Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Valur
8
7
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '45
0-2 Guðjón Baldvinsson '47
0-3 Guðjón Baldvinsson '55
Kristinn Freyr Sigurðsson '61 1-3
Tryggvi Hrafn Haraldsson '76 2-3
Hjalti Sigurðsson '80
Patrick Pedersen '80 3-3
3-4 Kristján Flóki Finnbogason '90 , víti
Sigurður Egill Lárusson '90 , víti 4-4
4-5 Alex Freyr Hilmarsson '90 , víti
Kristinn Freyr Sigurðsson '90 , víti 5-5
5-6 Ægir Jarl Jónasson '90 , víti
Tryggvi Hrafn Haraldsson '90 , víti 6-6
6-7 Óskar Örn Hauksson '90 , víti
Kristófer Jónsson '90 , víti 7-7
7-7 Emil Ásmundsson '90 , misnotað víti
Haukur Páll Sigurðsson '90 , víti 8-7
20.03.2021  -  12:00
Origo völlurinn
Lengjubikarinn - 8-liða úrslit
Aðstæður: Þungt yfir, rigningarlegt en samt bara nokkuð gott
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
8. Arnór Smárason ('64)
9. Patrick Pedersen ('89)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
21. Magnus Egilsson ('64)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('64)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Kristófer Jónsson ('64)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('64)
15. Sverrir Páll Hjaltested
17. Andri Adolphsson ('89)
26. Sigurður Dagsson
33. Almarr Ormarsson ('64)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('6)
Birkir Már Sævarsson ('39)
Magnus Egilsson ('44)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ég þakka samfylgdina í dag. Frábær leikur!

Takk fyrir mig! Það koma viðtöl inn á síðuna á eftir.
90. mín Mark úr víti!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Skorar og tryggir Val í undanúrslit.
90. mín Misnotað víti!
Emil Ásmundsson (KR)
Setur hann í slána.
90. mín Mark úr víti!
Kristófer Jónsson (Valur)
Beitir í rétt horn en nær ekki að verja. Gott víti.
90. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Hannes í rétt horn en vítið er gott.
90. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Pollrólegur.
90. mín Mark úr víti!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Mjög góð víti til þessa. Þetta var mjög fast.
90. mín Mark úr víti!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Öruggur.
90. mín Mark úr víti!
Alex Freyr Hilmarsson (KR)
Eins öruggt það gerist. Hannes stóð bara og horfði.
90. mín Mark úr víti!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Beitir í vitlaust horn. Öruggt.
90. mín Mark úr víti!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Hannes í boltanum en þetta var hátt.
90. mín
Hannes tók nokkrar armbeygjur á miðjum vellinum. Það gleymist aldrei að hann varði víti frá Messi á sínum tíma.
90. mín
Við erum á leið í vító!
90. mín
Við virðumst vera á leið í vító.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma
90. mín
Haukur Páll fær höfuðhögg þegar við erum að detta inn í uppbótartíma.

Ef þetta endar svona, þá fer þetta í vító.
89. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Það síðasta sem Patrick gerði í þessum leik.
88. mín
Patrick í dauðafæri
Hornspyrna og boltinn berst til Patrick sem er aleinn á fjærstönginni. Hann á hins vegar skot sem er langt yfir markið. Þetta var dauðafæri!
88. mín
Patrick með krampa en kemur svo aftur inn á.
85. mín
Kristófer Jóns átti skot fyrir utan teig sem Beitir ver vel.
84. mín
Þetta er búið að vera rosalegur leikur og ljóst að þjálfarar beggja liða geta tekið mikið út úr þessum leik. Margt gott og margt sem er hægt að bæta.
82. mín
Til að útskýra það sem gerðist áðan þá komst Patrick inn í sendingu Ægis. Hann kom honum á Kristinn Frey, sem átti hælsendingu aftur á Patrick. Sá danski setti hann á Sigga Lár en Hjalti kom á togaði hann niður áður en hann komst í skot.

Þetta var pjúra víti og pjúra rautt.
81. mín
Inn:Emil Ásmundsson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Emil fer í bakvörðinn fyrir Hjalta.
80. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
ÞEIR JAFNA ÞETTA! ÓTRÚLEG ENDURKOMA

Beitir í boltanum en boltinn fer inn. Staðan var 3-0 eftir 60 mínútur en er núna 3-3. Töfrar í Lengjubikarnum.
80. mín Rautt spjald: Hjalti Sigurðsson (KR)
VALUR FÆR VÍTI OG RAUTT SPJALD
77. mín
Þetta verða rosalega lokamínútur hérna!
76. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
HEYRÐU MIG NÚ?!

Tryggvi Hrafn búinn að minnka muninn enn frekar. Beitir með hræðilega sendingu beint á Patrick. Hann kemur honum á Tryggva sem skorar.
76. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Guðjón Baldvinsson (KR)
Gaui búinn að skila góðu dagsverki, óhætt að segja það.
75. mín
Kristinn Freyr við það að setja boltann í markið en hann fær boltann í höndina áður en hann nær að gera það.
74. mín
Flugskallinn
Beitir búinn að vera frekar óöruggur í fyrirgjöf, mikið í því að slá boltann. Valur á hér sókn sem endar með því að Birkir Már reynir flugskalla sem Beitir grípur.
72. mín
Færi!
Haukur Páll með þrumuskot sem Beitir ver út í teiginn. Boltinn berst til Patrick sem nær skotinu en það var fram hjá. Fannst mögulega brotið á Patrick í skotinu en ekkert dæmt.
70. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
68. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar var of seinn í tæklingu. Ívar notaði hagnað, leyfði Valsmönnum að sækja hratt og spjaldaði svo Óskar.
66. mín
Patrick fær ágætis færi í teignum en nær ekki nægilega miklum krafti í skotið.
65. mín
Valur fær aukaspyrnu og Atli Sigurjóns sparkar boltanum í burtu. Haukur Páll trompast og lætur Ívar gjörsamlega heyra það. Hann fær ekki spjald fyrir það.

Það er hiti í þessu og það er smá eins og þetta sé mikilvægur leikur í Íslandsmóti.
65. mín
Valsmenn hrista upp í hlutunum. Það eru 25 mínútur plús uppbótartími til stefnu.
64. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
64. mín
Inn:Kristófer Jónsson (Valur) Út:Arnór Smárason (Valur)
64. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Magnus Egilsson (Valur)
64. mín
Þreföld breyting hjá Val.
63. mín
Guðjón Baldvinsson varð 35 ára í febrúar. Hann og Óskar búnir að vera frábærir í dag.

En þetta eru ekki bara eintómir "gamlir karlar". Grétar Snær staðið sig vel í miðverðinum og Ægir Jarl virkilega flottur á miðjunni.

Nú er bara spurning hvort KR nái að sigla þessu heim.
61. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Valsmenn minnka muninn

Kaj Leo setur boltann fyrir og Kristinn Jónsson sýnist mér skalla hann fyrir fætur Krstins Freys sem klárar og minnkar muninn.

Þetta er allavega leikur núna!
58. mín
Gríðarlegur kraftur í KR-ingum hérna í seinni hálfleiknum á meðan Valsmenn eru vankaðir.
56. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr fær gula spjaldið fyrir tæklingu á Óskari. Fer fyrst í boltann en fylgir svo á eftir.
55. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (KR)
GAUI BALDVINS AFTUR!

Hannes með sendingu upp völlinn sem Ægir Jarl kemst inn í. Ægir kemur boltanum á Stefán Árna sem á mjög góða sendingu í fyrsta inn á Guðjón. Hann klárar bara svona færi; klobbar Hannes og staðan orðin 3-0!
51. mín
Arnór Smára með aukaspyrnu fyrir markið sem Beitir missir af. Sem betur fer fyrir KR þá missir Sebastian líka af henni.
51. mín
Menn eru nokkuð að renna á blautu gervigrasinu.
48. mín
Gaui Baldvins heldur áfram að spila vel á þessu undirbúningstímabili. Hann er núna kominn með fimm mörk í sex leikjum í Lengjubikarnum.
47. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (KR)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
2-0!!!!

KR-ingar byrja þennan seinni hálfleik af miklum krafti. Fá hornspyrnu sem Atli Sigurjóns tekur. Arnþór Ingi skalla boltann áfram á Guðjón Baldvins sem stýrir boltanum laglega í netið.

Nú er brekkan brött fyrir Íslandsmeistarana.
46. mín
Beitir er með húfu í markinu. Veit ekki alveg hvað mér finnst um það.
46. mín
Leikur hafinn
Spennandi seinni hálfleikur framundan!
45. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Breyting hjá KR í hálflek.
45. mín
Liðin að koma aftur út á völlinn.
45. mín
Hvernig bregðast Valsmenn við þessu marki?
Þeir eiga mann eins og Tryggva Hrafn á bekknum sem gæti komið inn á og breytt leiknum. Hafa ekki verið að skapa sér mikið færi en þetta snýst ekki alltaf um að koma sér í einhver dauðafæri, eins og Óskar sýndi hér áðan.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. KR skorar á besta tíma.
45. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Stefán Árni Geirsson
FRÁBÆRT MARK!

Ég var að fara að skrifa eitthvað um að það vantaði svolítið gæðin í þennan leik og þá kemur Óskar með eitthvað svona.

Vá, hvað hann er góður. Fær boltann frá Stefáni og fer yfir á vinstri fótinn. Hann hótar skóti, Arnór hoppar upp, og hann lætur svo vaða. Boltinn syngur í netinu. Geggjað mark frá þessum listamanni.
44. mín Gult spjald: Magnus Egilsson (Valur)
Hélt í Óskar. Eins og augljóst og það verður.
39. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Þriðja gula spjaldið. Birkir Már seinn í tæklinguna og straujar Kidda Jóns. Rúnar Kristins pirraður á hliðarlínunni.
36. mín
Ég minni á það að ef þessi leikur endar í jafntefli, þá fer þetta beint í vítaspyrnukeppni - engin framlenging.
33. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (KR)
Það er smá hiti í þessum leik.
32. mín
Það er byrjað að rigna í þessum hádegisleik. Það er bara skemmtilegra!
28. mín
KR-ingar vilja fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en ekkert dæmt. Haukur Páll ýtti klárlega við Stefáni í skotinu og KR-ingar hafa eitthvað til síns máls, klárlega.

Fá svo hornspyrnu og Pálmi mætir á fjærstöngina en skallinn fer yfir markið.
25. mín
Óskar Örn er rosalega góður
Ég verð bara að segja það; Óskar Örn Hauksson er enn alveg rosalega góður í fótbolta. Maðurinn verður 37 ára í ágúst og hann lítur gríðarlega vel út. Það er erfitt að stöðva hann þegar hann kemst á boltann.


24. mín
Gaui Baldvin fær boltann í teignum og á skot sem fer í varnarmann og innkast.
23. mín
Haukur páll fellir Stefán Árna og Stefán fellir svo Hauk. KR á aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir fyrirgjöf.
21. mín
Pálmi er aftur mættur inn á völlinn.
20. mín
Tveir Valsmenn á leið í landsliðsverkefni
Á meðan það er hlé á leiknum þá er gaman að segja frá því að tveir leikmenn Vals eru á leið í A-landsliðsverkefni eftir þennan leik. Það er auðvitað markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson. Ég ætla að skjóta á að þeir muni báðir byrja gegn Þýskalandi.
19. mín
Pálmi fær höfuðhögg á miðjum vellinum og þarf að fá aðhlynningu. Vonandnii er þetta ekki alvarlegt.
13. mín
Arnór með virkilega huggulega sendingu inn fyrir vörnina á Birki Má sem reynir að 'volly-a' hann en skotið er frekar laust og Beitir grípur það.
12. mín
Arnór með skot sem fer af varnarmanni KR og rétt fram hjá markinu. Siggi Lár tekur hornspyrnu á nærstöngina sem Óskar Örn skallar frá.
9. mín
Valur myndar alltaf þriggja manna miðvarðarlínu þegar þeir eru að bera boltann upp. Annað hvort Haukur eða Arnór sem fer niður og bætist í varnarlínuna. Hinn þá einn inn á miðri miðjunni á meðan.

Haukur Páll átti þarna mjög góða sendingu fram völlinn úr öftustu línu á Patrick sem tók vel á móti boltanum. Áhugavert plan.
7. mín
Vel lokað Hannes
Ægir Jarl sterkur og vinnur baráttu við vítateiginn. Boltinn berst til Óskars sem prjónar sig í gegn, en færið er þröngt og landsliðsmarkvörðurinn lokar vel.
6. mín Gult spjald: Rasmus Christiansen (Valur)
Fyrir að stöðva skyndisókn.
3. mín
Færi!
Mjög beinskeytt og auðvelt spil hjá Val í gegnum vörnina og Siggi Lár er kominn í ágætis færi en skot hans er auðvelt viðureignar fyrir Beiti.
1. mín
Liðin við fyrstu sín að stilla upp eins og ég bjóst við, allavega við fyrstu sýn. Arnór Smára er inn á miðjunni. Það er einhver mættur með trommu í stúkuna og það er stemning!
1. mín
Leikur hafinn
Valur í hefðbundnum rauðum búningum en KR í ljósbláu. Valur byrjar með boltann og sækir í átt að Háskóla Íslands. KR sækir í átt að Öskjuhlíð.

Heimir Guðjóns heilsaði upp á mann og annan fyrir leik. Það fór vel með honum og Kristjáni Flóki enda báðir fyrrum FH-ingar.
Fyrir leik
Bekkurinn sterkur hjá KR
Bekkurinn er sterkur hjá KR-ingum og má þar meðal annars finna Kristján Flóka Finnbogason. Hann hefur lítið spilað á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla.
Fyrir leik
Vall tæpur
Johannes Vall, sænskur bakvörður sem kom til Vals á dögunum, er ekki með í dag. Hann er tæpur og engar áhættur teknar með hann.

Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem kom frá ÍA í vetur, byrjar á bekknum í dag.
Fyrir leik
Ég var að heyra það að Kaj Leo, leikmaður Vals, hefði verið að trúlofa sig. Óska Færeyingnum innilega til hamingju með það. Hann byrjar hér í dag og er á leið í sitt þriðja tímabil með Val.
Endilega verið með á Twitter
Notið kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðuna um leikinn á Twitter. Aldrei að vita nema það birtist hér í lýsingunni!
Fyrir leik
Sigurvin á skýrslu
Sigurvin Ólafsson er á skýrslu sem aðstoðarþjálfari KR. Hann er úti á velli í takkaskóm að halda boltanum út á velli. Líklegt þykir að hann verði aðstoðarþjálfari KR í sumar en það á enn eftir að staðfesta það. Bjarni Guðjónsson fór náttúrulega til Svíþjóðar þar sem hann gerðist þjálfari U19 liðs Norrköping.


Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!
Ef ég ætti að giska þá er þessu stillt svona upp:

Valur (4-2-3-1): Hannes; Birkir Már, Sebastian, Rasmus, Magnus; Haukur Páll, Arnór; Kaj Leo, Kristinn Freyr, Sigurður Egill; Patrick.

KR (4-3-3): Betir; Hjalti, Grétar Snær, Arnór Sveinn, Kristinn; Pálmi, Atli, Ægir; Stefán Árni, Gaui Baldvins, Óskar Örn.
Fyrir leik
Eitt lið komið áfram
Það er eitt lið komið áfram í undanúrslit Lengjubikarsins en það er Keflavík sem hafði betur gegn Víkingi Reykjavík í vítaspyrnukeppni í gær.

Aðrir leikir í átta-liða úrslitum eru:

Valur - KR (12:00)
Stjarnan - Fylkir (14:00)
Breiðablik - KA (16:00)

Þessir þrír leikir sem eru eftir eru allir í dag.
Fyrir leik
Dómarar
Dómari í dag er Ívar Orri Kristjánsson og hans aðstoðardómarar eru Egill Guðvarður Guðlaugsson og Steinar Gauti Þórarinsson.

Arnar Ingi Ingvarsson er varadómari og Viðar Helgason eftirlitsmaður.


Fyrir leik
Ótímabæra spáin
Ótímabæra spáin er skemmtilegur liður í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

Það hafa verið birtar tvær ótímabærar spár til þessa og var Valur á toppnum í þeim báður. Andstæðingar þeirra í dag, KR, voru hástökkvararnir í síðustu spá. Vesturbæjarstórveldið fór upp úr sjötta sæti og í það þriðja.

"Eitt af allra heitustu liðunum á undirbúningstímabilinu eru gömlu karlarnir, Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Gömlu karlarnir eru bestir," sagði Tómas Þór Þórðarson.


Fyrir leik
Valur vann Reykjavíkurmótið
Þessi lið tóku bæði þátt í Reykjavíkurmótinu en þar vann Valur lið Fylkis í úrslitaleik. Leikurinn fór í vítaspyrnukeppni og þar hafði Valur betur. KR-ingar höfnuðu í öðru sæti í B-riðlinum eftir 4-0 tap gegn Fylki.
Fyrir leik
Einn til að fylgjast með úr hvoru liði
Hér útnefni ég leikmann úr hvoru liði sem ég ætla að fylgjast sérstaklega vel með í dag. Þetta eru báðir nýir leikmenn Vals og KR.

Arnór Smárason (Valur)
Kominn heim úr atvinnumennsku og það verður spennandi að sjá hvaða hlutverk hann fær í Val í sumar. Verður hann á miðjunni, í holunni eða hvað? Kallaður Smáradona og ég hlakka til að sjá hann spila í dag.

Guðjón Baldvinsson (KR)
Kominn aftur í KR frá Stjörnunni. Hefur verið að spila vel á undirbúningstímabilinu og skoraði fjögur mörk í riðlakeppni Lengjubikarsins. Sóknarmaður sem Valsmnenn þurfa að hafa góðar gætur á.


Fyrir leik
Breytingar frá síðasta tímabili
Það hafa orðið breytingar á liðunum frá síðustu leiktíð. Þær eru eftirfarandi:

Valur

Komnir
Almarr Ormarsson frá KA
Arnór Smárason frá Lilleström
Kristófer Jónsson frá Haukum
Johannes Vall frá Ljungskile
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Lilleström

Farnir
Aron Bjarnason til Ujpest (Var á láni)
Eiður Aron Sigurbjörnsson í ÍBV
Einar Karl Ingvarsson í Stjörnuna
Kasper Högh til Randers (Var á láni)
Lasse Petry til HB Köge
Valgeir Lunddal Friðriksson í Hacken

KR

Komnir
Grétar Snær Gunnarsson frá Fjölni
Guðjón Baldvinsson frá Stjörnunni

Farnir
Ástbjörn Þórðarson í Keflavík
Finnur Orri Margeirsson í Breiðablik
Finnur Tómas Pálmason til Norrköping
Gunnar Þór Gunnarsson hættur
Jóhannes Kristinn Bjarnason til Norrköping
Pablo Punyed í Víking R.


Fyrir leik
Leikir liðanna á síðasta tímabili
Þessi lið mættust auðvitað tvisvar í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.

Þau mættust í opnunarleik tímabilsins hér á Hlíðarenda og þá hafði KR betur, 1-0. Valur kom fram hefndum í seinni leiknum í Vesturbæ. Það var mikill markaleikur sem endaði 4-5 fyrir Valsmenn. Valur varð Íslandsmeistari og KR hafnaði í fimmta sæti eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar 2019.


Fyrir leik
Lengjubikarinn
Valur vann sinn riðil í Lengjubikarnum, riðil 1, með 13 stig úr fimm leikjum. Valur vann 1-0 sigur á KA, 8-1 sigur gegn Grindavík, 3-0 sigur á Víkingi Ólafsvík, 2-2 jafntefli við HK og 3-0 sigur á Aftureldingu.

KR lenti í öðru sæti í riðli 2 á eftir Víkingum. KR endaði með 11 stig eftir 1-1 jafntefli við Víkinga, 8-2 sigur á KR, 4-0 sigur á Þór, 3-1 sigur á Kórdrengjum og 1-1 jafntefli gegn FH.
Fyrir leik
Hádegisleikur!
Það er ekki oft sem við fáum hádegisleiki í íslenska boltanum en það verður flautað til leiks hérna klukkan 12:00, á slaginu!

Liðið sem ber sigur úr býtum í dag kemst í undanúrslit Lengjubikarsins, eins og gefur að skilja. Ef staðan er jöfn í leikslok, þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni - engin framlenging!

Tvö hundruð áhorfendur eru leyfðir á íþróttaviðburðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Fyrir leik
Reykjavíkurstórveldin
Góðan og gleðilegan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Reykjavíkurslag Vals og KR í átta-liða úrslitum Lengjubikars karla.

Þetta verður fjör!


Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('45)
2. Hjalti Sigurðsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Guðjón Baldvinsson ('76)
8. Stefán Árni Geirsson ('81)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('70)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('45)
8. Emil Ásmundsson ('81)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('76)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('70)
18. Aron Bjarki Jósepsson
24. Þorsteinn Örn Bernharðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('33)
Óskar Örn Hauksson ('68)

Rauð spjöld:
Hjalti Sigurðsson ('80)