Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
Ísland U21
0
2
Danmörk U21
0-1 Gustav Isaksen '5
0-2 Mads Bech '19
Sveinn Aron Guðjohnsen '39 , misnotað víti 0-2
28.03.2021  -  13:00
Gyirmóti Stadion, Györ
EM U21 landsliða
Aðstæður: 12 gráður og hálfskýjað, völlurinn þurr
Dómari: Halil Umut Meler (Tyrkl)
Maður leiksins: Morten Hjulmand (DAN)
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
5. Ísak Óli Ólafsson ('77)
6. Alex Þór Hauksson ('68)
9. Stefán Teitur Þórðarson ('85)
10. Mikael Anderson
11. Jón Dagur Þorsteinsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('85)
18. Willum Þór Willumsson ('68)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson (f)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
7. Finnur Tómas Pálmason ('77)
7. Ísak Bergmann Jóhannesson ('68)
8. Kolbeinn Þórðarson
8. Andri Fannar Baldursson ('68)
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('85)
11. Bjarki Steinn Bjarkason
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('85)
21. Þórir Jóhann Helgason
21. Valgeir Lunddal Friðriksson

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Jón Dagur Þorsteinsson ('25)
Hörður Ingi Gunnarsson ('55)
Mikael Anderson ('65)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Virkilega svekkjandi tap í dag þar sem það var klárlega möguleiki á því að fá stig.

Fengum færin, fengum víti en það vantaði bara herslumuninn í dag, sofnuðum á verðinum tvisvar sem varð okkur að falli..

Þakka kærlega fyrir samfylgdina í dag og ég minni á leik Íslands og Armeníu á eftir.

Áfram Ísland!
90. mín
Elvar Geir Magnússon
86. mín


"HVERNIG ENDAÐI ÞETTA EKKI Í NETINU" færið..
85. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U21) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
85. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland U21)
81. mín
Inn:Jesper Lindström (Danmörk U21) Út:Wahidullah Faghir (Danmörk U21)
Meiddur út af
78. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
77. mín
Inn:Finnur Tómas Pálmason (Ísland U21) Út:Ísak Óli Ólafsson (Ísland U21)
76. mín
HVERNIG ENDAÐI ÞETTA EKKI Í NETINU???

Stefán Teitur á sturlaða sendingu út í horn á Jón Dag sem tekur einföld skæri framhjá varnarmanni Dana og setur hann á rassinn, gefur svo boltann út í teig á Stefán Teit sem kemur í seinni bylgunni og á skot sem var á leið í markið en varnarmaður Dana fer fyrir...

Ótrúlegt við séum ekki búnir að skora..
75. mín
Inn:Victor Jensen (Danmörk U21) Út:Magnus Kofod Andersen (Danmörk U21)
74. mín
Sveinn Aron tekur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en hún er langt frá því að vera góð og fer beint í vegginn...
74. mín
Ísak Óli búinn, aftan í læri. Finnur kemur inn
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
73. mín Gult spjald: Morten Hjulmand (Danmörk U21)
70. mín
Mikael gerir virkilega vel, fer framhjá þrem, gefur á Svenna sem setur hann einn lengra á Jón Dag sem kemst upp að endamörkum og á fasta fyrirgjöf fyrir markið en Danir komast fyrir..

Nú bara að bæta í!!
68. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Ísland U21) Út:Willum Þór Willumsson (Ísland U21)
68. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland U21) Út:Alex Þór Hauksson (Ísland U21)
65. mín Gult spjald: Mikael Anderson (Ísland U21)
64. mín
Andri Fannar að gera sig klárann

Ísak Bergmann líka
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
63. mín Gult spjald: Mads Bech (Danmörk U21)
62. mín
Danir vilja víti!

Kemur fyrirgjöf frá hægri inn á teig íslenska liðsins, Anders Dreyer tekur við boltanum og Hörður Ingi fer í bakið á honum en dómarinn dæmir ekkert

Hefði getað verið víti
61. mín
4. dómarinn búinn að fá nóg

Lætur íslenska bekkinn heyra það. ,,Easy, no more from you" með háum rómi.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
61. mín
60. mín
Inn:Anders Dreyer (Danmörk U21) Út:Mohamed Daramy (Danmörk U21)
Sú skipting vol. 2
60. mín
Olnbogi í Svein Aron?

Sá þetta ekki á vellinum en Svenni er ekki sáttur við Hjulmand. Bekkur Íslands heldur ekki sáttur.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
60. mín
Inn:Jacob Bruun Larsen (Danmörk U21) Út:Gustav Isaksen (Danmörk U21)
Sú skipting..
59. mín Gult spjald: Magnus Kofod Andersen (Danmörk U21)
58. mín
Enn og aftur er Daramy að leika íslensku vörnina grátt, fer framhjá tveimur og Hörður Ingi fer í tvo hringi, Alex Þór Hauksson mætir svo og tæklar boltann í horn
56. mín

Elvar Geir Magnússon
55. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (Ísland U21)
Stoppar skyndisókn Dana
54. mín
Elvar Geir Magnússon
53. mín
Aukaspyrna út á velli sem JD tekur, hár bolti inn á teig sem Ari Leifsson skallar yfir

Markið fer að koma!
52. mín
Þetta er sama brot og í fyrri hálfleik...

Auðveldara að flauta núna?
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
50. mín
Mohamed Daramy keyrir upp vinstri kantinn og fer inn á völlinn og á skot en fer af varnarmanni Íslands og rennur laust í átt að Patta..

Alltaf hætta þegar Daramy tekur á rás..
46. mín
Inn:Wahidullah Faghir (Danmörk U21) Út:Nikolai Baden Frederiksen (Danmörk U21)
Wahid Faghir (2003) kominn inn á.
45. mín
Hálfleikur
Andri Fannar fær leiðbeiningar frá Þórði, spurning hvort hann komi inn á strax í byrjun seinni.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Engu að tapa

Ég held að það megi dæma íslenska liðið á næstu 45 mínútum. Liðið hefur engu að tapa og þarf að eiga sinn besta hálfleik til að ná einhverju út úr þessum leik. Koma svo strákar.

Þetta varð allt miklu betra hjá liðinu þegar Danir settu annað markið. Fram að því var eins og Ísland ætti ekki að spila fótbolta í leiknum, leikmenn voru límdir niður og miklar hömlur hvernig leikmenn pressuðu. Héldum ekkert í boltann og leit vægast sagt illa út. Mun betra síðustu 20 mín.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
45. mín
Hálfleikur
Ótrúlega frústerandi fyrri hálfleikur.

#1 Fyrsta markið átti aldrei að standa

#2 Klaufalegt seinna mark

#3 Klúðruðum víti

45 mínútur eftir og við þurfum úrslit, KOMA SVO!
43. mín
39. mín Misnotað víti!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Ég trúi þessu ekki

Oliver Christiensen fer í rétt horn og skotið hjá Svenna er ekki nógu mikið til hliðar og er í góðri hæð fyrir Oliver..

Spurning hvort Oliver þekkir hvar Svenni skýtur þar sem þeir eru samherjar í OB...

38. mín
Davíð sendir Finn að hita

Ísak liggur eftir. Vinnur bolta í teignum og fær markvörðinn í sig, vítaspyrna. Sveinn fer á punktinn.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
37. mín
Sýna karakter og vinna þessa bolta í teignum

Jón Dagur reynir að kveikja í sínum mönnum
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
36. mín
Það er komið aðeins meira jafnvægi í leikinn eftir yfirburði hjá danska liðinu fyrstu 20 mínúturnar!

Nú þurfum við að nýta löngu innköstin betur!
32. mín

Elvar Geir Magnússon
26. mín
FÆRI!!

Boltinn dettur fyrir Svein Aron rétt fyrir utan teig og Svenni á mjög fast skot sem fer nokkra sentimetra framhjá!

Það er íslenskt mark í loftinu!
26. mín Gult spjald: Victor Nelsson (Danmörk U21)
Fyrir að ýta Jóni Degi
25. mín Gult spjald: Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
Það er kominn hiti í þennan erkifjendaslag, Jón Dagur og Victor Nelsson fyrirliðar liðanna ýta hvorum öðrum meðan boltinn er ekki í leik.

Gaman að sjá það sé hiti í þessu.
23. mín

Elvar Geir Magnússon
19. mín MARK!
Mads Bech (Danmörk U21)
Algjört klaufamark...

Fyrirgjöf sem dettur á miðjan teig okkar Íslendinga, boltinn hrekkur af Ara Leifssyni og endar hjá Mads Bech sem er gjörsamlega aaaaleinn í teignum og rennir honum snyrtilega framhjá Patta í fjærhornið...

Hey? Það er nóg eftir af þessum leik

18. mín
16. mín
There's no foul for Iceland

Davíð er ekki sáttur með dómarana!

Danir eiga aukaspyrnu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
14. mín
Danir eru brjálaðir og vilja fá víti!

Boltinn dettur fyrir Gustav Isaksen en Kolbeinn Birgir kemur með sturlaða tæklingu, þaðan dettur boltinn til Nikoolai Laursen og Jón Dagur ýtir aðeins við honum og Laursen fellur í teignum og Danir eru hundfúlir að fá ekki víti.

Jón Dagur gjörsamlega hraunar yfir Laursen fyrir þessa dýfu.
14. mín
Öskrar á strákana

Doddi lætur strákana heyra það og reynir að kveikja í þeim. Danir með öll völd og vildu fá vítaspyrnu rétt í þessu.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
12. mín
Jæja 12 mínútur liðnar og Danir búnir að halda boltanum nánast allann leikinn, í hvert skipti sem við fáum boltann endar Patrik með boltann sem fær pressu á sig frá danska liðinu og Patrik neyðist til að sparka fram völlinn og þar vinna Danir alla bolta...

Við verðum að halda betur í boltann svo mikið er ljóst...
11. mín
Elvar Geir Magnússon
10. mín
Dómarinn pirrar mig og leikmenn

Fellur allt með Dönum til þessa, Davíð segir mönnum að halda fókus.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
6. mín
Ein tempó breyting og allt opnaðist

Danir haldið boltanum allan tímann og það var eins og þeir væru bara að bíða eftir að skipta upp um einn gír og opna íslenska liðið. Það tókst í fyrstu tilraun. En var þetta rangstaða?? Virkar þannig af ljósmynd að dæma.



Dómari leiksins leyfir Dönum aðeins að setja hendur á Svein Aron í einvígum sem mætti alveg flauta á, mín vegna...
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
5. mín MARK!
Gustav Isaksen (Danmörk U21)
Stoðsending: Morten Hjulmand
Ja hérna hér...

Danir sundurspila okkur með fallegum einna snertinga fótbolta, Morten Hjulmand á flotta sendingu svo til hægri á Gustav Isaksen sem hótar skotinu með hægri en færir boltann yfir á vinstri og á frábært skot í fjær sem Patrik á ekki séns.

1-0 en það jákvæða er að það er nóg eftir af þessum leik.
4. mín
Danir byrja leikinn á að halda boltanum virkilega vel, Danir koma með sendingu bakvið vörn Íslendinga og það kemur fyrirgjöf frá vinstri inn á teig en Ari Leifsson hreinsar frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn! ÁFRAM ÍSLAND

Fyrir leik
,,It's so long this song." Innlegg frá Danmörku. Lofsöngur er í lengri kantinum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Mæli með að þeir sem ná að horfa á leikinn fylgist með Mohamed Daramy!

Kantmaður FCK sem er fæddur árið 2002 og hefur hann verið orðaður við Liverpool og RB Leipzig. Hann byrjaði að brjótast inn í lið FCK aðeins 17 ára gamall og hefur nú spilað 71 leik fyrir liðið í öllum keppnum þrátt fyrir ungan aldur.
Fyrir leik
Ljósmyndari frá Danmörku spáir 1-4, augnsvipurinn á mér lækkaði hann niður í 1-3.

Sá er frá Árósum og segir að ef Jón Dagur verði betri í því að vita hvenær eigi að senda og hvenær hann eigi að skjóta þá verði hann stórkostlegur.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Leikmenn gengnir inn til búningsherbergja. Íslenska liðið leikur í bláum treyjum í dag þar sem liðið er heimalið.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Af vellinum

Vi er röde vi er hvide í gangi. Nej tak.



Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Róbert Orri Þorkelsson sem byrjaði leikinn gegn Rússlandi liggur heima á hótelherbergi með hita og verður ekki með liðinu í dag.


Fyrir leik
Danir eru heldur betur að hvíla í þessum leik en þeir gera 7 breytingar frá sigrinum á Frökkum! Aðeins Oliver Christensen/Mads Roerslev/Mads Bech og Magnus Andersen halda sæti sínu í liðinu frá leiknum gegn Frökkum!
Fyrir leik

Okkar menn skoða vallaraðstæður fyrir leikinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Er Alberto Capellas þjálfari búinn að vera fylgjast með Óskari Hrafni og hans lærisveinum í Breiðablik því Danir eru að stilla upp í 3-6-1 samkvæmt þessari mynd.
Fyrir leik
Davíð Snorri Jónasson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leik dagsins en Mikael Anderson er einn þriggja leikmanna sem koma inn í byrjunarliðið.

Mikael kemur inn í staðinn fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson. Þá kemur Ísak Óli Ólafsson inn í hjarta varnarinnar í stað Róberts Orra Þorkelssonar og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjar í stað nafna síns Kolbeins Þórðarsonar.

Davíð heldur sig við sama miðjutríó og gegn Rússlandi.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Lykilmaður Dana: Jesper Lindström

Leikmaður fæddur 2000 sem spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður. Lindstrom hefur verið frábær með Brondby hingað til á þessari leiktíð og tölfræðin talar sínu máli þegar kemur að þessum leikmanni, 9 mörk og 9 stoðsendingar í 21 leik og er orðin stjarna heima fyrir í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta er leikmaður með mikinn hraða og frábæra boltatækni og er stanslaust að ógna marki andstæðinga hvort það sé að búa til færi fyrir liðsfélaga sína eða búa til fyrir sjálfan sig.


Fyrir leik
Það er klárt miðað við 4-1 tapið gegn Rússlandi að leikmenn íslenska liðsins þurfa að sýna mun agaðari varnarleik og miklu meiri baráttu, nokkur mörk Rússa í leiknum voru alltof auðveld og sérstaklega þriða markið þar sem Ungstirnið, Arsen Zakharyan labbaði í gegnum hjartað í liðinu og skoraði auðveldlega

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Sviðið er klárt í Ungverjalandi!


Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Svona spáir undirritaður að Davíð Snorri stillir upp liði sínu
Fyrir leik


Ef undirritaður mætti velja hvernig liðið hjá Danmörku væri á morgun, þá væri það svona.
Fyrir leik


Danir unnu rosalegan 1-0 sigur á Frakklandi í fyrsta leik, leikurinn var ekkert frábær skemmtun en mark Dana var stórkostlegt og skoraði Anders Dreyer kantmaður Midtjylland sigurmarkið þegar rúmar 15 mínútur voru eftir.
Fyrir leik


Mæli með að allir sem ætla fylgjast með þessum leik taki sér 2-3 mínútur og lesi þessa grein.
Fyrir leik
Davíð Snorri, þjálfari liðsins var spurður hvort hann sæi líkindi milli Rússa og Dana.

"Auðvitað er þetta ekki sama lið, við þurfum fyrst og fremst að klára okkar, hvaða svæðum þarf að loka. Vissulega sjáum við að Danirnir leita í svipuð svæði og einhver líkindi þar. Varnarleikurinn er ekki eins en þetta snýst fyrst og fremst um það að við klárum okkar hluti vel."
Fyrir leik
Dömur mínar og herrar verið hjartanlega velkomin að viðtækjunum í þráðbeina textalýsingu frá leik Íslands og Danmerkur á EM U21 en þetta verður rosalegur leikur!
Byrjunarlið:
1. Oliver Christensen (m)
2. Mads Roerslev
4. Mads Bech
5. Victor Nelsson
7. Nikoolai Laursen
9. Nikolai Baden Frederiksen ('46)
14. Morten Hjulmand
17. Mohamed Daramy ('60)
19. Gustav Isaksen ('60)
20. Magnus Kofod Andersen ('75)
21. Carlo Holse

Varamenn:
16. Peter Vindahl-Jensen (m)
22. Mads Hermansen (m)
3. Andreas Poulsen
6. Nikolas Nartey
8. Jesper Lindström ('81)
10. Jacob Bruun Larsen ('60)
11. Anders Dreyer ('60)
12. Sebastian Hausner
13. Frederik Alves Ibsen
15. Rasmus Carstensen
18. Victor Jensen ('75)
23. Wahidullah Faghir ('46) ('81)

Liðsstjórn:
Alberto Capellas (Þ)

Gul spjöld:
Victor Nelsson ('26)
Magnus Kofod Andersen ('59)
Mads Bech ('63)
Morten Hjulmand ('73)

Rauð spjöld: