Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Afturelding
0
5
ÍBV
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson '15 , víti
0-2 Sito '18
0-3 Gonzalo Zamorano '45
0-4 Gonzalo Zamorano '50
0-5 Sito '55
21.05.2021  -  18:00
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Gonzalo Zamorano
Byrjunarlið:
Tanis Marcellán
3. Ísak Atli Kristjánsson
5. Oliver Beck Bjarkason
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson
8. Kristján Atli Marteinsson ('46)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('46)
17. Valgeir Árni Svansson ('46)
21. Elmar Kári Enesson Cogic
25. Georg Bjarnason
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('82)

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('46)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
20. Ísak Pétur Bjarkason Clausen
23. Pedro Vazquez ('46)
33. Alberto Serran Polo ('46) ('65)
34. Oskar Wasilewski ('65)
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('82)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Amir Mehica

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
0-5.

Þetta var aldrei spurning hjá lærisveinum Helga Sig. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Takk fyrir mig.
90. mín
Mikið um misheppnaðar sendingar hjá Aftureldingu. Það hefur vantað taktinn í þetta hjá þeim.
84. mín
Afturelding fær hornspyrnu.

Aron Elí á skalla hátt yfir markið.
82. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
81. mín
Elmar Cogic með skemmtilega takta. Fær boltann vinstra meginn í teignum. Hótar skoti og fer yfir á hægri, skotið er gott en Halldór ver vel í marki ÍBV.
75. mín
Inn:Seku Conneh (ÍBV) Út:Sito (ÍBV)
75. mín
ÍBV fær hornspyrnu.
73. mín
Sito nálægt því að klára þrennuna. Skalli rétt framhjá!
70. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
70. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
67. mín
Heimamenn með sitt fyrsta skot í leiknum. Elmar setur hann framhjá úr löngu færi.
65. mín
Inn:Oskar Wasilewski (Afturelding) Út:Alberto Serran Polo (Afturelding)
Alberto getur ekki haldið leik áfram eftir að hafa komið inn á í seinni hálfleik.
62. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
62. mín
Inn:Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
60. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
59. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Guðjón Pétur með skot framhjá.
55. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Gonzalo Zamorano
0-5!!!

Enn og aftur eru heimamenn að gefa boltann auðveldlega frá sér. ÍBV eru fljótir að refsa. Gonzalo með boltann á Sito sem klárar vel af stuttu færi.
50. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (ÍBV)
ÍBV ER AÐ KLÁRA LEIKINN ENDALEGA HÉR Á 50 MÍNÚTU!

Elmar Cogic missir boltann klaufalega. Boltinn berst á Guðjón Pétur sem þræðir hann í gegn á Gonzalo. Gonzalo svalur sem ís og vippar boltanum yfir Tanis.
46. mín
Inn:Alberto Serran Polo (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
Magnús gerir þrjár breytingar.
46. mín
Inn:Pedro Vazquez (Afturelding) Út:Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
46. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný.
45. mín
Hálfleikur
ÍBV verið miklu betri þessar fyrstu 45 mínútur og leiða 0-3 sanngjarnt. Heimamenn hafa verið í miklu basli með að komast á síðasta þriðjung vallarins og eru senda klaufalegar sendingar trekk í trekk.

Tökum okkur smá pásu og komum aftur í seinni.
45. mín MARK!
Gonzalo Zamorano (ÍBV)
ÞVÍLÍK GÆÐI!

Gonzalo keyrir á Georg og fer illa með hann. Kemst inn í teiginn og skrúfar hann fallega í fjærhornið. 0-3.
44. mín
Afturelding kemst loksins upp á síðasta þriðjung og Hafliði á ágætis fyrirgjöf eftir grasinu en engin rauð treyja nálægt boltanum.
39. mín
Heimamenn reyna að komast upp völlinn en ÍBV eru þéttir fyrir og gefa engin færi á sér. Taktískur leikur þessa stundina.
31. mín
Rólegt yfir þessu miða við fyrstu mínútur leiksins. Heimamenn þó farnir að halda betur í boltann.
25. mín
ARON ELÍ BJARGAR Á LÍNU!!!

Heimamenn í allskonar vandræðum.
21. mín
ÍBV fær hornspyrnu.
21. mín
Guðjón nælir í aukaspyrnu á fínum stað.
19. mín
ÍBV fær hornspyrnu.
18. mín MARK!
Sito (ÍBV)
GESTIRINIR KOMNIR Í 0-2!

Klaufagangur í vörn Aftureldingar og boltinn berst út í teiginn á Sito sem klárar færið afar vel!
15. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
GRÍÐARLEGA ÖRUGGUR!

Guðjón gjörsamlega hamrar boltann upp í þaknetið. 0-1.
14. mín
GESTIRNIR FÁ VÍTI!!!

Klafs í teignum eftir hornspyrnu og mér sýndist Ísak brjóta af sér.
14. mín
ÍBV fær hornspyrnu.
12. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
Brot númer tvö á stuttum tíma og Guðjón er farinn í bókina.
9. mín
Guðjón Pétur alltof seinn í Kristján Atla en sleppur við spjald. Heppinn þarna.
8. mín
Kristófer Óskar sparkar þessu langt yfir.
7. mín
Heimamenn keyra í sókn og það er brotið á Elmari á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig. Þetta er skotfæri.
6. mín
Elmar brýtur af sér og ÍBV taka spyrnuna hratt. Boltinn berst fyrir og Tómas Bent í fínu skallafæri en nær ekki kraft í þetta.
5. mín
ÍBV meira með boltann þessar fyrstu mínútur.
1. mín
Gestirnir strax í sókn og Gonzalo á skalla sem Tanis grípur auðveldlega.
1. mín
Leikur hafinn
Eyjamenn hefja leikinn og sækja í átt að íþróttahúsinu við Varmá.
Fyrir leik



Liðin hafa lokið sinni upphitun og halda inn. Stuðningsmannasveit Aftureldingar, Rothöggið, sest í stúkuna og KALEO hljómar í græjunum. 5 mínútur í leik! Góða skemmtun.
Fyrir leik
Jæja það styttist í leik og byrjunarliðin eru klár. Magnús gerir engar breytingar frá sigurleiknum í Ólafsvík. Óskar Elías Zoega, Sigurður Grétar og Nökkvi Már koma allir inn í lið ÍBV.
Fyrir leik
Byrjunarliðin ættu að detta inn eftir nokkrar mínútur en það eru nokkrir möguleikar fyrir báða þjálfara.

AFTURELDING
Eftir fjögur mörk í síðasta leik gegn Víking Ólafsvíks er Kristófer Óskar eflaust fullur sjáfstraust uppi á topp í liði heimamanna. Arnór Gauti kom heim frá Fylki fyrir mót en er enn að jafna sig á meiðslum. Tveir spánverjar hafa svo bæst við á síðustu vikum. Pedro fékk nokkrar mínútur í Ólafsvík og Albert Serran hefur lokið sóttkví og ætti að vera klár í slaginn. Reynslu mikill hafsent þar á ferðinni sem hefur meðal annars spilað fyrir Swansea.

ÍBV
Gestirnir frá Vestmannaeyjum koma eflaust hungraðir til leiks og vilja sanna ágæti sitt frá fyrstu mínútu. Sigurður Arnar er fjarri góðu gamni í dag en hann fékk rautt spjald í síðasta leik gegn Fram og er því í leikbanni. Það er spurning hvort að Atli Hrafn Andrason verði í byrjunarliðinu en hann kom frá Breiðablik fyrir stuttu. Góður leikmaður þar á ferð sem getur reynst ÍBV vel. Óskar Elías Zoega gæti komið inn eftir bekkjarsetu í síðasta leik og svo má Gonzalo fara að sýna sitt rétta andlit. Helgi Sig þarf á honum að halda í þessum leik.
Fyrir leik


GUNNI GISKAR

Gunnar Birgisson íþróttafréttmaður og meðlimur Innkastsins á Fotbolti.net þykir fróður um Lengjudeildina í sumar. Gefum Gunnari orðið:

,,Allt farið í bál og brand hjá Eyjamönnum því miður. Þeir koma og eiga von á auðveldum leik en léttleikandi Maggi Ball menn verða komnir i 3-0 eftir 20 mín. Kristó frændi líklega með tvö. Eftir það róast leikurinn og á 91.mín stangar Eiður Aron einn i netið"

Fyrir leik


Hér má sjá skemmtilega mynd frá árinu 2013 en það sumar spiluðu þjálfarar dagsins, Magnús Már og Helgi Sig, saman hjá Aftureldingu. Á myndinni er stórhljómsveitin KALEO með liði Aftureldingar fyrir leik en þarna voru þeir að byrja ferilinn í Mosfellsbæ.

Í dag er KALEO aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í Aftureldingu og hafa merki sitt framan á búningum félagsins. Spennandi samstarf þar á ferðinni!
Fyrir leik
Fyrir leiki dagsins sitja heimamenn í Aftureldingu í 4.sæti deildarinnar með fjögur stig. Jafntefli við Kórdrengi í fyrsta leik og svo sterkur 1-5 sigur gegn Víking Ólafsvík.

ÍBV aftur á móti, sem margir spá 1.sæti í sumar, sitja í 11.sæti deildarinnar og hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Grindavík og Fram. Eyjamenn þurfa því nauðsynlega á sigri að halda hér í dag ef þeir ætla sér stóra hluti í sumar.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og ÍBV í Lengjudeild karla.

Leikurinn sem er í 3. umferð deildarinnar hefst klukkan 18:00 á Fagverksvellinum Varmá.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('62)
4. Nökkvi Már Nökkvason
8. Telmo Castanheira
9. Sito ('75)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('70)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('62)
16. Tómas Bent Magnússon ('70)
19. Gonzalo Zamorano
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason ('70)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('62)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('70)
18. Eyþór Daði Kjartansson
18. Seku Conneh ('75)
22. Atli Hrafn Andrason ('62)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('12)

Rauð spjöld: