ÍR
2
0
Leiknir F.
Arian Ari Morina '15 1-0
Axel Kári Vignisson '53 2-0
08.05.2021  -  14:00
Hertz völlurinn
2. deild karla
Aðstæður: Sólin skín en kalt í veðri
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Axel Kári Vignisson
Byrjunarlið:
12. Sveinn Óli Guðnason (m)
Halldór Arnarsson
3. Reynir Haraldsson
4. Patrik Hermannsson
4. Jordian G S Farahani (f)
7. Arian Ari Morina ('68)
9. Bergvin Fannar Helgason
14. Jorgen Pettersen ('81)
16. Hilmir Vilberg Arnarsson ('81)
21. Róbert Andri Ómarsson ('61)
22. Axel Kári Vignisson

Varamenn:
13. Aron Óskar Þorleifsson (m)
8. Aleksandar Alexander Kostic ('81)
9. Pétur Hrafn Friðriksson
10. Rees Greenwood ('61)
11. Bragi Karl Bjarkason ('68)
20. Hörður Máni Ásmundsson ('81)
23. Ágúst Unnar Kristinsson

Liðsstjórn:
Arnar Hallsson (Þ)
Arnar Steinn Einarsson (Þ)
Magnús Þór Jónsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Gunnar Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Heimamenn fá eitt af sínu fjölmörgu hornum hérna í uppbótartímanum.

Alexander Kostic skýlir boltanum úti í horni og bíður eftir því að Gunnar Oddur flauti af.
89. mín
Reynir reynir rabona-fyrirgjöf en sóknin rennur út í sandinn.
86. mín
Bergvin gerir virkilega vel og kemur boltanum á Hörð Mána sem reynir að leggja hann í fjærhornið en boltinn lekur rétt framhjá.
83. mín Gult spjald: Almar Daði Jónsson (Leiknir F.)
Sýndist Almar Daði fá gula spjaldið fyrir tæklinguna.
83. mín
Það er best að eyða sem fæstum orðum í þessa aukaspyrnu. Himinhátt yfir.
82. mín
Jordian Farahani býður upp á frábær tilþrif áður en það er brotið á Braga Karli rétt fyrir utan teiginn.

Stórhættulegt færi.
81. mín
Inn:Hörður Máni Ásmundsson (ÍR) Út:Hilmir Vilberg Arnarsson (ÍR)
81. mín
Inn:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR) Út:Jorgen Pettersen (ÍR)
75. mín
Inn:Aron Daði Ásbjörnsson (Leiknir F.) Út:Heiðar Snær Ragnarsson (Leiknir F.)
72. mín
Hérna verður Bragi Karl að gera betur.

Frábær sending frá Rees Greenwood inn fyrir vörnina en Bragi nær ekki að taka hann með sér.
68. mín
Inn:Bragi Karl Bjarkason (ÍR) Út:Arian Ari Morina (ÍR)
68. mín
Jorgen Petterson og Rees Greenwood nálægt því að koma ÍR-ingum í 3-0 eftir vandræðagang í vörn Leiknismanna.

Þarna eiga þeir báðir að geta gert miklu betur.
66. mín
Halldór Arnarsson liggur í líklega áttunda skiptið í leik eftir samstuð. Sá verður stífur í löppunum á morgun.
64. mín
Inn:Marteinn Már Sverrisson (Leiknir F.) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Leiknir F.)
Tæklingin var það síðasta sem Hilmar gerir í leiknum.
63. mín
Glæsileg tækling frá Hilmari Frey stöðvar skyndisókn ÍR-inga í fæðingu
61. mín
Inn:Rees Greenwood (ÍR) Út:Róbert Andri Ómarsson (ÍR)
Rees Greenwood, fyrrverandi leikmaður Sunderland kominn inn á.
59. mín
Eftir langt innkast frá vinstri berst boltinn á Izaro Abella sem reynir skot á markið en varnarlína ÍR stendur fast á sínu.
57. mín
Bergvin Fannar skýtur fram hjá úr góðu færi.


Eftir misheppnaðan skalla frá Inigo Albizuri kom Arian Morina boltanum fyrir Bergvin Fannar sem átti skot frá vítateigslínunni en hitti ekki á markið.
56. mín
Inn:Stefán Ómar Magnússon (Leiknir F.) Út:Mykolas Krasnovskis (Leiknir F.)
56. mín
Inn:Björgvin Stefán Pétursson (Leiknir F.) Út:Imanol Vergara Gonzalez (Leiknir F.)
53. mín MARK!
Axel Kári Vignisson (ÍR)
Boltinn berst út til Axels Kára Vignissonar, fyrirliða ÍR-inga, sem lúðrar honum upp í hornið.

Eduardo kom hendi í boltann en það var ekki nóg.
52. mín
FRÁBÆR MARKVARSLA


Axel Kári með fínustu spyrnu, yfir vegginn í hornið en Eduardo ver vel. Enn ein hornspyrnan fyrir heimamenn.
51. mín
Aukaspyrna á stórhættulegum stað fyrir heimamenn, Inigo brýtur á norðmanninum Jorgen Pettersen.

Axel Kári er líklegur til að taka spyrnuna. Fimm í vegg.
50. mín
Eduardo, markvörður Leiknismanna, rennur til í aukaspyrnu og ÍR-ingar komast í álitlegt færi.
47. mín
ÍR-ingar fá tvær hornspyrnur með stuttu millibili í byrjun seinni hálfleiksins. Ekkert verður úr þeim.
45. mín
Inn:Inigo Albizuri Arruti (Leiknir F.) Út:Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
Skipting í hálfleik. Guðmundur Arnar útaf og fyrirliðinn Arkadiusz Jan Grzelak færir sig í hægri bakvörðinn.
45. mín
Hálfleikur
+3 Hálfleikur í kaflaskiptum leik í Breiðholtinu. Eftir að ÍR-ingar komust yfir hafa Leiknismenn sótt harðar en heimamenn en hafa þó ekki haft erindi sem erfiði.
45. mín
+2 Fyrirliði Leiknismanna liggur eftir og virðist nokkuð kvalinn. Spurning hvort að Brynjar þurfi að gera skiptingu í hálfleiknum.
45. mín
+1 Bergvin gerir vel og kemur Róberti Andra í færi en sá síðarnefndi þarf að gera betur.
45. mín
Izaro spólar aftur upp vinstri kantinn og kemur með sendinguna yfir á Imanol Vergara sem smellir boltanum rakleitt í andlitið á Reyni Haraldssyni vinstri bakverði ÍR.
40. mín
Bergvin laumar boltanum inn fyrir vörnina þar sem Arian kemur askvaðandi og nær skoti sem fer beint á Eduardo í marki gestanna.
39. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Hjálmarsson (Leiknir F.)
39. mín
Guðmundur Arnar með hættulega fyrirgjöf sem Mykolas nær að stanga í átt að marki. Auðvelt fyrir Svein Óla.
36. mín
Heiðar Snær með nokkuð villta tæklingu á Halldór Arnarson varnarmann ÍR við teig heimamanna.

Gunnar Oddur sleppir honum við spjaldið.
31. mín
Leiknismenn að sækja í sig veðrið.
30. mín
Frábærlega gert hjá hjá Izaro sem spólar sig upp vinstri kantinn, fer inn á hægri fótinn en skýtur í hliðarnetið.
27. mín
Izaro Abella Sanchez með skot af 30 metrunum sem fer yfir markið.

Hjá ÍR-ingum er Hilmir Vilberg farinn að kveinka sér og liggur fyrir utan völlinn og fær aðhlynningu.
25. mín
Povilas kemur boltanum á Mykolas sem kemur sér í skot rétt fyrir utan vítateig ÍR-inga. Skotið framhjá.

Rétt áður hafði Sveinn Óli komið út úr markinu og átt misheppnaða hreinsun sem endaði í löppunum á Hilmari Frey sem kom boltanum þó ekki fyrir sig.
25. mín
Góður spilkafli Fáskrúðsfirðinga endar með lélegri sendingu úr varnarlínunni upp í sóknina sem endar í höndunum á Sveini Óla.
19. mín
Jorgen Petterson fær boltann í fínu skotfæri rétt fyrir utan teig. Reynir að skrúfa hann upp í samskeytin en bregst bogalistin.
15. mín MARK!
Arian Ari Morina (ÍR)
Stutt horn og eftir nokkuð klafs berst boltinn á Arian Morina sem kemur honum í netið. 1-0 fyrir heimamenn.

Fyrsta mark Arians fyrir ÍR í Íslandmóti.
13. mín
Mykolas Krasnovskis við það að komast í fínt færi inn í teig ÍR-inga en Halldór Arnarsson kemur í veg fyrir það að Mykolas nái skoti á markið.
12. mín
Leiknismenn fá hér nokkrar hornspyrnur röð sem verða þó að endingu að engu.
10. mín
Stórhættulegt færi hjá heimamönnum. Frábær sending frá Jörgen Petterson upp hægri kantinn á Bergvin Fannar sem kom honum fyrir.

Arian við það að koma boltanum inn fyrir línuna en Eduardo vel á verði.
5. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri verður að engu hjá ÍR-ingum sem sækja í átt að Kópavoginum í fyrri hálfleik.
4. mín
Boltinn að mestu á vallarhelmingin heimanna fyrsti mínúturnar. ÍR-ingar reyna að spila sig út úr fínni pressu Leiknismanna.
1. mín
Leikurinn er hafinn, ÍR-ingar hefja leik.
Fyrir leik
Fimm mínútur í leik og eru byrjunarliðin gengin inn í klefa á meðan að varamenn halda á lofti sér til hita.
Fyrir leik
Þegar litið er yfir byrjunarlið gestanna sést að fjórir voru ekki í röðum Leiknismanna í Lengjudeildinni í fyrra.

Markvörður liðsins Eduardo De Prados Orradre gekk til liðs við Leiknismenn á dögunum eftir að Danny El-Hage varð fyrir alvarlegum meiðslum. Danny er þó í liðsstjórn austfirðinga ásamt bróður sínum Younes El-Hage sem er nýr aðstoðarþjálfari Fáskrúðsfirðinga.

Þá er Hilmar Freyr Bjartþórsson einnig snúinn heim eftir tveggja ára dvöl í Safamýrinni/Úlfarsárdal hjá Fram. Hilmar sem er fæddur árið 1992 hefur spilað fyrir Leiknismenn með stuttum hléum frá árinu 2006 og þekkja því fáir Leiknistreyjuna betur en hann.
Fyrir leik
Í liði heimamanna eru sex leikmenn sem gengu til liðs við ÍR fyrir tímabil. Þeirra á meðal er varnarmaðurinn Chico, Jordian Farahani, sem spilaði 15 leiki fyrir ÍR í Inkasso-deildinni árið 2017.

Chico gekk til liðs ÍR frá liði Elliða en þar spilaði hann 5 leiki í 3. deildinni í fyrra.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má finna hér til hliðar.

Af liðunum sjálfum er það að frétta að bæði eru komin út að hita upp í blíðunni hér í Breiðholtinu.

Dómari leiksins er Gunnar Oddur Hafliðason og honum til aðstoðar verða þeir Björn Ingvar Guðbergsson og Friðleifur Kr. Friðleifsson.
Fyrir leik
Heimamenn hefja nú sitt þriðja tímabil í röð í 2. deildinni en ÍR-ingar riðu ekki feitum hesti frá Covid-styttri keppninni í fyrra. Liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar og fengu aðeins 19 stig í 20 leikjum.

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað í Mjóddinni í vetur en stærst þeirra er líklega ráðning á nýjum þjálfara, Arnari Hallsyni, sem tók við starfinu af Jóhannesi Guðlaugssyni.

Fjórtán leikmenn hafa leitað á önnur mið eftir tímabilið í fyrra en jafnmargir nýir skrifað undir í Skógarselinu, þar á meðal Englendingurinn Rees Greenwood og Norðmaðurinn Jorgen Pettersen. Greenwood, fyrrverandi leikmaður Sunderland, gekk til liðs við ÍR eftir dvöl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en Pettersen spilaði áður fyrir lið Kvik Halden í heimalandinu.

Glænýju liði ÍR-inga er spáð 6. sæti í deildinni í ár af þjálfurum liðanna.

Þegar ákvörðun var tekin um að blása Lengjubikarinn af vegna tilmæla stjórnvalda sat ÍR á toppi riðilsins en enduðu þó neðstir í sínum riðli Reykjavíkurmótsins fyrr á árinu. Hvítbláir hafa þá sigrað bæði Elliða og Álftanes í Mjólkurbikarnum, 3-2 annars vegar og 2-0 hins vegar.
Fyrir leik
Fáskrúðsfirðingar leika í 2. deildinni í ár eftir fall úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Líkt og þjóð veit réðust úrslit í deildakeppninni á meðaltali stiga per leik en tvö önnur lið voru jöfn Leiknismönnum með 0,6 stig að meðaltali í leik.

Var þá gripið til markatölu sem reyndist Leiknismönnum óhagstæð. Liðið skoraði einungis 19 mörk í 20 leikjum og fékk á sig 49.

Eftir fallið er Leiknismönnum spáð 4. sæti í deildinni í ár af þjálfurum liðanna.

Leiknismenn stóðu sig vel á undirbúningstímabilinu, sátu á toppi riðilsins í Lengjubikarnum, urðu Austurlandsmeistarar með nokkrum yfirburðum og eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum eftir öruggan 3-0 sigur á Hetti/Huginn þar sem Arkadiusz Grzelak, Izaro Abella Sanchez og Mykolas Krasnovskis skoruðu.

Í liði gestanna er þá leikmaður sem Breiðhyltingar kannast vel við en Björgvin Stefán Pétursson lék 34 deildarleiki fyrir ÍR árin 2018 og 2019 og skoraði í þeim 4 mörk.
Fyrir leik
Frá árinu 2015 hafa liðin mæst sex sinnum í Íslandsmóti.

Fjórum sinnum hafa heimamenn borið sigur úr býtum en Leiknismenn unnu síðustu viðureign liðanna 3-1 í 2.deildinni 2019.

Sigurinn 2019 er eini sigur Fáskrúðsfirðinga á ÍR-ingum en tvívegis hafa liðin skipt stigunum jafnt á milli sín.

Fyrir leik
Góðan daginn góðir hálsar og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hertz-vellinum í Breiðholti.

Heimamenn í ÍR munu í dag mæta liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði í fyrstu umferð 2. deildar karla sumarið 2021.
Byrjunarlið:
12. Eduardo De Prados Orradre (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('45)
5. Almar Daði Jónsson
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('64)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
11. Imanol Vergara Gonzalez ('56)
15. Izaro Abella Sanchez
20. Mykolas Krasnovskis ('56)
21. Heiðar Snær Ragnarsson ('75)
22. Ásgeir Páll Magnússon
29. Povilas Krasnovskis

Varamenn:
9. Björgvin Stefán Pétursson ('56)
10. Marteinn Már Sverrisson ('64)
13. Inigo Albizuri Arruti ('45)
16. Aron Daði Ásbjörnsson ('75)
17. Valdimar Brimir Hilmarsson
19. Stefán Ómar Magnússon ('56)
23. Ólafur Bernharð Hallgrímsson

Liðsstjórn:
Brynjar Skúlason (Þ)
Magnús Björn Ásgrímsson
Garðar Guðnason
Younes El-Hage
Danny El-Hage

Gul spjöld:
Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('39)
Almar Daði Jónsson ('83)

Rauð spjöld: