Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísland U21
0
2
Frakkland U21
0-1 Matteo Guendouzi (f) '17
0-2 Odsonne Édouard '38
31.03.2021  -  16:00
Gyirmóti (Alcufer) Stadion, Györ
EM U21 landsliða
Aðstæður: 22°C og glampandi, völlurinn eins og hann er og lélegt netsamband.
Dómari: Lawrence Visser (BEL)
Áhorfendur: Nokkrir njósnarar og aðrir fagmenn
Byrjunarlið:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
4. Róbert Orri Þorkelsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Kolbeinn Þórðarson ('73)
8. Andri Fannar Baldursson
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('86)
10. Mikael Anderson
15. Valdimar Þór Ingimundarson ('73)
20. Kolbeinn Birgir Finnsson ('86)
21. Valgeir Lunddal Friðriksson
23. Ari Leifsson (f) ('86)

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
6. Alex Þór Hauksson ('86)
9. Stefán Teitur Þórðarson ('86)
11. Bjarki Steinn Bjarkason ('73)
16. Hörður Ingi Gunnarsson ('86)
21. Þórir Jóhann Helgason ('73)

Liðsstjórn:
Davíð Snorri Jónasson (Þ)

Gul spjöld:
Kolbeinn Birgir Finnsson ('12)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Ísland lýkur leik á Evrópumótinu árið 2021.
91. mín
Uppbótartími
86. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Ísland U21) Út:Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U21)
86. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland U21) Út:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21)
86. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Ísland U21) Út:Ari Leifsson (f) (Ísland U21)
Fyrirliða skipting
85. mín
Flottur sprettur hjá Íslandi. Fáum hornspyrnu!
83. mín
Ágætis sókn hjá íslenska liðinu en Binni nær ekki stjórn á fyrirgjöf Kolbeins.
78. mín
Elías með þessa fyrirgjöf í teskeið.
77. mín
Dagba og Mikki fá tiltal, ekkert meir frá þeim, annars verður rifið í spjöldin.
75. mín
Inn:Eduardo Camavinga (Frakkland U21) Út:Alexis Claude-Maurice (Frakkland U21)
75. mín
Kolbeinn Birgir kemur sér fyrir fyrirgjöf. Frakkar fá horn.

Kom ekkert úr þessu horni.
73. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Ísland U21) Út:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21)
73. mín
Inn:Bjarki Steinn Bjarkason (Ísland U21) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Ísland U21)
70. mín
Mikael með tilraunina en hún talsvert yfir mark Frakkana.
69. mín
Flott sókn íslenska liðsins, Mikael fær loksins aukaspyrnu, hefur beðið um þær nokkrar.

Frábært skotfæri!!
64. mín Gult spjald: Alexis Claude-Maurice (Frakkland U21)
Braut á Kolbeini Þ
61. mín
Inn:Armand Lauriente (Frakkland U21) Út:Jonathan Ikoné (Frakkland U21)
Þreföld
61. mín
Inn:Randal Kolo Muani (Frakkland U21) Út:Odsonne Édouard (Frakkland U21)
61. mín
Inn:Romain Faivre (Frakkland U21) Út:Amini Gouiri (Frakkland U21)
60. mín
Vel unnið hjá Andra Fannari, Mikael kemur boltanum svo á Binna en hann óheppinn að fá ekki horn úr þessu. Þetta er betra.
57. mín
Flott flaut á bara eitthvað...
57. mín
Frábærlega gert. Fyrst hjá Kolbeini Birgi, svo hjá Kolbeini Þ, svo Binna og Mikael á skot úr þröngri stöðu sem Lafont ver.

Fyrsta hornspyrna Íslands.

55. mín
Dagba fór illa með Kolbein einn á móti einum en Andri Fannar komst inn í fyrirgjöfina.

Ikone kemur sér svo inn á teiginn en hittir ekki á markið með tilraun sinni.
53. mín
Finnur kemst fyrir fyrirgjöf Ikone, Frakkar taka horn.
50. mín
Andri Fannar leysir vel úr sinni stöðu, finnur Kolbein sem á frábæra sendingu inn á Binna sem nær ekki að taka boltann með sér, svekkjandi snerting.
49. mín
Frakkarnir búnir að skipta um gír virðist vera. Liggja á okkur og eru hraðari núna. Finnur kemst fyrir skot Guendouzi og Frakkar eiga hornspyrnu.
46. mín
Vinnum aukaspyrnu strax í byrjun seinni -

Kom ekkert upp úr þessu.
45. mín
Hálfleikur
Við fáum mynd beint frá Brekkunni á Akureyri.

45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið
45. mín
KÞ vinnur aukaspyrnu. KB skokkar yfir hægra megin og tekur aukaspyrnuna.

Spyrnan vel inn á teiginn, Frakkar skalla frá og Mikki lætur vaða. Vel yfir og framhjá.
44. mín
Úff þessi var ekki langt frá því hjá Frökkum, rétt yfir.
43. mín
Frakkar fá hornspyrnu. Valgeir kemur sér fyrir fyrirgjöf.

Róbert Orri hreinsar í aðra hornspyrnu, þetta var bras!
38. mín MARK!
Odsonne Édouard (Frakkland U21)
Var þetta ekki rangstaða??? Uppfært: Róbert virðist sitja eftir og spila Frakkann réttstæðan.

Sending upp vinstri vænginn sem Valgeir nær ekki að stöðva og Edouard kemst einn gegn Elíasi og vippar yfir hann.

36. mín
Dagba með alvöru gloríu
35. mín
Ahhhh

Kolbeinn Þ með flotta sendingu inn á Binna og Lafont í einhverju rugli. Binni leggur ekki í vippuna og fyrirgjöfin ekki sérstök. Mikael á svo fyrirgjöf sem Lafont grípur
33. mín
Badiashile vinnur skallaboltann en við komumst fyrir og hreinsum, sá ekki hver.
32. mín
Kolbeinn Þórðar eltir vel inn í teig og kemst fyrir skottilraun. Frakkar eiga hornspyrnu.
30. mín
Frakkar fá fyrstu hornspyrnu leiksins. Fyrirgjöf af Valgeiri og aftur fyrir.

Elías með þetta í teskeið.
28. mín
Laglega gert hjá Binna og Valgeiri úti hægra megin. Binni kemur með fyrirgjöf en Valdi með aðeins of þunga snertingu og Frakkar fá markspyrnu.
28. mín
Laglega stigið upp Finnur! Vinnur aukaspyrnu.
26. mín
,,You must be joking"

Davíð ósáttur að Mikki fékk ekki aukaspyrnu.

Elías vel á verði hinu megin og grípur inn í stungusendingu.
26. mín
Flott tækling hjá Ara!
25. mín
Kolbeinn Þórðar reynir skot en fær boltann í höndina eftir viðkomu í Kounde sýndist mér, fín og snörp sókn annars.
24. mín
Við erum að vinna boltann aðeins of neðarlega til að ná að ógna Frökkunum.
22. mín
Guendouzi hendir sér niður, soft aukaspyrna.

Andri tekinn niður, hagnað takk?
21. mín
Claude-Maurice með skot vel yfir.
18. mín
Danir leiða 2-0 í hinum leiknum.
18. mín
Inn:Boubakary Soumaré (Frakkland U21) Út:Aurélien Tchouameni (Frakkland U21)
Tchouameni búinn í dag
17. mín MARK!
Matteo Guendouzi (f) (Frakkland U21)
Guendouzi skorar, 0-1.

Sending upp vinstri vænginn, fyrirgjöf og Guendouzi laus inn á teignum. Of auðvelt og upp úr engu.

Kölluðum eftir rangstöðu en fengum enga slíka.

16. mín
Elías í engum vandræðum að grípa aukaspyrnu fyrirgjöf.
12. mín Gult spjald: Kolbeinn Birgir Finnsson (Ísland U21)
Aðeins of seinn og takkarnir í Tchouameni sýnist mér sem liggur eftir.
11. mín
Kolbeinn Þórðar er að byrja þennan leik frábærlega.

Mjög góð og þétt byrjun hjá öllum ef út í það er farið.
7. mín
Davíð: That must be a foul.

Vildum fá aukaspyrnu á vallarhelmingi Frakka en fengum ekki.
5. mín
Fín byrjun á leiknum. Ein fyrirgjöf frá okkur og ein frá Frökkunum. Ekkert vesen.
1. mín
Finnur Tómas er í miðri vörninni og Ari hægra megin.
1. mín
Leikur hafinn
Lokaleikurinn í riðlinum hafinn!

Frakkland byrjar með boltann!

Danir mæta Rússum á sama tíma.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl. Ísland leikur í bláu í dag þar sem liðið er heimalið, Ari leiðir okkar stráka inn á völlinn.

Guendouzi leiðir hvítklædda Frakka inn á völlinn.
Fyrir leik
Leikmenn gengnir til búningsherbergja fyrir lokaundirbúning fyrir leik. Endilega nota #fotboltinet á Twitter, gæti vel laumast inn eitt og eitt tíst í lýsinguna.
Fyrir leik
Frakkarnir stilla upp í 4-3-3. Fjórar breytingar frá sigrinum gegn Rússum. Guendouzi, Claude-Maurice, Maouassa og Badiashile koma inn í liðið.

Lafont
Dagba - Kounde - Badiashile - Maouassa
Claude-Maurice - Tchouameni - Guendouzi (f)
Ikone - Edouard - Gouiri
Fyrir leik
Leikmenn eru að ganga inn á völlinn í upphitun. 40 mín í leik, mjög hlýtt, sól og logn!
Fyrir leik

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarlið U21 landsliðsins - Ari fyrirliði í 5-3-2 kerfi

Varnarmaðurinn Ari Leifsson er fyrirliði í dag þar sem Jón Dagur er farinn til Liechtenstein. Davíð Snorri stillir upp í 5-3-2 kerfi með Ara, Róbert Orra Þorkelsson og Finn Tómas Pálmason í miðvarðalínunni.

Andri Fannar Baldursson kemur inn á miðjuma og þeir Valdimar Þór Ingimundarson og Brynjólfur Willumsson spila fremstir.

Alls eru átta breytingar frá síðasta leik.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik


Davíð Snorri Jónasson þjálfari liðsins sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

Hver er lykillinn að því að ná góðum úrslitum á morgun?

,,Ég veit ekki hversu mikið franska pressan ætlar að pikka upp frá okkur en lykilatriðið er að lenda ekki í eltingarleik, vera með Frakkana fyrir framan okkur, neita þeim um svæðin úti á köntunum, þegar kantmennirnir koma inna og að sama skapi að reyna fá augnablik þar sem Frakkarnir þurfa að hugsa hraðar."

,,Við viljum hafa þá fyrir framan okkur, viljum ekki tapa einn á móti einum og viljum stjórna því í hvaða svæði boltinn fer. Við þurfum að halda 100% einbeitingu, erum að fara spila á móti mjög góðu liði og mjög góðum einstaklingum."


Líturu á þennan leik sem fyrsta leik hjá næsta liði, sem mun spila í næstu undankeppni?

,,Fyrsta skrefið og ekki fyrsta skrefið. Við erum ennþá í möguleika, það má ekki gleyma því. Við þurfum að nýta allt sem við getum úr þessum leik og næsta lið er bara næsta lið. Við erum lið núna á stórmóti sem við erum stoltir af og hefur staðið sig að mörgu leyti mjög vel."

,,Þannig við ætlum að nýta allt sem við getum í þessum leik. Við erum ekkert endilega að undirbúa næsta lið en aftur á móti hafa verið breytingar á hópnum. Þetta snýst um að klára þennan glugga 100%,"
sagði Davíð.
Fyrir leik

Andri Fannar Baldursson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær.

,,Þeir eru með frábær nöfn á blaði og hafa sannað að þeir eru mjög góðir í fótbolta. Þer verða líklega miklu meira með boltann en við getum staðið saman og gefið þeim leik. Ef við nýtum færin okkar og spilum góðan varnarleik þá eigum við möguleika," sagði Andri en hann segir að andinn í íslenska hópnum sé góður þrátt fyrir tvö töp hingað til.

,,Andinn er góður. Við erum allir á því að við ætlum að gefa allt sem við eigum í þennan síðasta leik og reyna að ná í úrslit gegn Frökkum. Það verður erfitt en við ef við erum samstíga og er allir leggja sig 100% þá getum við náð úrslitum. Við erum allir staðráðnir í að gera betur."
Fyrir leik






Frá æfingu í gær
Fyrir leik


Þetta er sterkasta lið Frakka að mati Arnars Laufdals Arnarssonar.

Ef þetta lið mætir til leiks þá verða fimm breytingar á liði Frakka frá sigrinum gegn Rússum á sunnudag. Þrjár breytingar á miðjunni, ein í vörninni og markvarðarbreyting.

Liðið gegn Rússum (2-0 sigur): Lafont, Dagba, Kounde, Konate, Truffert, Tchouameni, Soumare, Ikone (1 mark), Faivre, Edouard (1 mark), Gouri.
Fyrir leik
Hér má sjá líklegt byrjunarlið að mati fréttaritara. Átta breytingar á byrjunarliðinu:

Fjórir leikmannanna sem byrjuðu á sunnudag standa Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara liðsins, ekki til boða. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson eru farnir til Sviss í A-landsliðið og þá er Ísak Óli Ólafsson meiddur.

Spá fréttaritara er sú að Alex Þór Hauksson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Mikael Neville Anderson haldi sæti sínu í liðinu. Hörður Ingi Gunnarsson, Ari Leifsson og Stefán Teitur Þórðarson taka sér sæti á bekknum.

Í spánni koma þeir Andri Fannar Baldursson, Brynjólfur Andersen Willumsson, Elías Rafn Ólafsson, Finnur Tómas Pálmason, Kolbeinn Þórðarson, Róbert Orri Þorkelsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Valgeir Lunddal Friðriksson inn í liðið.
Fyrir leik
Leikurinn er lokaleikur liðanna í riðlinum og þurfa bæði lið á sigri að halda. Ísland þarf að vinna með fjögurra marka mun en upp gæti komið sú staða að Frökkum dugi jafntefli ef Rússland vinnur ekki gegn Danmörku.

Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa en Frakkar eru með þrjú stig eftir sigur gegn Rússum en tap gegn Dönum.
Fyrir leik
Góðan daginn kæri lesandi. Vertu velkominn í beina textalýsingu frá leik Íslands og Frakklands í C-riðli Evrópumótsins í flokki U21 árs landsliða.
Byrjunarlið:
1. Alban Lafont (m) (m)
5. Benoit Badiashile
8. Alexis Claude-Maurice ('75)
9. Amini Gouiri ('61)
10. Matteo Guendouzi (f)
11. Jonathan Ikoné ('61)
12. Jules Koundé
13. Colin Dagba
14. Aurélien Tchouameni ('18)
21. Faitout Maouassa
22. Odsonne Édouard ('61)

Varamenn:
16. Dimitry Bertaud (m)
23. Ilan Meslier (m)
3. Wesley Fofana
4. Boubacar Kamara
6. Ibrahima Konaté
7. Adrien Truffert
15. Romain Faivre ('61)
17. Eduardo Camavinga ('75)
18. Randal Kolo Muani ('61)
19. Armand Lauriente ('61)
20. Boubakary Soumaré ('18)

Liðsstjórn:
Sylvain Ripoli (Þ)

Gul spjöld:
Alexis Claude-Maurice ('64)

Rauð spjöld: