Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Afturelding
2
2
Fjölnir
Elmar Kári Enesson Cogic '7 1-0
Georg Bjarnason '65 2-0
2-1 Valdimar Ingi Jónsson '86
2-2 Jóhann Árni Gunnarsson '90 , víti
03.06.2021  -  19:15
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild karla
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Pedro
Byrjunarlið:
Tanis Marcellán
5. Oliver Beck Bjarkason
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson
8. Kristján Atli Marteinsson
10. Kári Steinn Hlífarsson
17. Valgeir Árni Svansson ('18)
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('75)
23. Pedro Vazquez
25. Georg Bjarnason
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('18)
18. Jakub Florczyk
20. Ísak Pétur Bjarkason Clausen
33. Alberto Serran Polo
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('75)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Daníel Darri Gunnarsson
Amir Mehica

Gul spjöld:
Tanis Marcellán ('4)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Rosalegur leikur! 2-2 jafntefli staðreynd.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

90. mín
Skallað aftur fyrir. Afturelding fær aðra hornspyrnu. Eru fleiri mörk í þessum leik?
90. mín
Hornspyrna sem heimamenn fá!
90. mín Mark úr víti!
Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
JÓHANN ÖRUGGUR OG JAFNAR HÉR METIN
90. mín
Inn:Steinar Örn Gunnarsson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
90. mín
VÍTI SEM FJÖLNIR FÆR!!
89. mín
OSKAR MEÐ ROSALEGA TÆKLINGU!

Kom í veg fyrir mark þarna og Fjölnir fær hornspyrnu.
86. mín MARK!
Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Sigurpáll Melberg Pálsson
FJÖLNISMENN MINNKA MUNIN!

Boltinn tapast á miðjunni og Sigurpáll keyrir upp, finnur Valdimar úti hægra meginn sem klárar afar vel í fjærhornið. Þetta er leikur!
83. mín
Kári í dauðafæri eftir skyndisókn en kýs að skjóta ekki og Fjölnismenn henda sér fyrir hann og hreinsa.
81. mín
Georg með flottan sprett og er svo tekinn niður af Sigurpáli. Aukaspyrna.
80. mín
Georg gefur boltann frá sér og Fjölnir bruna upp kantinn. Fyrirgjöf í miðjan teiginn en Oliver Beck hreinsar.
77. mín
Heimamenn búnir að vera ansi þéttir síðustu mínútur. Pedro átti þó sláarskot sem gleymdist að nefna. Fjölnismenn leita af marki!
75. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
69. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fjölnir)
65. mín MARK!
Georg Bjarnason (Afturelding)
Stoðsending: Pedro Vazquez
GEGGJUÐ SPYRNA FRÁ PEDRO Á FJÆRSTÖNG OG ÞAR ER GEORG MÆTTUR!

2-0 í Mosfellsbænum og gestirnir úr Grafarvogi í veseni.
64. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
64. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir) Út:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir)
64. mín
Elmar pakkar Dofra saman. Léttur klobbi en Dofri tekur hann niður. Aukaspyrna úti hægra meginn.
63. mín
TANIS AFTUR

Hörkufæri eftir fyrirgjöf frá Dofra. Sá ekki hver átti skotið en boltinn á leiðinni í fjærhornið og þá kemur Tanis með rosa vörslu.
61. mín
Góð fyrirgjöf en Alexander Freyr skallar burt. Hornspyrna sem heimamenn eiga.

Spyrnan frá Elmari fer yfir pakkann og aftur fyrir markið.
60. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Fyrir brot á Kristjáni.
56. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ FJÖLNI

Góð fyrirgjöf á fjærstöng en Andri Freyr og Sigurpáll trufla hvorn annan að því virðist og þetta rennur út í sandinn.
55. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.

Fá aðra strax í kjölfarið.
52. mín
Inn:Kristófer Jacobson Reyes (Fjölnir) Út:Baldur Sigurðsson (Fjölnir)
Aldursforsetinn á vellinum nær ekki að halda leik áfram.
51. mín
Fjölnismenn meira með boltann þessar fyrstu mínútur í seinni.
46. mín
Hallvarður með nokkur skæri og tekur svo skotið en það er vel framhjá marki Aftureldingar.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
1-0 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Búið að vera fín skemmtun. Vonandi meira svona í seinni. Tökum okkur smá pásu.
45. mín
Hallvarður Óskar með kraftmikið skot fyrir utan teig en boltinn vel yfir.
43. mín
VÍTI!!!?

Elmar Kári með flott takta. Stendur af sér spörk varnarmanna Fjölnis en er svo bara klipptur niður. Þetta virtist vera aulgjóst en Guðgeir dæmir ekkert.
42. mín
HAFLIÐI Í GÓÐU FÆRI!!

Sigurjón ver vel í horn.
39. mín
Heimamenn ansi þéttir þessa stundina.
39. mín
Guðmundur Karl með hörkuskalla en yfir markið eftir góða fyrirgjöf frá Dofra.
34. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu.
33. mín
Peysutog og Arnór Breki fær aukaspyrnu úti vinstra meginn.

Jóhann Árni með fínan bolta en Tanis kýlir þetta burt. Búið að dæma rangstöðu.
32. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu.
31. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu.

Aftur fer boltinn vel yfir pakkan og aftur fyrir markið.
29. mín
USSSSS

Hallvarður Óskar með fínt spil við Dofra. Hallvarður keyrir svo inn í teiginn og skrúfar boltann rétt framhjá. Þarna mátti ekki miklu muna.
27. mín
Orri Þórhalls með skalla á markið eftir góða sókn gestanna. Lítill kraftur í þessu og Tanis ver auðveldlega.
26. mín
Heimamenn fá hornspyrnu.
25. mín
Frábær sókn hjá Aftureldingu. Leysa vel þrönga leikstöðu á sínum helming og bruna upp. Aron Elí á hættulega fyrirgjöf en Fjölnismenn hreinsa.
21. mín
Virtist vera brotið á Pedro en ekkert dæmt. Fjölnir bruna upp og Andri Freyr í fínu færi en boltinn í varnarmann. Hornspyrna.

Hornspyrnan slök. Beint aftur fyrir markið.
19. mín
ROSALEG VARSLA!

Tanis með geggjaða vörslu eftir skalla á markið út frá hornspyrnunni! Heimamenn ná svo að hreinsa.
18. mín
Inn:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding) Út:Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
18. mín
Fjölnismenn fá hornspyrnu.
16. mín
Arnór Breki með gott spil við Baldur sig sem setur Arnór í fyrirgjafastöðu. Breki á fínan bolta fyrir en Kristján kemur boltanum burt.
14. mín
Valgeir nælir í aukaspyrnu eftir fínan sprett.

Heimamenn koma sér upp völlinn og þessum verður spyrnt fyrir.
7. mín MARK!
Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Stoðsending: Pedro Vazquez
MAAAAAAAARK!

Mistök í vörn Fjölnis og Pedro setur Elmar í gegn. Sýndist Alexander Freyr vera í smá veseni þarna og Elmar bara grimmur, kemur sér í skotfæri og klárar vel.
6. mín
Nokkuð ljóst að hvorugt liðið leggur upp með hápressu þessar fyrstu mínútur. Þetta verður alvöru skák hjá Magga og Ása.
4. mín Gult spjald: Tanis Marcellán (Afturelding)
Tanis með brot fyrir utan teig hægra meginn og Fjölnismenn fá aukaspyrnu á fínum stað.
3. mín
Hallvarður fær aukaspyrnu á vallarhelming Aftureldingar. Kristján með brotið.

Fjölnismenn spyrna boltanum inn í teig en þessi svífur yfir pakkann og fer aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið sinni upphitun og halda inn í hús. 5 mínútur í leik og fólk er farið að týnast á völlinn. Mikil spenna fyrir leiknum enda baráttan um Blikastaði. Hamborgarar á grillinu og nýja KALEO treyja Aftureldingar til sölu í sjoppunni.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Nú styttist í leik og liðin eru mætt út á völl í upphitun. Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar. Arnór Gauti Ragnarsson er í fyrsta sinn í hóp hjá heimamönnum eftir erfið meiðsli í upphafi tímabils. Arnór Gauti kom á láni frá Fylki.


Fyrir leik
Þessi lið mættust síðast í Lengjudeildinni árið 2019. Leikur liðanna í Mosfellsbæ fór 1-3 fyrir Fjölni en í Grafarvogi varð niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Svo er það spurningin, hvernig fer leikurinn í kvöld. Virtasti fjölmiðlamaður landsins, Gunnar Birgsisson á RÚV, ætlar að spá í spilin fyrir okkur. Gefum Gunnari orðið.

GUNNI GISKAR

,,0-0. Varnarleikur liðanna verður eins og vel prjónuð lopapeysa. Þétt og hlý. Bæði lið átta sig snemma á því að það koma engin mörk í þennan leik og byrja í halda bolta æfingum á eigin vallarhelmingi. Ási og Maggi labba í boðvang hvors annars og sættast á stig þegar 75 mín eru eftir af leiknum." Sagði Gunnar Birgis.


Fyrir leik
Kristófer Óskar sóknarmaður Aftureldingar sem er á láni frá Fjölni má ekki spila leikinn í kvöld. Kristófer hefur verið mikilvægur í liði Mosfellinga og er kominn með 5 mörk í deildinni.


Fyrir leik


Andri Freyr Jónasson, fyrrum fyrirliði Aftureldingar, mætir í dag á sinn gamla heimavöll. Andri hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Fjölnis em samkvæmt heimildum fotbolti.net er Andri í byrjunarliðinu í kvöld.
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru Mosfellingar með 4 stig í 9.sæti deildarinnar en Fjölnir með 9 stig í 2.sæti.

Í síðustu umferð tapaði lið Aftureldingar 2-1 fyrir Þór á Akureyri en Fjölnismenn tóku á móti Fram og þurftu að sætta sig við 0-1 tap í Grafarvoginum.
Fyrir leik
Góða kvöldið og velkomin á beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Fjölnis í 5.umferð Lengjudeildarinnar.

Nágrannaslagur af bestu gerð.
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('90)
6. Baldur Sigurðsson ('52)
8. Arnór Breki Ásþórsson
9. Andri Freyr Jónasson
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('64)
11. Dofri Snorrason
15. Alexander Freyr Sindrason
16. Orri Þórhallsson ('64)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
2. Valdimar Ingi Jónsson ('64)
10. Viktor Andri Hafþórsson ('64)
18. Kristófer Jacobson Reyes ('52)
22. Ragnar Leósson
28. Hans Viktor Guðmundsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Sigurður Frímann Meyvantsson

Gul spjöld:
Sigurpáll Melberg Pálsson ('60)
Arnór Breki Ásþórsson ('69)

Rauð spjöld: