Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Færeyjar
0
1
Ísland
0-1 Mikael Anderson '70
04.06.2021  -  18:45
Tórsvöllur
Vináttulandsleikur
Dómari: Kristo Tohver (Eistland)
Byrjunarlið:
12. Teitur Gestsson (m)
3. Viljormur Davidsen
4. Heini Vatnsdal
6. Hallur Hansson
7. Meinhard Olsen
8. Brandur Olsen
9. Gilli Rólantsson ('66)
10. Sölvi Vatnhamar
11. Jóan Simun Edmundsson ('66) ('78)
15. Odmar Færö
19. Jákup Andreasen

Varamenn:
1. Mathias Lamhauge (m)
23. Tórður Thomsen (m)
2. Jóannes Danielsen ('66)
5. Hörður Askham
11. Klæmint Olsen
13. Alex Mellemgaard
16. Gunnar Vatnhamar
17. Tróndur Jensen
18. Petur Knudsen ('78)
20. Bjarni Petersen
21. Jakup Johansen
22. Andreas Lava Olsen ('66)

Liðsstjórn:
Hakan Ericson (Þ)

Gul spjöld:
Gilli Rólantsson ('26)
Hallur Hansson ('45)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigur var það, ekki sannfærandi, en sigur. Frammistaðan ekkert sérstök.
93. mín
Tíminn að renna út. Ísland fær hornspyrnu.
91. mín
Færeyjar jafna en rangstaða! Skot og Ögmundur missir boltann frá sér, boltinn endar í netinu en réttilega dæmd rangstaða.
90. mín
Ísland fór illa með góðan aukaspyrnumöguleika. Erum að sigla inn í uppbótartíma.
86. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Petur Knudsen í dauðafæri en Ögmundur lokar frábærlega! Þarna var maður búinn að bóka jöfnunarmark hjá færeyska liðinu.
85. mín
Ekkert að frétta hjá Færeyingum sóknarlega.
84. mín Gult spjald: Mikael Anderson (Ísland)

81. mín
Hjörtur Hermannsson tók við fyrirliðabandinu af Aroni.
79. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland) Út:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland)
79. mín
Inn:Guðmundur Þórarinsson (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
79. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Ísland) Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
78. mín
Inn:Petur Knudsen (Færeyjar) Út:Jóan Simun Edmundsson (Færeyjar)
78. mín
Eftir flottan fyrri hálfleik þá er ekkert bit í færeyska liðinu í seinni hálfleik.

70. mín MARK!
Mikael Anderson (Ísland)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
Ok þetta var geggjað mark!

Birkir með flottan sprett og sendingu á Albert sem skallar boltann fyrir Mikael sem klárar á snilldarhátt!

Það voru gæði í þessu marki!

Leikurinn verið slakur hjá Íslandi en varamennirnir bjuggu þarna til virkilega flott mark.


66. mín
Inn:Jóannes Danielsen (Færeyjar) Út:Jóan Simun Edmundsson (Færeyjar)
66. mín
Inn:Andreas Lava Olsen (Færeyjar) Út:Gilli Rólantsson (Færeyjar)
62. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði ekki heldur.
62. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland) Út:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Ísak fann sig ekki í kvöld.
61. mín
Birkir með annað skot, breytti um stefnu af varnarmanni og fór í hornspyrnu. Fyrsta hornspyrna Íslands!
60. mín
Birkir Bjarnason með skot framhjá. Var brotið á honum þegar hann skaut en eistneski dómarinn dæmdi ekkert.
55. mín Gult spjald: Albert Guðmundsson (Ísland)
Hefur komið inn með krafti og er kominn í svörtu bókina.
54. mín
Færeyjar með fína sókn. Hallur Hansson með fyrirgjöf sem flúgur afturfyrir. Ágætlega spilað hjá frændum okkar.

En þessi leikur er afskaaaaplega rólegur.
48. mín
Ísak Bergmann með aukaspyrnu inn í teig, boltinn endar við fjærstöngina þar sem Hjörtur Hermannsson þarf að teygja sig í boltann og nær ekki að stýra knettinum á markið.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
46. mín
Inn:Albert Guðmundsson (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Skipting í hálfleik. Albert fer upp á topp í stað Kolbeins.


45. mín
Hálfleikur
Búið að flauta. Kolbeinn Sigþórsson fékk dauðafæri í fyrri hálfleiknum, langbesta færið fyrir hlé.

En færeyska liðið er einfaldlega heilt yfir búið að vera mun betra fyrstu 45 mínúturnar. Það er ýmislegt sem Arnar þarf að fara yfir í hálfleiknum.
45. mín Gult spjald: Hallur Hansson (Færeyjar)
Uppsafnað.
45. mín
Hallur Hansson skallar yfir markið!
44. mín
Aron Einar með langt innkast sem Brynjar Ingi flikkar áfram, Ísland heldur boltanum í smá tíma en nær ekki að gera sér mat úr þessu. Valgeir Lunddal skaut í varnarmann en engin hætta.
40. mín
Hallur Hansson með máttlaust skot fyrir utan teig.

Íslenska liðið hefur aftur hægt á sér og spilið gengur mun betur hjá Færeyjum.
37. mín
Odmar Færö fékk aftur frían skalla en hitti ekki á markið.
31. mín
Kolbeinn Sigþórsson öflugur og nær sendingu fyrir en Færeyingar koma boltanum frá.

Ísland hefur tekið stjórnina í leiknum algjörlega eftir erfiða byrjum.
27. mín
Ísak Bergmann lyftir boltanum inn á teiginn en dæmd aukaspyrna. Aðhlynning og leikurinn er stopp.
26. mín Gult spjald: Gilli Rólantsson (Færeyjar)
Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika rétt fyrir utan teiginn.
22. mín
DAAAAUÐAFÆÆÆRI!!!!

Eftir flott spil á Birkir Bjarnason sendingu fyrir og þar er Kolbeinn í rosalegu færi en skýtur beint á Teit í marki heimamanna. Þarna átti að koma mark!
20. mín
Edmundsson í dauðafæri en setur boltann framhjá! Dæmdur rangstæður.
18. mín
Jón Dagur að ógna núna, rennir boltanum á Valgeir sem á skot í varnarmann.
17. mín
Aron Einar fyrirliði á fyrstu marktilraun Íslands. Skot af löngu færi en beint í fangið á Teiti Gestssyni.

12. mín
Róleg byrjun Íslands.

Færeyska liðið einfaldlega betra í upphafi leiksins. Skalli vel yfir frá þeim. Fjórar marktilraunir hjá heimamönnum, engin frá okkur.
9. mín
Aukaspyrna sem Ísland fær á miðjum vallarhelmingi Færeyja. Hallur Hansson brýtur á Jóni Degi.
6. mín
Heimamenn byrja þennan leik betur og hafa átt þrjár hornspyrnur á upphafskaflanum. Rétt áðan átti Brandur Olsen skot við vítateigslínuna en Ögmundur náði að verja.

Svo fékk Odmar Færö hörkuskallafæri eftir þriðja horn heimamanna en yfir fór boltinn.

Færeyingar gætu verið komnir yfir.
1. mín
Þjóðsöngvar að baki og leikur hafinn.
Fyrir leik


Meðal leikmanna Færeyja er Brandur Olsen sem spilar í dag fyrir Helsingborg í Svíþjóð. Hann lék fyrir FH 2018-2019.
Fyrir leik
Byrjunarlið Færeyja er komið inn.

Jóan Símun Edmundsson er skærasta stjarna færeyska liðsins. Þessi 29 ára framherji spilar með Arminia Bielefeld í Þýskalandi og varð á liðnu tímabili fyrsti færeyski leikmaðurinn til að skora í Bundesligunni.



Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðið er klárt. Það er sama miðvarðapar og gegn Mexíkó en aðrir bakverðir.

Ögmundur Kristinsson kemur inn í markið, en Aron Einar Gunnarsson, Jón Daði Böðvarsson, Birkir Bjarnason, Ísak Bergmann Jóhannesson og Kolbeinn Sigþórsson halda sæti sínu.

Vinstri bakvörðurinn Valgeir Lunddal byrjar sinn fyrsta A-landsleik í kvöld.
Fyrir leik

Fyrir leik


Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari, var í viðtali við RÚV:

"Þeir eru með sænskan þjálfara sem leggur mikið upp úr 4-4-2. Þeir eru með þétt lið, ágætlega spilandi, reyna að spila boltanum. Við þekkjum auðvitað nokkra einstaklinga, Íslandsvini ef við megum kalla þá svona, spiluðu í Pepsi-deildinni. En sem liðsheild líta þeir bara nokkuð vel út og við þurfum að vera á tánum," segir Eiður.

Eiður segir að leikurinn í kvöld verði frábrugðnari en leikur Íslands gegn Mexíkó. Þar var varnarleikurinn í fyrirrúmi en Eiður telur að Ísland verði meira með boltann í kvöld.

"Í þessum leik verða áherslur okkar kannski öðruvísi. Við munum leggja aðeins meira upp úr hápressunni. Við búmst við því að stjórna þessum leik meira, ef ekki mun meira, heldur en á móti Mexíkóum. Við munum leggja meiri áherslu á sóknarleik þar sem varnarleikurinn var númer eitt í síðasta leik og halda áfram þeirri frammistöðu sem við sýndum í Dallas. Hún var mjög góð, liðið var mjög þétt, við nýttum okkur boltann vel þegar við unnum hann. Við byggjum ofan á það."

"Það verða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu og svo munum við nýta allar þær skiptingar sem að í boði eru. Við viljum sjá sem flesta og gefa sem flestum mínútur og sjá hvernig leikmenn passa inn í þessa uppstillingu hjá okkur. Það verða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu og við munum nýta skiptingarnar."
Fyrir leik
Leikið án áhorfenda
Nú er ljóst að leikurinn fer fram án áhorfenda en stefnt hafði verið að því að hleypa fólki í stúkurnar.

Bakslag í baráttu Færeyinga við Covid-19 veiruna gerir það að verkum að áhorfendabann verður á næstu leikjum.
Fyrir leik


Færeyjar
Enginn leikmaður í færeyska hópnum spilar á Íslandi. Landsliðsþjálfari Færeyja, hinn sænski Hakan Ericson, ákvað að nota þennan glugga til að láta Teit Gestsson, markvörð Færeyjameistara HB spila og Gunnar Nielsen fékk frí. Ericson talaði um að hann viti allt sem hann þarf að vita um Gunnar.

Kaj Leo í Bartalsstovu, leikmaður Vals, var upphaflega valinn í hópinn en hann dró sig síðan úr honum.

Smelltu hér til að sjá færeyska hópinn

Ericson hefur verið að láta Færeyjar spila 4-4-2, kerfi sem við Íslendingar þekkjum nú ansi vel.
Fyrir leik


Ísak Bergmann Jóhannesson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í vikunni en hann lék virkilega vel í 2-1 tapinu gegn Mexíkó í Bandaríkjunum um næstu helgi.

"Fyrst og fremst fyrir mig er að standa mig vel í næsta leik. Það er bara næsta verkefni sem tekur við, gegn Færeyjum. Mitt hugarfar snýst alltaf um að standa mig á næstu æfingu og í næsta leik," segir Ísak.

Þessi 18 ára leikmaður býst við því að Ísland muni stjórna leiknum í kvöld.

"Við höfum þróað okkar leik og vonandi getum við sýnt það gegn Færeyjum að við getum stjórnað leikjum því við erum með gæði innanborðs. Við erum að þróa okkar leik þannig að við erum betri með boltann," segir Ísak Bergmann.
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin í beina textalýsingu frá vináttulandsleik Færeyja og Íslands. Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV 2.

Þetta er annar leikurinn af þremur hjá Íslandi í þessum glugga. Um síðustu helgi var spilað gegn Mexíkó og eftir leikinn í kvöld verður haldið til Póllands og leikið gegn heimamönnum á þriðjudag.



Það er 24 leikmenn íslenska landsliðsins í þessu verkefni. Fjórir leikmenn úr Pepsi Max deildinni eru í hópnum en það eru þeir Brynjar Ingi Bjarnason (KA), Gísli Eyjólfsson (Breiðablik), Þórir Jóhann Helgason (FH) og Ísak Óli Ólafsson (Keflavík).

Markmenn:
Elías Rafn Ólafsson - Fredericia
Rúnar Alex Rúnarsson - Arsenal
Ögmundur Kristinsson - Olympiacos

Varnarmenn:
Alfons Sampsted - Bodö Glimt
Brynjar Ingi Bjarnason - KA
Guðmundur Þórarinsson - New York City FC
Hjörtur Hermannsson - Bröndby IF
Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
Kolbeinn Þórðarson - Lommel SK
Valgeir Lunddal Friðriksson - Häcken

Miðjumenn:
Andri Fannar Baldursson - Bologna
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi
Aron Elís Þrándarson - OB
Birkir Bjarnason - Brescia
Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Ísak Bergmann Jóhannesson - IFK Norrköping
Jón Dagur Þorsteinsson - AGF
Mikael Neville Anderson - FC Midtjylland
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF
Þórir Jóhann Helgason - FH

Sóknarmenn:
Albert Guðmundsson - AZ Alkmaar
Jón Daði Böðvarsson - Millwall
Kolbeinn Sigþórsson - IFK Göteborg
Sveinn Aron Guðjohnsen - OB
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Alfons Sampsted
2. Valgeir Lunddal Friðriksson ('79)
6. Hjörtur Hermannsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Birkir Bjarnason ('79)
9. Kolbeinn Sigþórsson ('46)
9. Jón Dagur Þorsteinsson
17. Aron Einar Gunnarsson ('79)
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('62)
22. Jón Daði Böðvarsson ('62)

Varamenn:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
3. Guðmundur Þórarinsson ('79)
6. Ísak Óli Ólafsson
8. Andri Fannar Baldursson ('79)
9. Sveinn Aron Guðjohnsen ('79)
11. Albert Guðmundsson ('46)
15. Aron Elís Þrándarson
16. Stefán Teitur Þórðarson ('62)
17. Kolbeinn Þórðarson
18. Mikael Anderson ('62)
20. Þórir Jóhann Helgason

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)

Gul spjöld:
Albert Guðmundsson ('55)
Mikael Anderson ('84)

Rauð spjöld: