Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
0
2
Fram
Sigurður Arnar Magnússon '17
0-1 Albert Hafsteinsson '19 , víti
0-2 Alex Freyr Elísson '68
14.05.2021  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Helgi Mikael
Maður leiksins: Gunnar Gunnarsson (Fram)
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('63)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
12. Eyþór Orri Ómarsson ('77)
16. Tómas Bent Magnússon ('21)
19. Gonzalo Zamorano
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('77)
18. Eyþór Daði Kjartansson
22. Atli Hrafn Andrason ('63)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('21)
27. Stefán Ingi Sigurðarson

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('6)
Gonzalo Zamorano ('23)
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('32)
Eyþór Orri Ómarsson ('40)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('52)
Telmo Castanheira ('60)
Atli Hrafn Andrason ('92)

Rauð spjöld:
Sigurður Arnar Magnússon ('17)
Leik lokið!
Fram tekur hér 3 mikilvæg stig á Hásteinsvellinum.

Ég veit ekki hvort met hafi verið sett eða slegið í spjöldum í dag en þau voru 10 gul og 1 rautt.

Þetta var mikill rokleikur sem dró úr gæðum leiksins en þessi stig eru Frammara og þeir fara sáttir af vellinum í dag.
92. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Hver á ekki eftir að fá spjald í liði ÍBV, þvílíkur spjaldaleikur.
90. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
Bombar boltanum í burtu eftir að dómarinn hafði dæmt aukaspyrnu á Fram
90. mín
Uppbótartíminn er 4 mín.
88. mín
Inn:Matthías Kroknes Jóhannsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
88. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
81. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
81. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
80. mín
Þvílíka skotið sem Haraldur Einar Ásgrímsson á. Skýtur langt fyrir utan teig og boltinn fer í samskeytið hægra megin og út. Þetta hefði verið gullfallegt mark.
77. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV)
74. mín
Halldór Páll grípur auðveldlega hornspynu hjá Fram.
72. mín
Guðjón Ernir Hrafnkelsson með skot rétt fyrir utan teig en boltinn fór framhjá.
70. mín
Inn:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram) Út:Indriði Áki Þorláksson (Fram)
68. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Allt er þegar þrennt er. Fram fékk 3. hornspyrnuna í röð og eftir að boltinn datt niður í teignum var það Alex Freyr sem setti boltann í netið.
63. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
Fyrsti leikur Atla Hrafns fyrir ÍBV.
60. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Tekur niður leikmann ÍBV.
57. mín
Albert Hafsteinsson tekur hornspyrnu sem ekkert verður úr.
52. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Eiður stoppar sókn Fram á miðjum vellinum með því að fara beint í fætur mótherjans, réttilegt gult.
51. mín Gult spjald: Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Fór aftan í Gonzalo Zamorano.
49. mín
Halldór Páll ver glæsilega frá Fred Saraiva sem var kominn í mjög gott færi.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju og Fram með vindinn í bakið.
45. mín
Hálfleikur
Heitur leikur þar sem 5 gul hafa farið á loft ásamt einu rauðu. Hér er púað á dómarana þegar þeir ganga inn í búningsklefann. Eyjamenn eru ósáttir.
45. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
Togar aðeins í leikmann ÍBV.
45. mín
Eiður Aron í ágætis færi en skýtur beint á Ólaf sem ver kröftugt skot hans.
40. mín Gult spjald: Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV)
Fór aftan í leikmann Fram á miðjum vellinum.
32. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Dómarinn byrjaði á því að gefa Telmo Castanheira gult en gaf svo Óskari sem var rétti maðurinn.
30. mín
ÍBV á horn, Guðjón Pétur aftur. Hann skrúfaði boltann inn í teiginn og í þetta skiptið var boltinn hættulegur og þurfti Ólafur Íshólm að hafa sig allan við að blægja boltann frá markinu og ÍBV fékk annað horn sem fór forgörðum.
23. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
Eyjamenn vilja víti en dómarinn gefur honum gult fyrir leikaraskap.
21. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
19. mín Mark úr víti!
Albert Hafsteinsson (Fram)
Setti boltann niðrí vinstra hornið, öruggt.
17. mín Rautt spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Reif í leikmann Fram inn í teig.
15. mín
Hættuleg sending inn í teig hjá Fram og þar stekkur Ólafur Íshólm inn í sendinguna á hárréttum tíma og grípur boltann áður en Eyþór skallar boltann í netið.
7. mín
ÍBV á horn, Guðjón Pétur setur hann laust fyrir markið, í mikla hæð og þarf af leiðandi fer boltinn aftur fyrir markið.
6. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Fór í óþarfa tveggjafóta og uppskar gult.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. ÍBV leikur í átt að dalnum, með vindinn í bakið og Fram byrjar með boltann.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Vestmannaeyjum.
Hér blæs sterkri austanátt sem á mjög líklega eftir að hafa mikil áhrif á leikinn.
Fyrir leik
ÍBV hefur verið duglegt á félagaskiptamarkaðnum síðan Gary Martin var rekinn frá félaginu í byrjun maí. Framherjinn Stefán Ingi Sigurðarson kom á láni frá Breiðabliki, Seku Canneh sem er 25 ára framherji frá Líberíu kom einnig til félagsins sem og Atli Hrafn Andrason frá Breiðabliki. Þá er orðrómur um að félagið hafi reynt að fá Bjarna Ólaf Eiríksson til að taka fram skóna að nýju. Bjarni Ólafur lék með liðinu í fyrra og hefur því leikheimild með liðinu ef hann ákveður að snúa aftur.

Atli Hrafn Andrason kom frá Breiðabliki á lokadegi félagaskiptagluggans.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Rúnar Þór Sigurgeirson, leikmaður Keflavíkur, spáir í 2. umferð deildarinnar. Hann á ekki von á mikilli skemmtun að þessu sinni.

ÍBV 0 - 0 Fram
Þessi leikur mun valda vonbrigðum og endar 0-0, lítið um færi en gætu verið nokkur spjöld í þessum leik.

Rúnar Þór í leik gegn ÍBV á síðustu leiktíð.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin mættust aðeins einu sinni í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð en það var 14. ágúst í Safamýrinni. Leikurinn var mjög fjörugur og endaði með 4 - 4 jafntefli.

Ellefu dögum síðar mættust þau svo í Mjólkurbikarnum í Vestmannaeyjum. Þá vann ÍBV leikinn 2 - 1 með sigurmarki Róberts Arons Eysteinssonar í uppbótartíma.

Liðin áttu svo að mætast í lokaumferðinni í Lengjudeildinni í fyrra 14. nóvember síðastliðinn en leiknum var aflýst þar sem mótið var flautað af vegna Covid-19 faraldursins.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
ÍBV og Fram eru þau lið sem menn telja best í deildinni í sumar en þrátt fyrir það hófu þau keppni í Lengjudeildinni á mismunandi hátt þetta sumarið.

ÍBV fór til Grindavíkur og tapaði þar 3 - 1 og er því stigalaust fyrir leikinn í dag. Framarar byrjuðu hinsvegar á heimasigri gegn Víkingi Ólafsvík í Safamýrinni, 4 - 2.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Danny Guthrie sem hefur mikla reynslu úr ensku úrvalsdeildinni með Liverpool, Newcastle og Reading gekk í raðir Fram í upphafi mánaðarins. Hann fær leikheimild með liðinu í dag en þó er ólíklegt að hann spili leikinn. Samkvæmt okkar upplýsingum losnar hann úr sóttkví í dag og nær því ekki leiknum.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Fram í 2. umferð Lengjudeildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Gunnar Gunnarsson
8. Aron Þórður Albertsson
8. Albert Hafsteinsson
9. Þórir Guðjónsson ('81)
10. Fred Saraiva ('88)
21. Indriði Áki Þorláksson ('70)
23. Már Ægisson ('81)
71. Alex Freyr Elísson ('88)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('81)
7. Guðmundur Magnússon ('81)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('70)
32. Aron Snær Ingason ('88)
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Marteinn Örn Halldórsson
Matthías Kroknes Jóhannsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Kyle McLagan ('45)
Indriði Áki Þorláksson ('51)
Haraldur Einar Ásgrímsson ('90)

Rauð spjöld: