Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
ÍBV
2
2
Kórdrengir
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson '13
0-1 Þórir Rafn Þórisson '32
0-2 Arnleifur Hjörleifsson '48
Stefán Ingi Sigurðarson '60 1-2
Sito '62 2-2
04.06.2021  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
4. Nökkvi Már Nökkvason ('45)
8. Telmo Castanheira ('89)
9. Sito
10. Guðjón Pétur Lýðsson
16. Tómas Bent Magnússon ('45)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('79)
19. Gonzalo Zamorano ('45)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
26. Felix Örn Friðriksson
- Meðalaldur 7 ár

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
6. Jón Jökull Hjaltason ('89)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
18. Eyþór Daði Kjartansson ('45)
19. Breki Ómarsson ('79)
22. Atli Hrafn Andrason ('45)
27. Stefán Ingi Sigurðarson ('45)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Jón Ingason
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábær leikur!

Jafntefli niðurstaðan. Eyjamenn voru alltof lengi í gang. Þeir fundu góðan takt um um miðbik seinni hálfleiks þar sem þeir skoruðu tvö mörk og Kórdrengir virkuðu stressaðir. Gestirnir náðu hins vegar að stoppa í götin og þetta fjaraði að lokum bara út hjá Eyjamönnum.

Ég held að bæði lið séu svekkt með þessa niðurstöðu. Kannski skrítið að segja að Kórdrengir séu svekktir þar sem þeir voru einum færri lengst af. Þeir komust hins vegar í 2-0 og missa þá forystu.

Áfram munar einu stigi á liðunum. Þetta verður spennandi áfram!
94. mín
Eyjamenn vilja víti en ekkert dæmt. Það var ekkert í þessu...
92. mín
Jensen er staðinn upp og heldur áfram. Menn blóta honum á dönsku í stúkunni.
90. mín
Bara uppbótartíminn eftir
Jensen og Atli Hrafn skella saman, og smá töf á leiknum.
90. mín
Hættulegt
Sito kominn í gegn en Jensen bjargar.
89. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Telmo Castanheira (ÍBV)
89. mín
Sito með skot en það fer hátt yfir.
89. mín
Eyjamenn mjög pirraðir á því hversu lengi Jensen heldur alltaf á boltanum. Áhorfendur telja sekúndurnar í hvert skipti sem hann tekur boltann upp.
88. mín
Felix með eina af sínum hættulegum fyrirgjöfum en boltinn endar hjá Jensen eftir smá darraðadans.
85. mín
Breki með skot inn í teignum en það er beint á þann danska í marki Kórdrengja.
85. mín
Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Leikmenn ÍBV spila á milli sín og reyna að finna glufur á þéttri vörn Kórdrengja.
84. mín
Lukas Jensen mjólkar klukkuna vel þegar hann sparkar fram.
83. mín
Það er hiti, menn eru pirraðir í leit að sigurmarkinu.
80. mín
Inn:Conner Rennison (Kórdrengir) Út:Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Þórir heillað mig mikið, góður leikmaður.
79. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
79. mín Gult spjald: Hákon Ingi Einarsson (Kórdrengir)
Lætur Vilhjálm dómara heyra það.
77. mín
Rúmar 15 mínútur með uppbótartíma til að ná inn sigurmarkið. Það er nægur tími.

ÍBV miklu meira með boltann og þeir eru að reyna að finna glufur.
73. mín
Það eru læti í stúkunni og mikill hiti í þessu.
69. mín
Meðbyrinn algjörlega með ÍBV.
67. mín
Felix Örn í þvílíkum gír þarna vinstra megin. Með frábærar fyrirgjafir. Eyjamenn mikið að leita að honum og það er að virka.
65. mín
Þetta er fljótt að gerast í fótboltanum. Þvílíkar mínúturnar þarna hjá ÍBV.
62. mín MARK!
Sito (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Eyjamenn jafna!

Þvílíkt og annað eins! Þetta var fljótt að gerast. Aftur berst boltinn út á Felix og Sito jafnar.
61. mín
Inn:Daníel Gylfason (Kórdrengir) Út:Leonard Sigurðsson (Kórdrengir)
60. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV)
Stoðsending: Felix Örn Friðriksson
Þetta er leikur!

Flott spil; Telmo út á kant og þar á Felix flotta fyrirgjöf á Stefán Inga sem kemur á ferð og klárar þetta.
59. mín
Hætta í teig Kórdrengja en þeir henda sér fyrir þetta. Mikið sem þeim langar í þennan sigur.
54. mín
Kórdrengir munu örugglega taka nokkur Oasis lög á heimleiðinni ef þetta endar svona.
52. mín
Sigurður Arnar með skot fyrir utan teig, langt fram hjá og laflaust. Saga leiksins hjá Eyjamönnum.

Það er nóg eftir en ÍBV verður heldur betur að spýta í lófana.
51. mín Gult spjald: Loic Mbang Ondo (Kórdrengir)
51. mín
Kórdrengir bæta næstum því við þriðja markinu. Staðan er bara fyllilega verðskulduð.
50. mín
Úff þetta er ekki gott fyrir Eyjamenn. Einum fleiri og tvö mörk í andlitið...
48. mín MARK!
Arnleifur Hjörleifsson (Kórdrengir)
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ

Þetta mark var sannkallað konfekt. Eyjamenn skalla boltann í burtu eftir aukaspyrnu. Arnleifur kassar hann niður og hamrar þessu bara í markið af 25-30 metrunum. Halldór er í boltanum en inn fer hann.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað aftur!
45. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
45. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (ÍBV) Út:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
Þreföld breyting í hálfleik hjá Eyjamönnum.
45. mín
Inn:Eyþór Daði Kjartansson (ÍBV) Út:Gonzalo Zamorano (ÍBV)
Þreföld breyting í hálfleik hjá Eyjamönnum.
45. mín
Hálfleikur
Kórdrengjum líður bara vel held ég. Þeir eru þéttir fyrir og verjast vel. ÍBV eru einum fleiri en hafa ekki skapað sér mörg hættuleg færi, í raun ekkert hættulegt færi. Það vantar hugmyndir. Guðjón Pétur þarf að komast meira í boltann.
43. mín
Telmo með skot rétt yfir markið.
39. mín
Langur bolti fram og Gonzalo kominn í gegn. Reynir að setja boltann yfir markvörð Kórdrengja, Lukas Jensen, en of fastur og fer aftur fyrir endamörk.
38. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
37. mín
Nei nei, Eyjamenn byrjaðir að syngja og tralla. Allez, allez, allez!!
37. mín
Þetta er svona frekar hugmyndasnautt hjá Eyjamönnum en það er nóg eftir.
32. mín MARK!
Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Kórdrengir komast yfir einum færri!!

Halló, góðan daginn. Hættulegasti maður Kórdrengja skorar. Þetta skráist algjörlega á Halldór Pál, markvörð ÍBV. Missti boltann gríðarlega klaufalega beint fyrir fætur Þóris sem skorar líklega eitt sitt auðveldasta mark á ferlinum.
29. mín
Eyjamenn spila á milli sín en Kórdrengir eru þéttir fyrir.
27. mín
Mér sýnist bara vera frábært fótboltaveður í Eyjum. Rigning en ekkert það mikill vindur. Ég get samt ekki dæmt mikið um það hversu mikill vindur er því ég er ekki staddur í Eyjum, því miður.
23. mín
Gonzalo með boltann vinstra megin, keyrir inn á hægri fótinn og á skot. Nákvæmlega sama niðurstaða og áðan, langt fram hjá markinu.
23. mín
Rólegt yfir þessu. ÍBV miklu meira með boltann, skiljanlega.
16. mín
Gonzalo reynir skot fyrir utan teig en það er vel fram hjá markinu.
16. mín
Einn stuðningsmaður ÍBV lætur vel í sér heyra í stúkunni. Mikið að kalla inn á völlinn og það heyrist vel í honum í útsendingunni.
15. mín
Kórdrengir sýnt mikið í hugrekki leiksins og pressað vel. Þessi leikur mun örugglega breytast eitthvað við þetta.
14. mín
Það voru stympingar eftir tæklingu. Gunnlaugur Fannar ýtti eitthvað frá sér í kjölfarið og leikmaður ÍBV lág eftir. Vilhjálmur Alvar lyftir rauða spjaldinu en Kórdrengir eiga aukaspyrnu. Athyglisverð atburðarrás.
13. mín Rautt spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Kórdrengir)
Rautt spjald á loft
10. mín
Loic Ondo á frábæra sendingu fyrir markið og Þórir Rafn nær að skalla boltann að marki, rétt fram hjá!
9. mín
Hvað ertu að dæma á? heyrist úr stúkunni þegar Kórdrengir fá aukaspyrnu.

Eyjamenn hressir.
8. mín
Hin frægja rúta Kórdrengja er fyrir utan völlinn, sérmerkt og alles.
5. mín Gult spjald: Ásgeir Frank Ásgeirsson (Kórdrengir)
Groddaraleg tækling.
2. mín
Tómas Bent missir boltann á vondum stað. Kórdrengir ná góðu spili og Þórir Rafn á skot rétt yfir markið.
2. mín
Fótbolti.net auglýsir eftir aðila til að annast leikjaskrif í Vestmannaeyjum.

Ekki hefur tekist að finna einstakling til að sjá um textalýsingar frá leikjum í Lengjudeild karla í Vestmannaeyjum. Ef þú ert búsett/ur þar væri gaman að heyra í þér gegnum [email protected]
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað, Eyjamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
,,Hvað ertu að dæma á," heyrist úr stúkunni þegar Kórdrengir fá aukaspyrnu.

Eyjamenn hressir.
Fyrir leik
Það eru 15 mínútur í leik! Minnum á að þetta verður ekki ítarlega lýsing.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má þau sjá efst á síðunni og til hliðar

Albert Brynjar Ingason er fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Kórdrengum. Það er stórt skarð í lið þeirra.
Fyrir leik
Kórdrengir þurfa að hafa góðar gætur á Sito
Spánverjinn knái er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu fjóru umferðum deildarinnar. Hann og Gonzalo hafa verið að ná vel saman fremst á vellinum.


Fyrir leik
Spáir sigri ÍBV
Rafn Markús Vilbergsson, fyrrum þjálfari Njarðvíkur, spáir 1-0 sigri ÍBV í dag.

Eftir slaka byrjun Eyjamanna í deildinni þá ná þeir í sinn þriðja sigur í röð þar sem Gonzalo Zamorano skorar sigurmarkið gegn Dananum í markinu.


Fyrir leik
Fyrir þennan leik er ÍBV í sjötta sæti með sex stig og Kórdrengir í fimmta sæti með sjö stig.

ÍBV tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa unnið tvo sannfærandi sigra í röð; gegn Aftureldingu og Víkingi Ólafsvík. Kórdrengir hafa rétt eins og ÍBV unnið tvo leiki í röð; gegn Víkingi Ó. og Þrótti Reykjavík.
Fyrir leik
Fótbolti.net auglýsir eftir aðila til að annast leikjaskrif í Vestmannaeyjum.

Ekki hefur tekist að finna einstakling til að sjá um textalýsingar frá leikjum í Lengjudeild karla í Vestmannaeyjum. Ef þú ert búsett/ur þar væri gaman að heyra í þér gegnum [email protected]


Textalýsing dagsins frá Eyjum verður ekki mjög ítarleg en helstu atriði koma inn, fylgst er með í gegnum vefútsendingu á lengjudeildin.is.
Byrjunarlið:
Leonard Sigurðsson ('61)
1. Lukas Jensen
4. Ásgeir Frank Ásgeirsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Hákon Ingi Einarsson
8. Davíð Þór Ásbjörnsson
10. Þórir Rafn Þórisson ('80)
15. Arnleifur Hjörleifsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
19. Connor Mark Simpson
22. Nathan Dale

Varamenn:
2. Endrit Ibishi
3. Egill Darri Makan Þorvaldsson
4. Fatai Gbadamosi
9. Daníel Gylfason ('61)
11. Gunnar Orri Guðmundsson
20. Conner Rennison ('80)
23. Róbert Vattnes Mbah Nto
33. Magnús Andri Ólafsson

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Logi Már Hermannsson
Andri Steinn Birgisson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Heiðar Helguson

Gul spjöld:
Ásgeir Frank Ásgeirsson ('5)
Loic Mbang Ondo ('51)
Hákon Ingi Einarsson ('79)

Rauð spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('13)