Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
KR
1
1
HK
Atli Sigurjónsson '21 1-0
1-1 Stefan Ljubicic '84
25.05.2021  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 662
Maður leiksins: Stefán Árni Geirsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Kjartan Henry Finnbogason
9. Stefán Árni Geirsson ('82)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson ('75)
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('54)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Hjalti Sigurðsson
4. Arnþór Ingi Kristinsson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('82)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('54)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('75)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Sigurvin Ólafsson

Gul spjöld:
Ægir Jarl Jónasson ('72)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja jöfn!

Heilt yfir mögulega sanngjörn niðurstaða en KR horfa líklega eftir töpuðum stigum meðan HK horfir á unnið stig.
93. mín
Það færist hiti í stúkuna. Öllum ákvörðunum Erlends er mótmælt sama hvað.
91. mín
Fáum +4 í uppbótartíma
90. mín
Það er farið að síga á seinni hlutann í þessu og nú fer hver að verða síðastur til þess að skella á sig skikkjunni og vera hetjan.
89. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Átti hressilega tæklingu á Kennie Chopart.
86. mín
HK stúkan er hefur tekið við sér og hvetur sína menn til dáða.
84. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
Stoðsending: Birnir Snær Ingason
MAARK!!

HK JAFNAR!!

Stefan Alexander Ljubicic skorar eftir atgang í teig KR.
Átti skot sem varnarmenn KR komust fyrir en náði frákastinu og kláraði færið virkilega vel og henti í Harden fagn.
82. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Stefán Árni verið virkilega öflugur í liði KR í kvöld.
81. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf sem svífur yfir þverslánna hjá KR.
79. mín
DAAUÐAFÆRI!!

Stefán Árni með konfekt sendingu á Óskar Örn Hauksson sem leikur á varnarmenn HK og Arnar Freyr í marki HK og á bara eftir að renna honum í netið en skot hans framhjá!
77. mín
Stefán Árni finnur Kjartan Henry sem reynir skot en það fer framhjá markinu.
77. mín
Stefán Árni með flottan sprett inni á teig en finnur ekki mann og HK bjargar þessu.
76. mín
Hornspyrna frá KR endar í þverslá en KR-ingar dæmdir brotlegir inni í teig.
75. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Kristinn Jónsson (KR)
72. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (KR)
70. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
70. mín
Bæði lið verið að sækja en vantar enn sem áður þessa úrslita sendingu eða skot til að loka sókninni.
64. mín
Sést langar leiðir að Kjartan Henry langar í mark. Nýtir hvert tækifæri til að láta vaða.
62. mín
Inn:Stefan Ljubicic (HK) Út:Bjarni Gunnarsson (HK)
Skynsamleg skipting.
61. mín Gult spjald: Bjarni Gunnarsson (HK)
Fer hressilega í Stefán Árna og Bóas lyftir rauðu en Erlendur gefur gult.
58. mín
Óskar Örn reynir bakfallspyrnu fyrir utan teig þar sem Arnar Freyr er nokkuð framarlega í marki HK en Arnar Freyr grípur þó boltann.
57. mín
Finnur Tomas brýtur á Valgeiri og fær tiltal.

Ívar Örn tekur aukaspyrnuna og á skot sem Beitir heldur nokkuð þægilega.
54. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Virðist hafa meiðst eitthvað og haltrar út fyrir hliðarlínu.
52. mín
HK í flottu færi og vinna horn. Allskonar atgangur í teignum sem endar með að Atli Sigurjóns hendir sér fyrir skot Ívars Arnar og KR vinna boltann og sækja hratt á HK þar sem Kjartan Henry á skot sem Arnar Freyr nær að koma fingurgómum á boltann og bjarga.

Þessi seinni hálfleikur byrjar hressilega.
47. mín
Arnar Freyr með enn eitt útsparkið sem endar í innkasti. Hefur verið í brasi með útspörkin.
46. mín
Engar skiptingar í hálfleik sýnist mér. HK byrjar.
45. mín
Hálfleikur
+2

Eftir kröftuga byrjun hjá HK tók KR nánast öll völd og leiðir 1-0 í hálfleik nokkuð sanngjarnt.
45. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (HK)
+1
Brot á Kidda Jóns.
45. mín
Fáum 2 mínútur í uppbót.
44. mín
HK ekki langt frá því að jafna þarna!

Birkir Valur með fyrirgjöf fyrir markið sem Bjarni Gunn skallar en boltinn fer rétt framhjá markinu.
43. mín
Kennie Chopart með frábæra fyrirgjöf fyrir markið úr aukaspyrnu á kollinn á Kjartan Henry en skallinn rétt framhjá.
38. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (HK) Út:Atli Arnarson (HK)
Fæst hér staðfest. - Vonandi ekki of alvarlegt.
37. mín
Atli er úr leik sýnist mér en leikurinn er farinn aftur af stað. Atli kominn útaf í úlpu.
36. mín
Leikurinn er stopp. Atli Arnars liggur eftir og þarfnast aðhlýningu.
32. mín
HK bjarga á línu! Frábær fyrirgjöf frá Kidda Jóns svífur nálægt marki og Birkir Valur er á stönginni fjær til að koma boltanum afturfyrir.

Úr hornspyrnunni fá KR frábært skortfæri sem Arnar Freyr ver virkilega vel og HK ná að lokum að bægja hættunni frá.
28. mín
KR líklegri til að bæta við frekar en HK að minnka muninn.
21. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
Stoðsending: Kjartan Henry Finnbogason
MAARK!!

KR er komið yfir!!

Arnar Freyr kemur á móti boltanum nálægt hornfána þar kemur Kjartan Henry með frábæra pressu og Arnar Freyr tapar boltanum, Atli Sigurjóns er að koma í hjálparpressuna og er fljótur að hugsa og lyftir boltanum úr gríðarlega þröngu færi yfir Arnar Freyr og skorar.
21. mín
Kiddi Jóns með fyrirgjöf inn á teig og Martin Rauschenberg misreiknar tæklinguna til að koma boltanum frá en blessunarlega fyrir HK þá kom Kjartan Henry á það mikilli ferð að hann náði ekki stjórn á boltanum.
17. mín
Bæði lið að komast í ákjósanlegar stöður en vantar bara að klára þetta með síðustu sendingu eða skoti.
12. mín
Kennie Chopart tekur hornið og rennir honum út í teiginn þar sem Kjartan Henry er grunsamlega frír en skotið yfir markið.
11. mín
KR í flottu færi og Kjartan Henry vinnur horn fyrir KR.
9. mín
Brynjar Björn er búin að færa Valgeir aftur upp á kannt þar sem við erum vön að sjá hann. Hann og Birkir Valur mynda teymið hægra megin hjá HK.
4. mín
Birnir Snær með flottan sprett þar sem hann fer illa með Pálma Rafn og Ægir Jarl en skotið er framhjá. HK að byrja af krafti.
3. mín
HK í flottu færi. Birkir Valur finnur Valgeir Valgeirs inni á teig sem á skot sem KR nær að komast fyrir áður en Birnir Snær fær skotfæri sem KR bjarga í horn.

Hornspyrnan er á fjærstöngina en þar er Arnþór Ari sem á skot hátt yfir markið.
1. mín
Það eru heimamenn í KR sem byrja þennan leik.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl. KR í sínum hefðbundu hvítu og svörtu röndum. HK eru í bláa varabúningnum sínum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

KR gerir eina breytingu á sínu liði frá síðsta leik gegn FH en Kristján Flóki Finnbogason dettur út og Stefán Árni Geirsson kemur inn í hans stað.

HK gera þrjár breytingar á sínu liði frá leiknum gegn ÍA. Birkir Valur Jónsson, Bjarni Gunnarsson og Ívar Örn Jónsson koma inn í stað Jón Arnars Barðdal, Örvar Eggerssonar og Stefan Alexander Ljubicic.
Fyrir leik
Erlendur Eiríksson er dómari leiksins í dag og honum til aðstoðar verða þeir Eðvarð Eðvarðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Fjórði dómari hér í kvöld er Elías Ingi Árnason og þá er Þórarinn Dúi Gunnarsson eftirlitsdómari.


Fyrir leik
Óðinn Svan Óðinsson, fjölmiðlamaður og Þórsari með meiru, er spámaður fyrir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla.

KR 0 - 0 HK
Við fengum geggjaðan leik þegar þessi lið mættust í Frostaskjóli í fyrra. Þessi verður andstæðan við það.


Fyrir leik
Við skulum renna yfir tölfræðiþætti liðanna fyrir umferðina.

KR

Sæti í deild: 6.sæti
Sigrar: 2 (40%)
Jafntefli: 1 (20%)
Töp: 2 (40%)
Mörk skoruð: 8
Mörk fengin á sig: 7
Markatala: +1

Síðustu 5 leikir:
FH 0 - 2 KR
KR 2 - 3 Valur
Fylkir 1 - 1 KR
KR 1 - 3 KA
Breiðablik 0 - 2 KR

Markahæstir:
Pálmi Rafn Pálmason - 2 Mörk
Guðjón Baldvinsson - 2 Mörk
Óskar Örn Hauksson - 1 Mark
Ægir Jarl Jónasson - 1 Mark
Kennie Chopart - 1 Mark
Grétar Snær Gunnarsson 1 Mark



HK

Sæti í deild: 11.sæti
Sigrar: 0
Jafntefli: 2 (40%)
Töp: 3 (60%)
Mörk skoruð: 6
Mörk fengin á sig: 11
Markatala: -5

Síðustu 5 leikir:
HK 1 - 3 ÍA
HK 1 - 3 FH
Valur 3 - 2 HK
HK 2 - 2 Fylkir
HK 0 - 0 KA

Markahæstir
Stefan Alexander Ljubicic - 2 Mörk
Ásgeir Marteinsson - 1 Mark
Jón Arnar Barðdal - 1 Mark
Birnir Snær Ingason - 1 Mark
Arnþór Ari Atlason - 1 Mark

Fyrir leik
Rimmur KR og HK hafa verið sprækar síðan HK kom upp í efstu deild fyrir tímabilið 2019.
Úrslitin úr þessum einvígjum má sjá hér fyrir neðan:

2019

KR 3 - 2 HK
Mörk KR: Pálmi Rafn Pálmason(21'), Tobias Thomsen (45'), Björgvin Stefánsson (55')
Mörk HK: Brynjar Jónasson (86'), Kári Pétursson (87')

HK 4 - 1 KR
Mörk HK: Arnþór Ari Atlason (6'), Birnir Snær Ingason (12'), Bjarni Gunnarsson (20'), Emil Atlason (88')
Mörk KR: Pálmi Rafn Pálmason (45')

2020

KR 0 - 3 HK
Mörk HK: Valgeir Valgeirsson (45'), Birkir Valur Jónsson (57'), Jón Arnar Barðdal (88')

HK 1 - 1 KR
Mörk HK: Ásgeir Marteinsson (88')
Mörk KR: Atli Sigurjónsson (26')

Þá er einnig skemmtileg staðreynd að síðasti útileikur sem KR tapaði á Íslandsmótinu var gegn HK í Kórnum 2019.
Fyrir leik
Fyrir 6.umferð deildarinnar lítur staðan svona út í Pepsi Max deild karla.

1.Víkingur R 13 stig (+6)
2.Valur 13 stig (+5)
3.KA 10 stig (+7)
4.FH 10 stig (+6)
5.Breiðablik 7 stig (+3)
6.KR 7 stig (+1)
7.Leiknir R 5 stig (-1)
8.Fylkir 5 stig (-3)
9.ÍA 5 stig (-4)
10.Keflavík 3 stig (-8)
11.HK 2 stig (-5)
12.Stjarnan 2 stig (-7)

Fyrir leik
Heimamenn í KR sóttu gríðarlega mikilvæg þrjú stig í síðustu umferð þegar þeir heimsóttu FH í Kaplakrika og fóru með 0-2 sigur í farteskinu heim þökk sé Ægi Jarl og Pálma Rafn.

HK fengu ÍA í heimsókn í Kórinn en þurftu að sætta sig við sárt tap gegn sprækum Skagamönnum 1-3.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik KR og HK í 6.umferð Pepsi Max deild karla sem fer fram hér á Meistaravöllum.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('62)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('70)
7. Birnir Snær Ingason
8. Arnþór Ari Atlason
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson ('38)
21. Ívar Örn Jónsson
28. Martin Rauschenberg

Varamenn:
4. Leifur Andri Leifsson
7. Örvar Eggertsson ('70)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('38)
24. Breki Muntaga Jallow
30. Stefan Ljubicic ('62)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('45)
Bjarni Gunnarsson ('61)
Ívar Örn Jónsson ('89)

Rauð spjöld: