Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
19:15 0
0
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
19:15 0
0
FH
Mjólkurbikar karla
19:15 0
0
KR
Valur
1
1
Víkingur R.
Kaj Leo í Bartalsstovu '56 1-0
1-1 Nikolaj Hansen '94
07.06.2021  -  20:00
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Nikolaj Hansen (Víkingur Reykjavík)
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler ('85)
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('78)
13. Rasmus Christiansen
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('74)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('78)
14. Guðmundur Andri Tryggvason
15. Sverrir Páll Hjaltested
20. Orri Sigurður Ómarsson ('85)
21. Magnus Egilsson
33. Almarr Ormarsson ('74)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sigurður Hjörtur flautar til leiksloka!!!

Víkingar með flautumark. Þvílík dramatík.

Takk fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld!
94. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Kristall Máni Ingason
NEINEI VALSMENN ERU EKKERT AÐ SIGLA ÞESSU. VÍKINGAR ERU AÐ JAFNA HÉRNA LEIKINN!!!!

Boltinn kemur fyrir frá vinstri á Kristal Mána sem kemur boltanum á Nikolaj sem klárir vel framhjá Hannesi!!!

JAAAAHÉRNA HÉR!!!!!
93. mín
Valsmenn eru að sigla þessu.
90. mín
Uppbótartíminn á Origo er að lágmarki fimm mínútur, nægur tími fyrir eitt mark í viðbót!
89. mín
Viktor Örlygur með sturlaðan sprett í átt að teig Vals og kemur boltanum út til hægri á Loga Tómasson sem reynir utanfótar snuddu en Valsmenn koma sér fyrir boltann.
88. mín
Viktor Örlygur fær boltann við miðjuhringinn og lyftirboltanum skemmtilega fyrir á Nikolaj sem nær ekki til boltans og Hannes Þór grípur boltann.
86. mín
KWAME!!!

Boltinn dettur fyrir Kwame sem fíflar tvo varnarmenn Vals og lætur síðan vaða en boltinn yfir markið.
85. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Christian Köhler (Valur)
83. mín
Kári Árnason finnur Sölva Geir sem kemur boltanum á Karl Friðleifur sem kemur boltanum fyrir og boltinn dettur fyrir Loga Tómas sem nær skoti á markið en Hannes Þór ver.
81. mín
KRISTALL MÁNI!!

Fær boltann inn á teig Valsmanna og kemur sér í skotfæri og lætur vaða en skotið slakt og beint á Hannes.
80. mín
Inn:Sölvi Ottesen (Víkingur R.) Út:Pablo Punyed (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Atli Barkarson (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
77. mín Gult spjald: Þórður Ingason (Víkingur R.)
Rasmus lyftir boltanum inn fyrir á Sigga Lár og Þórður kemur á ferðinni og ætlar að koma boltanum í burtu en mistekst það og Siggi Lár kemst í boltann en Þórður Ingason klippir hann niður.
74. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Markaskorarinn tekinn af velli.
74. mín
Rasmus lyftir boltanum inn á Patta Pedersen sem sleppur einn á móti Þórð en Patti Pedersen flaggaður rangstæður.
71. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Víkingur R.) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
71. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
70. mín
Sigurður Egill gerir vel úti vinstramegin og vinnur hornspyrnu.
68. mín
Víkingar undirbúa tvöfalda skiptingu.
67. mín
Kwame leikur inn á völlinn og kemur boltanum yfir á Karl Friðleif sem finnur Helga Guðjónsson sem nær ekki stjórn á boltanum og boltinn á Hannes.
66. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Brýtur á Sigurði Agli og má segja að þetta sé uppsafnað.
63. mín
KWAME!!!!

Fær boltann út til hægri við vítateigshornið og leikur inn á völlinn og lætur vaða með vinstri og boltinn rétt yfir markið.
61. mín
STÖNGIN!!!!

Atli Barkason fær boltann við vítateiginn vinstramegin og kemur með boltann fyrir og Rasmus skallar boltann í stöng Valsmanna og nálægt því að skora sjálfsmark en Nikolaj fer í bakið á honum og er dæmdur brotlegur.
60. mín
Verður áhugavert að sjá hvernig Víkingar bregðast við þessu marki Valsmanna en að mínu mati hafa Víkingar verið sterkari aðilinn hér í kvöld.
58. mín
Nikolaj fær boltann og kemur sér inn á teiginn og fellur eftir samskipti sín við Rasmus en Siggi Hjartar dæmir ekkert.
56. mín MARK!
Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
ÞETTA VAR MAAAAAAARK!!!!!!!!!!

Kiddi Freyr kemur boltanum út á Kaj Leo sem köttar inn á vinstri fótinn sinn og lætur vaða og boltinn syngur í fjærhorninu. Óverjandi fyrir Þórð Ingason

1-0 VALUR!!
55. mín
Frábært spil Valsmanna sem endar með því að Kaj Leo kemur honum upp í hlaupa leið Birkis Más og Birkir lyftir boltanum inn á teiginn á Sigga Lár sem nær ekki að koma boltanum á markið.
52. mín
Þórður Ingason með langa spyrnu upp völlinn og Helgi Guðjóns flikkar boltanum á Nikolaj sem keyrir upp hægri vænginn og kemur boltanum fyrir en Valsmenn koma boltanum í burtu.
50. mín
Kiddi og Halldór standa báðir upp og Þórður Ingason spyrnir frá boltanum upp völlinn.
48. mín
SAMSTUÐ MILLI KIDDA OG HALLDÓRS SMÁRA og báðir steinliggja

Kom langt innkast frá vinstri inn á teiginn og Kiddi skallar beint í hnakkann á Halldóri Smára.

Vonandi er í lagi með þá báða. ÚFF!
46. mín
Atli Barkason rennur og Kaj Leo fær boltann óvænt út til hægri og kemur boltanum inn á teiginn en Víkingar bjarga í hornspyrnu.

Atli Barkar virðist hafa fundið fyrir þessu en hann liggur eftir á vellinum. Atli er staðin á fætur og Kaj Leo spyrnir. boltanum fyrir en Þórður kýlir boltann frá.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn og það er Kiddi Freyr sem á upphafsspyrnu síðari hálfleiksins.

Kalla eftir nokkrum mörkum í þennan síðari hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Sigurður Hjörtur flautar til hálfleiks. Valsmenn byrjuðu leikinn betur fyrstu 10 en síðan tóku Víkingar yfir leikinn og hafa verið miklu hættulegri.

0-0 í hálfleik. Tökum okkur smá pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að lágmarki ein mínúta.
44. mín
Köhler kemur boltanum út til vinstri á Johannes Vall sem lyftir boltanum fyrir á fjær og boltinn berst á Kaj Leo sem lyftir boltanum inn á teiginn hinumeginn frá beint á Pedersen sem fellur í teig Víkinga en Siggi dæmir ekkert.
41. mín
Helgi Guðjónsson fær langan bolta á sig og Sebastian Hedlund keyrir í bakið á honum og Siggi Þrastar dæmir á Sebastian.

Pablo tekur aukaspyrnuna en boltinn beint á Hannes.
40. mín
Atli Barkarson fær boltann út til vinstri og kemur með hættulegan bolta sem Rasmus kemur í burtu og boltinn berst aftur á Atla sem finnur Pablo sem keyrir í átt að teignum og á skot en boltinn rétt framhjá.
36. mín
Helgi Guðjónsson kemur boltanum inn á teiginn ætlaðan Hansen en Nikolaj kemst ekki í boltann og Valsmenn keyra upp í skyndisókn og boltinn út til hægri á Kaj sem kemur sér í fyrirgjafastöðu og lyftir boltanum innfyrir ætlaðan Sigga Lár en boltinn afturfyrir.
34. mín
Nikolaj fær boltann við teiginn og rennir boltanum inn á Helga Guðjóns en sendingin örlítið of föst og boltinn afturfyrir.
33. mín
Christian og Haukur Páll afskaplega klaufalegir á miðjunni þarna og Víkingar reyna að byggja upp sókn en Valsmenn vinna boltann strax aftur.
30. mín
Pablo gerir frábærlega með boltann og kemur boltanum út til hægri á Kwame sem lyftir boltanum inn á teiginn en boltinn í gegnum alla og afturfyrir.
28. mín
Það er alvöru fjör í þessu hérna en liðin skiptast á að sækja. Bíðum enþá eftir fyrsta marki leiksins en það hlýtur að fara að detta.
27. mín
Johannes Vall keyrir upp vinstramegin og fær boltann og leggur boltann inn á teiginn á Kristinn Frey sem reynir skot en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.

Köhler spyrnir boltanum fyrir en hættulítið.
26. mín
Helgi Guðjónsson fær háan bolta á sig og gerir vel, kemur boltanum út á Kwame sem keyrir af stað inn á völlin og reynir skot en beint á Hannes.
24. mín
Kaj Leo kemur boltanum á Kristinn Frey og brotið er á honum og Valsmenn fá aukaspyrnu á góðum stað fyrir fyrirgjöf.

Sigurður Egill kemur boltanum inn á teiginn en Víkingar koma boltanum í burtu.
23. mín
Helgi Guðjónsson fær boltann úti vinstramegin og keyrir inn á völlinn og ætlar að koma boltanum á Pablo en Valsmenn komast í boltann og koma boltaum í burtu.
20. mín
HVAÐ ERTU AÐ GERA HEDLUND?

Hedlund fær boltann aftast og ætlar að koma honum upp völlinn og Helgi Guðjónsson nær að pota boltanum og kemst inn á teiginn en Hedlund reddaði sér vel þarna og kemur boltanum í hornspyrnu.
17. mín
HALLDÓR JÓN!!

Kwame vinnur boltann og sprengir gjörsamlega allt upp og leggur hann innfyrir á Halldór Jón sem kemst einn á móti Hannesi en Hannes með geggjaða vörsu!!

Dauðaaafæriiiii!!
14. mín
Helgi fær háan bolta inn á teiginn sem hann skallaði fyrir Júlíus Magnússon sem kom boltanum í markið. Helgi Guðjónsson hinsvegar flaggaður fyrir innan.
13. mín
Atli Barkarson lyftir boltanum upp völlinn inn fyrir og Nikolaj kemur á ferðinn og Sebastian Hedlund setur boltann í hornspyrnu eftir að Nikolaj setti góða pressu á hann.

Hættulegur bolti en Valsmenn koma boltanum í burtu.
10. mín
Valsmenn byrja leikinn betur en tíðindar litlar fyrstu tíu mínútur.
6. mín
Sebastian Hedlund lyftir boltanum inn á teig í átt að Kidda Frey en Halldór Smári gerir vel og flikkar boltanum afturfyrir sig beint í hendur Þórðar Inga.
4. mín
KAJ LEO!!!!

Sigurður Egill á geggjaðan bolta innfyrir á Patta Pedersen sem kemur sér upp að endarmörkum og rennir honum út í teiginn og þar kemur Kaj Leo á ferðinni en setur boltann framhjá markinu.

Kaj til varnar þá flaggaði Eddi boltann útaf en Patti Pedersen missti boltann út fyrir endarmörk áður en hann kom boltanum út á Kaj.
1. mín
Leikurinn byrjar að gríðarlegum krafti. Víkingar komast strax í góða stöðu fyrir utan teig Vals en tapa boltanum og Valsmenn keyra upp í skyndisókn. Kaj Leo kemur boltanum í hlaup á Birki Má sem reynir fyrirgjöf en Atli Barkar kemur boltaum í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður Hjörtur flautar til leiks og það er Pablo Punyed sem á upphafspyrnu leiksins!

Góða skemmtun
Fyrir leik
Valsmenn ganga inn á völlin í sínum hefbundnu rauðu treyjum og Víkingar fylgja þeim í sínum hvítu varatreyjum. Dómararleiksins eru ljósbláir og svartir.

Haukur Páll og Kári Árnason heilsa dómurum leiksins og mér sýnist Haukur Páll hafa unnið hlutkastið og velur vallarhelming og Víkingar hefja leik.
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTUR Í LEIK

Leikmenn liðana halda til búningherbegja og gera sig klár fyrir upphafsflautið. Áhorfendur eru farnir að týnast inn á völlin.
Fyrir leik
Guðjón Guðmundsson er spámaður minn í kvöld.

,,Ég hef á tilfinningunni að Valur klári leikinn 2-1 og geri þeir það þá verður erfitt að taka af Valsmönnum efsta sætið í sumar. Bara Breiðablik getur skákað þeim."


Fyrir leik
19:19 Gott og gleðilegt kvöldið kæru lesendur. Ég er mættur á Origovöllin við Hlíðarenda. Markmenn liðana eru mætt út á völl og leikmenn liðana fara líklega að detta inn hvað og hverju. Vökvunarkerfið er komið á og ég býst við virkilega skemmtilegum leik hér í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkings:
16. Þórður Ingason (m)
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
4. Christian Köhler
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
77. Kaj Leo í Bartalsstovu
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin!

Valur mætir með hefðbundið byrjunarlið til leiks í kvöld, ekkert sem kemur á óvart þar.

Víkingur gerir tvær breytingar frá síðasta leik sínum sem var 2-2 jafntefli gegn Fylki. Helgi Guðjónsson og Pablo Punyed byrja. Erlingur Agnarsson og Viktor Örlygur Andrason koma út úr byrjunarliðinu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Birkir Már Sævarsson er kominn aftur til móts við Valsliðið og verður væntanlega í byrjunarliðinu. Ekki er búist við því að Heimir Guðjónsson komi neitt á óvart í uppstillingu sinni í kvöld.



Valur er á toppi deildarinnar með sextán stig, tveimur stigum á undan Víkingum. Hér má sjá líklegt byrjunarlið Víkinga en Fótbolti.net spáir því að Kwame Quee verði geymdur á bekknum en komi inn ef það þarf að hrista upp í sóknarleiknum.



Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson.
(Aðstoðardómarar: Eðvarð Eðvarðsson og Ragnar Þór Bender. Fjórði dómari: Elías Ingi Árnason)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Við skulum renna yfir tölfræðiþætti liðana.

Valur

Staða í deild:
Leikir:6
Sigrar:5 (83%)
Jafntefli:1 (17%)
Töp: 0
Mörk skoruð:12
Mörk fengin á sig:6
Markatala: 6

Markahæstir:
Patrick Pedersen - 3 Mörk
Sigurður Egill Lárusson - 2 Mörk
Sebastian Hedlund - 1 Mark
Rasmus Christiansen - 1 Mark
Kristinn Freyr Sigurðsson - 1 Mark
Haukur Páll Sigurðarson - 1 Mark
Christian Köhler - 1 Mark
Birkir Már Sævarsson - 1 Mark
Almarr Ormarsson - 1 Mark



Víkingur Reykjavík

Staða:2.sæti
Leikir:6
Sigrar:4 (67%)
Jafntefli:2 (33%)
Töp:0
Mörk skoruð:11
Mörk fengin á sig:5
Markatala:6

Markahæstir:
Nikolaj Hansen - 4 Mörk
Júlíus Magnússon - 2 Mörk
Helgi Guðjónsson - 2 Mörk
Sölvi Geir Ottesen - 1 Mark
Pablo Punyed - 1 Mark
Kwame Quee - 1 Mark


Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Það eru komnar rúmlega 2 vikur síðan þessi lið spiluðu síðast á Íslandsmótinu en vegna landsliðsverkefnis Íslands frestaðist þessi leikur þar sem Valsmenn áttu fulltrúa í hóp Íslands.

Valsmenn heimsóttu Keflvíkinga 24.maí og höfðu þar betur 1-2 þar sem Rasmus Christiansen og Birkir Már Sævarson skoruðu mörk Valsmanna áður en Joey Gibbs lagaði stöðuna fyrir Keflavík undir lok leiks í uppbótartíma.

Víkingar misstigu sig gegn Fylkismönnum í síðustu umferð en Víkingar höfðu deilt toppsæti deildarinnar með Val fram að þeim leik. Sá leikur endaði 2-2 þar sem Djair Parfitt-Williams kom Fylkismönnum yfir áður en Nikolaj Hansen og Helgi Guðjónsson jöfnuðu og komu Víkingum yfir þegar lítið var eftir. Það var svo Nikulás Val Gunnarsson sem kom Fylkismönnum til bjargar og jafnaði leikinn og þar við sat.
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Þessi lið sitja í 1. og 2. sæti deildarinnar eftir flotta byrjun á mótinu en þegar 7.umferð Pepsi Max deildar karla er hálfnuð lítur stöðutaflan svona út:

1. Valur 16 stig (+6)
2. Víkingur R 14 stig (+6)
3. KA 13 stig (+8)
4. KR 11 stig (+3)
5. FH 10 stig (+5)
6. Breiðablik 10 stig (+4)
7. Leiknir R 8 stig (-1)
8. Fylkir 7 stig (-3)
9. HK 6 stig (-4)
10. ÍA 5 stig (-7)
11. Stjarnan 3 stig (-8)
12 Keflavík 3 stig (-9)
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Gott kvöld góðir lesendur og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá toppslag Vals og Víkings Reykjavíkur í Pepsi Max deild karla.
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed ('80)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson ('80)
20. Júlíus Magnússon (f) ('71)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('71)
77. Kwame Quee

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('80)
8. Viktor Örlygur Andrason ('71)
11. Adam Ægir Pálsson
19. Axel Freyr Harðarson
80. Kristall Máni Ingason ('71)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('66)
Þórður Ingason ('77)

Rauð spjöld: