Origo völlurinn
laugardagur 03. október 2020  kl. 17:00
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fallegt haustveður.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 530, uppselt.
Maður leiksins: Sonný Lára Þráinsdóttir
Valur 0 - 1 Breiðablik
0-1 Agla María Albertsdóttir ('74)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
5. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('84)
7. Elísa Viðarsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('62)
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Varamenn:
16. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Arna Eiríksdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
9. Ída Marín Hermannsdóttir ('84)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('62)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
77. Diljá Ýr Zomers

Liðstjórn:
Andri Roland Ford
Jóhann Emil Elíasson
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Fanndís Friðriksdóttir
Kjartan Sturluson

Gul spjöld:
Eiður Benedikt Eiríksson ('64)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
92. mín Leik lokið!
Stórleiknum er lokið og það er Breiðablik sem fer heim með stigin þrjú. Þeirra fyrsti deildarsigur á Valsvelli síðan sumarið 2015.

Virkilega sterkur sigur sem skýtur Kópavogsliðinu í bílstjórasætið. Þær eru nú með tveggja stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga auk þess leik til góða á Valskonur.

Níu fingur á titilinn. Níu og hálfur jafnvel!
Eyða Breyta
91. mín
SONNÝ!

Ver frábærlega frá Hlín sem átti hörkuskot að marki!
Eyða Breyta
90. mín
Tvær mínútur í uppbót..
Eyða Breyta
84. mín Ída Marín Hermannsdóttir (Valur) Mist Edvardsdóttir (Valur)
Önnur skipting hjá Val. Mist búin að vera mjög drjúg fyrir Valsliðið en það hefur dregið af henni hér í síðari hálfleik. Sjáum hvort Ída Marín nái að hleypa fjöri í sóknarleikinn hér í lokin.
Eyða Breyta
84. mín
HÆTTULEGT!

Ég sá ekki nógu vel hvað gerðist en það skapast mikil hætta eftir hornspyrnu Blika og Hallbera er með nauðvörn á nærstönginni og nær að hreinsa!
Eyða Breyta
83. mín
Þarna losnar um Sveindísi!

Kemst framhjá Lillý og inná teig. Þar mætir hún þremur varnarmönnum Vals en vantar aðstoð frá liðsfélögum. Hún þarf því að klára færið sjálf - sem hún gerir, en setur boltann í varnarmann og aftur fyrir.
Eyða Breyta
77. mín
Elín Metta!

Hún er alltof lengi að þessu. Átti að skjóta fyrr eftir að hafa komist í góða stöðu í teignum. Endaði á að gefa Alexöndru nægan tíma til að henda sér fyrir skotið.
Eyða Breyta
75. mín
Nú þurfa Valskonur heldur betur að blása til sóknar. Þær VERÐA að vinna þennan leik til að eiga séns á Íslandsmeistaratitlinum!

Þær reyna að svara markinu strax en skot Bergdísar Fanneyjar úr teignum flýgur yfir Blikamarkið!
Eyða Breyta
74. mín MARK! Agla María Albertsdóttir (Breiðablik), Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
MAAAAAARK!

Það hefur lítið farið fyrir Öglu Maríu í leiknum en hún er að koma Breiðablik yfir!

Rakel átti fyrirgjöf frá hægri sem Elísa skallaði frá marki en í átt að Öglu Maríu sem gerði frábærlega og skoraði með hnitmiðuðu skoti af vinstra vítateigshorninu!
Eyða Breyta
73. mín
Aftur gerir Sonný vel!

Nær að handsama krefjandi hornspyrnu frá Hallberu, undir mikilli pressu.
Eyða Breyta
70. mín
SONNÝ!

Markmennirnir eru að standa fyrir sínu í kvöld. Alexandra var næstum búin að skalla boltann í eigið mark en Sonný smellti í eitt stykki sjónvarpsvörslu og náði að verja!
Eyða Breyta
69. mín
PRESSA!

Góð pressa hjá Sveindísi er næstum búin að skila henni einni gegn opnu marki. Söndru mistókst að hreinsa en náði þó að koma boltanum úr hlaupaleið Sveindísar.
Eyða Breyta
68. mín
Leikurinn er að opnast og liðin skiptast nú á að sækja. Við hljótum að fá mark í leikinn!
Eyða Breyta
66. mín
SAAANDRA!

Sú bjargar liðinu sínu eftir stórhættulega sókn gestanna. Sveindís átti frábæra sendingu fyrir sem Elísa misreiknaði og Alexandra var allt í einu með boltann á markteig!

Tókst þó ekki að skora framhjá Söndru sem varði glæsilega.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Eiður Benedikt Eiríksson (Valur)
Fær gult fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
63. mín
Taktar hjá Hlín!

Hún svigar inná teig og ógnar skoti áður en varnarmenn Blika ná að komast fyrir og hreinsa í horn.

Hallbera tekur hornið og finnur Mist á fjærsvæðinu. Hún skallar boltann fyrir markið en Blikar hreinsa!
Eyða Breyta
62. mín Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Fyrsta skipting leiksins. Bergdís Fanney kemur á vinstri kantinn fyrir Dóru Maríu.
Eyða Breyta
61. mín
Stórhætta!

Boltinn dettur í teignum eftir langt innkast Sveindísar. Karólína reynir skot en það fer af varnarmanni og endar svo í höndunum á Söndru.
Eyða Breyta
60. mín
Hlín sækir hornspyrnu fyrir Val. Hallbera skokkar yfir til að taka. Setur góðan bolta inná teig en Sveindís vinnur fyrsta bolta og Blikar koma boltanum svo út úr teignum. Stuttu síðar fær Hlín boltann rétt utan teigs og reynir skot sem hún setur hátt yfir!
Eyða Breyta
52. mín
Gunnhildur Yrsa fær högg á hnéið úti á miðjum velli og Valskonur fá aukaspyrnu. Valsliðið var reyndar ósátt við að Þorvaldur flautaði þarna því liðið var í fínni sókn. Eftir smá púst harkar Gunnhildur af sér og Valskonur taka aukaspyrnuna.

Boltinn inná teig og eins og svo oft áður er það Mist sem vinnur skallann. Hún nær hinsvegar engum krafti í hann og hann endar í höndunum á Sonný.
Eyða Breyta
47. mín
HA? Brot?

Sveindís nýtir sér mistök Lillýar og ætlar í kapphlaup við Guðný sem fellur við. Aðstoðardómari 1 flaggar brot en það virtist ekkert vera að þessu.
Eyða Breyta
46. mín
Fín varnarvinna hjá Guðnýju. Stóð vel á Sveindísi og vann af henni boltann. Ætlaði svo að spila til baka á Söndru en sendingin slök og Blikar fá horn.

Aftur kemur slök hornspyrna frá Blikum sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þá erum við farin af stað aftur!

Sömu 22 leikmenn hefja síðari hálfleikinn og enduðu þann fyrri.

Æsispennandi 45 mínútur plús framundan.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og það er markalaust á Origo-vellinum. Leikurinn hefur verið fjörugur og skemmtilegur áhorfs og bæði lið hafa fengið færi. Valskonur fengu það hættulegasta nú rétt fyrir hálfleik þegar Sonný bjargaði skoti Mistar á marklínu!

Við tökum okkur korterspásu og höldum svo áfram að fylgjast með veislunni.
Eyða Breyta
43. mín
Sveindís vinnur boltann af Elísu í Valsvörninni og ætlar af stað inná teig. Þá mætir Mist á síðustu stundu og nær að renna sér í boltann og setja hann aftur fyrir.

Agla María tekur hornspyrnuna en setur boltann beint aftur fyrir!
Eyða Breyta
41. mín
Aftur stórhætta við mark Blika. Aftur kemur hættulegur bolti inná teig og það munar engu að Valskonur nái skoti á markið. Hildur Þóra nær að þvælast aðeins fyrir áður en að Sonný hendir sér á boltann.

Valskonur hættulegar!
Eyða Breyta
40. mín
DAUÐAFÆRI!

VÁ! Þarna munar engu að Valsarar nái forystunni!

Hlín á geggjaðan bolta fyrir Blikamarkið og Mist nær skotinu á markteig! Sonný er vel staðsett og ver þetta!
Eyða Breyta
39. mín
Þá fá Valskonur aukaspyrnu vinstra megin. Dóra María reynir skot en snýr boltann framhjá markinu.
Eyða Breyta
37. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Kristín Dís er fyrst í bókina. Brýtur á Mist sem ætlaði framhjá henni.

Mist búin að vera mjög öflug í loftinu og návígjum í fyrri hálfleiknum. Mikil reynsla og klókindi á þeim bænum.
Eyða Breyta
32. mín
Blikar búnar að vera meira með boltann síðustu mínútur. Voru að vinna horn.

Agla María og Karólína fara saman út í horn til að taka. Karólína setur boltann fyrir en Gunnhildur Yrsa skallar frá og Valskonur eiga séns á skyndisókn. Dóra María fær boltann með nóg pláss fyrir framan sig en áveður að rjúka ekki af stað heldur spila á samherja. Það hægist á sókninni við það og henni lýkur á slöku skoti Gunnhildar, beint á Sonný.
Eyða Breyta
25. mín
Blikar fá aukaspyrnu hægra megin. Reyna að setja boltann inná teig en Valsvörnin skallar frá.
Eyða Breyta
22. mín
Það er uppselt á völlinn. 530 heppnir aðdáendur sem komust að.
Eyða Breyta
20. mín
Blikar fá hornspyrnu sem Agla María tekur og setur boltann utarlega á fjærsvæðið. Sandra fer út í boltann og nær að slá hann af hættusvæðinu.
Eyða Breyta
18. mín
Þá er fyrsta aukaspyrnan komin í leikinn. Elísa dæmd brotleg eftir baráttu við Öglu Maríu. Fær létt tiltal. Svolítið áhugavert að það hafi tekið heilar 18 mínútur að fá aukaspyrnu í svona stórleik.
Eyða Breyta
17. mín
Aftur langt innkast frá Sveindísi. Nákvæmlega sama uppskrift og áðan nema hvað að skallinn frá Alexöndru er slakur í þetta skiptið og veldur Valskonum engum vandræðum.
Eyða Breyta
14. mín
Langt innkast frá Sveindísi og stórhætta!

Grýtir boltanum inná teig frá hægri. Þar vinnur Alexandra skallann en setur boltann rétt framhjá!
Eyða Breyta
10. mín
Blikar bruna í sókn hinumegin og vinna sitt fyrsta horn.

Boltinn fer í höndina á Mist áður en hann dettur fyrir Rakel sem á skot sem fer af varnarmanni og í þverslánna!

Blikar fá svo annað horn sem Mist skallar frá!

Þetta byrjar líflega!
Eyða Breyta
9. mín
Valskonur vinna fyrstu hornspyrnu leiksins og Hallbera setur boltann á fjær!

Þar er MIST mætt og á frábæran skalla að marki. Nær að koma boltanum yfir Sonný en KRISTÍN DÍS BJARGAR Á LÍNU!
Eyða Breyta
8. mín
Sveindís gerir vart við sig. Elísa átti sendingu til baka á Söndru. Sveindís kom í pressuna og var ekki langt frá því að komast í boltann. Þvílíkur hraði.
Eyða Breyta
6. mín
VÁ! SANDRA!

Hún er eldfljót niður og ver fast skot Hafrúnar Rakelar. Besti séns Breiðabliks í leiknum.

Hafrún fékk skotfæri rétt utan teigs. Var fljót að taka ákvörðun og skotið gott en eins og áður kom fram varði Sandra glæsilega.
Eyða Breyta
4. mín
Kópacabana, stuðningssveit gestanna er mætt og lætur vel í sér heyra. Trommur, fánar og fjör.
Eyða Breyta
3. mín
Elín Metta á fyrsta markskot leiksins. Kemst framhjá Heiðdísi og lætur svo vaða rétt utan teigs en setur boltann vel yfir.

Liðin hafa verið að þreifa fyrir sér þessar fyrstu mínútur.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Elín Metta Jensen sparkar stórleiknum af stað fyrir heimakonur sem leika í átt að miðbænum.

Let's go!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru liðin mætt til vallar og allt að verða klárt. Fyrirliðarnir Hallbera og Sonný Lára fara yfir málin með Þorvaldi Árnasyni dómara.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er áhugaverð staðreynd að Blikar hafa ekki unnið á Valsvelli í síðustu fjórum leikjum. Breytist það í kvöld?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru á fullu í sinni upphitun og það er farið að bætast aðeins í stúkuna á þessu fallega haustkvöldi. Korter í leik sumarsins!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar gera eina breytingu frá 8-0 sigrinum á ÍBV. Bakvörðurinn Hildur Þóra kemur aftur inn í liðið og Bergþóra Sól fer á bekkinn.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Við sjáum að byrjunarliðin eru klár og þar er nákvæmlega ekkert sem kemur á óvart.

Valur stillir upp sama byrjunarliði og í stórsigrinum gegn Fylki. Stóra spurningin er hversu framarlega Mist mun spila í leiknum en hún verður líklega fyrir aftan Elínu Mettu.


Eyða Breyta
Fyrir leik
Bæði lið mæta sjóðheit til leiks eftir stórsigra í síðustu umferð. Valur vann Fylki 7-0 og Breiðablik sigraði ÍBV 8-0. Þar á undan höfðu fjölmargir leikmenn úr liðunum tveimur átt farsæla viku með A-landsliðinu sem valtaði yfir Letta og gerði jafntefli við Svíþjóð.

Leikmannahópar beggja liða ættu því að vera með sjálfstraustið skrúfað í botn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Pepsi Max markanna, spáði í leikinn hér á .net í gær. Hún á von á jafnteflismarkaveislu!

Valur 3 - 3 Breiðablik
Þvílík spenna fyrir þennan leik. Ég held að það verði mikið um mörk enda skarta bæði lið frábærum sóknarmönnum. Ég get varla beðið eftir þessari skemmtun. Ég held að þessi leikur veri ólíkur fyrri leik liðanna í sumar þegar Blikar unnu Val 4-0 sem voru óvenjulegar tölur miðað við þessi tvö lið. Valur hefur verið að finna sig betur og Blikar haldið sínu striki. Valsliðið veit að þær þurfa að vinna og munu sækja sigurinn en það getur líka verið hættulegt að sækja of mikið gegn sókndjörfu liði Blika. Ég á mjög erfitt með að spá en held að þetta fari jafntefli miðað við báða leiki liðanna í fyrra. Sveindís og Agla María verða í markaskorun Blika en Elín Metta og Hlín eru líklegar hjá Val. Svo er spurning hvort Pétur tefli fram nýjasta trompinu sínu henni Mist.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna endaði með 4-0 sigri Breiðabliks. Sveindís Jane Jónsdóttir fór þá á kostum. Hún skoraði þrennu og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Le Havre í Frakklandi, skoraði eitt mark.

Það eru rúmir tveir mánuðir frá síðustu viðureign og margt vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Liðin eru bæði orðin öflugri og samstilltar og það er ljóst að byrjunarlið beggja liða verða aðeins breytt frá fyrri leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er öflugt dómarateymi sem kemur til með að halda um stjórnartaumana í þessum mikilvæga leik.

Þorvaldur Árnason kemur til með að dæma leikinn og honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bergur Daði Ágústsson.

Sigursteinn Árni Brynjólfsson er eftirlitsmaður og Bríet Bragadóttir varadómari.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er komið að því!

Hér verður boðið upp á textalýsingu frá stórleik tímabilsins. Valur tekur á móti Breiðablik á Origo-vellinum. Margir hafa talað um þennan leik sem "úrslitaleik" tímabilsins en bæði lið hafa verið frábær í sumar og mjög líklegt að mótið komi til með að ráðast á innbyrðis viðureignum.

Valskonur sitja á toppnum fyrir leik. Eru með 40 stig eftir 15 leiki. Blikar hafa hinsvegar leikið einum leik færra og eru stigi á eftir Valskonum í töflunni. Heimakonur verða því að vinna leikinn þar sem að gestirnir eru með færri töpuð stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sonný Lára Þráinsdóttir (m)
5. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Alexandra Jóhannsdóttir
17. Sveindís Jane Jónsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
22. Rakel Hönnudóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir

Varamenn:
26. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Ragna Björg Einarsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Liðstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Aron Már Björnsson
Selma Sól Magnúsdóttir
Hildur Antonsdóttir
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('37)

Rauð spjöld: