Kópavogsvöllur
sunnudagur 04. október 2020  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Blankalogn og frábærar aðstæður
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 346
Maður leiksins: Brynjólfur Willumsson
Breiðablik 4 - 1 Fylkir
0-1 Arnór Borg Guðjohnsen ('16)
1-1 Brynjólfur Willumsson ('26)
2-1 Brynjólfur Willumsson ('29, víti)
Daði Ólafsson, Fylkir ('54)
3-1 Elfar Freyr Helgason ('61)
4-1 Atli Hrafn Andrason ('84)
Byrjunarlið:
12. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('86)
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Brynjólfur Willumsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('86)
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('65)
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
27. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Damir Muminovic
6. Tómas Bjarki Jónsson
13. Anton Logi Lúðvíksson ('86)
17. Atli Hrafn Andrason ('65)
30. Kristján Gunnarsson
31. Gunnar Heimir Ólafsson ('86)

Liðstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Marinó Önundarson
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('39)
Viktor Karl Einarsson ('46)
Davíð Ingvarsson ('81)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Jóhann flautar til leiksloka og öruggur sigur Breiðabliks í höfn.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín Kári Sigfússon (Fylkir) Djair Parfitt-Williams (Fylkir)

Eyða Breyta
90. mín
Arnór Gauti geysist upp völlinn og er kominn í fína stöðu en skotið hans er alveg afleitt og langt framhjá.
Eyða Breyta
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!!!!!

Höskuldur með frábæra stungu inná Atla Hrafn sem að setur hann þverrt inná teiginn þar sem að Höskuldur er mættur og þrumar á markið en Aroni tekst á einhvern ótrúlegan hátt að verja hann þarna með fætinum.
Eyða Breyta
86. mín Gunnar Heimir Ólafsson (Breiðablik) Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
86. mín Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik) Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
84. mín MARK! Atli Hrafn Andrason (Breiðablik), Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Mikið var þetta einfalt. Höskuldur með eina lauflétta stungu inná Atla sem að fer framhjá Aroni og setur boltann í autt netið.
Eyða Breyta
82. mín
Davíð með sturlaða sendingu inná Gísla en Aron er fljótur að átta sig og kemur á móti honum.
Eyða Breyta
81. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
78. mín Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Nú á að sækja.
Eyða Breyta
74. mín
GUÐ MINN GÓÐUR HÖSKULDUR!!!

Atli Hrafn fer hérna hrikalega illa með Arnór Gauta og vippar boltanum inná Höskuld í teignum sem tekur hann í fyrsta en boltinn rétt framhjá. Hefði verið geggjað mark.
Eyða Breyta
71. mín
Höskuldur með góðan sprett og fyrirgjöf sem að Brynjólfur er sentímeter að ná til. Torsótt þrenna hjá Brynjólfi.
Eyða Breyta
68. mín
Atli Hrafn í fínu færi eftir geggjaða sendingu Gísla en skot hans er beint á Aron í markinu.
Eyða Breyta
65. mín Atli Hrafn Andrason (Breiðablik) Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stefán búinn að vera virkilega flottur í þessum leik.
Eyða Breyta
65. mín
Brynjólfur í góðu færi eftir fyrirgjöf Viktors en setur boltann framhjá.
Eyða Breyta
62. mín Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Daníel Steinar Kjartansson (Fylkir)

Eyða Breyta
61. mín MARK! Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
BREKKAN ORÐIN ANSI BRÖTT FYRIR FYLKI!!!

Eftir hornspyrnu verður einhver skallatennis í vítateignum sem að endar með góðum skalla Elfars.
Eyða Breyta
54. mín Rautt spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
DAÐI FÆR SEINNA GULA SPJALDIÐ!!!

Stefán pressar hann vel og vinnur boltann af honum. Daði togar í hann og fær reisupassann.
Eyða Breyta
53. mín
Höskuldur með skot eftir fyrirgjöf Davíðs en það er laust og beint á Aron í markinu.
Eyða Breyta
46. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Of seinn í Daníel Steinar.
Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn aftur. Blikar byrja með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur í þessum fínasta leik.
Eyða Breyta
45. mín
Einni mínútu bætt við.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Hangir aftan í Stefáni sem að var að hlaupa í skyndisókn. Laukrétt.
Eyða Breyta
41. mín
Djair skýtur úr aukaspyrnunni en Anton Ari blakar boltanum frá.
Eyða Breyta
39. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver missir boltann klaufalega til Arnórs Gauta og straujar hann síðan. Lætur hann síðan aðeins heyra það. Ósanngjarnt treatment að mínu mati.
Eyða Breyta
38. mín
Orri Hrafn með skot eftir hornspyrnu en það er hátt yfir markið.
Eyða Breyta
37. mín
Gísli með skot eftir laglegan undirbúning Brynjólfs en það fer framhjá markinu. Blikar búnir að taka algjörlega yfir.
Eyða Breyta
33. mín
Brynjólfur fer hér framhjá þremur Fylkismönnum þegar að Axel Máni á góða tæklingu. Boltinn hrekkur út á Oliver sem ætlar að smyrja hann en neglir honum bara yfir.
Eyða Breyta
31. mín
BRYNJÓLFUR SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ BÆTA VIÐ ÞRIÐJA!!!!

Blikar sækja hratt og skyndilega er Brynjólfur kominn einn gegn Aroni en tekur of mörg auka touch og Aron lokar vel á hann.
Eyða Breyta
29. mín Mark - víti Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
OG HANN SKORAR!!!

Neglir honum á markið og Aron hreyfist ekki. Fljótt að breytast í þessu.
Eyða Breyta
28. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)

Eyða Breyta
28. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!?!?!?!?

Blikar í þremur deddurum hérna í röð sem að endar með að Stefán Ingi er tekinn niður. Vítaspyrna dæmd.
Eyða Breyta
26. mín MARK! Brynjólfur Willumsson (Breiðablik), Stoðsending: Stefán Ingi Sigurðarson
BLIKAR JAFNA!!!!!

Oliver vinnur boltann vel af Orra og sendir hann á Stefán Inga sem að finnur Brynjólf aleinann í teignum. Brynjólfur klárar þetta síðan vel framhjá Aroni. Allt í járnum.
Eyða Breyta
24. mín
Blikar geysast uppí skyndisókn eftir hornspyrnu Fylkis þar sem að Gísli Eyjólfs skýtur í varnarmann Fylkis og afturfyrir. Hornspyrnan frá Davíð er fín en Fylkismenn skalla hana frá.
Eyða Breyta
19. mín
ARNÓR GAUTI RAGNARSSON!!!!

Djair vinnur hér boltann vel af Viktori og geysist upp kantinn. Hann og Orri Hrafn eiga svo frábært þríhyrningaspil í teig Blika sem að endar með frábærri fyrirgjöf Djair. Þar lúrir Arnór Gauti en skot hans er yfir markið. Dauðafæri.
Eyða Breyta
16. mín MARK! Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir), Stoðsending: Orri Hrafn Kjartansson
OG ÞÁ KOMAST FYLKISMENN YFIR!!!

Hröð sókn þar sem að Arnór fær góða sendingu frá Orra Hrafni og skorar glæsilega. Þetta verður að teljast óvænt.
Eyða Breyta
11. mín
Enn sækja Blikar. Viktor Karl með fína fyrirgjöf beint á Höskuld en skot hans er beint á Aron Snæ í markinu.
Eyða Breyta
7. mín
Viktor Karl með skot við vítateigslínuna en það er vel framhjá markinu.
Eyða Breyta
2. mín
Fyrsta færi leiksins. Gísli leggur hann út á Oliver sem að á fast skot en það fer framhjá marki Fylkismanna. Mjög gott spil fram að því.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá flautar Jóhann Ingi þennan leik á og Fylkismenn byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikarnir ætla að spila þennan leik í vínrauðum treyjum í tilefni 70 ára afmælis. Það verður áhugavert að sjá.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hjá Fylki eru hvorki meira né minna en fjórir leikmenn í leikbanni. Þeir Orri Sveinn, Sam Hewson og Nikulás Val eru allir í eins leiks banni en Ragnar Bragi er í tveggja leikja banni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Blikar gera þrjár breytingar á liði sínu frá jafnteflinu gegn KA á fimmtudaginn síðasta. Þeir Damir Muminovic, Thomas Mikkelsen og Andri Rafn Yeoman koma út og inn koma þeir Róbert Orri Þorkelsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Davíð Ingvarsson.

Fylkismenn gera fjórar breytingar á liði sínu frá sigrinum gegn KR í síðustu umferð. Ólafur Ingi Skúlason er kominn inn í liðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þegar að þessi lið mættust í Árbænum fyrr í sumar fóru Blikar með 1-0 sigur af hólmi þar sem að varnarjaxlinn Damir Muminovic skoraði seint í leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Um er að ræða gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið sem að eru í harðri Evrópubaráttu. Blikar sitja í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig, jafnmörg og Fylkismenn í því sjötta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jú komiði margsæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi Max-deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Axel Máni Guðbjörnsson
4. Arnór Gauti Jónsson ('78)
7. Daði Ólafsson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
21. Daníel Steinar Kjartansson ('62)
22. Orri Hrafn Kjartansson
23. Arnór Borg Guðjohnsen
24. Djair Parfitt-Williams ('90)

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson ('78)
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson ('62)
19. Michael Kedman
33. Kári Sigfússon ('90)
77. Óskar Borgþórsson

Liðstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Halldór Steinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Rúnar Pálmarsson
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('28)
Arnór Gauti Ragnarsson ('42)

Rauð spjöld:
Daði Ólafsson ('54)