Þórsvöllur
föstudagur 28. ágúst 2020  kl. 17:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Logn, hálfskýjað og 16°C. Byrjaði að rigna í hálfleik.
Dómari: Sveinn Arnarsson
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Þór/KA 0 - 2 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('69)
0-2 Elín Metta Jensen ('90)
Myndir: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
0. Jakobína Hjörvarsdóttir ('64)
3. Madeline Rose Gotta
4. Berglind Baldursdóttir
6. Karen María Sigurgeirsdóttir ('83)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir
17. María Catharina Ólafsd. Gros
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
7. Margrét Árnadóttir ('83)
9. Saga Líf Sigurðardóttir ('64)
16. Gabriela Guillen Alvarez
27. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Liðstjórn:
Perry John James Mclachlan
Anna Catharina Gros
Bojana Besic
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
94. mín Leik lokið!
Tvö mörk frá Mettu tryggja Val þrjú stig í dag.
Eyða Breyta
92. mín Mist Edvardsdóttir (Valur) Elín Metta Jensen (Valur)

Eyða Breyta
91. mín
Hulda Ósk með fyrirgjöf sem Arna skallar yfir, hörku færi.
Eyða Breyta
91. mín
Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
90. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
Ásdís gerir mjög vel og þræðir boltann í gegn á Mettu sem leggur boltann framhjá Lauren í marki Þór/KA.
Eyða Breyta
89. mín
Boltinn í átt að Örnu Sif sem skallar framhjá, erfið staða.
Eyða Breyta
88. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu við miðlínu. Brotið á Maddy.
Eyða Breyta
85. mín
Ásdís með skot framhjá.

Andri Hjörvar sendir Örnu Sif framar á völlinn til að valda usla.
Eyða Breyta
84. mín
Þór/KA virðist fara í 4-2-2-2 með Huldu og Margréti saman fremstar.
Eyða Breyta
83. mín Margrét Árnadóttir (Þór/KA) Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
78. mín
Þór/KA fær horn.

Sandra grípur þetta, sannfærandi aðgerð.
Eyða Breyta
74. mín
Hulda Björg liggur eftir.
Eyða Breyta
72. mín
Lauren mætir út á móti stungusendingu en nær ekki að handsama knöttinn en hættan varð engin.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Mark upp úr hornspyrnunni. Elín er fyrir framan Lauren í markinu þegar boltinn frá Hallberu kemur. Finnst eins og Lauren komist aðeins í boltann, fer af Mettu og þaðan í netið.
Eyða Breyta
68. mín
Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
65. mín Diljá Ýr Zomers (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)

Eyða Breyta
64. mín Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)

Eyða Breyta
63. mín
Ekkert kom upp úr hornspyrnu Vals og Þór/KA er núna með boltann.
Eyða Breyta
61. mín
Mikill darraðadans inn á teig Þór/KA. Endar með því að Valur fær aðra hornspyrnu. Þarna var eilítil lukka með heimakonum. Jakobína liggur eftir í teignum.
Eyða Breyta
60. mín
Hlín vinnur hornspyrnu fyrir Val.
Eyða Breyta
58. mín Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur) Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur)

Eyða Breyta
55. mín
Hulda Ósk gerir mjög vel úti hægra megin en er loks stöðvuð af þriðja varnarmanni.
Eyða Breyta
54. mín
Hulda Ósk með lagleg tilþrif inn á miðjunni og reynir að finna KMS í gegn en Sandra mætir út á móti.
Eyða Breyta
54. mín
Hættuleg fyrirgjöf sem Lauren misreiknar aðeins en boltinn rúllar afturfyrir.
Eyða Breyta
50. mín
Hulda dæmd brotleg gegn Örnu á sprettinun. Sýndist þetta réttur dómur.
Eyða Breyta
49. mín
Rólegar upphafsmínútur.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Þór/KA byrjar með boltann og sýnist liðin vera óbreytt.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hætt að rigna, alveg logn, sólin skín og glittir í regnboga.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er bryjað að rigna og smá gola miðað við fána við völlinn.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Sveinn flautar til hálfleiks, markalaust á Þórsvelli.
Eyða Breyta
42. mín
Hallbera dettur um boltann, athyglisvert atriði.
Eyða Breyta
37. mín
Valur í langri sókn en Þór/KA verst vel.
Eyða Breyta
30. mín
Hallbera með algjörlega mislukkaða aukaspyrnu framhjá marki Þór/KA. Langt í frá nálægt því að vera hættuleg spyrna.
Eyða Breyta
29. mín
Hlín fellur við vítateig Þór/KA og Sveinn dæmir brot. Þrjú brot núna á rúmlega mínútu kafla.
Eyða Breyta
28. mín
Hallbera með aukaspyrnuna inn á teiginn, Bergdís teygir sig í boltann og Lauren handsamar hann auðveldlega í kjölfarið.
Eyða Breyta
27. mín
Valur fær fyrstu aukaspyrnu leiksins.
Eyða Breyta
26. mín
Hallbera með frábæra fyrirgjöf sem Bergdís, sem skipti um kant við Hlín, skallar yfir á fjærstönginni.
Eyða Breyta
25. mín
Arna nær ekki til boltans eftir hornspyrnu Hallberu og boltinn í innkast hinu megin.
Eyða Breyta
24. mín
Dóra með fyrirgjöf sem Arna hreinsar afturfyrir.
Eyða Breyta
23. mín
Hulda Ósk nálægt því að fá boltann í gegn en Sandra vel vakandi og mætir út á móti.
Eyða Breyta
22. mín
Þeir sem mega vera í stúkunni fyrir hönd Þór/KA styðja liðið sitt. Ein tromma og aðrir kalla 'Þór/KA'
Eyða Breyta
22. mín
Elín Metta með skot fyrir utan teig en beint á Lauren.
Eyða Breyta
21. mín
Lauren blakar boltanum frá marki, góð hornspyrna frá Hallberu. Þór/KA hreinsar.
Eyða Breyta
20. mín
Hlín með fyrirgjöf í Heiðu og Hallbera gerir sig klára í hornspyrnu.
Eyða Breyta
18. mín
Þokkalega þung sókn núna frá Val sem endar með því að Bergdís nær ekki að koma nægilegri snertingu á boltann og Þór/KA getur andað léttar.
Eyða Breyta
16. mín
María með sendingu inn á Huldu sem á fínasta skot sem fer þó framhjá fjærstönginni.
Eyða Breyta
15. mín
Berglind með boltann úr djúpinu inn á teig, sýndist það allavega vera Berglind. Hulda Ósk sleppur í gegn en Arna nær að trufla hana aðeins og vildi Þór/KA fá brot þar. Hulda nær að komast í skotstöðu en Sandra ver skotið.
Eyða Breyta
12. mín
Hulda Ósk kemst í boltann inn á vítateig Vals og á fyrirgjöf/skot sem Sandra grípur.
Eyða Breyta
11. mín
Arna Sif með skalla framhjá eftir hornspyrnu Jakó.
Eyða Breyta
10. mín
Fínn sprettur hjá Huldu Ósk og Þór/KA fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
9. mín
Hlín skallar framhjá eftir horn frá Dóru.
Eyða Breyta
9. mín
Hlín með fyrirgjöf á fjær og boltinn fer af Huldu Karen og afturfyrir. Sólin er byrjuð að skína og Valur fær horn.
Eyða Breyta
8. mín
Mikill atgangur inn á teig Þór/KA og boltinn rennur framhjá fjærstönginni, þetta var nálægt því að verða opnunarmark leiksins!
Eyða Breyta
7. mín
Hlín með fyrirgjöf í Jakó og Valur fær horn.
Eyða Breyta
6. mín
Uppstillingar liðanna:

Þór/KA
Lauren
Hulda K - Hulda B - Arna - Jakobína
Berglind - Heiða
María - Maddy - Karen
Hulda Ó

Valur
Sandra
Elísa - Guðný - Arna - Hallbera
Gunný - Málfríður
Dóra
Hlín - Elín - Bergdís
Eyða Breyta
4. mín
Bergdís með tilraun sem fer yfir markið. Þurfti að teygja sig í boltann inn á teignum og boltinn ofan á þaknetið. Sendingin inn á teiginn kom frá hægri vængnum.
Eyða Breyta
3. mín
Arna skallar spyrnu Hallberu í burtu og Þór/KA hreinsar.
Eyða Breyta
3. mín
Valur vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Valur byrjar með boltann og sækir í átt að Glerá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, Þór/KA kemir fyrst og svo Valur. Þór/KA leikur í svörtu og Valur í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarar

Svein Arnarsson er dómari leiksins. Honum til aðstoðar eru þeir Patrik Freyr Guðmundsson og Aðalsteinn Tryggvason. Eðvarð Eðvarsson er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Maggi Siguróla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tveir leikmenn eru í sóttkví hjá Val og eru því ekki með í dag. Það eru þær Ída Marín Hermannsdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Korter í leik. Það er þetta klassíska logn í Þorpinu og hálfskýjað. 16°C svo það sé tekið fram.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA, gerir eina breytingu á byrjunarliðinu frá 1-0 tapinu gegn ÍBV. Berglind Baldursdóttir byrjar og Margrét Árnadóttir tekur sér sæti á bekknum. Annan leikinn í rauð er Lauren Amie Allen í marki Þór/KA. Harpa Jóhannsdóttir, sem hafði mark Þór/KA í fyrstu níu umferðunum, er á varamannabekknum.

Pétur Pétursson og Eiður Ben Eiríksson, þjálfarar Vals, gera tvær breytingar frá 3-1 sigrinum á Þrótti. Þær Dóra María Lárusdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir byrja í stað þeirra Ásdísar og Ásgerðar sem taka sér sæti á bekknum. Þá kemur Mist Edvarsdóttir inn á varamannabekkinn fyrir Málfríði Ernu Sigurðardóttur sem er ekki í hóp í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Markahæstar:
Hjá Val er Elín Metta markahæst með tíu mörk, tveimur færri en Berglind Björg hjá Breiðabliki. Hlín Eiríksdóttir er næstmarkahæst í deildinni með átta mörk.

Margrét Árnadóttir er markahæst hjá Þór/KA með fjögur mörk og þær Karen María Sigurgeirsdóttir og María Catharina Ólafsd. Gros hafa skorað þrjú mörk hvor.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Síðasti leikur:
Þór/KA tapaði gegn ÍBV á útivelli síðasta sunnudag en Valur vann Þrótt R., 3-1, á heimavelli á mánudag. Þær Elín Metta Jensen, Hlín Eiríksdóttir og Arna Eiríksdóttir skoruðu mörk Vals.

Fyrri leikur liðanna í sumar endað með 6-0 stórsigri Vals í júní.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Staðan í deildinni:
Valur er í eltingaleik við Breiðablik á toppi deildarinnar. Breiðablik var með fimm stiga forskot á Val fyrir síðustu umferð en Blikar misstigu sig í fyrsta sinn í sumar og Valur er nú einungis tveimur stigum á eftir toppliðinu.

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals hafa unnið þrjá síðustu leiki á meðan Þór/KA hefur fengið eitt stig af síðustu níu mögulegum. Þór/KA situr í sjötta sæti deildarinnar, fimmtán stigum frá Val og bæði lið hafa leikið tíu leiki.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Veriði margblessaðir, sælir og velkomnir lesendur góðir í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Vals í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og fer fram fyrir luktum dyrum á Þórsvelli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
10. Elín Metta Jensen ('92)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('58)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('65)

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('92)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('58)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
34. Hildur Björk Búadóttir
77. Diljá Ýr Zomers ('65)

Liðstjórn:
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Kjartan Sturluson
Katla Tryggvadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: