Kórdrengir
2
1
Þróttur R.
0-1 Daði Bergsson '40
Nathan Dale '43 1-1
Connor Mark Simpson '77 2-1
29.05.2021  -  13:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Heiðskýrt en blæs örlítið.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Connor Mark Simpson (Kórdrengir)
Byrjunarlið:
Leonard Sigurðsson ('63)
1. Lukas Jensen
4. Ásgeir Frank Ásgeirsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Hákon Ingi Einarsson
8. Davíð Þór Ásbjörnsson
10. Þórir Rafn Þórisson ('89)
15. Arnleifur Hjörleifsson ('58)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
19. Connor Mark Simpson
22. Nathan Dale ('89)

Varamenn:
12. Sindri Snær Vilhjálmsson (m)
2. Endrit Ibishi
3. Egill Darri Makan Þorvaldsson ('58)
9. Daníel Gylfason ('63)
11. Gunnar Orri Guðmundsson ('89)
20. Conner Rennison ('89)
33. Magnús Andri Ólafsson

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Aron Ellert Þorsteinsson
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Heiðar Helguson

Gul spjöld:
Connor Mark Simpson ('39)
Nathan Dale ('49)
Egill Darri Makan Þorvaldsson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Egill Arnar flautar til leiksloka hér í Breiðholti. 2-1 sigur Kórdrengja staðreynd.

Viðtöl og skýrsla síðar í dag.

Takk fyrir mig.
96. mín
Kórdrengir vinna hornspyrnu og taka hana stutt og Connor vinnur aðra hornspyrnu fyrir Kórdrengi.

Þetta er líklega komið hjá Kórdrengjum.
95. mín Gult spjald: Egill Darri Makan Þorvaldsson (Kórdrengir)
Spjaldaður fyrir einhverja töf líklega.
93. mín Gult spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.)
93. mín
Daníel Gylfason fær boltann inn á miðjunni og keyrir af stað og Gunnlaugur er dæmdur brotlegur
92. mín
Þróttarar með góða sendingu fyrir en Lukas vel vakandi og kemur sér í boltann.
91. mín
Samuel Ford fær boltann inn á teignum en Kórdrengir ná að hreinsa boltann.

Fáum við dramatík?
90. mín
Klukkan slær 90 hér á Domusnova og Kórdrengir virðast vera að sigla þessum þremur punktum.
89. mín
Inn:Conner Rennison (Kórdrengir) Út:Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
89. mín
Inn:Gunnar Orri Guðmundsson (Kórdrengir) Út:Nathan Dale (Kórdrengir)
85. mín
Connor fær boltnn og kemur honum á Þóri sem tekur straujið inn á teiginn og kemur boltanum fyrir en Franko vel vakandi og grípur boltann.
84. mín
FORD!!!!!

Samuel fær boltann frá Hafþóri inn á teiginn og snýr og lætur vaða en Lukas ver vel í horn.

Hornspyrnan tekin frá hægri og boltinn hrekkur á Daða sem á skot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.

Þróttarar að hóta jöfnunarmarki.
81. mín
Eiríkur fær boltann úti til vinstri og fer yfir á hægri og lyftir boltanum fyrir en þar er enginn og boltinn afturfyrir endarmörk.
79. mín
Inn:Róbert Hauksson (Þróttur R.) Út:Kairo Edwards-John (Þróttur R.)
79. mín
Kairo liggur eftir og virðist ekki getað klárað þennan leik.

Kairo labbar með sjúkraþjálfara Þróttar útaf og leikurinn farinn í gang aftur.
77. mín MARK!
Connor Mark Simpson (Kórdrengir)
Stoðsending: Ásgeir Frank Ásgeirsson
KÓRDRENGIR AÐ KOMAST YFIR!!!!!!!!

Ásgeir fær boltann úti við hliðarlínu hægramegin og Connor lyftir upp hendinni og Ásgeir lyftir honum á hárréttan stað beint á pönnuna á Connor sem stangir boltann í netið!!!

2-1!
75. mín
Kemur langur bolti upp á Kairo en hann er flaggaður rangstæður og Kairo ekki kátur með það.

Kalla eftir fjöri hérna síðasta korterið!
71. mín
Ondo kemur með langt innasty inn á teiginn og Nathan nær skallanum en boltinn afturfyrir.

Síðari hálfleikurinn ekki verið tíðindarmikill.
68. mín
Gunnlaugur Hlynur kemur honum út á Kairo sem fer inn á teiginn og kemur honum á Ford sem reynir að snúa en nær því ekki og boltinn fer af Þróttara og afturfyrir en markspyrna dæmd.
66. mín
Leikurinn farinn í gang aftur eftir þessi höfuðmeiðsli hjá Gumma.
65. mín
Inn:Gunnlaugur Hlynur Birgisson (Þróttur R.) Út:Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.)
65. mín
Guðmundur Friðriksson heldur ekki leik hér áfram og inn í hans stað kemur Gunnlaugur Hlynur.
64. mín
Guðmundur Friðriksson steinliggur hérna á vellinum, fer í skallabolta á móti Þóri og fær ennið á Þóri í hnakkann.
63. mín
Inn:Daníel Gylfason (Kórdrengir) Út:Leonard Sigurðsson (Kórdrengir)
62. mín
Nathan kemur boltanum út á Þóri sem kemst inn á teiginn og reynir fyrirgjöf en boltinn af Þróttara og afturfyrir.

Ásgeir tekur spyrnuyna á fjær en boltinn er skallaður burt en boltinn aftur út á Ásgeir sem kemur með aðra fyrirgjöf en Franko grípur hana.
60. mín
Egill fær boltann úti vinstramegin eftir flott spil Kórdrengja og Egill kemur með boltann fyrir á Þóri en boltinn afturfyrir.
58. mín
Inn:Egill Darri Makan Þorvaldsson (Kórdrengir) Út:Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
55. mín
Inn:Ólafur Fjalar Freysson (Þróttur R.) Út:Lárus Björnsson (Þróttur R.)
Lárus getur ekki haldið leik hér áfram í dag.
54. mín
Arnleifur og Lárus liggja báðir hér á vellinum og mér sýnist Daði Bergsson gefa bekk Þróttara merki um skiptingu.
50. mín
Góð skyndisókn hjá Þrótturum.

Daði Bergssson kemur honum á Kairo sem keyrir af stað og fer yfir á hægri fótinn og reynir að setja boltann í fjær ern Lukas ekki í vandræðum með þennan.
49. mín Gult spjald: Nathan Dale (Kórdrengir)
Fer harkalega í Lárus Björnsson.
48. mín
Leonard með lúmska aukaspyrnu inn á teiginn en enginn Kórdrengur nær að komast í boltann og Þróttarar setja boltann afturfyrir og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
47. mín
Kórdrengir vinna aukspyrnu á miðjum vallarhelming Þróttar taka hana stutt og boltinn kemur fyrir á Davíð Þór sem nær ekki að skalla boltann á markið.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Kórdrengir hefja síðari hálfleikinn með vindi í bakið.
45. mín
Hálfleikur
Egill Arnar Sigurþórsson flautar til hálfleiks.

1-1 í hálfleik. Vonandi fáum við fleiri mörk í síðari hálfleikinn. Virkilega skemmtilegur endir á þessum fyrrihálfleik eftir bragðdaufan leik framan af.
45. mín
Ondo keyrir í Ford sem steinliggur og Þróttarar fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Kórdrengja.

Boltinn kemur fyrir en hann á engan og beint á Lukas.
43. mín MARK!
Nathan Dale (Kórdrengir)
VÁÁAÁÁÁ NATHAAAN!!!!

Boltinn berst á Nathan upp úr nánast engu og Nathan smellir boltanum af 25 metrunum beint upp í samúel nær!!

Allt jafnt á Domusnova!!!!
40. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Sam Ford
FYRIRLIÐIN AÐ KOMA ÞRÓTT YFIR!!!!

Eiríkur með flottan bolta á Samuel Ford sem kemur boltanum innfyrir í fyrsta á Daða Bergs sem setur boltann á milli fóta Lukasar

0-1 Þróttur!
39. mín Gult spjald: Connor Mark Simpson (Kórdrengir)
Brýtur á Hafþóri sýndist mér.
38. mín
Gary Martin leikmaður Selfossar er mættur í stúkuna hér á Domusnova. Skemmtilegt að segja frá því.
36. mín
Kórdrengir halda boltanum vel úti hægra meginn og boltinn kemur fyrir, Þróttarar koma boltanum burt en ekki langt beint á Davíð sem reynir skot á markið en boltinn beint í grillið á Andi. Þetta var ekki þægilegt en Andi harkar þetta af sér.
32. mín
VÁÁÁA LUKAS JENSEN!!!!!

Þróttarar taka stutta hornspyrnu og halda boltanum eftir hana og Kórdrengir klaufalegir inn á sínum eigin teig og boltinn berst á Samuel Ford sem lætur vaða en Lukas ver boltann í slánna og niður.

Geggjuð varsla!!

Fyrsta alvöru færi dagsins dömur og herrar!!!
30. mín
Kairo með geggjaðan 15 metra sprett og Kórdrengir brjóta á honum áður en hann kemst lengra.

Andi kemur með boltann fyrir á fjær þar sem Hafþór var og flikkar honum inn á teiginn en Kórdrengir hreinsa í horn.

Andri með hornspyrnuna en Kórdrengir koma boltanum í burtu.
29. mín
Frábær fyrirgjöf frá vinstri frá Kairo en Lukas grípur þennan vel.
27. mín
Arnleifur fær boltann út til vinstri og á fyrirgjöf ætlaða Þóri en hann dæmdur brotlegur inn á teignum.
26. mín
Leonard kemur með frábæra fyrirgjöf frá vinstri beint á kollinn á Dabba sem nær ekki að stýra þessum á markið og boltinn framhjá.
25. mín
Það hefur ekki verið mikið að frétta hérna fyrstu 25 mínúturnar á Domusnova.

Jafnleikur en bíðum enþá eftir fyrsta alvöru færinu.
23. mín Gult spjald: Andi Hoti (Þróttur R.)
Brýtur á Davíð Þóri.
22. mín
KAIRO!!!!

Boltinn berst út til hægri á Kairo sem lætur vaða en Lukas slær boltann afturfyrir.
13. mín
Þórir fær boltann hægra meginn og vinnur aukaspyrnu við hornfánan hægramegin.

Arnleifur tekur spyrnuna og hún kemur beint á Franko sem kýlir boltann afturfyrir.

Arnleifur tekur hornspyrnu frá hægri og einhver darraðadans inn á teig Þróttar en á endanum er dæmt brot á Kórdrengi.
12. mín
Frábært spil hjá Þrótt á miðjum vallarhelming Kórdrengja sem endar með að boltinn kemur út á Daða Bergs sem á fyrirgjöf en Jensen grípur.
11. mín
Kórdrengir vinna hornspyrnu. Arnleifur finnur Leonard upp vinstra megin sem vinnur horn.

Ásgeir Frank tekur spyrnuna beint á Ondo sem skallar yfir markið.
10. mín
Þetta byrjar rosalega rólega á Domusnova. Liðin eru að þreyfa fyrir sér og vonandi förum við að fá eitthvað líf í þetta.
5. mín
Andi Hoti með geggjaða skiptu yfir frá hægri til vinstri á Kairo sem kemur með fyrirgjöfina en hún slök og Kórdrengir koma boltanum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Egill Arnar Sigurþórsson flautar og það eru Þróttarar sem hefja leik.

Góða skemmtun
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTUR Í LEIK

Liðin eru að ganga inn til búningsklefa og stutt í upphafsflautið.

Ég ætla spá markaveislu hérna í dag.
Fyrir leik
Við fáum skemmtilegan leik...

...ef spá Stubbs rætist. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, spáir fimm marka leik.

"Kórdrengir vinna þennan 3-2 þar sem Kairo skorar tvö mörk fyrir Þrótt," segir Stubbur sem er spámaður umferðarinnar.
Fyrir leik
Þróttur kemur...



...inn í þennan leik eftir sigur gegn Selfossi í síðustu umferð. Eftir 1-3 tapleiki í fyrstu tveimur umferðunum skilaði öflugur skyndisóknarbolti góðum sigri gegn Selfyssingum.

Guðlaugur Baldursson stýrir Þrótturum sem eru að fara að leika sinn fyrsta útileik á tímabilinu.

Þrótti var spáð 11. sæti (og þar með falli) í spá þjálfara og fyrirliða Lengjudeildarinnar fyrir mót. Kórdrengjum var spáð 7. sæti.
Fyrir leik
Kórdrengir eru...



...breskasta fótboltalið Íslands eins og rætt var um í útvarpsþættinum okkar á X977 síðasta laugardag.

Davíð Smári Lamude heldur um stjórnartaumana hjá liðinu og honum til aðstoðar er enginn annar en Heiðar Helguson.

Á sínu fyrsta ári í B-deildinni hafa Kórdrengirnir prófað allt í fyrstu umferðunum. Þeir gerðu jafntefli gegn Aftureldingu, töpuðu gegn Selfossi en unnu svo Víking Ólafsvík.

Ég tel að þeim hafi fundist skemmtilegast að vinna og stefni að því að gera það í kvöld. Það er mitt sérfræðiálit.
Fyrir leik
Velkomin með okkur í Breiðholtið!

4. umferð Lengjudeildarinnar, dömur mínar og herrar.

Kórdrengir og Þróttur eigast við í áhugaverðum leik á gervigrasvelli Leiknismanna. Úrvalsdeildardómarinn Egill Arnar Sigurþórsson mun dæma leikinn og aðstoðardómararnir eru heldur rekki af verri endanum, það eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Magnús Garðarsson.

Þessi leikur átti upprunalega að fara Fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Atli Geir Gunnarsson
7. Daði Bergsson (f)
8. Baldur Hannes Stefánsson
9. Sam Ford
11. Kairo Edwards-John ('79)
14. Lárus Björnsson ('55)
20. Andi Hoti
23. Guðmundur Friðriksson ('65)
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
12. Albert Elí Vigfússon (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
6. Sam Hewson
9. Hinrik Harðarson
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
15. Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('65)
21. Róbert Hauksson ('79)
28. Ólafur Fjalar Freysson ('55)

Liðsstjórn:
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Jens Elvar Sævarsson
Jamie Paul Brassington
Páll Steinar Sigurbjörnsson
Henry Albert Szmydt
Helgi Sævarsson

Gul spjöld:
Andi Hoti ('23)
Gunnlaugur Hlynur Birgisson ('93)

Rauð spjöld: