Víkingsvöllur
mánudagur 21. september 2020  kl. 20:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 5 gráður og léttur vindur.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 270 manns
Maður leiksins: Jón Arnar Barðdal
Víkingur R. 1 - 1 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson ('75)
1-1 Ágúst Eðvald Hlynsson ('80)
Ívar Örn Jónsson , HK ('83)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
0. Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
15. Kristall Máni Ingason
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason ('76)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('61)
77. Kwame Quee

Varamenn:
16. Þórður Ingason (m)
8. Sölvi Ottesen
11. Dofri Snorrason
13. Viktor Örlygur Andrason
19. Adam Ægir Pálsson ('61)
23. Nikolaj Hansen ('76)
25. Sigurður Steinar Björnsson
27. Tómas Guðmundsson

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Einar Guðnason (Þ)
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('22)
Óttar Magnús Karlsson ('62)
Davíð Örn Atlason ('69)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
96. mín Leik lokið!
Leik lokið hér á Víkingsvelli og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Gerir lítið fyrir liðin og hér hefði hæglega getað verið skorað meira.

Viðtöl og skýrsla koma innan skamms.
Eyða Breyta
96. mín
Nikolaj Hansen með skalla eftir fyrirgjöf Adams sem að fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
91. mín
Nikolaj Hansen með skalla hér af stuttu færi sem að virðist fara í hendina á varnarmanni HK og útaf. Egill tekur sér góðan tíma í að hugsa málið og gefur merki um hornspyrnu.
Eyða Breyta
90. mín
Sex mínútum bætt við.
Eyða Breyta
86. mín
Egill Arnar neitar að dæma víti í dag. Nikolaj fellur eftir viðskipti við Atla en Egill segir game on. Þetta var ekki spurning víti að mínu mati.
Eyða Breyta
86. mín Guðmundur Þór Júlíusson (HK) Birnir Snær Ingason (HK)

Eyða Breyta
83. mín Rautt spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Stoppar skyndisókn og fær seinna gula. Hárrétt.
Eyða Breyta
82. mín Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Þórður Þorsteinn Þórðarson (HK)
Held að þetta sé rétt. Var allt voða skrítið.
Eyða Breyta
82. mín Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Bjarni Gunnarsson (HK)

Eyða Breyta
80. mín MARK! Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.), Stoðsending: Nikolaj Hansen
ÞEIR ERU BÚNIR AÐ JAFNA!!!!!

Arnar missir hér fyrirgjöf inní teignum sem að Nikolaj hirðir og skýtur í varnarmann. Boltinn lekur í átt að marki þar sem að Ágúst er grimmastur og skorar.
Eyða Breyta
80. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)

Eyða Breyta
79. mín
VÍKINGAR SKORA EN ÞAÐ ER DÆMT AF!!!!

Nikolaj gerir hér mjög vel og kemst einn í gegn og setur hann undir Arnar. Þaðan fer boltinn í varnarmann og Óttar fylgir eftir en er flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
78. mín
Kári skóflar hér boltanum yfir eftir fyrirgjöf Kristals.
Eyða Breyta
78. mín
Nikolaj skallar boltann fyrir Óttar Magnús sem að neglir í varnarmann og afturfyrir.
Eyða Breyta
76. mín Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Sóknarskipting.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Bjarni Gunnarsson (HK)
ÞARNA KOM ÞAÐ LOKSINS!!!!!

Sá ekki betur en að það var Atli sem að átti fyrirgjöf sem að Bjarni stangar glæsilega í netið.
Eyða Breyta
73. mín
Ég er hættur að vera hissa. Fyrirgjöf frá vinstri lekur á Valgeir sem að er einn á fjærstöng en hittir boltann illa og setur hann framhjá.
Eyða Breyta
71. mín
NEI NÚ SEGI ÉG STOPP!!!!!!

Kwame með frábært hlaup upp kantinn og rennir honum á Ágúst sem að er einn við vítapunktinn en dúndrar yfir. Það er afrek ef engin mörk verða skoruð.
Eyða Breyta
69. mín
Óttar Magnús í dauðafæri eftir geggjaða fyrirgjöf Kwame en Arnar ver. Hefði hvort sem er ekki talið þar sem að Óttar var rangstæður.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
66. mín
Enn og aftur er Jón Arnar að finna samherja í góðri stöðu. Í þetta skiptið er Birnir aðeins of seinn að átta sig og missir boltann of langt frá sér.
Eyða Breyta
64. mín
Allskonar vandræði hérna inní vítateig Víkinga endar með skoti Leifs Andra en það er himinhátt yfir.
Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Gefur Rauschenberg olnbogaskot og menn fara aðeins að kýtast. Óviljaverk.
Eyða Breyta
61. mín Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
57. mín
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR HVERNIG ER EKKI KOMIÐ MARK!!??

Davíð Atla með frábæran sprett inn á teiginn og nær að koma boltanum á þrjóskunni inná teiginn. Óttar hittir ekki boltann en Kwame fær hann einn á auðum sjó. Arnar Freyr nær hins vegar á ótrúlegan hátt að verja skot hans. Beint í kjölfarið fellur Bjarni Gunnarsson inní teignum eftir viðskipti við Ingvar í markinu en ekkert dæmt. Þetta hefði vel getað verið víti að mínu mati.
Eyða Breyta
54. mín
Þetta er allt með voða svipuðu sniði og í fyrri hálfleik. Liðin skiptast á að vera með boltann og reyna að sækja hratt. Bíðum ennþá eftir alvöru færi.
Eyða Breyta
47. mín
Ívar Örn með skot úr aukaspyrnu en það siglir rétt yfir markið.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn að nýju. Óbreytt lið.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Ekkert verður úr hornspyrnunni og Egill flautar til hálfleiks. Gjörsamlega galið að staðan sé markalaus hér á heimavelli hamingjunnar.
Eyða Breyta
45. mín
Víkingar koma boltanum aftur í horn. Önnur tilraun fyrir HK.
Eyða Breyta
45. mín
HK fær hornspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks. Ívar Örn tekur.
Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Of seinn í Halldór þegar að hann var að sækja hratt. Sóknin hélt áfram en Egill gleymdi engu. Mjög gott.
Eyða Breyta
40. mín
Erlingur Agnarsson með skot við vítateigslínuna en það er hátt yfir.
Eyða Breyta
34. mín
ENN EITT DAUÐAFÆRIÐ!!!!

Jón Arnar Barðdal með enn eina gullsendinguna á Bjarna Gunnars sem að gerir vel í að koma honum á Birni sem að er í dauðafæri. Ingvar ver hinsvegar frábærlega frá honum og Kári kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
32. mín
Kwame Quee með skemmtilega fyrirgjöf sem að Halldór nær ekki að fylgja eftir.
Eyða Breyta
26. mín
HK SVO NÁLÆGT ÞVÍ!!!!!

Jón Arnar Barðdal með stórkostlega stungusendingu inná Bjarna sem að Ingvar í markinu misreiknar hrottalega. Bjarni kemur boltanum undir Ingvar en nær ekki aðp taka hann með sér einn gegn marki. Nóg af færum.
Eyða Breyta
25. mín
Víkingar fá horn eftir skot Kwame. Mikill hraði í þessu í dag.
Eyða Breyta
22. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Brýtur á Birni. Fannst þetta soft spjald.
Eyða Breyta
21. mín
ÁGÚST EÐVALD ÞVÍLÍKIR TAKTAR!!!

Fær hér boltann í hraðri sókn og dansar framhjá þremur HK varnarmönnum og kemur sér í álitlega stöðu en skýtur framhjá.
Eyða Breyta
18. mín
KWAME QUEE ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI!!!!

Kristall Máni vinnur boltann vel á miðjunni og kemur boltanum á Óttar sem að hótar skoti rétt utan teigs en rennir honum þess í stað á Kwame sem er einn og óvaldaður í teignum. Skot hans er hins vegar vel yfir markið.
Eyða Breyta
14. mín
Góð sókn hjá HK. Jón Arnar kemur á fleygiferð upp kantinn og rennir boltanum á Birni sem að hefur nægan tíma við vítateigsbogann en Davíð Atla staðsetur sig vel og ver skot hans við markteiginn.
Eyða Breyta
12. mín
Halldór Jón kemur hér á fleygiferð að vörn HK en Leifur Andri fylgir vel á eftir honum og á frábæra tæklingu áður en að illa fer fyrir HK.
Eyða Breyta
11. mín
HK breika hratt eftir hornspyrnu Víkings og ætlar Birnir að lauma honum á Bjarna Gunnars sem að er kominn einn í gegn, en Ingvar er vel á verði í markinu og neglir boltanum frá.
Eyða Breyta
10. mín
Ágúst tekur spyrnuna en hún er beint í fangið á Arnari Frey.
Eyða Breyta
9. mín
Kwame vinnur hér aukaspyrnu út á vinstri kanti.
Eyða Breyta
7. mín
VÁÁÁ ÁGÚST EÐVALD!!!!!!

Reynir þrumuskot af löngu færi en það fer í slánna og yfir. Hefði verið sturlað mark.
Eyða Breyta
6. mín
HK heldur áfram að sækja og fær Ívar Örn hann hér við markteig en skýtur í varnarmann og framhjá. Ekkert verður úr horninu.
Eyða Breyta
4. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
Valgeir sleppur hér í dauðafæri inní teig og fellur en Egill segir honum að hundskast á lappir og spjaldar hann fyrir leikaraskap. Get ekki sagt hvort að þetta hafi verið rétt metið.
Eyða Breyta
4. mín
Óttar Magnús tekur og virðist Arnar Freyr verja vel. Markspyrna dæmd.
Eyða Breyta
3. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
Eyða Breyta
1. mín
Hér rétt áður en að Egill flautaði leikinn á staðfesti lýsirinn á Víkingsvellinum að þetta sé síðasti heimaleikur Óttars Magnúsar fyrir Víking. Hann er á leið til Venezia á Ítalíu. Risa fréttir!!!!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Egill flautar leikinn á og HK byrjar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn í sóttvarnarhalarófu. Leikurinn fer að hefjast í kuldanum í Fossvogi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Áhorfendabannið sem að tók gildi núna fyrir tveimur dögum hefur verið fellt. Því mega 200 manns vera í hvoru hólfi hér í dag. Farið samt varlega elsku gríslingar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru nú klár. Víkingar gera þrjár breytingar á liði sínu frá 1-0 tapi gegn FH í síðustu umferð. Þeir Halldór Smári Sigurðarson, Nikolaj Hansen og Dofri Snorrason detta út og þeir Atli Barkarson, Júlíus Magnússon og Davíð Örn Atlason koma inn.

HK unnu Skagamenn 3-2 í síðasta leik en gera samt sem áður fimm breytingar á liði sínu. Leifur Andri, Birnir Snær, Arnþór Ari, Bjarni Gunnarsson og Ívar Örn koma allir inní liðið frá síðasta leik. Liðin má sjá hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það var búist við stórum hlutum af Víkingum fyrir mótið og því hægt að færa rök fyrir því að þeir hafi valdið mestu vonbrigðunum í sumar. Arnar Gunnlaugsson hefur verið gagnrýndur í vikunni fyrir ummæli sín eftir tap gegn FH í síðustu umferð. Hægt er að lesa um það með því að smella hér
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn í Víking sitja í 9.sæti deildarinnar með 14 stig á meðan að HK sitja í 7.sæti með 17 stig. Víkingar geta því jafnað andstæðinga sína með sigri í dag, en þeir eiga einnig einn leik til góða á þá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð lesendur góðir og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Víkings R. og HK í Pepsi Max-deild karla. Leikurinn fer fram á heimavelli hamingjunnar í Fossvoginum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
7. Birnir Snær Ingason ('86)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Bjarni Gunnarsson ('82)
17. Jón Arnar Barðdal
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
22. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('82)
28. Martin Rauschenberg
29. Valgeir Valgeirsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('82) ('82)
5. Guðmundur Þór Júlíusson ('86)
10. Ásgeir Marteinsson
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Hörður Árnason
30. Stefan Alexander Ljubicic

Liðstjórn:
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('4)
Ívar Örn Jónsson ('41)
Leifur Andri Leifsson ('80)

Rauð spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('83)