Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Danmörk
2
1
Ísland
Christian Eriksen '12 , víti 1-0
1-1 Viðar Örn Kjartansson '85
Christian Eriksen '90 , víti 2-1
15.11.2020  -  19:45
Parken
Þjóðadeildin
Dómari: Halil Umut Meler (Tyrkl)
Byrjunarlið:
1. Kasper Schmeichel (m) ('46)
3. Jannik Vestergaard ('90)
4. Simon Kjær
6. Andreas Christensen
8. Thomas Delaney
9. Martin Braithwaite ('77)
10. Christian Eriksen
15. Mathias Jensen ('68)
17. Jens Stryger Larsen
18. Daniel Wass
20. Yussuf Yurary Poulsen

Varamenn:
16. Jonas Lössl (m)
22. Frederik Rønnow (m) ('46)
2. Rasmus Nissen Kristensen
5. Alexander Scholz
7. Jens Jønsson ('68)
11. Pione Sisto
12. Alexander Bah
13. Mathías Jörgensen
14. Henrik Dalsgaard
21. Jonas Wind ('90)

Liðsstjórn:
Kasper Hjulmand (Þ)

Gul spjöld:
Daniel Wass ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Gríðarlega svekkjandi tap í Kaupmannahöfn. Ísland skapaði ekki mikið í fyrri hálfleik en við vorum mjög fínir í síðari hálfleik og áttum meira skilið.
90. mín Gult spjald: Hörður Björgvin Magnússon (Ísland)
90. mín Mark úr víti!
Christian Eriksen (Danmörk)
Setur boltann fast uppi í vinstra hornið. Frábært víti.
90. mín
Danir fá víti. Fyrirgjöf frá vinstri á fjærstöng á hægri og Dani skallar boltann að því er virðist í höndina á Herði og dómarinn dæmir víti.
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Inn:Jonas Wind (Danmörk) Út:Jannik Vestergaard (Danmörk)
Danir fara í fjögurra manna varnarlínu og skipta inná FCK framherjanum Wind.
89. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Fyrir að kasta boltanum í burtu.
88. mín
Gylfi vinnur aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu.
85. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Viðar Örn! Langt útspark frá Rúnari og boltinn endar hjá Ara Frey sem þræðir boltann fallega innfyrir á Viðar sem tímasetur hlaupið fullkomlega og klárar af miklu öryggi milli lappa markvarðarins.
83. mín
Christian Eriksen vinnur hornspyrnu vinstra megin.
82. mín
Gylfi fær boltann rétt fyrir utan teig Dana en nær ekki að finna skotfærið. Fín pressa hjá okkur núna. Danir óskipulagðir.
81. mín
Vestergaard tuddast aftur í einvígi við Alfreð Finnbogason. Dómarinn óáhugasamur og dæmir ekkert. Aron Einar lætur dómarann heyra það.
80. mín
Danska vörnin missir boltann og Viðar er hársbreidd frá því að komast einn gegn markverði en Danir bjarga á síðustu stundu.
79. mín
Darraðadans eftir innkastið sem endar á því að Rönnöw ver á fjærstönginni og Danir bægja hættunni frá. Mikil hætta þarna!
79. mín
Rönnöw hreinsar með skalla. Það leit út eins og Rönnöw hafi aldrei áður skallað bolta, svo ósannfærandi var þetta. Ísland á innkast ofarlega á vellinum.
77. mín
Hornspyrnan á nær en er hreinsuð. Önnur fyrirgjöf og Ísland nær skalla á markið en beint á Rönnöw í markinu sem grípur boltann.
77. mín
Inn:Stephan Andersen (Danmörk) Út:Martin Braithwaite (Danmörk)
76. mín
Flott sókn! Long sending fro Aroni upp í horn á Birki sem gefur fyrir en Danir bjarga í horn.
75. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
74. mín
Aron kemur inn djúpur á miðjuna. Albert og Gylfi spila fyrir aftan Viðar Örn núna.
71. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Tvöföld skipting.
70. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (f) (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
69. mín
Tæpt í tvígang þarna! Tvisvar björgum við með tæklingu á síðustu sekúndu. Danir hársbreidd frá því að sleppa í gegn þarna eftir að við missum boltann klaufalega í sókninni. Margar þreyttar lappir inni á vellinum núna.
68. mín
Inn:Jens Jønsson (Danmörk) Út:Mathias Jensen (Danmörk)
Þarna á skiptingin sér stað.
67. mín Gult spjald: Daniel Wass (Danmörk)
Daniel Wass fær gult Spjald.
66. mín
Mark! En nei það er dæmt af. Delaney á flotta fyrirgjöf fyrir markið sem Poulsen klárar snyrtilega í markið af stuttu færi en Poulsen er dæmdur rangstæður.
65. mín
Danir undirbúa skiptingu. Jens Jönsson stendur klár á hliðarlínunni. Hann er miðjumaður Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni.
62. mín
Áfram spilum við okkur í gegnum miðju danska liðsins en varnarmenn þeirra gefa ekkert eftir og eru með góðar gætur á sóknarmönnum okkar.
59. mín
Langt innkast inn á teiginn sem Guðlaugur Victor flikkar áfram á Jón Daða sem nær ekki krafti, né miði í skallann og boltinn endar framhjá markinu. Fín tilraun.
57. mín
Fínn sprettur hjá Poulsen sem eltir stungusendingu áður en Sverrir Ingi PAKKAR honum saman og sækir aukaspyrnuna.
56. mín
Braithwaite dæmdur rangstæður þarna en það skipti ekki máli því Rúnar Alex var með allt undir control. Áfram fínn kafli hjá íslenska liðinu.
52. mín
Hörður á langt innkast inn á teig en boltinn fer alla leið í hendurnar á markverði Dana.
52. mín
Fínt uppspil í þessum seinni hálfleik og við erum að finna meira pláss. En það vantar enn sendingarnar á síðasta þriðjungnum.
50. mín
Jón Daði liggur eftir skallaeinvígi við Jannick Vestergaard. Þeir tveir hafa háð margar loftorrustur í þessum leik. Hann stendur svo upp og virðist vera í lagi.
48. mín
Við erum að pressa aðeins ofar þessar fyrstu mínútur síðari hálfleiks.
47. mín
Simon Kjær stígur hæst upp í teignum og skallar en bottin fer langt framhjá fjærstönginni. Varnarmanni AC Milan varð ekki kápan úr þessu klæðinu.
46. mín
Inn:Frederik Rønnow (Danmörk) Út:Kasper Schmeichel (Danmörk)
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Elvar Geir Magnússon
46. mín
Glæsivarsla hjá Rúnari! Eriksen fer illa með vörn Íslands og á skot fyrir utan teig sem Rúnar ver í horn! Við skulum byrja þennan seinni hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn og nú byrja Danir með boltann og sækja til Suð-austurs.
45. mín
Svo virðist Kasper Schmeichel hafa meitt sig þarna áðan, því hann er að koma af velli fyrir Frederik Rönnöw.
45. mín
Guðlaugur Victor er að gera sig kláran að koma inná. Fyrir Birki Bjarnason.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Kaupmannahöfn þar sem Danir leiða með marki úr umdeildri vítaspyrnu.
45. mín
Samstuð hér á milli Kaspers Schmeichels og Alberts Guðmundssonar. Löng sending frá Gylfa þarna sem þeir enda í kapphlaupi um og Albert virðist reka fótinn í Kasper þarna. Kasper fær í kjölfarið læknisaðstoð.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Fínar síðustu mínútur íslenska liðsins. Náum að halda boltanum aðeins og Danir skapa sér ekkert.
42. mín
Fín sókn hjá okkur þarna. Jón Daði leggur boltann tilbaka á Albert sem gefur á Gylfa sem reynir að finna skotfæri en skotið hans fer að lokum í varnarmann.
40. mín
Þvílíkt færi! Hornspyrna Christians Eriksens ratar beint á kollinn á Poulsen sem er einn og óvaldaður á nærstöng en skalli hans himinhátt yfir!
39. mín
Danir fá hornspyrnu hægra megin.
39. mín
Enn eru bestu spilkaflar liðsins upp vinstri kantinn okkar en við náum ekki að tengja sendingar á síðasta þriðjungi vallarins.
38. mín
Dommer den er ude! - Öskraði danskur leikmaður reiðilega á tyrkneskan dómara leiksins sem sýndi engin viðbrögð.
32. mín
Þetta leit ekki þægilega út! Braithwaite á ristarskot af 16 metrunum beint í Sverri Inga sem steinliggur og fær læknisaðstoð. Svo var Braithwaite meira að segja dæmdur rangstæður svo blokkið var til einskis.
30. mín
Danir enn meira með boltann en hvorugt liðið nær að skapa sér nein færi. Mikið er öskrað á miðverði danska liðsins en þeir virðast ekki vera að senda réttar sendingar miðað við skammaryrðin sem fljúga hérna stundum.
25. mín
Danir halda boltanum vel en finna engar glufur á okkur. Reyna mikið að komasst upp kantana bakvið bakverðina okkar.
23. mín
Við höfum verið að finna Albert í lappir í uppspilinu en okkur gengur illa að finna Gylfa í hættulegum svæðum.
20. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni.
19. mín
Christian Eriksen fær dauðafæri inni í teignum en Hólmar Örn kemst fyrir vinstrifótarskotið hans og aftur fyrir endamörk. Horn sem Danir fá.
12. mín Gult spjald: Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Fyrir brotið í vítinu.
12. mín Mark úr víti!
Christian Eriksen (Danmörk)
Christian Eriksen skorar af öryggi, hátt í mitt markið.
11. mín
Danmörk fær víti! Daniel Wass keyrir inn í teiginn á fjær og Ari Freyr sparkar í hann og víti dæmt. Leit út eins og möguleg rangstaða samt.
10. mín
Besta íslenska spilið hefur komið upp vinstri kantinn okkar þar sem Arnór og Albert tengja við Ara. Við vitum svo að Birkir Már lúrir á fjær þegar skiptingin yfir kemur.
7. mín
Birkir á skot af löngu færi beint á Schmeichel eftir fínt spil frá Alberti.
6. mín
Braithwaite skýtur rétt framhjá af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Poulsen.
5. mín
Ari Freyr gefur fyrir frá vinstri en boltinn endar í höndunum á Schmeichel. Fínt spil hjá Íslandi þar sem Arnór fann sér pláss á miðjunni.
3. mín
Danir virðast spila með þrjá miðverði, Wass og Stryger Larsen á vængjunum og svo Christian Eriksen fyrir aftan Poulsen og Braithwaite.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Íslendingar byrja með boltann og sækja í Suð-austurátt.
Fyrir leik
Danir leika í rauðum treyjum sínum en við Íslendingar í hvítum treyjum.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn við dúndrandi tóna Þjóðardeildalagsins.
Fyrir leik
Som den lille store Claus
Klapper hele alle davs
Vi er røde
Vi er hvide
Þetta lag ómar nú um völlinn. Ég taldi dönsku "Roligans" í stúkunni lauslega áðan. Þeir eru um 25 stykki.
Fyrir leik
Tónlistin á vellinum gæti verið betri og gæti verið verri. Nik & Jay hápunkturinn. Re-Sepp-Ten hefur enn ekki verið spilað.
Fyrir leik
Silfurskeiðin söng árið 2012: "Alexander Ivan Scholz í danska landsliðið - og Atla Jó í spænska landsliðið."
Skeiðinni hefur nú orðið við ósk sinni því Alexander Scholz er kominn í danska landsliðshópinn og byrjar leikinn á bekknum. En Atli Jó er enn án leiks fyrir spænska landsliðið, eins skrýtið og það nú er.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aðstæður eru flottar í Kaupmannahöfn í kvöld. Grasvöllurinn lítur vel út og í dag var heiðskírt og hlýtt í borginni en það kólnaði hratt þegar sólin settist.
Fyrir leik
Hinir lærðu deila um það hvort við stillum upp í 4-4-2 eða í 5-3-2. Við höllumst að því að um sé að ræða 5-3-2 líkt og KSÍ sýnir uppstillinguna á Twitter. Annars er aðeins klukkustund í kick-off og Danska markmannsteymið er komið út á völl að hita upp.
Fyrir leik
Kasper Hjulmand þjálfari Danmerkur tók við liðinu í júlí á þessu ári og hefur gengið nokkuð vel á hveitibrauðsdögum sínum með liðið. Liðið tapaði að vísu fyrsta leik gegn Belgíu eftir að hafa farið taplausir í venjulegum leiktíma í nokkur ár. En eftir tapið gegn Belgíu liðið gert eitt jafntefli og svo unnið síðustu fjóra leiki sína, meðal annars gegn Englendingum á útivelli.
Fyrir leik
Engir áhorfendur eru leyfðir á völlinn en almennt tekur Parken um 38 þúsund manns í sæti. Í stað áhorfenda hafa Danir skreytt sæti vallarins í dönsku fánalitunum, rauðum og hvítum. Ansi snoturt verður að segjast. Danski fáninn er einmitt talinn elsti þjóðfáni heims, eins og Danir þreytast ekki á að minnast á.
Fyrir leik
Danir eru í öðru sæti riðilsins með sjö stig eftir fjóra leiki, stigi á eftir Belgum. Englendingar eru í þriðja sæti riðilsins, einnig með sjö stig á meðan við Íslendingar rekum lestina með núll stig í leikjunum fjórum. Það breytist vonandi í kvöld.
Fyrir leik
Heil og sæl og verið öll velkomin. Ég heiti Björn Már og verð með beina textalýsingu frá Parken í Kaupmannahöfn þar sem Ísland mætir Dönum í leik liðanna í Þjóðardeildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:45 íslenskum tíma.
Fyrir leik
Ísland mætir í kvöld Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn. Leikurinn er í Þjóðadeildinni, en það er ekkert undir fyrir Ísland nema stoltið. Ísland er fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Íslenska liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í síðustu viku. Frá þeim leik gerir Erik Hamren, sem er að stýra liðinu í næst síðasta sinn, átta breytingar.

Aðeins Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon halda sæti sínu. Gylfi er fyrirliði í dag.

Byrjunarlið Íslands:
13. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
18. Hörður Björgvin Magnússon
20. Albert Guðmundsson
21. Arnór Sigurðsson
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
5. Sverrir Ingi Ingason
8. Birkir Bjarnason ('46)
8. Arnór Sigurðsson ('70)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
20. Albert Guðmundsson ('75)
22. Jón Daði Böðvarsson ('71)
23. Ari Freyr Skúlason
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
4. Guðlaugur Victor Pálsson ('46)
6. Ragnar Sigurðsson
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
9. Kolbeinn Sigþórsson
11. Alfreð Finnbogason ('75)
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson (f) ('70)
19. Viðar Örn Kjartansson ('71)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)

Gul spjöld:
Ari Freyr Skúlason ('12)
Birkir Már Sævarsson ('89)
Hörður Björgvin Magnússon ('90)

Rauð spjöld: