Víkingsvöllur
fimmtudagur 12. nóvember 2020  kl. 13:15
U21 - EM 2021
Aðstæður: Rigning, 5 gráður og haustblástur
Dómari: Papadopoulos (Grikkland)
Áhorfendur: Áhorfendabann
Maður leiksins: Tommaso Pobega
Ísland U21 1 - 2 Ítalía U21
0-1 Tommaso Pobega ('35)
1-1 Willum Þór Willumsson ('63)
1-2 Tommaso Pobega ('88)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
6. Alex Þór Hauksson ('90)
8. Andri Fannar Baldursson ('82)
10. Ísak Bergmann Jóhannesson ('82)
11. Jón Dagur Þorsteinsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('71)
18. Willum Þór Willumsson
20. Róbert Orri Þorkelsson
23. Ari Leifsson

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
5. Axel Óskar Andrésson
7. Jónatan Ingi Jónsson
14. Brynjólfur Willumsson ('71)
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('90)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson ('82)
21. Þórir Jóhann Helgason ('82)
22. Kolbeinn Þórðarson

Liðstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)

Gul spjöld:
Andri Fannar Baldursson ('57)
Alex Þór Hauksson ('87)

Rauð spjöld:
@AddiLauf Arnar Laufdal Arnarsson
94. mín Leik lokið!
2-1 tap í dag þar sem okkar menn voru alls ekki síðra liðið, þetta var algjör 50/50 leikur og þetta hreinlega datt bara með ítalska liðinu....

Þakka fyrir samfylgdina í dag og minni á skýrslu sem kemur að vörmu spori..

Áfram Ísland!
Eyða Breyta
93. mín
NEIIIII

ALfons með geggjaða fyrirgjöf frá vinstri inn á teig en enginn nær að snerta boltann og stýra boltanum í netið...

Þetta var alvöru færi....
Eyða Breyta
90. mín
+4 í uppbót!

KOMA SVO DRENGIR!!
Eyða Breyta
90. mín Youssef Maleh (Ítalía U21) Riccardo Sottil (Ítalía U21)

Eyða Breyta
90. mín Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U21) Alex Þór Hauksson (Ísland U21)

Eyða Breyta
88. mín MARK! Tommaso Pobega (Ítalía U21), Stoðsending: Riccardo Sottil
Ég trúi þessu ekki..

R. Sottil fer upp vinstri kantinn og finnur T. Pobega sem á skot nánast úr kyrrstöðu fyrir utan teig sem fer af Alexi Þór og steinliggur í fjærhorninu

Rosalega svekkjandi þar sem það var ekkert að frétta...
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Ísland U21)
Stoppar skyndisókn
Eyða Breyta
82. mín Þórir Jóhann Helgason (Ísland U21) Andri Fannar Baldursson (Ísland U21)
Yngstu strákarnir koma af velli
Eyða Breyta
82. mín Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U21) Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland U21)
Yngstu strákarnir koma af velli
Eyða Breyta
80. mín Andrea Pinamonti (Ítalía U21) Gianluca Scamacca (Ítalía U21)
Pinamonti leikmaður Inter Milan kominn inn á

Framherji fyrir framherja!
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Alessandro Vogliacco (Ítalía U21)

Eyða Breyta
74. mín
ÚFFF..

Aukapyrna frá hægri inn á teig Íslendinga, Alfons ætlar að hreinsa frá en hann hittir ekki boltann og það verður darraðardans í teignum en íslenska liðið hreinsar frá..
Eyða Breyta
73. mín
Ítalir eiga horn frá hægri

Kemur á nærstöngina en Willum gerir vel og hreinsar frá!
Eyða Breyta
71. mín Brynjólfur Willumsson (Ísland U21) Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Skipting hjá okkar mönnum!

Koma svo Binni!!
Eyða Breyta
71. mín Alessandro Vogliacco (Ítalía U21) Matteo Lovato (Ítalía U21)

Eyða Breyta
63. mín MARK! Willum Þór Willumsson (Ísland U21), Stoðsending: Andri Fannar Baldursson
WILLLLLUUUUUUMMMMMM!!!!!!

Hörður Ingi kemur með langt innkast inn á teig og Marco markvörður Ítala slær hann úti í teig á Jón Dag sem á sendingu á Andra Fannar sem á skot með jörðinni en Willum potar honum í fjær!! Breiðabliksmark!!

KOMA SVO NÚ BARA BÆTA VIÐ !!!!!
Eyða Breyta
60. mín
Sveinn Aron kemst upp að vítateig Ítalíu og ætlar að lyfta boltanum á fjær á Ísak Bergmann en sendingin er léleg og endar í markspyrnu..
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Andri Fannar Baldursson (Ísland U21)

Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Matteo Gabbia (Ítalía U21)

Eyða Breyta
55. mín
Ítalir eiga hornspyrnu frá vinstri..

Ömurleg hornspyrna sem endar í innkasti hinu megin...
Eyða Breyta
51. mín
ÍSLENDINGAR VILJA VÍTI!!

Ítali gjörsamlega klifrar upp á Andra Fannar inn í teig Ítala og Andri fellur niður en dómari leiksins dæmir ekki..

Hef alveg séð dómara dæma víti á svona!
Eyða Breyta
46. mín
Seinni er hafinn! KOMA SVO
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikur hér í Fossvoginum þar sem Ítalía fer með 0-1 forystu inn í hálfleikinn!

Íslendingar eigi mikið inni og trúi ekki öðru en við komum til baka!!
Eyða Breyta
40. mín
Þarna voru Íslendingar heppnir....

Riccardo Sottil kemst upp að endamörkum og á fasta sendingu fyrir markið og þar er Gianluca Scamacacca sem reynir að tækla boltann í netið en það vantaði nánast bara hálft skónúmer upp á hann næði til boltans..
Eyða Breyta
35. mín MARK! Tommaso Pobega (Ítalía U21)
Helvítis..

Fyrirgjöf frá vinstri inn á teig Íslendinga, Róbert Orri kemur með stutta hreinsun út í teiginn á T. Pobega sem á sturlað skot upp í vinstra hornið og Patrik í markinu átti ekki séns...

Upp með haus og áfram gakk, nóg eftir af þessu!
Eyða Breyta
29. mín
Rúmur hálftími liðinn og ekki mikið af færum og veðrið í Fossvoginum er svo sem ekki að bjóða upp neinn Tiki-Taka fótbolta...

Íslendingar hafa verið betri aðilinn en þurfa bara að fara skapa meira þegar þeir eru með boltann!
Eyða Breyta
24. mín
Ja hérna hér....

Riccardo Sottil var að eiga eina lélegustu aukapsyrnu sem ég hef séð með mínum eigin augum, endaði nánast í handboltaheimili Víkinga...

Meira af þessu bara ;)
Eyða Breyta
20. mín
FÆRI HJÁ ÍSLANDI!

Hörður Ingi kemur með fyrirgjöf frá vinstri inn á teig og þar er Sveinn Aron sem var ekki alveg nógu vel staðsettur í teignum, teygir sig í boltann og á skalla en yfir markið!
Eyða Breyta
18. mín
Íslenska liðið verst í 4-5-1 en sækja í 4-3-3


Ítalska liðið verst í 5-3-2 en sækir í 3-5-2 þar sem bakverðirnir eru mjög ofarlega
Eyða Breyta
12. mín
Virkilega jafnar fyrstu 12 mínútur hér í Fossvoginum, íslenska liðið byrjaði betur en Ítalir hafa komist vel inn í leikinn!

Ekki mikið um færi til að byrja með!
Eyða Breyta
8. mín
HEYRÐU!

Marco markmaður Ítala er að leika sér að eldinum og er alltof lengi að sparka fram, sparkar í Svein Aron sem er að pressa og er stálheppinn að SAG steli ekki boltanum af honum og renni boltanum í autt netið!!
Eyða Breyta
3. mín
Hörður Ingi tekur langt innkast inn á teig Ítala en Sveinn Aron brýtur á Marco markmanni Ítala og ekkert verður úr þessu!
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað, KOMA SVO DRENGIR!!!

Áfram ÍSLAND!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nú eru rúmar 15 mínútur í leik og það er klassískt haustveður í Fossvoginum, rigning og vindur! Íslenska liðið hitaði vel upp og líta vel út fyrir leikinn!

Þekktasti leikmaður Ítala í hópnum, Andrea Pinamonti er á bekknum!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ísak Óli Ólafsson og Stefán Teitur Þórðarson eru báðir fjarri góðu gamni og frá því í síðasta heimaleik gegn Svíum dettur Valdimar Þór Ingimundarson einnig úr byrjunarliðinu.

Jón Dagur Þorsteinsson kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið í A-landsliðinu undanfarið en hann spilaði síðast með U21 gegn Ítalíu fyrir ári síðan.

Andri Fannar Baldursson, miðjumaður Bologna, byrjar einnig en hann spilaði sinn fyrsta leik með U21 liðinu gegn Lúxemborg í síðasta mánuði.

Róbert Orri Þorkelsson og Ari Leifsson byrja saman í hjarta varnarinnar.
Eyða Breyta
Örvar Arnarsson
Fyrir leik

Eyða Breyta
Örvar Arnarsson
Fyrir leik
Það eru grískir dómarar í dag. Aðaldómarinn heitir Ioannis Papadopoulos.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna var fyrir nánast sléttu ári síðan (16. nóvermber 2019) en þar enduðu leikar 3-0 fyrir Ítölum en liðin hafa bæði breyst síðan þá!

Mörk Ítala

Patrick Cutrone (2)
Riccardo Sottil
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson verða með U21 landsliðinu í leiknum mikilvæga gegn Ítalíu í dag.

Ari og Valdimar eru á mála hjá Stromsgödset í Noregi en ungur leikmaður liðsins greindist með kórónuveiruna á sunnudaginn.

Leikmaðurinn æfði með Ara og Valdimar í síðustu viku og þeim var haldið frá öðrum leikmönnum U21 liðsins við komuna til landsins.

Eftir að hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr skimun í gær þá er ljóst að leikmennirnir verða með í leiknum mikilvæga í dag
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessum leik var frestað í síðasta mánuði vegna ferðabanns en þá reyndust tveir leikmenn ítalska liðsins vera með veiruna.

Leikurinn fer fram klukkan 13:15 í dag en Ítalía er á toppi riðilsins sem stendur með 16 stig með 7 leiki spilaða.

Ísland er í fjórða sæti með 15 stig með 7 leiki en með sigri getur Ísland farið á toppinn í þessum hnífjafna riðli.

Írar og Svíþjóð eru í 2. og 3. sæti með 16 stig en með 8 leiki spilaða.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Allir leikmenn ítalska undir 21 árs landsliðsins fóru í skimun í fyrradag og enginn af þeim reyndist vera með Covid-19. Þeir eru því klárir í bátana í leikinn gegn Íslandi hér á landi á fimmtudaginn kemur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilt og sælt veri fólkið og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Heimavelli hamingjunnar í Fossvoginum þar sem leikur Íslands og Ítlaíu fer fram í undankeppni EM U-21 árs!

Svkalegur leikur framundan!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Marco Carnesecchi (m)
6. Matteo Gabbia
7. Davide Frattesi
8. Tommaso Pobega
10. Nicolo Rovella
11. Gianluca Scamacca ('80)
13. Matteo Lovato ('71)
15. Enrico Del Prato
19. Marco Sala
20. Raoul Bellanova
23. Riccardo Sottil ('90)

Varamenn:
12. Michele Cerofolini (m)
22. Alessandro Russo (m)
2. Alessandro Vogliacco ('71)
3. Gianluca Fabrotta
4. Samuele Ricci
5. Giuseppe Cuomo
9. Andrea Pinamonti ('80)
14. Youssef Maleh ('90)
21. Sebastiano Esposito

Liðstjórn:
Paolo Nicolato (Þ)

Gul spjöld:
Matteo Gabbia ('56)
Alessandro Vogliacco ('75)

Rauð spjöld: