Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Leiknir R.
5
1
Keflavík
Daníel Finns Matthíasson '28 1-0
Árni Elvar Árnason '32 2-0
Vuk Oskar Dimitrijevic '41 3-0
3-1 Dagur Ingi Valsson '45
Sævar Atli Magnússon '56 4-1
Sævar Atli Magnússon '62 5-1
28.08.2020  -  18:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rignir duglega. Rennandi blautur völlur
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: Því miður áhorfendabann
Maður leiksins: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R)
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Sólon Breki Leifsson ('61)
3. Ósvald Jarl Traustason ('53)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Máni Austmann Hilmarsson ('72)
8. Árni Elvar Árnason ('72)
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson ('72)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
23. Dagur Austmann
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('72)
6. Ernir Bjarnason ('53)
21. Shkelzen Veseli ('72)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('72)
27. Dylan Chiazor

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Sævar Ólafsson
Bjartey Helgadóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið hér á Domusnova! 5-1 Stórsigur Leiknis á toppliði Keflavíkur staðreynd

Þakka fyrir mig í kvöld og góðar stundir. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
90. mín
Klukkan slær 90 á klukkunni hér á Domusnova og 4 mínútur í uppbót.
86. mín
Dagur fer ílla með Sindra Guðmunds og er á leiðinni inn í teiginn en Sindri klippir hann niður rétt fyrir utan teig.

Vuk með hættulegan bolta en Keflvíkingar hreinsa boltann úr hættusvæðinu.
79. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Það er kominn pirringur í Keflvíkinga.

Barátta í teig Leiknis og Gibbs slær til Daða Bærings sýndist mér

Þetta var appelsínugullt sýndist mér.
74. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík)
74. mín
Inn:Tristan Freyr Ingólfsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
72. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
72. mín
Inn:Shkelzen Veseli (Leiknir R.) Út:Máni Austmann Hilmarsson (Leiknir R.)
72. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
68. mín Gult spjald: Andri Fannar Freysson (Keflavík)
67. mín
MÁNI SKORAR EN FLAGGAÐUR RANGSTÆÐUR.

Sævar Atli rennir honum inn á Mána sem kláraði færið mjög vel en var fyrir innan.
66. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
66. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
65. mín
Eysteinn og Siggi Raggi undirbúa tvöfaldaskiptingu hjá Keflvíkingum.
62. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Máni Austmann Hilmarsson
SÆVAR ATLI AFTUR!!!!

Máni rennir honum í skemmtilegt hlaup sem Sævar Atli tekur og Sævar sleppir einn í gegn en varnarmenn Keflavíkur ná að elta hann upp en Sævar fer ílla með þá og setur boltann skemmtilega í fjær hornið.

Game over fyrir Keflvíkinga, ætla fullyrða það.
61. mín
Inn:Ágúst Leó Björnsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
57. mín
BÍDDU HVAÐ GERIST HÉR??

Barátta hér út á kannti á milli Rúnars og Mána sýndist mér sem endar með því að Rúnar leggst ofan á Mána og einhverjir kalla eftir spjöldum hér

En Siggi Þrastar gefur mönnum bara tiltal og áfram með leikinn.
56. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Stoðsending: Sólon Breki Leifsson
MAAAAAAAAARK!!

Sólon Breki fær boltann hægra meginn og rennir boltanum á Sævar Atli sem sleppur einn í gegn og setur boltann framhjá Sindra í markinu í Kefalvík

4-1!!
53. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
Ósvald heldur ekki leik hér áfram í kvöld.
52. mín
KIAN WILLIAMS.

Fær boltann skyndilega inn á teig og á skot en Guy Smit gerir vel og ver í horn.

Ósvald Jarl liggur hér inn á vellinum.
46. mín
VÁÁÁÁ

Rúnar Þór kemur með fyrirgjöfina og Gibbs sýndist mér nálægt því að koma boltanum í netið.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Leiknismenn taka miðjuna og Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks.
45. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Stoðsending: Joey Gibbs
FLAUTUMARK

Aukspyrna úti hægra meginn sem hafnar á nær á Joey Gibbs sem leggur hann skemmtilega afturfyrir sig og þar mætir Dagur og setur boltann á markið og boltinn af Guy og inn

Það er von fyrir Keflvíkinga.
44. mín
Rúnar Þór með hornspyrnu sem er skölluð af Leiknismönnum í aðra hornspyrnu sem verður ekkert úr.
41. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Stoðsending: Daníel Finns Matthíasson
JAAAAAHÉRNA HÉR. LEIKNIR AÐ GANGA Á GÖFLUNUM!!!!!

Danni Finns fær boltann við teig Keflavíkur og rennir honum til hliðar á Vuk sem setur boltann í nær.

Þvlík frammistaða hjá Leiknismönnum!!
39. mín
Einhver darraðadans inn á teig Leiknis og Keflvíkingar vinna hornspyrnu.

Boltinn kemur fyrir á nær en Rúnar Þór sýndist mér nær ekki að setja boltann á markið.
32. mín MARK!
Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
LEIKNISMENN AÐ BÆTA VIÐ!!

Gyrðir kemur með boltann fyrir frá hægri og Sævar Atli er í baráttunni inn á teignum og boltinn hrekkur á Árna Elvar sem chippar yfir Sindra Kristinn í marki Kelfavíkur

Annað virkilega snyrtilegt mark frá Leiknismönnum!!
28. mín MARK!
Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
DANÍEL FINNS TEKUR SPYRNUNA OG SKORAR!!!

Setur hann yfir vegginn og boltinn í netið.

Maður lifandi, þetta var snyrtilegt!!
27. mín
Vuk fær boltann fyrir utan teig og brotið er á honum og Leiknismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Máni, Vuk og Danni Finns standa yfir boltanum.
25. mín
Ósvald Jarl dæmdur brotlegur hér úti hægrameginn og aukspyrna sem Keflavík fær.

Rúnar Þór lyftir boltanum á nærsvæðið en enginn Keflvíkingur var klár í þennan bolta og boltinn afturfyrir.
18. mín
Boltinn kemur fyrir frá vinstri hjá Kelfvíkingum og boltinn berst á Joey Gibbs sem á skalla en boltinn af varnarmanni Leiknis og í horn.

Hornspyrnan kemur fyrir og Keflvíkingar vinna aðra hornsprynu sem ekkert kemur upp úr.
17. mín
JOEY GIBBS

Fær boltann fyrir utan teig og reynir að setja hann í fjær hornið en boltinn framhjá.
15. mín
Máni Austmann!!

Danni Finns fær boltann og brotið er á honum og boltinn berst á Mána sem tekur hann með sér og reynir skot en boltinn rétt framhjá.

Leiknismenn líklegri þessa stundina.
13. mín
VUK!!

Boltinn berst á Sævar Atla og Sævar rennir boltanum á Vuk sem sleppur einn í gegn en setur boltann framhjá

Daaaaaaauðaaafærii
10. mín
Keflavík vinnur aukaspyrnu úti hægra meginn

Rúnar Þór spyrnir boltanum fyrir en Leiknismenn hreinsa boltann í burtu.
9. mín
VUK

Boltinn berst á Vuk fyrir utan teig og á hörku skot en boltinn rétt framhjá

Þetta var alvöru tilraun hjá Vuk.
6. mín
Boltinn berst út til hægri á Sindra Þór og Leiknismenn ná ekki að hreinsa boltann og boltinn hrekkur til Ara Steins inn á teig en skot hans vel framhjá.
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað fyrstu fimm mínúturnar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Vuk startar þetta

Góða skemmtun.
Fyrir leik
JÆJAAAA DÖMUR OG HERRAR!!

Liðin eru að ganga inn á völlin og stutt í að Sigurður Hjörtur flauti til leiks.

Ég spái því að við fáum markaleik hérna á Domusnova í kvöld.
Fyrir leik
10 mínútur í leik
Liðin eru að ganga til búningsklefa og þetta fer að bresta á.

LeiknirTV er aðsjálfsögðu með leikinn í beinni útsendingu á Youtuberás félagsins. Elvar Geir og Ási sjá um að lýsa leiknum. Smelltu hér til að fara í beina útsendingu
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðana.
Fyrir leik
Gaman að fylgjast með
Spennandi verður að fylgjast með Ara Steini Guðmundssyni á vinstri væng Keflvíkinga í kvöld. Ari sem vermdi tréverkið framan af á tímabilinu hefur heldur betur komið inn með hvelli í lið Keflavíkur eftir að hafa fengið tækifæri við brotthvarf Adams Ægis Pálssonar. Þrjú mörk í síðustu þremur leikjum og tvær stoðsendingar að auki er tölfræði sem flestir yrðu stoltir af.
Fyrir leik
Áframhaldandi áhorfendabann
Því miður er enn áhorfendabann í gangi í íslenska boltanum vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis breytist það ekki alveg á næstunni, útlit er fyrir að leikið verði til áhorfenda til 10. september að minnsta kosti.
Fyrir leik
MARKAHÆSTIR

Vuk Oskar Dimitrijevic er markahæstur Leiknismanna með átta mörk í 11.leikjum.

Josep Arthur Gibbs er markahæstur Keflvíkinga og einnig markahæsti leikmaður deildarinnar með fjórtán mörk í 11 leikjum en Gibbs hefur verið magnaður í liði Keflvíkur það sem af er tímabili.
Fyrir leik
SÍÐASTI LEIKUR ÞESSARA LIÐA
Liðin mættust á Nettóvellinum í Keflavík, þann 3.júlí og endaði sá leikur með 2-1 sigri Leiknis.

Máni Austmann og Daníel Finns skoruðu mörk Leiknis í leiknum og Ígnacio Heras Anglada mark Keflavíkur.
Fyrir leik
STAÐAN Í DEILDINNI
Leiknismenn sitja fyrir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 20.stig. En liðið hefur aðeins náð einu stigi úr síðustu þremur og verður liðið helst að fá eitthvað út úr þessum leik ætli Leiknismenn sér að blanda sér aftur í baráttuna um að komast upp meðal þeirra bestu.

Keflvíkingar sitja á toppi deildarinnar með 24.stig. Liðið hefur unnið 7, gert þrjú jafntefli og tapað aðeins einum.
Fyrir leik
RISALEIKUR FRAMUNDAN Á DOMUSNOVA

Gott og gleðilegt kvöld. Verið hjartanlega velkomin með okkur á Domusnovavöllinn í Breiðholti, hér framundan er toppslagur Leiknis og Keflavíkur í Lengjudeild karla.

Sigurður Hjörtur Þrastarson flautar til leiks klukkan 18:00. Honum til aðstoðar verða þeir Eysteinn Hrafnkelsson og Magnús Garðarsson. Varadómari í dag er Þórður Már Gylfason.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson ('74)
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('66)
10. Dagur Ingi Valsson ('66)
10. Kian Williams ('74)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson ('66)
10. Kristófer Páll Viðarsson
11. Helgi Þór Jónsson ('66)
15. Tristan Freyr Ingólfsson ('74)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('74)
38. Jóhann Þór Arnarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Andri Fannar Freysson ('68)
Joey Gibbs ('79)

Rauð spjöld: