Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Ísland
3
2
Írland
Agla María Albertsdóttir '11 1-0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir '14 2-0
Dagný Brynjarsdóttir '39 3-0
3-1 Heather Payne '50
3-2 Amber Barrett '92
11.06.2021  -  17:00
Laugardalsvöllur
Vináttulandsleikir kvenna - Landslið
Aðstæður: 7°C og vindur. Klassískt júní veður!
Dómari: Rebecca Welch
Áhorfendur: 496
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
3. Elísa Viðarsdóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir ('64)
8. Alexandra Jóhannsdóttir
10. Dagný Brynjarsdóttir ('85)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
16. Elín Metta Jensen ('80)
17. Agla María Albertsdóttir ('80)
19. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
1. Auður S. Scheving (m)
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('80)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir
7. Karitas Tómasdóttir ('85)
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('80)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
18. Guðrún Arnardóttir ('64)
19. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Ari Már Fritzson
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ísland vinnur leikinn 3-2.
92. mín MARK!
Amber Barrett (Írland)
Stungusending frá Fahey sem finnur Barrett sem klárar með skoti í fjærhornið, stöngin inn. Þessi lak inn.
92. mín
496 áhorfendur á vellinum.
91. mín
Fastur bolti fyrir sem Sandra kýlir frá, svo skalla að marki og Sandra grípur.

Þremur mínútum bætt við.
91. mín
Írar fá aukaspyrnu við teiginn.
90. mín
Írar fá hornspyrnu.
85. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Ísland) Út:Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
85. mín
Svava með fyrirgjöf sem hreinsuð er burt.
83. mín
Hörku fyrirgjöf frá McCabe sem Quinn kemst í en skýtur í hliðarnetið utanvert!
81. mín
Fahey með skot sem Guðrún kemst fyrir.

Boltinn í innkast og eftir innkastið fá Írar aukaspyrnu við teiginn úti hægra megin. Hættuleg fyrirgjafarstaða.
80. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
80. mín
Inn:Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) Út:Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Svava kemur inn á hægri vænginn og Karólína fer á vinstri.
78. mín
Önnur fínasta fyrirgjöf frá Öglu en þessi of innarlega, rataði reyndar nánast í markið bara. Gott ef boltinn fór ekki af slánni hreinlega!
78. mín
Agla tekur spyrnuna stutt á Mundu, fær boltann aftur og á hörku fyrirgjöf sem finnur Dagnýju sem skallar yfir undir pressu.
77. mín
Fín sprettur hjá Mundu upp vinstri vænginn og hún vinnur hornspyrnu.
76. mín
Mikil hætta eftir hornið, Sandra í brasi að handsama knöttinn í hornspyrnunni en einhvern veginn tekst henni það á endanum. Sýndist Caldwell eiga skot sem Sandra varði áður en Sandra svo handsamaði knöttinn.
75. mín
Payne með fyrirgjöf sem Barrett kemst í, Barrett á skot sem fer af Glódísi og þaðan aftur fyrir. Nálægt því að leka inn!
73. mín
Rólegt yfir þessu þessa stundina.
67. mín
Tvisvar talsverð hætta eftir þessa hornspyrnu. Fyrst skalli sem varnarmaður komst fyrir og svo skallaði Alexandra yfir af stuttu færi.
66. mín
Fínt spil úti vinstra megin sem endar með fyrirgjöf frá Öglu sem Quinn hreinsar í horn.
64. mín
Rétt fyrir skiptinguna átti Karólina fyrirgjöf sem Agla náði til en náði ekki að koma sér í skotstöðu og missti boltann aftur fyrir.
64. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Ísland) Út:Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Fyrsta íslenska skiptingin.
61. mín
Barrett komin í fína stöðu við vítateig Íslands en Glódís leysir þetta með aðstoð frá Áslaugu.
56. mín
Írska liðið er komið í 4-5-1 og er talsvert hærra á vellinum en í fyrri hálfleik.
54. mín
Sending til baka frá Fahey sem Elín Metta pressar en Moloney mætir út fyrir teig og nær að koma boltanum í innkast.
52. mín
Connolly liggur eftir eftir að hafa fengið boltann í höfuðið.

Gengur núna út af eftir aðhlynningu. Lá í tæpar tvær mínútur en kemur strax aftur inn á.
50. mín MARK!
Heather Payne (Írland)
Fyririgjöf frá vinstri sem Barrett, sem kom inn á í hálfleik, pikkar áfram, boltinn fer af Glódísi og fyrir fætur Payne sem klárar af stuttu færi. Sandra í þessum bolta en skotið fast.

Írar byrjað seinni hálfleikinn vel.
48. mín
Íslenska liði í skyndisókn, Karólína fær boltann úti á vinstri kantinum og reynir að finna Alexöndru í gegn en frábær tækling hjá varnarmanni Íra.
48. mín
Agla María í brasi með þessa hornspyrnu, hreinsar fyrirgjöf beint upp í loft inn á teignum og svo fer boltinn aftur fyrir. Þriðja horn Íra í röð.

Sú er hreinsuð í burtu, laglegt.
47. mín
Ingibjörg skallar hornspyrnuna frá en það kemur annar bolti fyrir og Elísa skallar hann aftur fyrir. Írar leika með vindi í seinni hálfleik svo það sé sagt.
46. mín
Payne í fínni stöðu en Glódís mætir og sópar þessu í horn, fullmikil hætta strax í byrjun seinni!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engin breyting á íslenska liðinu en tvöföld hjá Írum.
46. mín
Inn:Amber Barrett (Írland) Út:Aoife Colvill (Írland)
46. mín
Inn:Éabha O'Mahony (Írland) Út:Niamh Farrelly (Írland)
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið. Fínasti leikur hjá íslenska liðinu og verður fróðlegt að sjá þær á móti vindi í seinni!
45. mín
Ísland sækir meira en ekkert markvert gerst síðustu mínútur.

Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
39. mín MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
3-0!

Þessi fór inn í þriðju tilraun. Karólína fyrst með skot semvarnarmaður komst fyrir, boltinn barst á Alexöndru sem átti frábært skot sem hafnaði í stönginni og fór þaðan á Dagnýju sem skoraði með skoti utarlea í teignum í autt markið þar sem markvörður Íra skutlaði sér á eftir skoti Alexöndru og var ekki komin í stöðu.

Dagný var fyrst ekki alveg á tánum en sá svo boltann koma og var fyrst til að ná til hans og renna boltanum í netið.
36. mín
Karólína ætlaði að reyna eitthvað flikk inn fyrir en það mislukkaðist algjörlega. Elín sýnist mér svo dæmd rangstæð í þokkabót, skrítin sena.
34. mín
McCabe kemst inn í vonda snertingu hjá Elísu og skeiðar upp völlinn, á sprett frá miðju inn á teig Íslands og á skot sem fer framhjá fjærstönginni.
32. mín
Munda aðeins út úr stöðu núna og Finn kems í fína stöðu úti hægra megin en fyrirgjöf hennar beint í hendur Söndru.
30. mín
Munda með fyrirgjöf sem Elín kemur áfram og Karólína kemst í boltann en skýtur yfir undir pressu. Tilraunin frá markteigslínu fyrir framan mitt mark Íra.
30. mín
Agla komist í tvær fyrirgjafarstöður síðustu mínútur, önnur of föst inn fyrir vörnina og Caldwell stöðvar hina í markteignum.
29. mín
Ég ber virðingu fyrir þeim sem eru að styðja liðið í stúkunni en það mættu vera fleiri, bæði að styðja og á vellinum!

Rólegt yfir þessu undanfarnar mínútur.
23. mín
Lið Írlands:
Mahoney
Fahey - Caldwell - Quinn
Finn - Farrelly - Connolly - McCabe
Colvill - Payne - O'Sullivan

Svona sirka
20. mín
Ísland á aukaspyrnu úti hægra megin.

Brotið var á Gunnhlildi. Áslaug annað hvort með skot eða fasta fyrirgjöf en boltinn fer framhjá marki Íra.
18. mín
Elín Metta í fínu færi, á skot með vinstri hægra megin úr teignum en skotið yfir mark Íra.
16. mín
Það er kannski ekki seinna vænna að koma betur inn á það að það er talsverður vindur á vellinum og Ísland spilar með honum í fyrri hálfleik!
15. mín
Agla María í flottu færi en hittir boltann illa og skotið framhjá.
14. mín MARK!
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Flott fyrirgjöf frá Karólínu sem Agla María skallar áfram á fjærstöngina og Gunnhildur er ákveðnust í lausan bolta, teygir sig í hann og kemur boltanum í netið!
11. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Glódís Perla Viggósdóttir
Það var laaaaaaaglegt. Glæsilega klárað hjá Öglu eftir flotta sendingu inn fyrir.

Agla fékk boltann í hlaupinu úti vinstra megin. Sendingin var frábær úr öftustu línu frá Glódísi. Vel gert!
10. mín
Hornspyrna frá Katie sem ratar á Aoife sem nær ekki að taka við boltanum og Ísland á markspyrnu.
9. mín
Heather fær boltann inn á teig Íslands og reynir snúning og skot, nær snúningnum en Glódís Perla mætt og blokkar skotið. Írar fá hornspyrnu.
7. mín
Fínasta sókn hjá íslenska liðinu upp hægri vænginn. Elín Metta fær boltann á kantinum, á flotta fyrirgjöf á Dagnýju sem er eilítið utarlega í teignum, skallinn framhjá markinu.
3. mín
Elísa með of háa fyrirgjöf sem einnig er of innarlega, markspyrna Írland.
3. mín
Fínasta hornspyrna frá Mundu en boltinn aftur fyrir hinu megin, mögulega náði Dagný smá snertingu en ekki nægileg mikilli.
2. mín
Írska liðið að spila 3-4-3 eða 5-2-3, fer eftir því hvernig maður lítur á það.
2. mín
Gunnhildur með fyrirgjöf sem hreinsuð er í hornspyrnu. Ísland á fyrsta horn leiksins.
2. mín
Liðsuppstilling Íslands stemmir miðað við það sem ég skrifaði fyrir leik. Gunnhildur er aðeins fyrir framan Alexöndru á miðjunni til að byrja með.
1. mín
Leikur hafinn
Írland byrjar með boltann og sækir í átt að Laugardalslauginni. Fyrir leik krupu leikmenn á kné.
Fyrir leik
Þjóðsöngvum lokið. Ísland spilar í hvítum treyjum og írska liðið í grænum. Bæði lið spila í hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Fimm mínútur í leik.
Fyrir leik
Líkleg uppstilling íslenska liðsins:

Sandra
Elísa - Glódís Perla - Ingibjörg - Áslaug
Gunnhildur - Alexandra
Karólína - Dagný - Agla María
Elín Metta
Fyrir leik
Fyrir leik
Þjálfari írska liðsins er hollenski reynsluboltinn Vera Pauw sem þjálfað hefur landslið Skotlands, Hollands, Rússlands, Suður-Afríku og lið Houston Dash.
Fyrir leik
Dagný Brynjarsdóttir er að byrja sinn fyrsta landsleik í níu mánuði en hún glímdi við meiðsli í vetur og var fjarri góðu gamni í verkefninu á Ítalíu.
Fyrir leik
Byrjunarliðið er klárt:

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrjar í vinstri bakverðinum en hún er að spila sinn fimmta landsleik. Elísa Viðarsdóttir er þá í hægri bakverðinum og Agla María Albertsdóttir væntanlega á öðrum kantinum og Karólína Lea Vllhjálmsdóttir á hinum kantinum. Elín Metta Jensen er í fremstu víglínu.
Fyrir leik
Aoife Colvill gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Írland í dag en hún fékk grænt ljós á að spila fyrir Írland á þriðjduag. Hún er fædd í Ástralíu og spilar með Glasgow City í Skotlandi.
Fyrir leik
Keyptu miða, mættu og studdu við bakið á landsliðinu.

Enn er hægt að kaupa miða, drífðu í því (hægt að smella hér)!!!
Fyrir leik


Allt að 1800 áhorfendur mega vera í stúkunni í kvöld. Gunnhildur Yrsa, fyrirliði liðsins, var spurð út það.

Fyrsta sinn í tæp tvö ár verða áhorfendur á vellinum, hvernig leggst það í þig?

,,Ég held að fjölskyldan mín sé hálf stúkan. Það verður gaman að spila aftur fyrir framan áhorfendur, það er alltaf stemning að spila fyrir framan íslenska áhorfendur."
Fyrir leik


Landsliðsþjálfarinn um leikinn:

,,Við notum þessa leiki til að skoða leikmenn. Auðvitað hefur frammistaða í þessum leikjum áhrif á það hvernig byrjunarliðið verður í framhaldinu."

Steini býst við því að Ísland verði meira með boltann í leiknum og segir írska liðið leggja upp með að vera beinskeyttar þegar þær eru með boltann.

,,Ég vonast til að vera með boltann, við viljum halda boltanum vel en vera líka beinskeyttar. Það verða augnablik þar sem við þurfum að verjast líka."
Fyrir leik
Um andstæðinginn
Ísland er á 17. sæti á styrkleikalista FIFA á meðan Írland er í 34. sæti.

Liðin hafa mæst fimm sinnum í sögunni, síðast 2017. Ísland vann Írland í umspili fyrir EM 2009 og vann einvígið 4-1 samanlagt og tryggði sér í fyrsta sinn á lokamót. Ísland hefur unnið Írland tvisvar sinnum og þrisvar hafa leikir liðanna endað með jafntefli.

Írland hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá vináuttulandsleik Íslands og Írlands sem fram fer á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 17:00.

Liðin mætast aftur á þriðjudag á sama stað.
Byrjunarlið:
1. Grace Moloney (m)
4. Louise Quinn
5. Niamh Fahey
6. Megan Connolly
7. Diane Caldwell
10. Denise O'Sullivan
11. Katie McCabe (f)
14. Heather Payne
17. Jamie Finn
18. Niamh Farrelly ('46)
22. Aoife Colvill ('46)

Varamenn:
16. Courtney Brosnan (m)
23. Eve Badana (m)
2. Keeva Keenan
3. Éabha O'Mahony ('46)
8. Jessica Ziu
12. Amber Barrett ('46)
13. Aine O'Gorman
15. Claire O'Riordan
19. Claire Walsh
20. Roma McLaughlin
21. Ciara Grant
25. Ellen Molloy

Liðsstjórn:
Vera Pauw (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: