Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
Þór/KA
0
7
Breiðablik
Hulda Karen Ingvarsdóttir '2 , sjálfsmark 0-1
0-2 Agla María Albertsdóttir '19 , víti
0-3 Agla María Albertsdóttir '40
0-4 Sveindís Jane Jónsdóttir '41
0-5 Rakel Hönnudóttir '50
0-6 Alexandra Jóhannsdóttir '58
0-7 Sveindís Jane Jónsdóttir '61
13.09.2020  -  14:00
Þórsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínar. Smá sól, 8 stiga hiti og nánast logn
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Maður leiksins: Sveindís Jane Jónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
Saga Líf Sigurðardóttir ('73)
4. Berglind Baldursdóttir ('62)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir ('62)
19. Georgia Stevens
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('73)
22. Hulda Karen Ingvarsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Lauren Amie Allen (m)
3. Madeline Rose Gotta ('73)
16. Jakobína Hjörvarsdóttir
16. Gabriela Guillen Alvarez ('73)
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('62)

Liðsstjórn:
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Perry John James Mclachlan (Þ)
Bojana Besic
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir

Gul spjöld:
Berglind Baldursdóttir ('27)
Heiða Ragney Viðarsdóttir ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið hér á Þórsvellinum með mjög öruggum sigri gestanna.
92. mín
Það verður ekkert úr spyrnunni sem Saga Líf tekur.
92. mín
Georgia gerir vel í sóknarleik Þór/KA og uppsker horn.
90. mín
Þrjár í uppbótartíma.

Botninn alveg dottinn úr þessum leik.
88. mín
Andrea Rán með bjartsýnisskot fyrir utan teig en það er langt yfir markið.
86. mín
Breiðablik búið með sínar skiptingar í dag.
86. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Þóra Hákonardóttir (Breiðablik)
86. mín
Inn:Ragna Björg Einarsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
85. mín
Þá reynir Karen María skot fyrir utan teig sem Sonný grípur.
84. mín
Madeline reynir fyrirgjöf sem endar í höndunum á Sonný í markinu.
79. mín
Karen María með fínan sprett fyrir Þór/KA inn á teig Breiðabliks en nær ekki skoti að markinu.
78. mín
Það hefur róast yfir þessa eftir sjöunda mark Breiðabliks.
75. mín
Hulda Björg þarf aðhlynningu eftir daðraðadans inn í teig Þór/KA.

Hún getur svo haldið leik áfram.
74. mín
Inn:Vigdís Edda Friðriksdóttir (Breiðablik) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
74. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Breiðablik) Út:Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Besti leikmaður vallarins búinn að ljúka leik. Þvílíkt dagsverk!
73. mín
Inn:Madeline Rose Gotta (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
73. mín
Inn:Gabriela Guillen Alvarez (Þór/KA) Út:Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
72. mín
Þór/KA búnar með fjórar skiptingar.
71. mín
Hér mátti engu muna að Breiðablik bætu einu við í viðbót. Sveindís með fyrirgjöf á Alexöndru sem nær skotið á markið af stuttu færi. Hulda nær hins vegar að verja.
65. mín
Breiðablik fær hornspyrnu. Enn einu sinni var Sveindís að keyra upp hægra meginn og Hulda Björg bjargar í horn áður en fer illa.

Arna Sif skallar svo hornið í burtu.
64. mín
Staðan er orðinn sú sama og þegar leik lauk síðast þegar liðin mætust.
64. mín
Tvöföld skipting hjá heimakonum.
62. mín
Inn:Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
62. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Berglind Baldursdóttir (Þór/KA)
61. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Þór/KA voru í ágætri stöðu hinum meginn en á núll einni er Breiðablik komið hinum meginn á völlinn. Sveindís sem er bókstaflega óstöðvandi fer framhjá báðum miðvörðum Þór/KA og setur boltann snyrtilega í fjærhornið.
60. mín
Þór/KA hefur enginn svör við leik Breiðabliks. Þær hafa varla farið yfir miðjuna í seinni hálfleik.
58. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís keyrir upp að endamörkum og á flotta fyrirgjöf á kollinn á Alexöndru sem fær góðan tíma til að athafna sig og skallar boltann laglega í kollinn. Varnarmenn mjög fjarri því að vera að dekka hana.
55. mín Gult spjald: Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Ljót tækling á Karólínu sem þarf aðhlynningu. Breiðablik fær aukaspyrnu á STÓRHÆTTULEGUM stað rétt fyrir utan teig.

Karólína tekur skot en þetta er auðveldur æfingarbolti fyrir Hörpu í markinu.
54. mín
Agla María sýnir gæði sín enn og aftur. Fer auðveldlega framhjá tveimur varnarmönnum og á svo skot rétt framhjá markinu.
52. mín
Þór/KA fær aukaspyrnu úti hægra meginn við vítateig sem Saga Líf tekur en boltinn er skallaður í burtu.
50. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
0-5!!

Þetta er alltof alltof alltof auðvelt. Fín sókn hjá Breiðablik. Boltinn berst út á Rakel Hönnu sem áður spilaði með Þór/KA og hún á frábært skot fyrir utan teig upp í hornið vinstra meginn. Harpa taldi þetta líklega óverjandi eða að boltinn væri á leið framhjá því hún lét ekki einu sinni reyna á það að verja þetta.
47. mín
Góðar fréttir fyrir Breiðablik og landsliðið að nýja landsliðskonan getur haldið leik áfram.
46. mín
Hulda Björg tæklar Sveindísi sem þarf aðhlynningu.
45. mín
Leikurinn farinn af stað aftur. Gestirnir hefja leik.

Heimakonur þurfa kraftaverk og rúmlega það í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Þórsvellinum.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
44. mín
Breiðablik alltof stór biti fyrir heimakonur. Síðasti leikur endaði 7-0 og með þessu áframhaldi fáum við annan slíkan sigur. Varnalína Þór/KA ræður nákvæmlega ekkert við gæðin í sóknarleik Breiðabliks.
41. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Þetta er svo fljótt að gerast! Karen María á mjög slæma sendingu sem endar hjá Öglu María. Agla stingur boltanum inn fyrir á Svendísi sem setur boltann snyrtilega framhjá Hörpu í markinu. Auðveldari verða held ég mörkin ekki.
40. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
AGLA MARÍA ALBERTSDÓTTIR TAKK FYRIR! Þetta var gjörsamlega geggjað. Keyrir upp frá nánast miðju. Fer framhjá Huldu Björg og neglir boltanum upp í vinkillinn fyrir utan teig.
39. mín
Sveindís fer framhjá Huldu Björg sem hefur verið í töluverðu brasi með hana og síðan framhjá Sögu Líf og nær skoti að marki. Það er þó laust og Harpa á auðvelt með ná boltanum.
37. mín
Boltinn berst á kollinn á Rakel sem nær skalla að marki, óvölduð inn í teig. Boltinn endar þó í höndunum á Hörpu í markinu.
37. mín
Breiðablik fær horn sem Karólína ætlar að taka. Hafa ekki borið árángur hinum meginn frá.
34. mín
Nýi leikmaður Þór/KA Georgia nær skoti á mark Breiðabliks eftir að Kristín Dís rennur í grasinu. Sonný gerir vel í markinu.
31. mín
Inn:Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
Hafrún virðist hafa meitt sig og þarf aðhlynningu. Skipting í kjölfarið. Ekki gott fyrir Hafrúnu sem setist niður í grasið með engan í kringum sig.
29. mín
Leikurinn fer mest megnis fram á vallarhelming Þór/KA. Það mæðir mikið á varnarlínunni.
27. mín Gult spjald: Berglind Baldursdóttir (Þór/KA)
Brýtur á Rakel Hönnudóttir
23. mín
Meira jafnræði inn á vellinum eftir seinna markið. Þór/KA nær þó ekki að ógna marki gestanna að neinu ráði.
19. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stöngin inn!

Staðan orðinn 0-2 fyrir gestina og brekkan orðinn ansi brött fyrir heimakonur.
18. mín
Heiða brýtur á Sveindísi innan teig og Breiðablik fær víti!!

Ég held allavega að þetta hafi verið Heiða, sel það samt ekki dýrara en ég keypti það en staðreyndin er allavega sú að Þór/KA ræður ekkert við Sveindísi.

Búinn að fá það staðfest að það var fyrirliðinn Arna Sif sem braut á Sveindísi fyrir vítið.
15. mín
Þór/KA fær tvær hornspyrnur í röð. Önnur hornspyrnan endar á kollinum á Örnu Sif sem nær skalla að marki en það er bjargað á marklínu. Þór/KA fær aðra hornspyrnu í kjölfarið og aftur verður bras í teignum hjá Breiðablik. Boltinn aftur fyrir og Þór/KA fær sýna fjórðu hornspyrnu í röð en ná ekki að gera sér mat úr henni.

Þarna fékk Þór/KA ágætis andrými eftir mikla pressu frá Breiðablik í upphafi leiks.
11. mín
Aftur er spyrnan afskaplega döpur og fer ekki yfir fyrsta varnarmann. Þór/KA hreinsar. Copy/paste af fyrra horninu.
10. mín
Sveindís reynir skot sem Arna Sif skallar aftur fyrir. Breiðablik fær sýna aðra hornspyrnu í leiknum.
8. mín
Mikill hætta í teig heimakvenna eftir langt innkast frá Sveindís. Bjarga alveg við marklínu í þrígang og enda svo á að setja hann aftur fyrir. Breiðablik fær hornspyrnu sem Agla María tekur. Spyrnan er léleg og fer ekki yfir fyrsta mann. Þór/KA hreinsar.
5. mín
Þór/KA gerði ágætlega fyrstu tvær mínúturnar í að fara hátt á völlinn og ógna marki Breiðabliks. Það þurfti samt ekki nema eina sókn og fyrsta skot leiksins til að gestirnir kæmust yfir. Eftir markið hefur Breiðablik haldið alveg í boltann og Þór/KA situr mjög aftarlega.
2. mín SJÁLFSMARK!
Hulda Karen Ingvarsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Gestirnir eru komnir yfir eftir aðeins tvær mínútur. Sveindís fer auðveldlega framhjá Huldu Björg í vörn Þór/KA og keyrir upp á ógnarhraða hægra meginn. Fyrirgjöfin í fætur á Huldu Karen sem setur boltann snyrtilega í eigið net.
1. mín
Þetta er farið af stað. Það eru heimakonur sem eiga fyrsta sparkið.
Fyrir leik
George Stevens er í fyrsta skipti í byrjunarliði Þór/KA en hún kemur frá Huddersfield Town og kom til liðsins 4. september síðastliðinn. Það má lesa betur um þetta hér.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðanna.

Engar breytingar eru á liðið Breiðabliks.

Það eru þrjár breytingar á liði Þór/KA. Harpa kemur inn í markið, Margrét Árnadóttir og Georgia Stevens koma sömuleiðis inn í liðið. Madeline, Gabriela og Lauren fá sér allar sæti á bekknum.

Sólin skín á Akureyri í dag. 8 stiga hiti og nánst logn. Toppaðstæður fyrir fótboltaleik.
Fyrir leik
Breiðablik mæti Stjörunni á heimavelli í síðustu umferð og unnu þar 3-1 sigur.

Þór/KA heimsótti Þrótt í sömu umferð og endaði sá leikur með 1-1 jafntefli.
Fyrir leik
Tölfræðin
Liðin hafa spilað 55 leiki gegn hvort öðru í öllum keppnum en þau mætust fyrst árið 2000.

33 sinnum hefur Breiðablik unnið.
15 sinnum hefur Þór/KA unnið.
7 sinnum hafa þau skilið jöfn.
Fyrir leik
Áhugaverð viðureign þar sem bæði lið þurfa nauðsynlega á sigrinum að halda þó í ólíkri baráttu. Breiðablik er í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitillinn og munar um öll stig. Þór/KA konur eru hins vegar komnar í bullandi fallbaráttu, ólíkt því sem þeim var spáð fyrir sumarið. Þær eru aðeins einu stigi frá fallsæti.

FH og Þróttur sem sitja fyrir neðan Þór/KA í töflunni spila innbyrðis leik í dag.
Fyrir leik
Heil og sæl!
Velkominn í beina textalýsingu frá Þórsvellinum. Hér mæta heimakonur ógnarsterku liði Breiðabliks.
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('31)
7. Agla María Albertsdóttir ('86)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir ('74)
17. Sveindís Jane Jónsdóttir ('74)
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir ('86)

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir ('31)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('86)
19. Esther Rós Arnarsdóttir ('74)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir ('74)
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: