Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fram
4
1
Þór
Indriði Áki Þorláksson '14 1-0
Kyle McLagan '39 2-0
Fred Saraiva '45 3-0
Indriði Áki Þorláksson '67 4-0
4-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson '93
21.05.2021  -  18:00
Framvöllur
Lengjudeild karla
Maður leiksins: Indriði Áki Þorláksson, Fram
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Kyle McLagan
6. Gunnar Gunnarsson ('76)
8. Aron Þórður Albertsson ('63)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
8. Albert Hafsteinsson ('83)
9. Þórir Guðjónsson ('76)
10. Fred Saraiva
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Már Ægisson ('63)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('83)
6. Danny Guthrie ('76)
7. Guðmundur Magnússon ('63)
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('76)
32. Aron Snær Ingason
33. Alexander Már Þorláksson ('63)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('25)
Gunnar Gunnarsson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með öruggum 4 - 1 sigri Framara. Viðtöl og skýrsla koma hérna síðar í kvöld.
93. mín MARK!
Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór )
Stoðsending: Ólafur Aron Pétursson
Skallamnark í lokin hjá gestunum. Aron með aukaspyrnu með vinstri fæti sem Bjarni skallar í netið.
85. mín
Fred með skot rétt yfir mark Þórsara. Koma fleiri mörk í þetta í lokin?
83. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Albert Hafsteinsson (Fram)
82. mín
Inn:Ásgeir Marinó Baldvinsson (Þór ) Út:Hermann Helgi Rúnarsson (Þór )
82. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
82. mín
Inn:Orri Sigurjónsson (Þór ) Út:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór )
80. mín
Haraldur Freyr með skot í varnarmann og hliðarnetið.
79. mín
Albert í skotfæri fyrir utan teig en hátt yfir markið.
76. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (Fram) Út:Þórir Guðjónsson (Fram)
76. mín
Inn:Danny Guthrie (Fram) Út:Gunnar Gunnarsson (Fram)
75. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann Helgi ætlaði að taka Maradona á þetta og kýldi í boltann eftir hornspyrnu. Spjaldaður fyrir það.
75. mín
Inn:Aðalgeir Axelsson (Þór ) Út:Elmar Þór Jónsson (Þór )
73. mín
Þórir var alveg að sleppa í gegn en Vignir var vel vakandi og tók flotta tæklingu og hirti boltann.
67. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Geggjað mark hjá Indriða. Fred tók til sín nokkra varnarmenn og sendi boltann svo til hliðar á Indriða sem skoraði með utanfótar snuddu eins og þeir kalla það fyrir utan teiginn. Daði átti ekki séns í markinu.
63. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Aron Þórður Albertsson (Fram)
Framarar gera tvöfalda skiptingu. Flestir að bíða eftir Danny Guthrie en samkvæmt mínum heimildum er líklegt að hann spili síðustu tíu mínúturnar í dag.
63. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
61. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Guðni Sigþórsson (Þór )
Jóhann skorar alltaf mörk segja Þórsarar. Sjáum hvað gerist núna þegar hann er kominn inná!
59. mín Gult spjald: Elmar Þór Jónsson (Þór )
Braut á Má nærri endalínu við vítateigin. Fram fær aukaspyrnu.
57. mín
Liban Abdulahi sendi boltann inn í teiginn á Alvaro sem reyndi að taka geggjað trikk á boltann, rabona spyrnu, en hitti hann ekki og missti í horn. Framarar hlógu í stúkunni.
55. mín
Már Ægisson í dauðafæri í teignum eftir hraða sókn hjá Fred og Alberti en skaut yfir mark Þórs.
55. mín
Þórsarar byrja seinni hálfleikinn mikið betur og sækja stöðugt að marki Fram. Engin stórhætta ennþá samt.
47. mín
Ólafur Aron með aukaspyrnu yfir vegg Framara en Ólafur nafni hans í marki Fram grípur boltann.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Engar bryetingar hafa verið gerðar á liðunum í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur. Staðan 3 - 0 fyrir heimamenn í Fram sem líta gríðarlega vel út í sumar.
45. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Fékk boltann fyrir utan teiginn í kjölfar hornspyrnu og setti hann í bláhornið. Daði fór í rétt horn en náði ekki til boltans. 3 - 0 fyrir Fram!
45. mín
Fred með skot í hraðri sókn Framara, í hausinn á varnarmanni og horn.
43. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Fram)
Braut á Alvaro á miðlínunni.
42. mín Gult spjald: Vignir Snær Stefánsson (Þór )
Stóð fyrir Fred sem var að reyna að komast í sókn. Aðalbjörn Heiðar benti út um allan völl þegar hann útskýrði spjaldið jtil merkis um síbrot.
39. mín MARK!
Kyle McLagan (Fram)
Stoðsending: Albert Hafsteinsson
Albert tók hornspyrnu og hitti beint á kollinn á Kyle McLagan sem stökk manna hæst og stangaði boltann í markið.
38. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
Straujaði Aron Þórð í hraðri sókn Framara. Aðalbjörn Heiðar dómari lét leikinn halda áfram en spjaldaði svo í næsta stoppi.
34. mín
Albert Hafsteinsson í dauðafæri í teignum eftir góða sendingu frá Haraldi Einari en Daði Freyr varði virkilega vel.
33. mín
Ekkert hættulegt að gerast síðustu mínúturnar.
25. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (Fram)
Fór aftan í Jakob Snæ í miðjuhringnum í hraðri sókn Þórsara.
23. mín
Alex Freyr Elísson í færi í teignum en skaut rétt framhjá. Hann meiddist í leiðinni en er staðinn upp aftur og virðist vera í lagi.
14. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Heimamenn í Fram eru komnir yfir í Safamnýrinni. Eftir góðan undirbúning frá Fred sendi hann boltann inn í teiginn þar sem Indriði Áki kom og skallaði laglega í netið. 1 - 0.
13. mín
Þórsarar eru að sækja í sig veðrið. Liban Abdulahi var í fínu skotfæri fyrir utan teig en Ólafur Íshólm átti auðvelt með að verja frá honum.
12. mín
Jakob Snær i dauðafæri eftir góðan undirbúning Alvaro Montejo en skotið hans var varið.
5. mín
Þórir Guðjónsson skallar rétt framhjá marki Þórsara.
3. mín
Albert Hafsteinsson með aukaspyrnu inn í teiginn, Kyle McLagan var að komast í færi en náði ekki til boltans.
1. mín
Leikur hafinn
Framarar sækja í átt að Kringlunni. Aðstæður eru flottar í Safamýrinni. Smá gola, sól og 10 stiga hiti.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hérna sitthvorum megin við textann. Danny Guthrie sem hefur mikla reynslu í ensku úrvalsdeildinni er á varamannabekk Fram í dag. Hans fyrsti leikur í leikmannahóp liðsins.
Fyrir leik
Tíu mínútur í leik og liðin að ljúka upphitun. Framarar munu spila í sínum hefðbundnu bláu treyjum og sokkum og hvítum buxum. Þórsarar eru í varabúningum í dag, bleik treyja og sokkar og svartar buxur.
Fyrir leik
Axel Óskar Andrésson leikmaður Ríga FC í Lettlandi spáði í leiki umferðarinnar á Fótbolta.net

Fram 3 - 1 Þór
,,Þessi leikur fer 3-1. Framarar halda ótrauðir áfram, og spila í deild þeirra sterkustu að ári."

Fyrir leik
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er dómari leiksins í dag. Hann er með þá guðmund Valgeirsson og Magnús Garðarsson sér til aðstoðar á línunum en að þessu sinni er enginn skiltadómari. Sigurður Hannesson er svo sendur frá KSÍ sem eftirlitsmaður til að taka út umgjörðina og frammistöðu dómara.
Aðalbjörn Heiðar dæmir leikinn í dag.
Fyrir leik
Danny Guthrie sem uppalinn er hjá Liverpool en er þekktari fyrir tíma sinn hjá Newcastle og Reading gekk í raðir Fram á dögunum. Hann losnaði úr sóttkví sama dag og liðið mætti ÍBV í síðustu viku og ferðaðist með liðinu og sat í stúkunni. Hann má sjá í hvítri peysu á myndinni. Hann verður vonandi í leikmannahópi liðsins í dag.

Fyrir leik
Þegar liðin mættust á Framvelli 26. júlí í fyrra fóru Framarar með stórsigur af hólmi, 6-1.

Liðin mættust svo aftur 26. september á Þórsvelli og þá unnu Framarar aftur, nú 0 - 2.

Fram og Þór mættust svo einnig í Lengjubikarnum í febrúar en leikið var í Egilshöll og Fram vann þá 3 - 2.


Úr leik liðanna í september.
Fyrir leik
Heimamenn í Fram fara virkilega vel af stað á mótinu og hafa unnið báða leiki sína til þessa.

Í fyrsta leik unnu þeir 4 - 2 sigur á Víkingi Ólafsvík í Safamýrinni og fyrir viku unnu þeir svo sterkan 0 - 2 útisigur á ÍBV í Vestmannaeyjum.

Þórsarar byrjuðu mótið á hörkuleik við Gróttu á Seltjarnarnesinu sem þeir töpuðu 4 - 2. Þeir fengu svo Grindavík í heimsókn í Bogann í síðustu viku og unnu þá 4 - 1 sigur.


Framarar fagna í Vestmannaeyjum síðasta föstudag.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Fram og Þórs í 3. umferð Lengjudeildar karla.

Leikurin fer fram á Framvelli í Safamýri og hefst klukkan 18:00. Hér fylgjumst við með öllu því sem gerist og komum svo með viðtöl eftir leik.

Byrjunarlið:
1. Daði Freyr Arnarsson (m)
Liban Abdulahi
2. Elmar Þór Jónsson ('75)
3. Birgir Ómar Hlynsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson ('82)
6. Ólafur Aron Pétursson
14. Jakob Snær Árnason ('82)
15. Guðni Sigþórsson ('61)
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('82)
18. Vignir Snær Stefánsson
24. Alvaro Montejo

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
7. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('82)
9. Jóhann Helgi Hannesson ('61)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
23. Ásgeir Marinó Baldvinsson ('82)
25. Aðalgeir Axelsson ('75)

Liðsstjórn:
Sveinn Elías Jónsson (Þ)
Orri Freyr Hjaltalín (Þ)
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Hlynur Birgisson
Sölvi Sverrisson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Sigurður Grétar Guðmundsson

Gul spjöld:
Jakob Snær Árnason ('38)
Vignir Snær Stefánsson ('42)
Elmar Þór Jónsson ('59)
Jóhann Helgi Hannesson ('75)

Rauð spjöld: