Kópavogsvöllur
laugardagur 12. júní 2021  kl. 14:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Skýjað og gola í átt að Smáranum. Teppið blautt og flott, 8 gráðu hiti. Flott fótboltaveður
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 588
Maður leiksins: Viktor Karl Einarsson
Breiðablik 2 - 0 Fylkir
1-0 Árni Vilhjálmsson ('46)
2-0 Viktor Karl Einarsson ('54)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('69)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('74)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('81)
10. Árni Vilhjálmsson ('74)
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('81)
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
3. Oliver Sigurjónsson ('69)
9. Thomas Mikkelsen ('74)
12. Brynjar Atli Bragason (m)
18. Finnur Orri Margeirsson ('81)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson ('81)
24. Davíð Örn Atlason ('74)
30. Andri Rafn Yeoman

Liðstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('25)
Damir Muminovic ('73)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
+2

Bíddu.

Brotið á Torfa. Skotfæri. Dagur neglir hátt yfir!
Eyða Breyta
90. mín
Fáum þrjár mínútur í uppbót
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
Braut á Oliver
Eyða Breyta
85. mín Jordan Brown (Fylkir) Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)

Eyða Breyta
82. mín
Hornspyrnu snúið inn en Aron kýlir frá og boltinn fer í innkast.

Allt Blikar hérna.
Eyða Breyta
81. mín
Bekkurinn hjá Blikum í dag er rosalegur satt að segja.

Allir þessir fimm sem eru mættir myndu sóma sér vel í byrjunarliðum í deildinni.
Eyða Breyta
81. mín Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
81. mín Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) Kristinn Steindórsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
78. mín
Mikkelsen rétt sloppinn í gegn eftir góða sendingu Kristins.

Aron grípur inní.
Eyða Breyta
74. mín Davíð Örn Atlason (Breiðablik) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Langþráð innkoma Davíðs.

Fyrsti leikurinn eftir komuna frá Víkingi í vetur.
Eyða Breyta
74. mín Thomas Mikkelsen (Breiðablik) Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)

Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Fer í Dag á miðjum vellinum, hárrétt.
Eyða Breyta
71. mín
Fylkismenn eiga fá svör sýnist mér.

Blikar eru örugglega með um 70% af boltanum og tvöföldunina þeirra á vængnum ráða gestirnir mjög illa við satt að segja.
Eyða Breyta
69. mín Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Hrein skipting hér
Eyða Breyta
65. mín
Orri mögulega heppinn hér. Brýtur af sér úti á kanti, Erlendur dæmir á það og Orri neglir boltanum í burtu...hefði orðið seinna gula.
Eyða Breyta
64. mín Óskar Borgþórsson (Fylkir) Daði Ólafsson (Fylkir)
Fer á hægri vænginn.
Eyða Breyta
64. mín Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
Fer á vinstri vænginn.
Eyða Breyta
63. mín
Gísli Eyjólfs í skotfæri og lætur vaða en þessi er framhjá.
Eyða Breyta
62. mín
Sýnist Fylkir vera komna í 4-1-4-1

Setja Helga Val djúpan með Daða og Birki fyrir framan hann. Orra og Unnar á vænginnn og Dagur er uppi.
Eyða Breyta
60. mín
Blikar gjörsamlega teknir við stjórn hér.

Fylkismenn koma vart við boltann nema Aron í markinu. Grípur hér inní eftir enn eina rispuna upp hægri vænginn.
Eyða Breyta
57. mín Birkir Eyþórsson (Fylkir) Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
Stefnir í taktíska breytingu með þessari.
Eyða Breyta
54. mín MARK! Viktor Karl Einarsson (Breiðablik), Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Blikar láta pressuna telja.

Fylki gekk bara ekkert að losa boltann út úr teignum. Sá hafði skoppað um bæði hægra og vinstra megin í teignum þangað til Gísli fékk skotfæri utarlega vinstra megin. Skot hans fór í stöngina og datt beint þaðan í fætur Viktors sem klárar einfaldan eftirleik.
Eyða Breyta
53. mín
Blikar komnir með tök á leiknum, Höskuldur með flott hlaup upp vænginn og sendingu inn í teiga naumlega er bjargað frá.
Eyða Breyta
51. mín
Blikar eru farnir að henda meira í langa boltann á bakvið vörn Fylkis.

Hefur ýtt gestunum aftar á völlinn án vafa.
Eyða Breyta
46. mín MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik), Stoðsending: Kristinn Steindórsson
Stundum fær maður það sem maðiur biður um!

Vond sending Fylkismanna beint í fætur Kristins í miðjuboganum. Sá sér strax hlaup Árna og á flotta sendingu sem kappinn leggur fyrir sig og klárar af öryggi í fjærhorn.

Nú hlýtur meira að gerast!
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Förum af stað aftur.

Hlýtur að verða meira líf!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Enginn uppbótartími.

Daufur hálfleikur að baki og staðan sanngjörn!
Eyða Breyta
43. mín
Þar kom loks alvöru færi.

Höskuldur með sendingu frá hægri og Jason fær boltann óvaldaður á vítapunkti. Skotið er hins vegar alltof laust og Aron grípur.
Eyða Breyta
42. mín
Fylkismenn eru að spila með býsna háa varnarlínu og fiska Blika oft í gildruna.

Þetta er þó býsna tæpt á köflum.
Eyða Breyta
41. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Vel gert Erlendur.

Orri braut á Jasoni fyrir um þrem mínútum en beitti góðum hagnaði og um leið og boltinn var úr leik kom spjaldið.
Eyða Breyta
38. mín
Finnst Blikar aðeins að ná tökum á þessu.

FArnir að eiga lengri samleikskafla og færast nær Fylkismarkinu. Það er þó enn enginn þungi í sóknarlotum þeirra.
Eyða Breyta
33. mín
Smá hjartastopp.

Löng sending Blika, vindurinn hægir á boltanum og truflar Aron sem þarf að koma út fyrir teig, nær að komast í boltann rétt á undan Árna en hreinsun hans hekkur í Ásgeir og að marki, en þó laust og Ásgeir nær að sópa því upp.
Eyða Breyta
32. mín
Skalli að marki.

Daði með aukaspyrnu sem ratar á fjær. Orri fær næði og skallar, en beint á Anton.
Eyða Breyta
31. mín
Það er ROSALEGA lítið í gangi í leiknum.

Bæði lið eru últra varkár og margir menn aftan við boltann.

Ekkert að opnast enn.
Eyða Breyta
26. mín
Færi hjá Blikum.

Boltinn upp hægra megin, sendingin ratar á fjær þar sem Gísli hikar og tekur snertingu sem þýðir að Ragnar Bragi nær að loka á hann og hreinsa.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Erlendur ætlaði að gefa Fylki hagnað eftir groddatæklingu en hætti svo við og spjaldið Viktor.

Hárrétt.
Eyða Breyta
23. mín
Fyrsta skot að marki eiga Fylkismenn.

Upp úr horni fær Ragnar Bragi boltann um 10 metra utan teigs og snýr þennan fast en framhjá á fjær. Stutt framhjá...
Eyða Breyta
21. mín
Gísli að teikna áfram, kemur af vængnum og stingur inn á Árna en Aron les þetta vel og grípur.
Eyða Breyta
20. mín
Atli Sveinn að breyta um takt, segir nú sínum mönnum að hápressa.
Eyða Breyta
17. mín
Aftur hætta upp úr innkasti frá Arnóri, mikill hasar í teignum en Damir tekst að lokum að hreinsa.
Eyða Breyta
16. mín
Árni Vill fær boltann í teignum upp úr horni, leitar færisins til að skjóta en það er lokað og reynir þá tjippið góða sem endar í hönd Ásgeirs og svo til Arons í markinu.

Rétt hjá Ella að dæma ekki, færið of stutt.
Eyða Breyta
15. mín
Gísli Eyjólfs rífur sig hér framhjá þremur Fylkismönnum reynir stungu inn á Árna en Orri bjargar.

Vel gert hjá Gísla.
Eyða Breyta
12. mín
Miðjumennirnir þrír hjá Fylki leita hiklítið út á kanta, hér nær Daði að græja innkast á hættulegan stað.

Arnór grýtir inn í teig þar sem Dagur er rétt við það að ná í færið, Damir kemst fyrir og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
9. mín
Loksins líf í teig.

Jason sendir frá hægri og Árni fær boltann í markteignum, snýr í átt að marki en Ásgeir nær að trufla nóg il að þetta verður eiginlega ekki skot. En þó smá líf.
Eyða Breyta
7. mín
Fylkismenn stilla upp í 4-3-2-1

Aron

Ragnar - Orri - Ásgeir - Torfi

Unnar - Arnór - Daði

Helgi - Orri

Dagur

Heilmikið flæði í fremstu þremur þó.
Eyða Breyta
5. mín
Frekar rólegt í byrjun.

Liðin að þreifa fyrir sér á báða bóga, enn ekkert farið fram í vítateigunum.
Eyða Breyta
4. mín
Blikar spila 4-2-3-1

Anton

Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Davíð

Alexender - Viktor Karl

Gísli - Kristinn - Jason

Árni.

Eyða Breyta
3. mín
Sjáum strax að Blikar munu hápressa en Fylkismenn standa aðeins af þeim efst á vellinum, loka svæðum frá miðju.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Komið í gang.

Blikar sækja í átt að Sporthúsinu og Fylkismenn að Smáranum í fyrri hálfleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá er þetta klárt!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin komin til klefanna bæði tvö.

Fylkismenn ætla að klæðast hvítu í dag sé ég...líklega upp á þá sem horfa á leikinn í svarthvítu sjónvarpi.

Rétt að detta í gang í voginum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Enn frekar rólegt yfirbragð þegar kortér er í leikinn.

Nóg pláss í stúkunni og það er farið að leggja reyk úr hamborgaraenda hennar. Það er vert að benda Árbæingum á umferðartafir á Breiðholtsbrautinni vegna vegaframkvæmda. Röðin nær langleiðina í Elliðárdalinn.

Reykjanesbrautin betri kostur.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin í leik Breiðabliks og Fylkis liggja nú fyrir.

Blikar stilla upp sama liði og sigraði Skagamenn í síðustu umferð. Fylkismenn gera tvær breytingar þar sem þeir Dagur Dan Þórhallsson og Daði Ólafsson koma inn í liðið í stað Þórðar Hafþórssonar og Djair Williams, sá er ekki í hóp í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Að venju minni ég á að hægt er að koma með upplýsingar eða athugasemdir um þennan leik sem gætu ratað inn í lýsinguna.

Þá skutlið þið tísti út í kosmosið og í því verður að vera myllumerkið #fotboltinet - þá verð ég var við það og gæti sannarlega átt það til að skutla því inn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í leikmannahópi Blika er ekki að finna neinn leikmann sem hefur skartað appelsínugulum Fylkislit á ferlinum.

Hjá gestunum er að finna fyrrum græna Blika. Markmaðurinn Aron Snær lék með Blikum um skeið og rétt fyrir mót var staðfest að Arnar Sveinn Geirsson myndi færa sig milli þessara liða. Hann hefur þó ekki náð að leika enn vegna meiðsla.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er málarameistari sem sér um flautuleik dagsins, mister Erlendur Eiríksson.

Honum til aðstoðar á flaggi og í eyra eru Andri Vigfússon og Eðvarð Eðvarðsson. Fjórði dómari er Elías Ingi Árnason og Eyjólfur Ólafsson sinnir eftirliti með þeim.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkismenn unnu síðast á Kópavogsvelli í júlí 2015, Þá 1-0 með marki Alberts Brynjars Ingasonar.

Blikar unnu báða leiki liðanna í deildinni í fyrra, 4-1 hér og 1-0 í Árbænum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn í dag er innbyrðis viðureign þessara liða númer 35.

Í þeim hafa Blikar unnið 16, Fylkismenn 8 og 10 sinnum hefur orðið jafntefli.

Þegar við horfum til síðustu 10 viðureigna félaganna er sigurhlutfall Blika hærra, 6 sigrar þeirra, 2 jafntefli og 2 Fylkissigrar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkismenn léku leik í sjöundu umferðinni þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnumenn.

Fylkismenn sitja fyrir leikinn í áttund sæti með sjö stig en Blikar í sæti númer 6 með 10 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í dag eru enda 19 dagar síðan Blikar léku síðast knattspyrnuleik.

Þá rúlluðu þeir upp á Skaga og unnu ÍA 2-3 áður en þeir fóru í langt landsleikjahlé vegna þátttöku Gísla Eyjólfssonar með íslenska landsliðinu.

Um tíma var jafnvel reiknað með lengra hléi Blika vegna þessa en í þessari frétt er að finna hvers vegna svo varð ekki:

https://fotbolti.net/news/08-06-2021/gisli-eyjolfs-fullbolusettur-og-thvi-spilar-breidablik-a-laugardag
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn í dag er liður í áttundu umferð PepsiMax-deildarinnar, þó hafa Blikar bara lokið sjö leikjum þar sem leik þeirra í síðustu umferð var frestað.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem heimamenn í Breiðablik taka á móti Árbæjardrengjum úr Fylki.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
0. Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('64)
4. Arnór Gauti Jónsson ('57)
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Daði Ólafsson ('64)
10. Orri Hrafn Kjartansson ('85)
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
9. Jordan Brown ('85)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('64)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
17. Birkir Eyþórsson ('57)
20. Hallur Húni Þorsteinsson
21. Daníel Steinar Kjartansson
77. Óskar Borgþórsson ('64)

Liðstjórn:
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('41)
Birkir Eyþórsson ('88)

Rauð spjöld: