Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Valur
3
1
Breiðablik
Sebastian Hedlund '25 1-0
Patrick Pedersen '42 2-0
Guðmundur Andri Tryggvason '65 3-0
3-1 Árni Vilhjálmsson '77 , víti
16.06.2021  -  20:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Birkir Heimisson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('77)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('77)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('85)
13. Rasmus Christiansen
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('70)
33. Almarr Ormarsson ('85)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Christian Köhler ('77)
8. Arnór Smárason ('85)
11. Sigurður Egill Lárusson ('70)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('77)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('85)
21. Magnus Egilsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('26)
Haukur Páll Sigurðsson ('30)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Vals staðreynd. Höfðu einfaldlega ekki svörin gegn skipulögðum leik Vals sem refsuðu þeim grimmilega.

Viðtöl og skýrla væntanleg.
93. mín
Arnór sækir aukaspyrnu fyrir Val. Þeir taka sér sinn tíma.
92. mín
Gísli reynir að skrúfa hann framhá Hannesi í fjærhornið úr teignum. Trúin var lítil og boltinn vel framhjá.
90. mín Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Brýtur á Sigurði Agli.
89. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver algjörlega búinn á því.
85. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
85. mín
Inn:Arnór Smárason (Valur) Út:Almarr Ormarsson (Valur)
80. mín
Andri Rafn sækir horn.
79. mín
Frábært spil hjá Blikum og Árni setur boltann í netið en flaggið á loft. Heft sett allt í uppnám hefði það staðið!
77. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
77. mín
Inn:Christian Köhler (Valur) Út:Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
77. mín Mark úr víti!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
Cool as a cucumber. Sendir Hannes á stað og rúllar boltanum í því sem næst mitt markið.

Eiga Blikar líf?
76. mín
Blikar fá víti

Brotið á Andra í teignum!
75. mín
Blikar fá horn. Tíminn byrjaður að hlaupa frá þeim og það hratt.
73. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Nær Andri að hleypa lífi í þetta fyrir Blika?
72. mín
Viktor Karl með skot en tveir Blikar flækjast fyrir hver öðrum er þeir freista þess að reka tærnar í boltann sem endar í öruggum höndum Hannesar.
70. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Guðmundur Andri kemur að velli með mark í farteskinu.
68. mín
Boltanum spyrnt beint inn í pakkann, af Blika og afturfyrir horn.
67. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Brot í fyrirgjafarstöðu fyrir Val.
65. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
Guðmundur Andri Tryggvason er mættur!

Birkir Heimisson með skot utan af velli sem smellur í stönginni, Galdri eins og gammur í teignum hirðir frákastið og setur boltann í tómt markið. Horfir lengi á línuvörðinn á eftir til að vera alveg viss um að hann ætli ekki að taka mómentið af honum.
64. mín
Höskuldur með fínt skot með jörðinni eftir undirbúning Viktors Karls en Hannes vel á verði, Blikar með innkast..
61. mín
Árni Vill með sturlaða móttöku er hann tekur boltann með sér með hælnum upp hægri vænginn. Missir boltann of langt frá sér er hann keyrir inn á teiginn og nær ekki góðu skoti og setur boltann framhjá.
60. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
59. mín
Blikar að undirbúa skiptingu. Jason Daði að gera sig kláran.
57. mín
Blikar að stjórna leiknum og Valsmenn fá afskaplega fáar snertingar á boltann. En þeir eru þrátt fyrir það ekki að skapa sér neitt.
51. mín
Hætta í teig gestanna en Kristinn Freyr nær ekki góðu skoti og Blikar hreinsa. Anton virkaði samt ekki sannfærandi í markinu þarna en komst upp með það.
48. mín
Gísli Eyjólfs með skotið frá vítateig vinstra meginn. Framhjá fer boltinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Blikarnir hefja hér leik í síðari hálfleik tveimur mörkum undir. Þeir hafa átt ævintýralega endurkomu hér áður líkt og fram kom í molum fyrir leik. Tekst þeim slíkt hið sama í kvöld?
45. mín
Hálfleikur
Blikar ganga svekktir af velli inn í hálfleikinn. Hafa líklega verið betri aðilinn að mestu í leiknum en eru þrátt fyrir það tveimur mörkum undir. Valsmenn refsað þeim grimmilega fyrir mistök sín og leiða.
45. mín
Hannes Þór Halldórsson!

Aukaspyrna tekinn inn á teig Vals þar sem Höskuldur rís hæst af öllum mönnum og nær föstum skalla sem Hannes gerir frábærlega í að blaka yfir slánna og í horn.
42. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
Valsmenn refsa!

Almarr skallar boltann niður í teignum sem dettur fyrir fætur Pedersen sem tekur nokkrar snertingar í teignum og leggur boltann í netið með viðkomu í Antoni.
42. mín
Kristinn Freyr dansar inn á teig Blika en nýtir ekki einhverja tvo ef ekki þrjá fína skotsénsa og missir að endingu boltann.
38. mín
Darraðadans í teignum eftir hornið. Hannes missir af boltanum og Alexander fær boltann í markteignum en nær ekki góðu skoti og boltinn af Hauki Pál og afturfyrir.

Svona sénsa verða Blikar að nýta. Verið betri úti á velli en það telur bara ekkert.
38. mín
Blikar fá horn.
36. mín
Gísli í dauðafæri!!!

Langur bolti inn á teig sem Viktor Karl skallar fyrir fætur Gísla sem nær fínu skoti óvaldaður í teignum en boltinn hárfínt framhjá markinu.

Átti að gera betur þarna.
33. mín
Galdri með stórkostleg tilþrif og setur varnarmenn á hælanna. Blikar ná þó að bjarga í horn með herkjum.
30. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brýtur á Gísla um 40 metra frá marki.
29. mín
Árni Vill tíar boltann upp fyrir Kristinn Steindórs í teignum en hann hittir boltann afleitlega og setur hann langt framhjá.
27. mín
Damir í færi eftir hornspyrnu Blika en hittir ekki rammann.
26. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Fyrir brot á miðjum vellinum
25. mín MARK!
Sebastian Hedlund (Valur)
Stoðsending: Birkir Heimisson
Valsmenn eru komnir yfir!!!!

Frábær og föst hornspyrna Birkis inn á markteiginn þar sem Hedlund mætir og stangar boltann af varnarmanni og inn.

Þetta mark gæti skráðst sem sjálfsmark þó. Set það í dóm markanefndar Fantasy.

Uppfært. Skrái markið sem sjálfsmark á Damir en bíð endanlegrar niðurstöðu.

Uppfært aftur. KSÍ skráir markið á Sebastian og við höldum okkur við það
25. mín
Valsmenn fá horn eftir fyrirgjöf Almarss.
24. mín
Blikarnir tæta vörn Vals í sig með fínu spili en flaggið á loft. Tæpt var það þó
21. mín
Alexander Helgi brýtur á Pedersen á miðjum vellinum og fær smá tiltal frá Ívari.

Hægst heldur á leiknum og liðin mjög þétt.
15. mín
Boltinn skoppar milli manna í teignum en endar að lokum í höndum Antons.
14. mín
Damir í kapphlaupi við Pedersen og gefur heimamönnum horn.
13. mín
Blikar bruna og upp og Kristinn Steindórs með rosalega stórt svæði til að hlaupa í. Nær skotinu við vítateig en hallar sér aftur og skotið vel yfir markið.

Er að lifna vel yfir þessu.
12. mín
Birkir Heimisson mundar skotfótinn rétt við vítateigslínuna. Boltinn af varnarmanni og rétt framhjá. Hornspyrna Vals sem ekkert verður úr.
11. mín
Laglegt spil hjá Blikum úti hægra meginn. Höskuldur með góðan þríhyrning og hlaup inn í teiginn en Rasmus með góða tæklingu og bægir hættunni frá.
10. mín
Stöðubarátta og meiri stöðubarátta einkenna þessar fyrstu 10 mínútur. Blikarnir þó verið hársbreidd ferskari að mér finnst en hvorugt lið náð að skapa sér nokkuð.
6. mín
Kópacabana eru mættir á Origo og láta vel í heyra. Svo mjög að blaðamannastúkan nötrar þegar hvað mest er. Vel gert!!!!
3. mín
Vall með fyrirgjöf frá vinstri en Anton Ari grípur hana næsta auðveldlega. Blikar sækja hratt en Viktor Karl í svæðinu úti til hægri missir boltann undir skóinn sinn eftir sendingu frá Gísla og boltinn afturfyrir.
2. mín
Langur bolti fram á Árna sem er í fínu hlaupi en leggur boltann fyrir sig með hendinni og dæmdur brotlegur.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru Valsmenn sem hefja hér leik. Vonumst að sjálfsögðu eftir góðum leik og nóg af mörkum. Kvennalið liðanna settu 10 mörk samtals á þessum velli fyrir skömmu og annað eins væri geggjað.
Fyrir leik
Fékk það staðfest frá Davíð Atla að hann hafi aldrei verið að byrja þennan leik svo um innsláttarvillu hefur verið að ræða. Gaman að því.
Fyrir leik
Fólk farið að tínast í stúkuna hér á Origo enda aðeins um 10 mínútur í leik. Liðin hafa gengið til búningsherbergja til loka undirbúnings og allt til reiðu að hefja þessa veislu sem framundan er.
Fyrir leik
Breyting á skýrslu
19:35
Davíð Örn Atlason byrjar ekki hjá Blikum. Var í liðinu fyrir örfáum mínútum síðan en nú er búið að taka hann út og Davíð Ingvarsson kominn í staðinn. Ætla að skjóta á að þetta sé innsláttarvilla að uppruna. Leikmenn nr 24 og 25 sem báðir heita Davíð.
Fyrir leik
Það er einnig athyglisvert að sjá að Thomas Mikkelsen er hvergi sjáanlegur í liðið Blika. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en kom inná sem varamaður gegn Fylki um síðastliðna helgi en er fjarverandi í kvöld. Náði tali af öðlingnum er hann fékk sér sæti hér í stúkunni á Origo en hann varð fyrir því óláni að snúa sig á ökkla á æfingu í gær og er því ekki með.

Fyrir leik
Valsmenn gera þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Stjörnunni. Christian Kohler,Sigurður Egill Lárusson og Kaj Leo detta út fyrir þá Birki Heimisson, Guðmund Andra Tryggvason og Almarr Ormarsson.

Blikar gera tvær breytingar frá sigrinum á Fylki. Davíð Ingvarsson og Jason Daði Svanþórsson eru ekki í hóp í kvöld. Davíð Örn Atlason byrjar í fyrsta sinn hjá Blikum og þá kemur Oliver Sigurjónsson sömuleiðis inn.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Alls hafa liðin leikið 32 leiki innbyrðis í efstu deild frá aldamótum. Tölfræði er þar aðeins á bandi Breiðbliks sem unnið hefur 14 sinnum, 8 leikjum hefur lokið með jafntefli en Valur unnið alls 10 sinnum. Markatalan er svo 44-33 Blikum í vil.

Hollywood-handrit að hætti Breiðabliks

Þann 8.ágúst 2012 mættust þessi lið að Hlíðarenda í einum rosalegasta fótboltaleik ársins hér á Íslandi. Eftir tíðindalítinn fyrsta hálftíma þar sem Blikar voru þó ívið sterkari kom Kolbeinn Kárason Val í 1-0 á 34.mínútu leiksins og stóðu leikar þannig í hálfleik. Á 65.mínútu syrti svo enn frekar í álin fyrir gestina úr Kópavogi þegar Magnús Þórisson benti á vítapunktinn og rak Ingvar Þór Kale markvörð Breiðabliks út af fyrir brot á Matthíasi Guðmundssyni, úr vítaspyrnunni skoraði Rúnar Már Sigurjónsson og brekkan brött fyrir Blika. Kristinn Jónsson minnkaði munin í 2-1 fimm mínútum síðar en á 75.mínútu gerðu flestir ráð fyrir því að Kolbeinn Kárason væri að slökkva í allri von fyrir Blika er hann kom Val í 3-1 og sagði Elvar Geir Magnússon í lýsingu sinni fyrir Fótbolta.net Kolbeinn innsiglar sigur Vals með laglegum skall! Rúnar Már Sigurjónsson átti fyrirgjöfina. Vel gert hjá honum.
Blikar voru því alls ekki sammála og minnkuðu munin í 3-2 á 84 mínútu með marki Þórðar Steinars Hreiðarssonar og aðeins mínútu síðar jafnaði varamaðurinn Olgeir Sigurgeirsson metin. Meðbyrinn allur með þeim grænu á lokakafla leiksins sem þeir nýttu sér til hins ítrasta á 91.mínútu er Elvar setti inn eftirfarandi færslu. ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!! BLIKAR MEÐ SITT FJÓRÐA MARK EINUM FÆRRI! ÞVÍLÍK ENDURKOMA! Eftir vandræðagang í teignum lá boltinn í netinu eftir skot frá Everson! skrifaði Elvar eftir að Ben Everson fullkomnaði endurkomu Blika með marki sínu á 91.mínútu leiksins. Niðurstaðan því 4-3 sigur Breiðabliks eftir hreint út sagt magnaðan fótboltaleik.

Textalýsingu og Skýrslu Elvars frá leiknum má finna HÉR

Óli Kristjáns: Menn fá að sjúga karamelluna
Ingvar Kale: Ósáttur við dýfuna og dómarann
Þórður Steinar: Spilaði báða kanta, bakverði og miðju
Kristján Guðmunds: Brjálaðir yfir þessum varnarleik


Fyrir leik
Tríóið

Flautuleikurinn í kvöld er í höndum Ívars Orra Kristjánssonar. Honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Einar Ingi Jóhansson er varadómari og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sér svo um að hafa eftirlit með dómurum og framkvæmd leiksins.

Við snögga yfirferð sýnist mér að Ívar hafi dæmt 6 leiki það sem af er í deildinni. Gefið 25 gul spjöld í leikjunum 6 og dæmt 3 vítaspyrnur. Ekkert rautt spjald hefur farið á loft í leikjum Ívars það sem af er en ég ætla þó ekki að sverja það enda upplýsingar mínar ekki fullkomnar.


Fyrir leik
Evrópa

Talandi um Evrópu þá var ljóst nú á dögunum hverjir mótherjar liðanna verða í Evrópukeppnum þetta árið.

Það má með sanni segja að Valsmenn hafi ekki dottið í lukkupottinn með mótherja er þeir drógust gegn Króatísku meisturunum Dinamo Zagreb sem slógu meðal annars út Tottenham í Evrópudeildinni á nýliðnu tímabili.

Blikar eru ögn lukkulegri með sinn mótherja en þeir halda til Stórhertogadæmisins Lúxemborg og mæta þar liði Racing FC Union Lëtzebuerg.


Fyrir leik
Leikjaniðurröðun

Djúpt sokknir sem skoða umferðarröð Pepsi Max deildarinnar á vefsvæði KSÍ hafa eflaust rekið augun í að leikur kvöldsins er hluti af 12.umferð deildarinnar sem og leikur FH og Stjörnunar sem hefst á sama tíma. Ástæða þessa er að sjálfsögðu þáttaka liðanna í Evrópukeppni en aðrir leikir umferðinnar fara fram þann 11.júlí næstkomandi.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá Origovellinum þar sem fram fer stórleikur Vals og Breiðabliks.


Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('89)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('73)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('60)
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
13. Anton Logi Lúðvíksson
14. Jason Daði Svanþórsson ('60)
18. Finnur Orri Margeirsson ('89)
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
30. Andri Rafn Yeoman ('73)
31. Benedikt V. Warén

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Ólafur Pétursson
Aron Már Björnsson
Særún Jónsdóttir
Alex Tristan Gunnþórsson

Gul spjöld:
Davíð Ingvarsson ('67)
Gísli Eyjólfsson ('90)

Rauð spjöld: