Keflavík
1
2
Valur
0-1 Rasmus Christiansen '39
0-2 Birkir Már Sævarsson '52
Joey Gibbs '93 1-2
24.05.2021  -  19:15
HS Orku völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Suðlæg átt,skýjað á köflum og hiti um 8 gráður. Völlurinn að taka vel við sér.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Rasmus Christiansen
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('76)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('76)
10. Kian Williams ('80)
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
25. Frans Elvarsson
28. Ingimundur Aron Guðnason

Varamenn:
21. Helgi Bergmann Hermannsson (m)
5. Magnús Þór Magnússon (f)
9. Adam Árni Róbertsson ('80)
10. Dagur Ingi Valsson ('76)
16. Sindri Þór Guðmundsson ('76)
18. Stefán Jón Friðriksson
20. Christian Volesky

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('28)
Joey Gibbs ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur Vals staðreynd og þeir tylla sér í toppsætið. Þó mörg batamerki á leik Keflavíkur frá síðustu leikjum.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Skorar af harðfylgi eftir snarpa sókn upp hægra meginn.

Það gæti reyndar verið að Adam Árni hafi verið síðasta snerting áður en boltinn fór yfir línunna þarf að sjá það aftur og láta markanefndina úrskurða.

Uppfært
Gibbs á markið (Staðfest)
91. mín
Galdri vinnur boltann hátt á vellinum og finnur Sverri Pál aleinan í teignum. Fyrsta snertinginn svíkur hann og færið rennur út í sandinn.
90. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 3 mínútur.
87. mín
Valur fær horn. Eru að sigla þessu heim af fagmennsku.
82. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
81. mín
Talningin klikkar hjá Val en heimamenn fá ekkert upp úr krafsinu nema annað horn sem fer forgörðum.
80. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
80. mín
Keflavík fær horn.

Tíminn er að hlaupa frá þeim hægt og rólega.
78. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brá fæti fyrir Kian eftir að Kian losaði sig við boltann í skyndisókn. Villi beitir hagnaði og spjaldar Hauk í næsta stoppi.
78. mín
Rúnar Þór fer illa með þrjá Valsmenn og á skotið með hægri en því miður fyrir hann beint á Hannes.
76. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Almarr Ormarsson (Valur)
76. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
76. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
76. mín
Inn:Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
75. mín
Korter eftir af þessu og fátt sem bendir til þess að Keflavík sé að fara vinna sig inn í þennan leik.
74. mín
Pedersen!!!!!!

Fær boltann óvænt á fjæstönginni og hefur tíma og pláss til að athafna sig. Tekur boltann samt í fyrsta og setur hann talsvert framhjá af stuttu færi.

Óvanalegt að sjá hann ekki nýta svona færi.
73. mín
Skyndisókn Vals endar með skot frá Sigurði Agli en skot hans beint á Sindra sem ver í horn.
70. mín
Gibbs gerir virkilega vel gegn Hedlund í teig Vals eftir fyrirgjöf Ástbjörns en skalli hans laus og beint á Hannes.
67. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
67. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Ekki amalegt að eiga Hauk Pál og Galdra á bekknum.
66. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Gibbs fær gult fyrir að brjóta á Almarri sem fer niður með tilþrifum og liggur eftir. Reynsla í þessu.
65. mín
Rúnar Þór fer illa með Andra A sem snýst í hringi á vellinum, fyrirgjöfin nær þó ekki framhjá fyrsta manni.
64. mín
Naho Heras tæpur. Missir af sendingu og lendir í kapphlaupi við Kristinn. Vinnur sig þó framfyrir hann og Kristinn brýtur á honum.
63. mín
Valsmenn að bjóða Keflavík að vera aðeins með boltann. Skynsemin skín í gegn í aðgerðum Vals þó sem gefa engin færi á sér enn sem komið er.
58. mín
Rúnar Þór annar af landsliðsmönnum Keflavíkur með lúmskt skot, boltinn af varnarmanni og stefnir í markið en Hannes er reynslumikill og handsamar boltann.
55. mín
Heimamenn verið að finna ágætar stöður á vellinum og átt að geta skapað hættu. Það vantar hins vegar sárlega þessu frægu lokasendingu til þess að skapa afgerandi færi.
55. mín
Sigurður Egill með skot yfir markið af vítateig.
52. mín MARK!
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Síðustu leikir Keflavíkur í hnotskurn.
Boltinn skoppar á milli manna í teignum og heimamenn koma boltanum ekki frá sem endar hjá Birki sem getur ekki annað en skorað af stuttu færi.
51. mín
Valsmenn fá horn.

Og svo annað.
50. mín
Birkir Heimis með skot yfir markið af talsverðu færi.
48. mín
Eitt stk langt innkast á leiðinni frá Keflavík.
47. mín
Pedersen liggur eftir rimmu við Frans. Stendur þó fljótt upp og leikur getur haldið áfram.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik. Keflvíkingar þurfa að sækja ætli þeir sér ekki að tapa fjórða leiknum í röð.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Valur leiðir og það líklega bara verðskuldað. Verið mun hættulegri hér á fyrstu 45.

Seinni eftir smá.
45. mín
Klukkan slær 45. 1 mínúta til viðbótar.
44. mín
Birkir Már með skot af varnarmanni og afturfyrir. Hornspyrna niðurstaðan.
43. mín
Föst sending fyrir markið úr aukaspyrnu ratar á enni Almarss sem á fastann skalla að marki sem Sindri ver vel.
39. mín MARK!
Rasmus Christiansen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Kristinn Freyr flikkar horni Birkis fyrir markið þar sem Rasmus mætir og skilar boltanum í netið af stuttu færi,
39. mín
Davíð Snær tæklar boltann í horn og lætur Vall aðeins heyra það í kjölfarið. Ástríða í þessu.
38. mín
Frans heppinn í teig Keflavíkur. Fær boltann í sig og leggur hann beint fyrir Sigurð Egil. En skot Vals framhjá.
34. mín
Hætta í teig Keflavíkur. Hver leikmaður Vals á fætur öðrum missir af sendingu Sigga Lár og á endanum hreinsar Ari frá.
32. mín
Valsmenn fá hornspyrnu.
30. mín
Birkir Már með fyrirgjöf en skot Sigurður Egils úr mjög þröngu færi í hliðarnetið.
28. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Alltof seinn í tæklingu og fær réttilega spjald.
22. mín
Rúnar Þór brýst upp vinstri vænginn og á fyrirgjöf inn að markteig. Gibbs mættur en Hannes vandanum vaxinn.
19. mín
Frans sterkur í baráttu við Kristinn Frey og vinnur aukaspyrnu.
18. mín
Hedlund með skallann en Sindri ver glæsilega. Þungt sótt hjá Val en ekki fundið leiðina ennþá.
17. mín
Pedersen í kapphlaupi við Nacho og veiðir þann spænska í gildru sem fer í bakið á honum og Valur á aukaspyrnu á ágætum fyrirgjafarstað.
16. mín Gult spjald: Johannes Vall (Valur)
Ein klassísk skriðtækling illa tímasett. Ekkert alvarlegt en spjald réttlætanlegt.
15. mín
Valsmenn fá horn.

Verið að þyngja sínar sóknaraðgerðir.

Fá annað horn.
13. mín
Pedersen með skot úr teignum en Sindri vel á verði.
11. mín
Andri með góð tilþrif en Nacho þrumar boltanum í hann og afturfyrir. Vilhjálmur kemst samt að þeirri niðurstöðu að um horn sé að ræða.

Valsmenn svo brotlegir eftir hornið.
11. mín
Davíð Snær með góðan sprett upp. Færir boltann á Kian sem á skot úr D-boganum sem Hannes á ekki í nokkrum vandræðum með þó.

Opið hér í Keflavík.
9. mín
Kian í fínu færi í teig Vals en skýtur beint á Hannes. Og flaggið fer á loft í þokkabót.
8. mín
Hreinsað af línu

Spyrnan leit út fyrir að vera slök en varnarmönnum mistekst að koma boltanum frá sem endar í fótum Almars sem á skot (eða fær boltann í sig) en Keflvíkingar hreinsa með herkjum.
7. mín
Vall tekur Kian sér til fyrirmyndar og sækir horn fyrir Val.

Sindri út og slær boltann í annað horn.
6. mín
Kian sækir horn fyrir heimamenn. Rúnar mætir til að taka.

Spyrnan innarlega og Hannes rís í teignum og rífur til sín boltann.
4. mín
Sigurður Egill í færi í teig Keflavíkur en hittir boltann illa. Undirbúningur Andra A góður en vantaði endahnútinn.
3. mín
Fer rólega af stað. Liðin þétt og að þreifa hvert á öðru. Keflavík þó ögn meira með boltann hér í blábyrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hérna í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik og leika í átt að sýslumannshúsinu.
Fyrir leik
Liðin eru klár

Heimamenn gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Fylki á dögunum. Magnús Þór Magnússon, Sindri Þór Guðmundsson og Christian Volesky fá sér sæti á bekknum fyrir þá. Nacho Heras, Ara Stein Guðmundsson og Ingimund Aron Guðnason. Þá gerir Valur þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum á Leikni en Christian Thobo Kohler, Haukur Páll Sigurðsson og Kaj Leo fá sér sæti á bekknum fyrir þá Birki Heimisson, Andra Adolphsson og Almarr Ormarsson.
Fyrir leik
Spámaðurinn

Óðinn Svan Óðinsson, fjölmiðlamaður og Þórsari með meiru, er spámaður fyrir 6. umferð Pepsi Max-deildar karla. Um leikinn segir hann.

,,Þetta verður annar nokkuð öruggur útisigur. Nýju landsliðsmennirnir í Keflavík þurfa fjórða leikinn í röð að sækja boltann fjórum sinnum í netið. Keflavík 0 - Valur 4''

Fyrir leik
Tríóið

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sér um flautuleikinn á HS-Orkuvellinum í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon. Þá er málarinn geðþekki Erlendur Eiríksson 4.dómari og eftirlitsmaður er Ólafur Ingi Guðmundsson.


Fyrir leik
Keflavík

Eins mikil og velgengni Vals hefur verið í upphafi má segja að Keflavík hafi verið á hinum enda skalans. Eftir góðan heimasigur á Stjörnunni í 2.umferð hefur hvorki gengið né rekið hjá Keflavík en liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum með markatölunni 3-12.

Það má því auðveldlega færa rök fyrir því að varnarleikur liðsins hafi verið afleitur á köflum sem er viss synd því Keflavíkur liðið er langt frá því að vera illa spilandi. En líkt og Eysteinn Húni Hauksson orðaði það í viðtali á dögunum. ,,Getum ekki ætlast til þess að skora alltaf fimm mörk til þess að vinna fótboltaleiki''
Fyrir leik
Valur

Valur situr fyrir leik kvöldsins í öðru sæti deildarinnar á markatölu með einu marki verra markahlutfall en topplið Víkinga, sigur hér á HS-Orkuvellinum fleytir þeim því að í toppsæti deildarinnar um stundarsakir en Víkingar taka á móti Fylki annað kvöld.

Fjórir sigrar og eitt jafntefli er uppskera fyrstu fimm leikja lærisveina Heimis Guðjónssonar sem hefja titilvörn sína með miklum ágætum. Valsmenn áttu þó í nokkru basli með hina nýliða deildarinnar Leikni í síðustu umferð en það var ekki fyrr en á 86.mínútu leiksins sem Patrick Pedersen fann leið í gegnum varnarmúr Leiknis og tryggði um leið Val dýrmæt þrjú stig.


Fyrir leik
Gott kvöld lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Vals í 6.umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
5. Birkir Heimisson ('67)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('82)
11. Sigurður Egill Lárusson ('76)
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson ('67)
33. Almarr Ormarsson ('76)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Christian Köhler
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('67)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('82)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('76)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('76)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Halldór Eyþórsson
Jóhann Emil Elíasson
Styrmir Örn Vilmundarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Örn Erlingsson

Gul spjöld:
Johannes Vall ('16)
Haukur Páll Sigurðsson ('78)

Rauð spjöld: