Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Ísland U21
1
0
Svíþjóð U21
Viktor Gyökeres '61
Sveinn Aron Guðjohnsen '65 1-0
04.09.2020  -  16:30
Víkingsvöllur
U21 - EM 2021
Aðstæður: 10 gráður og heiðskírt
Dómari: Pavel Orel (Tékkland)
Maður leiksins: Alex Þór Hauksson
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
6. Alex Þór Hauksson ('93)
7. Ísak Bergmann Jóhannesson ('95)
9. Stefán Teitur Þórðarson
15. Valdimar Þór Ingimundarson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('69)
18. Willum Þór Willumsson

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
4. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Jónatan Ingi Jónsson
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('69)
11. Stefán Árni Geirsson
21. Þórir Jóhann Helgason ('93)
21. Valgeir Lunddal Friðriksson ('95)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)

Gul spjöld:
Valdimar Þór Ingimundarson ('54)
Alex Þór Hauksson ('62)
Willum Þór Willumsson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HANN FLAUTAR ÞETTA AF!

Frábær sigur hjá Íslandi gegn Svíum. Glæsilegt!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
95. mín
Inn:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland U21) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland U21)
Mjög flottur leikur hjá Ísaki. Valgeir kemur inn með hæð.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
94. mín
Flauta þetta af dómari!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
94. mín
Íslendingarnir henda sér fyrir þetta.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
94. mín
Svíar eiga hornspyrnu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
93. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland U21) Út:Alex Þór Hauksson (Ísland U21)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
93. mín
Krampi
Alex Þór, sem er búinn að vera frábær í dag, kominn með krampa. Búinn að hlaupa mikið í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
92. mín
Það kom ekkert úr þessari aukaspyrnu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
92. mín
Svíþjóð á aukaspyrnu og Dahlberg er mættur fram.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
89. mín
Koma strákar, klára þetta!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
89. mín
Glæsilegt markvarsla PATRIK!
Karlsson með flotta fyrirgjöf og Ingelsson á skalla sem Patrik ver frábærlega. Þarna Patrik!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
88. mín
Tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
86. mín
Inn:Svante Ingelsson (Svíþjóð U21) Út:Felix Beijmo (Svíþjóð U21)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
85. mín
Munaði litlu
Flott skyndisókn hjá Íslandi. Brynjólfur kemur honum á Alfons sem setur hann niður með jörðinni inn í teig. Willum er að koma á fjær en Dahlberg er á undan honum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
81. mín Gult spjald: Willum Þór Willumsson (Ísland U21)
Fyrir að potanum boltanum í burtu þegar Svíar áttu aukaspyrnu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
80. mín
Lítur vel út
Það eru tíu mínútur, Íslendingar einu marki yfir og einum manni fleiri. Þetta lítur ansi vel út en núna þurfum við að halda einbeitingu og landa þessum sigri.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Alex Þór er áfram inn á vellinum. Hann hefur ekki alveg sagt sitt síðasta þrátt fyrir að hafa orðið fyrir hnjaski áðan.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
75. mín
Inn:Pontus Almqvist (Svíþjóð U21) Út:Benjamin Nygren (Svíþjóð U21)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
75. mín
Inn:August Erlingmark (Svíþjóð U21) Út:John Björkengren (Svíþjóð U21)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
70. mín
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
70. mín
Bræðurnir Brynjólfur og Willum núna saman inn á vellinum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
70. mín
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Sveinn Aron og Alex á leiðinni út af.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín
Karlsson með skot langt utan af velli sem Patrik grípur örugglega.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
66. mín
Sveinn Aron fær aðhlynningu eftir markið. Hann lenti illa. En hann mun halda áfram.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Stoðsending: Ísak Bergmann Jóhannesson
Í ÞEIM TÖLUÐU ORÐUM!!!

Sveinn Aron skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá Ísaki Bergmanni. Frábær skalli hjá Sveini Aroni!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
65. mín
Núna fær Ísland 25 mínútur plús uppbótartíma manni fleiri. Það ætti að vera nægilega mikill tími til að vinna þennan leik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Ísland U21)
Alex fær gult fyrir sinn þátt í þessu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
61. mín Rautt spjald: Viktor Gyökeres (Svíþjóð U21)
ÞAÐ ER RAUTT!

Á í mikill baráttu við Alex Þór en gefur svo fyrirliða Stjörnunnar olnbogaskot. Þetta er hárréttur dómur. Í sturtu með manninn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
55. mín
Dahlberg fær aðhlynningu eftir tæklinguna frá Valdimari. Fylkismaðurinn var bara að reyna við boltann þarna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
54. mín Gult spjald: Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U21)
Renndi sér í markvörðinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
53. mín
Góð sókn hjá Íslandi
Flott sókn hjá Íslandi og Sveinn Aron á fyrirgjöf fyrir markið sem Ísak nær því miður ekki að setja fótinn í. Svíinn var á undan.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
46. mín
Hættulegt!
Svíar byrja á þetta með einum löngum bolta yfir vörnina. Karlsson nær til boltans en setur hann yfir markið. Þetta var hættulegt.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
46. mín
Leikur hafinn
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.

Svíar fengu langbesta færi snemma leiks þegar Irandust þrumaði boltanum í stöngina. Aðrar 45 mínútur framundan.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
40. mín
Það vantar eitt mark í þennan leik. Okkar menn ekki að gefa Svíunum neitt eftir síðustu mínúturnar en ekki nein opin færi komið til þessa. Við höfum ekki enn reynt á Dahlberg í markinu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
27. mín
Svíar vilja fá víti en ekkert dæmt. Þetta hefði verið ansi 'soft'.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
26. mín
Stefán Teitur tók núna stutt innkast, fékk boltann aftur og reyndi fyrirgjöf. Hann má bara kasta þessu langt, held að það virki betur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
24. mín
Skemmtileg tilraun
Willum reynir hér skot næstum því við miðlínuna en hún fer yfir markið. Ekki rosalegt hátt yfir, en samt yfir. Skemmtileg tilraun, hann má eiga það!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
22. mín
Hætta við mark Íslands
Góð sókn hjá Svíum sem endar með því að Jesper Karlsson á nokkurs konar klipputilraun. Hann nær hins vegar ekki miklum krafti í hana boltinn endar að lokum hjá Patrik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
19. mín
Langa innkastið
Gaman að sjá að U21 landsliðið er að vinna með sömu uppskrift og A-landsliðið þegar kemur að innköstum. Stefán Teitur sér um að kasta langt. Vantar kannski eins og einn Kára Árna inn á teiginn til að flikka þessu áfram.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
16. mín
Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið að ná í þrjú stig hér í dag. Sigur og við erum í baráttunni um efstu tvö sætin.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
14. mín
Ísland fær hér nokkrar hornspyrnur í röð.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
14. mín
Ísland ógnar
Ísak Bergmann með hornspyrnu og boltinn berst út á Alex Þór sem á fast skot en það fer því miður beint í varnarmann.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
12. mín
ÚFFFF
Svíar með skot í stöngina eftir góða sókn. Gyökeres er á undan í boltann og kemur honum út í teiginn á Irdandust sem á þéttingsfast skot í stöngina. Þarna skall hurð nærri hælum!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
11. mín
Það eru tveir leikmenn í liðinu í dag sem munu fara til móts við A-landsliðið eftir þennan leik. Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
9. mín
Rólegt
Þetta fer rólega af stað þessar fyrstu mínútur. Við þurfum að vera rólegri og yfirvegaðari á boltanum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
5. mín
Nýir búningar
Ísland að spila í nýju Puma búningunum. Kemur virkilega flott út.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Ísland átti upphafssparkið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fyrir leikinn er Ísland í þriðja sæti riðilsins með níu stig eftir fimm leiki. Svíþjóð er í fjórða sæti með sex stig eftir fjóra leiki.

Þegar þessi lið mættust út í Svíþjóð í október í fyrra vann Svíþjóð 5-0. Vonandi vegnar íslenska liðinu betur í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völlinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Þeir Hákon Rafn Valdimarsson og Valgeir Valgeirsson eru utan hóps í dag.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Arnar Þór Viðarsson þjálfari U-21 landsliðsins var mikið gangrýndur fyrir valið á hópnum en hann hafði þetta að segja um málið..

"Mér finnst vera mjög jákvætt hvað við eigum marga efnilega leikmenn. Þeir eru oft á svipuðum stað í sinni þróun. Það eru margir mögulegir leikmenn sem við getum valið úr og það er okkar að búa til ákveðið plan og leið upp í A-landsliðið. Maður hefur fylgst með ansi mörgum leikjum og við gætum alveg valið þrjá U21 landsliðshópa sem við værum tilbúnir að vinna með. Það er skemmtilegt sem þjálfari."

"Menn mega samt hafa sínar skoðanir og heimurinn væri leiðinlegri ef allir væru sammála mér"
Arnar Laufdal Arnarsson
Fyrir leik
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson er nýliði í hópnum en hann hefur slegið í gegn með Norrköping í Svíþjóð.

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, Róbert Orri Þorkelsson, varnarmaður úr Breiðabliki og vinstri bakvörðurinn Rúnar Þór Sigurgeirsson úr Keflavík eru einnig nýliðar í hópnum.

Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason þurftu að draga sig úr hóp vegna meiðsla en Valgeir Valgeirsson og Valgeir Lundal koma inn í stað þeirra... þannig upprunarlega voru 4 nýliðar í hópnum en í dag verða 6 nýliðar vegna komu Valgeirs og Valgeirs
Arnar Laufdal Arnarsson
Fyrir leik
Góðan daginn kæra fólk og verið hjartanlega velkomin að viðtækjunum í þráðbeina textalýsingu frá Víkingsvelli (Heimavelli Hamingjunnar) þegar íslenska U-21 landsliðið fær sænska U-21 landsliðið í heimsókn! Þessi leikur er í undankeppni fyrir EM U-21
Arnar Laufdal Arnarsson
Byrjunarlið:
1. Pontus Dahlberg (m)
2. Felix Beijmo ('86)
3. Gustav Henriksson
4. Thomas Isherwood
5. John Björkengren ('75)
8. Daleho Irandust
9. Jesper Karlsson
10. Viktor Gyökeres
11. Benjamin Nygren ('75)
15. Eric Kahl
17. Adam Hellborg

Varamenn:
12. Tim Rönning (m)
6. Svante Ingelsson ('86)
7. August Erlingmark ('75)
13. Leo Bengtsson
14. Hjalmar Ekdal
16. Alexander Jallow
18. Bilal Hussein
19. Patrik Walemark
20. Pontus Almqvist ('75)

Liðsstjórn:
Roland Nilsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Viktor Gyökeres ('61)