhelmingi heimamanna. Víkingar hafa æft föstu leikatriðin vel fyrir þennan leik og trúa því að þeir geti skorað úr einu slíku.
18. mín
Ágætis færi hjá Radivoj Bosic. Fær fyrirgjöf frá vinstri en skallinn framhjá af markteig.
17. mín
Þessir strákar í Ólympíu gleymdu svo sannarlega ekki að borða matinn sinn og drekka mjólk á uppvaxtarárum sínum. Margir þarna alvöru skrokkar og erfiður viðureignar.
15. mín
Aftur fá Víkingar aukaspyrnu vinstra megin við teig heimamanna. Nú fer spyrnan of nálægt Frelih í markinu og hann kýlir boltann í innkast hinum megin. Ágætis boltar samt hjá Ágústi.
12. mín
Eðli málsins samkvæmt eru Drekarnir meira með boltann. Víkingar ætla að reyna að sækja hratt þegar að þeir fá boltann. Nú liggur Ágúst Eðvald eftir hresst návígi.
10. mín
Víkingar eru nú með fjögurra manna varnarlínu. Davíð Örn - Kári - Halldór Smári - Atli Barkarson. Niko er kominn út vinstra megin og Víkingar komnir í hið viðfræga 4-4-1 manni færri kerfi.
7. mín
Þjálfarateymi Víkinga búið að setja leikinn upp í marga daga. Byrjunin alveg lofandi en allt í vaskinn eftir fimm mínútur. Þetta verða laaaaaaangar 85 mínútur.
6. mín
Stöngin!

Vukusic setur boltann í stöngina úr aukaspyrnunni sem kemur upp úr þessu rauða spjaldi Sölva. Munaði engu að Víkingar væru manni færri og marki undir.
5. mín Rautt spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Jesús minn góður! Sölvi grípur í Drazen Bagaric sem er að sleppa einn í gegn. Þvílík byrjun hjá fyrirliðanum.
5. mín
Víkingar fá aukaspyrnu vinstra megin við markið svona 30 metrum frá marki. Ágúst Eðvald með góðan bolta inn á teiginn og Kári nær skallanum en yfir!
3. mín
Olimpija meira með boltann fyrstu mínúturnar. Þetta lið kann alveg að spila fótbolta og fer nokkuð auðveldlega í gegnum pressu Víkinga í tvígang. Víkingar ná svo fínni sókn en Óttar Magnússon nær ekki að leggja boltann fyrir Ágúst Eðvald sem er í góðri stöðu í teignum.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Heimamenn byrja með boltann.


Fyrir leik
Hér er allt að verða klárt. Drekar gegn Víkingum í glampandi Sól.
Fyrir leik
Liðin mæta út á völlinn í sitthvoru lagi. Fyrst heimamenn og nú Víkingar. Fyrirliðinn Sölvi Geir Ottesen leiðir sína menn út á völlinn.
Fyrir leik
Heimamenn fengu hvorki fleiri né færri en átta nýja leikmenn fyrir þessa leiktíð. Þeir bættu til dæmis við sig miðverðinum Uros Korun, 33 ára, og 22 ára gömlum markverði, Ziga Frelih, sem kom úr króatísku B-deiildinni. Báðir eru í byrjunarliðinu í dag.
Fyrir leik
Víkingar hafa spilað tólf Evrópuleiki í sögu félagsins og tapað þeim öllum. Þeir náðu geggjuðum úrslitum gegn frábæru liði Real Sociedad árið 1983 í Evrópukeppni Meistaraliða með 0-1 tapi heima og 2-3 tapi úti en Sociedad-liðið fór alla leið í undanúrslit keppninnar. Víkingar héldur einnig í við stórlið CSKA Moskvu árið 1992 á heimavelli en töpuðu, 1-0.

Nú verður aðeins spilaður einn leikur þannig að fyrsti sigur Víkings í Evrópukeppni myndi einnig koma liðinu áfram í næstu umferð.
Fyrir leik
Aðeins tveir leikmenn Víkinga voru í hópnum þegar að liðið var síðast í Evrópukeppni árið 2015 en það eru þeir Halldór Smári Sigurðsson og Dofri Snorrason. Dofri byrjaði annan leikinn en Halldór Smári sat á bekknum í báðum leikjum.

Evrópureynslan er þó gríðarlega í þeim Kára og Sölva sem báðir hafa spilað í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Kári hefur verið meiddur undanfarnar vikur og var í raun sparaður fyrir þennan leik sem og Halldór Smári þannig þeir eru ekki í mikið betri leikæfingu en Slóvenarnir sem voru að losna úr sóttkví.
Fyrir leik
Smá sögulegt samhengi. Olimpija Ljubljana var stofnað árið 2005 þegar að félag með sama nafn, í raun sama félagið, fór á hausinn. Það hafði þá verið til frá því 1945. Það var endurstofnað sem NK Bezigrad og fór beint í fimmtu efstu deild. Það vann fimmtu deildina á fyrsta ári og það sama gerðist í fjórðu deild, þriðju deild, annarri deild og fyrstu deild. Það fór upp um fjórar deildir á fjórum árum og hafnaði í fjórða sæti efstu deildar á fyrstu leiktíð sinni aftur á meðal þeirra bestu árið 2010. Það skipti nokkrum sinnum um nafn á leiðinni og endurheimti loks upprunalega nafnið. Slóvenska knattspyrnusambandið lítur á núverandi lið sem sjálfstætt félag en Drekarnir halda fast í sögu gamla félagsins.
Fyrir leik
Það sem vinnur með Víkingum er að leikmenn Drekanna, eins og heimamenn eru kallaðir, eru nýkomnir úr tveggja vikna sóttkví vegna Covid-19 smits. Þeir hafa aðeins náð nokkrum æfingum en veiran skæða hefur komið í veg fyrir að slóvenka úrvalsdeildin fari af stað.
Fyrir leik
Fregnir innan úr herbúðum Víkinga herma að Arnar Gunnlaugsson ætli ekki að spila 5-3-2 og pakka í vörn í dag heldur reyna að sækja og mæta slóvenska liðinu úti á vellinum. Hann sagði við strákana á fundi að liðið ætti ekki séns ef það lægi bara á teig og biði eftir að heimamenn myndu gera árás. Víkingsliðinu hefur gengið bölvanlega að skora á tímabilinu þrátt fyrir að vera mikið með boltann og ekki hefur varnarleikurinn verið neitt sérstakur. Það er ekki uppskrift að árangri en sjáum hvað setur í dag.
Fyrir leik
Talandi um Milan Mandaric þá muna unnendur enska boltans væntanlega eftir þeim mikla meistara sem átti Portsmouth þegar að Hermann Hreiðarsson spilaði þar og varð bikarmeistari. Þessi 81 árs gamli Serbi átti síðar eftir að kaupa Leicester og Sheffield Wednesday en er nú eigandi Olimpija Ljubljana. Vel hefur farið á með Milan og jakkalökkum Víkinga en Mandaric er víst höfðingi heim að sækja.
Fyrir leik
Þriðja sætið var greinilega ekki nóg fyrir Milan Mandaric, eiganda Olimpjia, á síðustu leiktíð og hvað þá að detta út í 16 liða úrlitum bikarsins. Þjálfarinn var látinn fara og tók Króatinn Dino Skender frá Króatíu við. Skender er aðeins 36 ára gamall og stýrði liði á sínu fyrsta og eina tímabili í efstu deild á síðustu leiktíð þegar að hann var við stjórnvölinn hjá Osijek í Króatíu. Áhugaverð ráðning.
Fyrir leik
Þó svo að heimamenn séu ekki stærsta nafnið í bransanum er þetta hörku helvítis lið sem á að vera miklu betra en Víkingsliðið. Það hafnaði í þriðja sæti slóvensku úrvaldeildarinnar í fyrra, öðru sæti þar áður og varð meistari 2018. Liðið varð einnig bikarmeistari 2018 og 2019. Í liðinu eru nokkrir ansi öflugir leikmenn en þeirra bestur er líklega framherjinn Ante Vukusic. Króatinn varð markahæsti leikmaður slóvensku úrvaldeildarinnar á síðustu leiktíð með 26 mörk.
Fyrir leik
Víkingar spila 3-5-2 í dag með Ingvar í markinu, Halldór Smára, Sölva og Kára í vörninni, Davíð og Atla sem vængbakverði, Júlíus, Erlingur og Ágúst Eðvald á miðjunni og þeir Niko og Óttar frammi.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti Evrópuleikur Víkings í fimm ár eða síðan liðið fór einnig til Slóveníu í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Víkingar gerðu flotta ferð og náðu 2-2 jafntefli við liðið Koper á útivelli en höfðu áður tapað, 1-0, á heimavelli og féllu því úr keppni. Koper var ári síðar gert að fara niður í fjórðu deild slóvenska boltans þar sem að liðið náði ekki keppnisleyfi í efstu deild. Það vann sig upp í efstu deild ár fyrir ár og er nýliði núna í slóvensku úrvalsdeildinni þar sem að Ólympíumenn náðu öðru sæti á síðustu leiktíð.
Fyrir leik
Daginn, allan daginn. Klukkan 16.30 að íslenskum tíma verður flautað til leiks í Ljubljana, glæsilegri höfuðborg Slóveníu, þar sem að Víkingar mæta heimamönnum í Ólympíu í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Við fylgjumst með öllu sem gerist.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon (f) ('60)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen ('60)
24. Davíð Örn Atlason ('96)

Varamenn:
8. Viktor Örlygur Andrason ('60)
9. Helgi Guðjónsson ('110)
11. Dofri Snorrason ('96)
11. Adam Ægir Pálsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('60) ('110)
80. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Ágúst Eðvald Hlynsson ('68)
Ingvar Jónsson ('104)

Rauð spjöld:
Sölvi Ottesen ('5)