Víkingsvöllur
laugardagur 12. júní 2021  kl. 17:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Huggulegt á heimavelli hamingjunnar
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Nikolaj Hansen - Víkingur
Víkingur R. 2 - 0 FH
1-0 Nikolaj Hansen ('28)
2-0 Nikolaj Hansen ('85)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
9. Helgi Guðjónsson ('69)
10. Pablo Punyed ('88)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('46)
80. Kristall Máni Ingason ('69)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson ('69)
7. Erlingur Agnarsson ('46)
8. Sölvi Ottesen
11. Adam Ægir Pálsson ('69) ('94)
13. Viktor Örlygur Andrason ('88)
19. Axel Freyr Harðarson ('94)

Liðstjórn:
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Ragnar Jónsson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('45)
Kári Árnason ('59)
Logi Tómasson ('73)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
94. mín Leik lokið!
Verðskuldaður sigur Víkinga! Þeir eru eina taplausa lið deildarinnar.
Eyða Breyta
94. mín Axel Freyr Harðarson (Víkingur R.) Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
94. mín
Leik lokið í Garðabænum. Stjarnan vann Val og Víkingur er á leið á topp deildarinnar.
Eyða Breyta
93. mín
Vuk með skot rétt yfir.
Eyða Breyta
92. mín
FH að tapa hér þriðja leiknum í röð og pirringur leikmanna inni á vellinum er áþreifanlegur.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Fyrir tuð.
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
Eyða Breyta
89. mín
Nikolaj Hansen með sjálfstraustið í botni og hleður í eina hjólhestaspyrnu! Framhjá.
Eyða Breyta
88. mín Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Pablo Punyed (Víkingur R.)

Eyða Breyta
86. mín Oliver Heiðarsson (FH) Hörður Ingi Gunnarsson (FH)

Eyða Breyta
85. mín MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.), Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
HANN ER ORÐINN MARKAHÆSTUR Í DEILDINNI!

Sjöunda mark Nikolaj, Adam Ægir hefur verið stórhættulegur síðan hann kom af bekknum og hann leggur hér upp mark á þann danska.
Eyða Breyta
84. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Stöðvar hættulega skyndisókn.
Eyða Breyta
83. mín
Vuk með fyrirgjöf sem Jónatan nær ekki að komast í og boltinn siglir afturfyrir.
Eyða Breyta
82. mín
FH-ingar hafa svo rosalega lítið náð að skapa sér að það er í raun vandræðalegt.
Eyða Breyta
81. mín
Hörður Ingi með feilsendingu beint á Erling Agnarsson sem kemst í DAUÐAFÆRI en Gunnar Nielsen var frábærlega. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn heldur FH-ingum inn í leiknum.
Eyða Breyta
79. mín
Júlli Magg lætur vaða en boltinn beint á Gunnar Nielsen.
Eyða Breyta
78. mín
Adam Ægir með fallhlífarfyrirgjöf sem Gunnar á ekki í vandræðum með að taka.
Eyða Breyta
77. mín
Víkingar eru betri þessar mínútur.
Eyða Breyta
76. mín
Kári reynir að teygja sig í boltann eftir hornspyrnuna en spyrnan aðeins of há.
Eyða Breyta
75. mín
Luigi með hættulega sendingu inn í teiginn sem Pétur Viðars skallar í horn. Víkingar eiga hornspyrnu.
Eyða Breyta
74. mín
Vuk með sendingu á Hörð Inga sem á fyrirgjöf sem Þórður handsamar.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Luigi fær spjald fyrir brot.
Eyða Breyta
72. mín
Erlingur Agnarsson með skot, nokkuð fast en beint á Gunnar.
Eyða Breyta
71. mín Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Vuk fengið afskaplega fá tækifæri hjá Loga á tímabilinu en kemur hér inn. Ágúst átti ekki sinn besta leik í dag.
Eyða Breyta
69. mín Adam Ægir Pálsson (Víkingur R.) Kristall Máni Ingason (Víkingur R.)

Eyða Breyta
69. mín Logi Tómasson (Víkingur R.) Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Eftir fínan fyrri hálfleik hefur dregið af Helga.
Eyða Breyta
66. mín
Jónatan Ingi búinn að vera rosalega líflegur... en vantar uppá að klára dæmið hjá honum.
Eyða Breyta
65. mín Björn Daníel Sverrisson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH)
Spurning hvort Björn Daníel fari að ná að sýna eitthvað.
Eyða Breyta
61. mín
FH-ingar færast nær! Matthías með skot framhjá markinu.
Eyða Breyta
60. mín
Jónatan Ingi með brögð og brellur! Tekur svo skot sem Þórður á ekki í vandræðum með.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Kári Árnason (Víkingur R.)
Fyrir brot við hliðarlínuna.
Eyða Breyta
58. mín
Ekkert merkilegt kemur úr horninu, Eggert Gunnþór í erfiðri stöðu á fjærstönginni og skallar framhjá úr nánast ómögulegu færi.
Eyða Breyta
57. mín
Jónatan Ingi með lipra takta og vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
56. mín
Pablo með sendingu sem var ætluð Nikolaj en Gunnar kemur á réttum tíma út úr markinu og handsamar knöttinn.
Eyða Breyta
55. mín
Stuðningsmenn Víkings láta aðeins í sér heyra, með Jón og Hillý í fararbroddi.
Eyða Breyta
52. mín
Guðmann í brasi og Helgi Guðjónsson brunar upp en á ekki nægilega góða sendingu.
Eyða Breyta
51. mín
FH-ingar virka óttalega hugmyndasnauðir. Eru lítið að ná að skapa sér gegn Víkingum.
Eyða Breyta
49. mín
Stjarnan að vinna Val 2-1 og því er Víkingur á leið á toppinn eins og staðan er núna.
Eyða Breyta
48. mín
Jónatan Ingi með fyrirgjöf og vill fá hendi dæmda á Halldór Smára. Rétt hjá Einari að dæma ekki vítaspyrnu.
Eyða Breyta
47. mín
Júlíus Magnússon kominn með grjóthart sárabindi um höfuðið eftir baráttuna í fyrri hálfleiknum.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
Eyða Breyta
46. mín Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Víkingur R.)
Halldór Jón eitthvað meiddur og þarf að fara velli.
Eyða Breyta
45. mín
Víkingar með kærkomna sendingu af Hjaltested borgurum í fréttamannastúkuna. Sendiboðunum var svo sannarlega tekið fagnandi.
Eyða Breyta
45. mín
Gummi Kristjáns heldur fund með Einari og hans mönnum, fylgir dómurunum af velli.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
+2

Líflegur fyrri hálfleikur að baki og Víkingar með forystuna. Eftir öfluga byrjun FH á leiknum þá náðu Víkingar vopnum sínum og verðskulda forystuna.
Eyða Breyta
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Braut á Ágústi Hlyns. Örfáum mínútum á undan bað Karl Friðleifur um gult spjald á Ágúst þegar þeir voru að eigast við en varð ekki að ósk sinni. Er ansi pirraður yfir þessu spjaldi!
Eyða Breyta
44. mín
Nikolaj Hansen vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
41. mín
Þórður ver frá Lennon í dauðafæri! Frábær varsla, Lennon reyndar flaggaður rangstæður en tökum ekkert af Dodda.
Eyða Breyta
39. mín
Læti á vellinum eftir að Pétur Viðarsson brýtur af sér. Það er harka og læti í þessu.
Eyða Breyta
36. mín
Halldór Jón að koma sér í dauðafæri en Gummi Kristjáns kemst fyrir og bjargar frábærlega. Eggert Gunnþór tapaði boltanum klaufalega í aðdragandanum.
Eyða Breyta
33. mín
Víkingar komust varla yfir miðju til að byrja með í leiknum en hafa síðan heldur betur náð að finna gírinn.
Eyða Breyta
32. mín
Rétt fyrir markið þá átti Pablo Punyed hörkuskot í stöngina, við samskeytin, beint úr aukaspyrnu. Í kjölfarið kom Kári Árnason boltanum í netið en réttilega dæmdur rangstæður.

Víkingar hafa því þrívegis náð að skora, en bara eitt löglegt mark!
Eyða Breyta
28. mín MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.), Stoðsending: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
VÍKINGAR TAKA FORYSTUNA! Pablo gerir frábærlega, kemur boltanum á Halldór og hann á draumafyrirgjöf á Nikolaj Hansen sem skorar að sjálfsögðu. Skallar boltann í netið.

Frábært mark. Nikolaj Hansen verið algjörlega frábær á mótinu.
Eyða Breyta
26. mín
Steven Lennon brýtur á Halldóri rétt fyrir utan vítateigsbogann. Pablo Punyed gerir sig líklegan. Frábær staður fyrir aukaspyrnu.
Eyða Breyta
25. mín
Helgi Guðjóns verið sprækur og vinnur aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika vinstra megin. Gummi Kristjáns braut á honum.
Eyða Breyta
23. mín
Atli Barkarson reynir fyrirgjöf. Boltinn í Pétur Viðarsson og heimamenn fá sína þriðju hornspyrnu.
Eyða Breyta
22. mín
Víkingar í lofandi sókn, Kristall Máni með fyrirgjöf frá vinstri en sendingin arfaslök og flýgur afturfyrir.
Eyða Breyta
18. mín
Leikurinn farinn aftur af stað og Júlli Magg heldur leik áfram. Lokað fyrir blæðinguna.
Eyða Breyta
17. mín
Smá læti á vellinum. Júlíus Magnússon liggur á vellinum blóðugur eftir baráttu við Eggert Gunnþór um boltann. Fékk skurð á höfuðið hann Júlli.
Eyða Breyta
16. mín
Pablo Punyed með máttlaust skot beint á Gunnar Nielsen. Víkingar að vakna til lífsins.
Eyða Breyta
15. mín
MARK!!! Nei flaggið fer á loft. Helgi Guðjónsson eftir hornspyrnuna en dæmd er rangstaða. "Þetta er líklega rétt" segir Kristinn Kjærnested sem situr mér við hlið og lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.
Eyða Breyta
14. mín
Helgi Guðjónsson gerir vel í baráttu við Guðmann og vinnur hornspyrnu fyrir Víkinga.
Eyða Breyta
12. mín
DAUÐAFÆRI! Matthías Vilhjálmsson skallar boltann í Þórð Ingason. Þarna átti Matti einfaldlega að skora. Rosalegt dauðafæri. Jónatan Ingi með frábæra sendingu, sem átti að vera stoðsending!
Eyða Breyta
9. mín
Loksins komust Víkingar í sókn og hún var hættuleg, Halldór Jón renndi boltanum fyrir en FH-ingar bjarga. Víkingar fá svo hornspyrnu.
Eyða Breyta
6. mín
Pétur Viðarsson vinnur hornspyrnu. Ógnandi FH-ingar í byrjun leiks. Hugur í þeim.
Eyða Breyta
5. mín
FH-ingar líflegir hér í byrjun og fyrstu mínúturnar fara algjörlega fram á vallarhelmingi Víkinga.
Eyða Breyta
2. mín
Þórir Jóhann með aukaspyrnu inn í teiginn sem Þórður kýlir frá. Þórður átt gott mót og heldur Ingvari Jónssyni á bekknum.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Heimamenn byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt að verða til reiðu hér á heimavelli hamingjunnar. Vantar reyndar kaffi í fréttamannastúkuna en Gulli Jóns gengur hreint til verks og ætlar að reyna að redda því.
Eyða Breyta
Fyrir leik


Ástæðan fyrir því að Kwame Quee er ekki með Víkingum er sú að hann er í landsliðsverkefni með Síerra Leóne. Eiga stórleik gegn Benín á mánudaginn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja lið eru komin inn.

Eggert Gunnþór Jónsson og Guðmann Þórisson koma inn í byrjunarlið FH að nýju eftir meiðsli. Ágúst Eðvald Hlynsson er í byrjunarliði Hafnfirðinga gegn sínum fyrrum félögum.

Hjá Víkingum er Kwame Quee ekki með. Kristall Máni Ingason kemur inn í byrjunarliðið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar geta komist á toppinn
Á sama tíma og þessi leikur fer fram þá mætast Stjarnan og Valur í Garðabænum. Ef Valsmenn misstíga sig þar og Víkingar fagna sigri þá komast Víkingar á toppinn. Það er ekki flóknara en það!

Víkingar hafa gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Val í byrjun vikunnar og þar á undan gegn Fylki.Freyr Alexandersson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 fyrir viku og hrósaði þar Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkinga, í hástert.

"Ég er gríðarlega ánægður með þróun Víkinga. Ég dáist að æðruleysi Arnars Gunnlaugssonar og finnst geggjað hvernig hann hefur nálgast verkefnið sitt. Hann er æðisleg manneskja, við vitum allir að hann er klár fótboltaheili en hann hefur komið mér gríðarlega á óvart sem leiðtogi. Hann hefur sýnt mikinn þroska þar, hvernig hann er tilbúinn að henda í burtu því sem við viljum oft kalla 'barnalegt' og fara í það sem skiptir máli til að ná í úrslit," segir Freyr.

Kári Árnason hefur verið einn besti leikmaður mótsins hingað til og Freyr segir að hann sé 'man on a mission', maður í verkefni.

"Hann (Arnar) treystir Kára gríðarlega í að vega og meta hvað þarf að gera inni á vellinum. Mér finnst þetta jafnvægi afskaplega flott. Ég er mjög hrifinn af þessu."

Tómas Þór Þórðarson segir að þegar tölfræðin sé skoðuð sé gríðarleg breyting á spilamennsku Víkinga frá síðasta ári.

"Þetta er einhver mesta umbylting á einu fótboltaliði á sex til sjö mánuðum sem hefur sést hérna, 'possession' hefur farið niður og 100 færri sendingar en stigin miklu fleiri. Þetta er bara breytt fótboltalið," segir Tómas og Freyr bætir við:

"Mér finnst þeir hinsvegar ekki hafa farið framhjá grunn hugmyndafræðinni sinni. Þeir hafa bara aðlagað hana aðeins," segir Freyr og talar um hversu mikið Pablo Punyed, sem kom frá KR, færir liðinu.

"Þessi kaup á Pablo Punyed eru snilldarleg. Hann er algjör stríðsmaður og hann er geggjaður í fótbolta. Svo er hann líka frábær spyrnumaður í föstum leikatriðum og gefur þeim mikið. Ég hef ekki kafað í neinar greiningarskýrslur, þetta er bara út frá auga og tilfinningu. Ég hef séð marga leiki með þeim og þeir hafa heillað mig mjög mikið," segir Freyr.


Eyða Breyta
Fyrir leik
FH kemur úr tveimur tapleikjum í röð
Það er langt síðan FH-ingar voru síðast í eldlínunni í Pepsi Max-deildinni. Þá töpuðu þeir 2-1 fyrir Leikni í Breiðholtinu 25. maí. Í umferðinni þar á undan tapaði liðið gegn KR.

FH-ingar eru með tíu stig eftir sex leiki og vilja binda endi á taphrinuna í dag.

Spurning hvort einhverjir FH-ingar séu slappir eftir að hafa fengið bóluefni á fimmtudag? Þátttökuliðin í Evrópukeppnum fengu Janssen í vikunni. Textalýsandi fór á sama tíma í bólusetningu og átti frekar slappan föstudag verður að viðurkennast!


Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur á heimavöll hamingjunnar þar sem Víkingur og FH eigast við klukkan 17:00.

Einar Ingi Jóhannsson er dómari leiksins. Birkir Sigurðarson og Smári Stefánsson eru aðstoðardómarar og með skiltið er Jóhann Ingi Jónsson.


Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Hörður Ingi Gunnarsson ('86)
4. Pétur Viðarsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Þórir Jóhann Helgason ('65)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Guðmundur Kristjánsson
21. Guðmann Þórisson
23. Ágúst Eðvald Hlynsson ('71)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
10. Björn Daníel Sverrisson ('65)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Oliver Heiðarsson ('86)
28. Teitur Magnússon
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('71)

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Logi Ólafsson (Þ)
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Guðmann Þórisson ('84)
Guðmundur Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld: