Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Grótta
1
3
Afturelding
0-1 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir '8
0-2 Sofie Dall Henriksen '13
0-3 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir '62
Patricia Dúa Thompson '89 1-3
06.06.2021  -  14:00
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Blautt og logn, fínasti hiti
Dómari: Árni Snær Magnússon
Maður leiksins: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
Byrjunarlið:
12. Maggie Ann Smither (m)
Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('79)
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('58)
4. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('66)
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
9. Tinna Jónsdóttir
10. Bjargey Sigurborg Ólafsson
14. Nína Kolbrún Gylfadóttir (f) ('79)
19. Signý Ylfa Sigurðardóttir
21. Diljá Mjöll Aronsdóttir
25. Lilja Lív Margrétardóttir ('79)

Varamenn:
6. Helga Rakel Fjalarsdóttir ('79)
7. Jórunn María Þorsteinsdóttir
16. Elín Helga Guðmundsdóttir ('79)
17. Patricia Dúa Thompson ('79)
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving
29. María Lovísa Jónasdóttir ('58)
39. Lilja Davíðsdóttir Scheving ('66)

Liðsstjórn:
Pétur Rögnvaldsson (Þ)
Magnús Örn Helgason (Þ)
Björn Valdimarsson
Gísli Þór Einarsson
Jón Birgir Kristjánsson
Edda Björg Eiríksdóttir

Gul spjöld:
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Vivaldivellinum í 170 Seltjarnarnes.

Afturelding taka öll 3 stigin og halda sér á toppnum eina umferð í viðbót.

Skýrsla og viðtöl fylgja innan skamms.
94. mín
Helga Rakel grátlega nálægt því að minnka muninn í seinasta sparki leiksins en Eva ver mjög vel.
92. mín
Dómari bætir 4 mínútum við. Mjög lítið eftir og held að það sé hægt að útiloka endurkomu Gróttu í dag.
91. mín
María Lovísa skorar næstum en Eva ver vel í horn.

Afturelding hreinsar í innkast.
89. mín MARK!
Patricia Dúa Thompson (Grótta)
Stoðsending: Helga Rakel Fjalarsdóttir
PATRICIA MINNKAR MUNINN!

Helga fær boltann hægra megin í teignum og leggur flottan bolta fyrir en Eva rétt kemst í hann en missir hann frá sér og þar er Patricia til að taka frákastið.

Fyrri skrif sögðu að Eydís Lilja hafi skorað en það er svolítið mikilvægt að leikmenn séu inná vellinum til að skora mark.

1-3!
88. mín
Bjargey á skot sem fer í læri Oliviu og síðan í hendina hennar. Árni dæmir ekkert og Gróttuliðið mjög ósatt.
85. mín
Bjargey brýtur á Söru Lissy. Ragna tekur, gæti orðið hættulegt.

Maggie fær á sig það sem maður kallar æfingabolta frá Rögnu. Grípur þennan auðveldlega.
83. mín
Jade vinnur hornspyrnu fyrir Aftureldingu.

Boltinn skoppar út á Elfu Sif sem skýtur út í Bakkagarð. Boltasækirnir fljótir að bregðast við og hlaupa beinustu leið að ná í þennan.
82. mín
Inn:Anna Kolbrún Ólafsdóttir (Afturelding) Út:Elena Brynjarsdóttir (Afturelding)
Bæði liðin búin með sínar skiptingar í dag.
79. mín
Inn:Patricia Dúa Thompson (Grótta) Út:Lilja Lív Margrétardóttir (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gróttu
79. mín
Inn:Elín Helga Guðmundsdóttir (Grótta) Út:Eydís Lilja Eysteinsdóttir (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gróttu
79. mín
Inn:Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta) Út:Nína Kolbrún Gylfadóttir (Grótta)
Þreföld skipting hjá Gróttu
76. mín
Tinna skýtur í Signý Láru og hornspyrna fyrir Gróttu.

Boltinn skoppar út á Rakel Lóu sem laumar boltanum á fjærstöngina, enginn nær að pota í þetta og boltinn lekur framhjá stönginni.
74. mín
Inn:Elfa Sif Hlynsdóttir (Afturelding) Út:Anna Hedda Björnsdóttir Haaker (Afturelding)
74. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding) Út:Sofie Dall Henriksen (Afturelding)
73. mín
Tinna kemst í gegn en Eva mætir vel tekur þennan auðveldlega.
70. mín
Ragna með annað skot úr svipuðu færi og markið áðan. Maggie blakar þennan yfir en horspyrnan verður að engu.
69. mín
Sofie á góða stungusendingu á Önnu sem kemst í gegn en frábær vörn frá Lilju Davíðs.
66. mín
Inn:Jade Arianna Gentile (Afturelding) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
Guðrún búinn að vera haltrandi í smá tíma, fær núna hvíldina sína.
66. mín
Inn:Lilja Davíðsdóttir Scheving (Grótta) Út:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Grótta)
62. mín MARK!
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
VÁÁÁÁÁÁ RAGNA!!!

HVÍLÍKT MARK! Ragna pikkar boltann upp á miðjunni og lætur bara vaða af um það bil 25 metra færi. Bananabolti sem fer eins mikið í samskeytin og það gerist. Ótrúlegt mark!

0-3!
59. mín
Brot dæmt á eitthvað á einhverja í Gróttu, sá ekkert hvað gerðist en áfram gakk.
58. mín
Inn:María Lovísa Jónasdóttir (Grótta) Út:Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Grótta)
Sigrún á gulu og kemur haltrandi útaf. Sóknarsinnuð skipting hjá Gróttuteyminu.
57. mín
María Lovísa gerir sig tilbúna á varamannabekk Gróttu. Þær ætla að ná sér í mark.
55. mín
Sara Dögg liggur eftir samstuð. Dómarinn stoppar leikinn.

Allt í lagi með Söru sem betur fer.
53. mín
Aukaspyrna fyrir Gróttu á góðum stað.

Skotið hátt yfir.
52. mín
Signý Lára vinnur boltann af Eydísi og hreinsar í horn.

Fyrirgjöfin ekki upp á marga fiska og Afturelding hreinsar frá.
51. mín Gult spjald: Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (Grótta)
Stimplar Sofie sem var að sleppa ein í gegn.
46. mín
Nína reynir hátt skot á Evu sem handsamar þennan bolta mjög öruggt.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er farinn af stað.

Afturelding byrjuðu fyrri hálfleik áðan sem þýðir að sjálfsögðu að Grótta hefur þann síðari.

Engar breytingar gerðar hjá hvoru liði.
45. mín
Hálfleikur
Staðan í hinum lekjum dagsins er svona:

Augnablik 1-2 Víkingur R.
Haukar 0-0 HK
45. mín
Hálfleikur
Ég var að fá það í eyrað að Edda Björg leikmaður Gróttu er ekki í hóp í dag því hún beinbrotnaði í fætinum á dögunum.

Við óskum henni góðs bata.
45. mín
Hálfleikur
Dómarinn bætir engu við.

Afturelding leiðir 0-2 í hálfleik.
42. mín
Leikmenn eru farnir að pirrast á hvor öðrum, harkan komin í leikinn. Tiltal komið frá dómara á milli Söru Daggar og Sofie.
37. mín
Signý á skot í Sigrúnu Gunndísi. Hornspyrna.

Brot dæmt á Tinnu fyrir að styðja sig við Oliviu í skallabaráttunni.
36. mín
Signý virkilega fljót upp hægri kant Gróttu og kemur með fastan bolta fyrir en þó aðeins of fastur fyrir Bjargey sem náði boltanum á endanum en þarf að skjóta aftur fyrir sig og boltinn framhjá.
34. mín
Tinna á skot frá vinstri horni teigsins en Eva á auðvelt með að grípa þennan.
33. mín
Eydís á skot rétt framhjá eftir flottan undirbúning Gróttukvenna.

Óheppnar þarna.
32. mín
Sigrún missir boltann í vörn Gróttu og Guðrún pikkar hann upp og reynir mjög bjartsýnt skot frá um það bil 35 metrum sem lekur framhjá.

Það má nú reyna á þetta.
30. mín
Lilja Lív á skot með vinstri af hægri kantinum en skotið rétt yfir markið.
28. mín
Tinna reynir að komast á ferðina en góð vörn Söru Lissy kemur í veg fyrir það.
25. mín
Boltinn skoppar út og endar í annari hornspyrnu. Eva nær að blaka boltann yfir slánna.

Boltinn skoppar mikið í teignum og endar fyrir utan hann hjá Bjargey sem á skotið rétt framhjá stönginni. Grótta byrjaðar að sækja í sig veðrið.
25. mín
Tinna sparkar boltanum í Sesselju og aftur fyrir. Hornspyrna.
22. mín
Signý og Nína með skot sem varnarmenn Aftureldingar koma sér fyrir tvisvar. Virkilega góður varnarleikur Mosfellinga hingað til.
18. mín
Rakel á skot utan teigs en þennan þarf að sækja út á golfvöll.
18. mín
Afturelding með algjöra yfirhönd þessar fyrstu mínútur. Ragna getur ekki misst boltann, Anna Hedda hefur ekki hætt að hlaupa. Fullt control hjá þeim í þessum leik hingað til.
13. mín MARK!
Sofie Dall Henriksen (Afturelding)
Stoðsending: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
ÞÆR SKORA AFTUR!!

Ragna er á eldi þessar fyrstu mínútur, önnur stoðsending og ekkert mjög ólík þeirri fyrstu. Nú fer sendingin á Sofie sem leikur á Sigrúnu og klárar vel í nærhornið.

13 mínútur liðnar, 0-2!
12. mín
Ragna pikkar boltann aftur upp á miðjunni og nær að hrista Nínu af sér og reynir svipaðan bolta og áðan yfir vörn Gróttukvenna en gengur ekki í þetta skiptið.
8. mín MARK!
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
Stoðsending: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
ÞVÍLÍK STOÐSENDING!!

Ragna fær boltann á vinstri kantinum og kemur með algjöran draumabolta yfir á hinn kantinn fullkomnlega í hlaupaleið Guðrúnar sem lætur Maggie verja fyrsta skotið sitt en hún nær frákastinu og leggur hann í opið markið.

0-1!
7. mín
Signý skýtur í þvögunni í teignum en vel varið hjá Evu í markinu.
6. mín
Tinna Jóns á gott skot fyrir utan teig eftir góðan undirbúning Bjargeyjar en skotið framhjá.
3. mín
Lilja Lív á góða stungusendingu á Eydísi sem reynir stórt touch framhjá Sigrúnu Gunndísi en hún nær að stíga hana út og boltinn aftur fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn!

Afturelding hefja leik í austurátt.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl til að hefja leikinn.

Mötley Crüe undir er þau labba inná. Geggjuð stemning!
Fyrir leik
Restin af leikmönnum liðanna ganga út í upphitun.

Allir virðast vel peppaðir í þennan leik sem betur fer. Er sjálfur óeðlilega spenntur fyrir þessu og býst við algjörri veislu.
Fyrir leik
Maggie Smither er fyrst leikmanna út á völl, hendir í eina vel bandaríska upphitun þannig ég býst við að það verði prime Hope Solo frammistaða hjá henni í dag.
Fyrir leik
Það er byrjað að bæta í rigninguna á Nesinu en þetta er það sem flestir myndu kalla fullkomið fótboltaveður. Þetta verður vonandi líka fullkominn fótboltaleikur.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn

Afturelding gerir fjórar breytingar á liði sínu frá bikarleiknum gegn Grindavík. Sesselja Líf, Sofie Henriksen, Elena Brynjarsdóttir og Anna Hedda Haaker koma allar inn. Út fyrir þær fara Taylor Bennett, Elfa Sif, Lilja Vigdís og Anna Kolbrún. Sesselja Líf Valgeirsdóttir tekur bandið í dag.

Heimakonur gera aðeins eina breytingu frá jafnteflinu gegn Víkingi, Tinna Jónsdóttir kemur inn í byrjunarliðið fyrir Maríu Lovísu Jónasdóttur. Tinna Jóns tekur bandið hjá heimakonunm í dag.
Fyrir leik
Aðrir leikir í dag

Augnablik - Víkingur R.
Haukar - HK
ÍA - FH

Haukar - HK verður einnig í textalýsingu hjá okkur og sér liðsfélagi spámanns okkar Sigríður Dröfn Auðunsdóttir um að textalýsa þeim leik.
Fyrir leik
Spáin

Ég fór í leiðangur út á Seltjarnarnes og bankaði uppá hjá fyrrum leikmanni Gróttu og núverandi leikmanni ÍR. Anja Ísis Brown samþykkti tilboð mitt uppá Vit-Hit og 500kr fyrir að spá fyrir þessum leik. Þetta hafði hún að segja.

,,Bikarleikurinn var mjög jafn en Gróttustelpur vilja hefnd og munu því koma sterkar inn í þennan leik. Bæði liðin munu skora og þetta verður æsispennandi leikur en þetta endar í 2-1 sigri Gróttu. Eydís og María með mörk Gróttu."


Fyrir leik
Afturelding

Afturelding syngur WE'RE TOP OF THE LEAGUE heima í Mosó þessa dagana og villja halda því gangandi eftir umferðina. Seinasti deildarleikur þeirra var 3-1 heimasigur á Haukum og eru "in high spirits" komandi inn í þennan leik.


Fyrir leik
Grótta

Grótta situr í 3. sæti Lengjuldeildarinnar eftir 4 leiki. Þær koma inn í þenna leik á 1-1 útivallarjafntefli í Fossvoginum en þær vilja væntanlega koma starkar til baka og taka 3 stig á heimavelli í dag, einnig eftir bikartapið gegn Aftureldingu þannig það er hefnd í loftinu á Seltjarnarnesi.


Fyrir leik
Dómarinn

Dómari leiksins er Árni snær Magnússon og með honum verða Helgi Edvard Gunnarsson og hinn bráðskemmtilegi Nils Helgi Nilsson.


Nils, til vinstri.
Fyrir leik
Deildin í dag

Lengjudeild kvenna hefur farið skemmtilega af stað, nokkur lið sem hafa komið mikið á óvart á bæði góðan og slæman hátt.

Á toppi deildarinnar sitja Aftureldingarstelpur með 10 stig úr 4 leikjum á meðan heimamenn í Gróttu eru í því 3. úr jafnmmörgum leikjum. Þarna á milli eru erkifjendur Gróttu, KR sem sitja því í 2. sæti og myndu Grótta elska það að fara upp fyrir þær í deildinni.

Fyrir leik
Liðin

Liðin mættust seinast í Mjólkurbikarnum á þessu tímabili þar sem Afturelding unnu í vítaspyrnukeppni í æsisspennandi 2-2 jafntefli eftir farmlengingu. Gróttustelpum vantaði markmann í þann leik en var Diljá Mjöll Aronsdóttir í marki þeirra í leiknum, í dag verður sú bandaríska Maggie Smithers á milli stangana.


Maggie Smithers
Fyrir leik
Völlurinn

Leikurinn er spilaður á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi og hafa Gróttustelpur spilað 2 heimaleiki hingað til og unnið þá báða. Magnús Örn Helgason og Pétur Rögnvaldsson þjálfarar Gróttu munu vilja halda þessari sigurgöngu áfram gegn sterku liði Aftureldingar.


Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu fótbolta.net á leik Gróttu og Aftureldingar í 5. umferð Lengjudeildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
4. Sofie Dall Henriksen ('74)
11. Elena Brynjarsdóttir ('82)
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
20. Anna Hedda Björnsdóttir Haaker ('74)
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)
22. Olivia Marie Sheppard
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('66)
26. Signý Lára Bjarnadóttir
77. Sara Lissy Chontosh

Varamenn:
3. Jade Arianna Gentile ('66)
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
13. Lilja Vigdís Davíðsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('74)
27. Anna Kolbrún Ólafsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Halla Margrét Hinriksdóttir
Svandís Ösp Long
Elfa Sif Hlynsdóttir
Sigurbjartur Sigurjónsson
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: