Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
Haukar
0
2
Reynir S.
0-1 Strahinja Pajic '71
0-2 Magnús Þórir Matthíasson '88 , víti
07.05.2021  -  19:15
Ásvellir
2. deild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Unnar Már Unnarsson
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
2. Tumi Guðjónsson
3. Máni Mar Steinbjörnsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson ('79)
9. Tómas Leó Ásgeirsson ('72)
10. Kristófer Dan Þórðarson
16. Birgir Magnús Birgisson
16. Martin Soreide
18. Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
22. Sander Jonassen Foro ('55)

Varamenn:
4. Fannar Óli Friðleifsson
5. Sigurjón Már Markússon
8. Ísak Jónsson ('79)
10. Hilmar Andrew McShane
11. Aron Skúli Brynjarsson ('72)
21. Frosti Brynjólfsson ('55)
30. Indrit Hoti

Liðsstjórn:
Igor Bjarni Kostic (Þ)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Srdjan Rajkovic
Andri Páll Ásgeirsson

Gul spjöld:
Kristófer Dan Þórðarson ('78)
Martin Soreide ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Reynismenn með sannfærandi sigur

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
94. mín Gult spjald: Benedikt Jónsson (Reynir S.)
Of seinn í tæklingu á Frosta á miðjum vallarhelmingi Reynis
93. mín
Birkir Freyr og Þórður Jón skalla þarna saman en eru báðir staðnir upp
92. mín
Reynismenn verjast vel og Haukar ekki líklegir til að skora hér í dag
90. mín
Komnar 90 á klukkuna, Reynismenn eru að tryggja sér 3 punkta
89. mín
Inn:Elfar Máni Bragason (Reynir S.) Út:Kristófer Páll Viðarsson (Reynir S.)
Kristófer búinn að vera flottur í dag
88. mín Mark úr víti!
Magnús Þórir Matthíasson (Reynir S.)
Fast hægra megin
Öruggt var það
88. mín
VÍTI!
Brotið á Kristófer og Arnar flautar víti
Haukar brjálaðir
87. mín Gult spjald: Martin Soreide (Haukar)
87. mín
Haukar fá horn frá hægri
Nú fer hver að vera síðastur
Ekkert verður úr þessu
85. mín
Frægi darraðadansinn í Reynisteignum, Haukarnir að bæta í pressuna, skiljanlega
84. mín
ARON SKÚLI Í FÆRI INN Í MARKTEIG!
Reynismenn henda sér fyrir og boltinn í horn, þarna var möguleiki
84. mín
ARON SKÚLI Í FÆRI INN Í MARKTEIG!
Reynismenn henda sér fyrir og boltinn í horn, þarna var möguleiki
82. mín
Brotið á Frosta
Haukar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Reynis, ekkert verður úr þessu og brotið á Rúnari í Reynismarkinu að lokum
80. mín
Kristófer Páll með aukaspyrnu sem fer framhjá, ekki mikil hætta
79. mín
Inn:Ísak Jónsson (Haukar) Út:Aron Freyr Róbertsson (Haukar)
78. mín Gult spjald: Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
Peysutog
Haukar ekki sáttir með Arnar þessa stundina
77. mín
MAGNÚS SVERRIR MEÐ FRÁBÆRA TILRAUN!

Skotið úr teignum fer rétt framhjá markinu vinstra megin
75. mín
Inn:Krystian Wiktorowicz (Reynir S.) Út:Fannar Orri Sævarsson (Reynir S.)
72. mín
Inn:Aron Skúli Brynjarsson (Haukar) Út:Tómas Leó Ásgeirsson (Haukar)
71. mín MARK!
Strahinja Pajic (Reynir S.)
MAAARK!!
Hælar hann í markið eftir skot frá Magnúsi, skotið kom eftir hornspyrnu og var tekið hægra megin fyrir utan teig.
71. mín
Reynismenn hættulegri þessa stundina
70. mín
Reynismenn fá aukaspyrnu út á kanti hægra megin, áhorfendur í stúkunni vilja spjald á Haukamnninn en fá ekki
67. mín
Inn:Magnús Magnússon (Reynir S.) Út:Elton Renato Livramento Barros (Reynir S.)
67. mín
Inn:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Reynir S.) Út:Ási Þórhallsson (Reynir S.)
Verður fróðlegt að sjá hvort Magnús Sverrir nái að setja mark sitt á leikinn
65. mín
Kristófer með skot á versta stað á Birgi, hann steinliggur. Vont, vernsar svo aðeins og verður eftir það góður
64. mín
Pajic með skot langt framhjá eftir sendingu frá Kristófer. Þetta var ekki gott skot
60. mín
Það er farið að rigna aðeins að Ásvöllum, blautt gras síðasta hálftímann
59. mín
Kristófer með laust skot úr teignum en Haukar koma boltanum í horn.
Haukar koma boltanum í burtu
55. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Haukar) Út:Sander Jonassen Foro (Haukar)
55. mín
Reynismenn fá horn frá hægri, Haukar þruma boltanum í burtu
53. mín Gult spjald: Strahinja Pajic (Reynir S.)
Brýtur á Þórði, Haukabekkurinn ekki sáttur vildu fá aukaspyrnu en Arnar notar sérstakan hagnað þarna
51. mín
Frábær varsla hjá Rúnari!!
Skot frá Tómasi fyrir utan teig en Rúnar ver í horn.

Ekkert verður úr horninu
50. mín
Tómas hættulegur í Haukaliðinu, vinnur horn
Núna frá vinstri.
Barros skallar í burtu
47. mín
Haukar fá horn frá hægri, Igor hefur verið með þrumuræðu í hálfleik!

Skalli frá Tómasi beint á Rúnar í markinu
46. mín Gult spjald: Unnar Már Unnarsson (Reynir S.)
Þetta byrjar af krafti, brot á miðjum vallarhelmingi Reynis
46. mín
Leikur hafinn
Allt komið af stað
45. mín
Hálfleikur
Arnar flautar til hálfleiks.
Bæði lið hafa fengið tækifæri til að skora og því ennþá markalaust.

Komum aftur að vörmu
45. mín
Það er að detta í 45 min á klukkunni, eflaust ekki miklu bætt við
44. mín Gult spjald: Ási Þórhallsson (Reynir S.)
Tækling á miðjum vallarhelmingi sínum, hárrétt
43. mín
Aron Freyr gerir vel í Haukaliðinu, Bendikt reyndi tæklingu sem gekk ekki upp við bekk Reynis.

Haukar fá horn sem Aron tekur, Reynismenn þruma boltanum í burtu
42. mín
Sander missir boltann útaf við miðju, vill meina að það hafi verið brotið á honum og blótar Arnari dómara á norsku, tungumálakunnáta mín getur ekki þýtt það yfir á íslenskuna.
38. mín
Haukar fá horn frá vinstri, Rúnar kýlir þennan í burtu
37. mín
Haukar fá aukaaspyrnu rétt inn á vallarhelmingi Reynis, Reynismenn koma boltanum í burtu. Fín spyrna frá Aroni þó
35. mín
Kristófer Páll með frábæra tilraun!

Skot fyrir utan teig sem datt ofan á slánni
33. mín
Máni Mar fær boltann þarna beint á versta stað, vonandi að hann jafni sig fljótt og vel af því
31. mín
Benedikt liggur í eigin D-boga, Arnar dómari dæmir aukaspyrnu. Benedikt stendur upp
30. mín
Haukar bruna í sókn en hitta ekki boltann í teginum, fínt færi, þetta er markanna á milli. Gaman að því!
29. mín
Reynismenn fá horn, Magnús Þórir er hættulegur í Reynisliðinu.
Horn frá hægri, beint af æfingasvæðinu, mikil hætta í teignum!
27. mín
Spilið frekar hægt hjá Haukunum þessa stundina og Reynismenn verjast vel
23. mín
Magnús Þórir með sendingu ætlaða Kristófer en Óskar kemur út úr markinu á síðustu stundu
21. mín
Tumi með góða sendingu á Tómas Leó en hann nær ekki að gera sér mat úr því inn í teig gestanna
17. mín
Reynismenn ná að spila ágætlega í öftustu línu, vilja spila frá marki. Reynismenn fá aukaspyrnu út á kanti hægra megin. Magnús Þórir tekur spyrnuna sem er fín en Óskar gerir vel í að grípa boltann
14. mín
Skot frá Tómasi fyrir utan teig en beint á Rúnar í markinu
12. mín
Rúnar í vandræðum í Reynismarkinu, missir boltann þarna og Haukar vilja víti, hefði verið hægt að flauta þarna. Krafur í Haukunum
12. mín
STÖNGIN!
Aron Freyr hælar boltann þarna í stöng. Þarna munaði litlu að Haukar kæmust yfir
9. mín
Fínasta mæting á Ásvelli í kvöld, leikurinn fer vel af stað
6. mín
Kristófer Dan með tæklingu sem hefði getað verðskuldað spjald, Arnar dómari dæmir aukaspyrnu
4. mín
Haukar með horn en Reynismenn koma boltaanum í burtu
3. mín
Aron Freyr með góðan sprett og skot sem Rúnar ver í Reynismarkinu, reyndi skot á nær, fljótur Aron þarna
3. mín
Elton Barros með skot í varnarmann fyrir utan teig en beint í varnarmann, hann að spila gegn sínum gömlu félögum
1. mín
Leikur hafinn
Allt komið af stað, Haukar byrja með boltann og sækja í átt að höfuðborginni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn, vallarþulurinn með allt upp á 10!
Fyrir leik
10 min í leik og bæði liðin komin inn í klefa að hlusta á síðustu orð þjálfara fyrir leik.
Vallarþulur að undirbúa inngöngulagið.
Nokkrir komnir í stúkuna, það er allt að verða klárt!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.
Liðin að hita upp út á velli.
Það var smá slydda þegar ég mætti áðan en það er allt yfirstaðið. Smá vindur í átt að höfuðborginni.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á HaukarTV.
https://www.youtube.com/watch?v=yBUAoAbz8ZA

Fyrir leik
Í árlegri spá þjálfara deildarinnar var Haukum spáð 3.sætinu en gestunum 10. sæti.

Ef þjálfarar deildarinnar eru að lesa rétt í deildina má því búast við heimasigri en allt getur gerst. Bæði lið hafa fengið til sín spennandi leikmenn sem gaman verður að fylgast með í sumar.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá Ásvöllum!
Hér verður 2.deild karla flautuð af stað með hörkuleik Hauka og Reynis frá Sandgerði.
Byrjunarlið:
25. Rúnar Gissurarson (m)
Strahinja Pajic
8. Unnar Már Unnarsson
10. Magnús Þórir Matthíasson
11. Elton Renato Livramento Barros ('67)
15. Ási Þórhallsson ('67)
17. Edon Osmani
19. Benedikt Jónsson
28. Birkir Freyr Sigurðsson
28. Fannar Orri Sævarsson ('75)
29. Kristófer Páll Viðarsson ('89)

Varamenn:
1. Andri Már Ingvarsson (m)
2. Eiður Snær Unnarsson
7. Krystian Wiktorowicz ('75)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('67)
16. Hörður Sveinsson
22. Magnús Magnússon ('67)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Luka Jagacic (Þ)
Elfar Máni Bragason
Aron Elís Árnason
Andri Þór Ólafsson
Björn Ingvar Björnsson

Gul spjöld:
Ási Þórhallsson ('44)
Unnar Már Unnarsson ('46)
Strahinja Pajic ('53)
Benedikt Jónsson ('94)

Rauð spjöld: