Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
ÍBV
1
0
Fjölnir
Sigurður Grétar Benónýsson '18 1-0
18.06.2021  -  18:00
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
9. Sito
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('91)
11. Sigurður Grétar Benónýsson ('70)
16. Tómas Bent Magnússon
22. Atli Hrafn Andrason ('85)
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Jón Ingason
6. Jón Jökull Hjaltason ('91)
18. Eyþór Daði Kjartansson
18. Seku Conneh
19. Breki Ómarsson ('85)
27. Stefán Ingi Sigurðarson ('70)

Liðsstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ian David Jeffs
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Felix Örn Friðriksson ('43)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Verðskuldaður ÍBV sigur.
94. mín
Baldur með hjólhest í teignum! Fer í varnarmann. Darraðans í teig ÍBV og spenna í lofti.
93. mín
Mínúta eftir af þessu.
92. mín
Breki í dauðafæri en Sigurjón lokar á hann! Þarna átti ÍBV að gera út um þetta.
91. mín
Inn:Jón Jökull Hjaltason (ÍBV) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV)
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
Smalinn mætir.
89. mín
Fjölnismenn eru ekkert að skapa sér. Algjörlega bitlausir og lausir við sköpunarmátt.
85. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Fjölnir) Út:Hilmir Rafn Mikaelsson (Fjölnir)
Andri á flandri mætir.
85. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
83. mín
Sigurjón ver frá Atla sem er í dauðafæri! Flaggið á loft. Hefði ekki talið.
80. mín
Sigurjón handsamar boltann naumlega á undan Sito. Tíu mínútur eftir.
76. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Daníel Geir Moritz eigandi ÍBV kynnir inn þriðju skiptingu Fjölnis í leiknum.
72. mín
Var þessi ekki inni?? Mér sýndist boltinn fara inn eftir horn ÍBV. En aðstoðardómarinn er betur staðsettur og virtist viss. Ekki mark.
70. mín
Inn:Stefán Ingi Sigurðarson (ÍBV) Út:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Markaskorarinn fer af velli.
68. mín
Felix í hörkufæri! Skotið framhjá. Þarna var þrusufínt færi fyrir ÍBV að bæta við. En ekki nýttist það.
64. mín
Atli Hrafn í fínu færi en skýtur í varnarmann.
62. mín
Eyjamenn farnir að færa sig aftarlega. Spurning hvort Fjölnismenn, sem hafa verið bitlausir til þessa, nái að nýta sér það.
59. mín
Sigurður Grétar vinnur hornspyrnu. Darraðadans eftir spyrnuna og Fjölnir fær svo skyndisókn sem rennur út í sandinn.
55. mín
Guðjón Ernir með fyrirgjöf sem Sigurjón handsamar.
52. mín
Sigurpáll Melberg með bestu tilraun Fjölnis til þessa. Halldór slær boltann yfir. Horn.
46. mín
Inn:Orri Þórhallsson (Fjölnir) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
46. mín
Inn:Hallvarður Óskar Sigurðarson (Fjölnir) Út:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir)
46. mín
Tvöföld skipting hjá Fjölni í hálfleik. Ási reynir að hrista upp í þessu eftir arfadapran fyrri hálfleik.
45. mín
Eins og þau ykkar sem hafa fylgst með lýsingunni skynja glögglega þá er forysta Eyjamanna algjörlega verðskulduð. Fjönismenn verið tempólausir og slakir.

Heimir Hallgrímsson er meðal vallargesta. Sólin farin að skína hér á Hásteinsvelli. Eitthvað sem gleður pottþétt Heimi.
45. mín
Hálfleikur
43. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Missir boltann frá sér og brýtur. Fær réttilega gult.
39. mín
Sito ógnandi og varnarmenn Fjölnis eru í vandræðum með hann.
34. mín
Atli Hrafn kemur boltanum í netið en brýtur af sér í aðdragandanum og Elli Eiriks dæmir aukaspyrnu. Réttur dómur.
32. mín
Fyrsta marktilraun Fjölnis er komin! Sigurpáll Melberg skallar nokkuð yfir markið eftir aukaspyrnu Jóhanns01. Góð spyrna.
26. mín
Sito með marktilraun en er ekki í jafnvægi og hittir ekki á rammann. Helgi Sig líflegur á hliðarlínunni og vill greinilega að ÍBV nýti þessa algjöru yfirburði til að ná inn öðru marki, og komast í þægilegri stöðu.
21. mín
Halldór Páll markvörður ÍBV verið áhorfandi hingað til. Fjölnir nær engan veginn að tengja á milli og hefur ekki átt marktilraun.
18. mín MARK!
Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV)
Stoðsending: Sito
Verðskuldað. ÍBV verið með tögl og haldir.

Sito með frábæra sendingu á Sigurð sem er kominn einn gegn Sigurjóni og klárar frábærlega. Stöngin inn.
16. mín
Sito með brögð og brellur, leikur illa á Dofra og á öfluga fyrirgjöf sem Fjölnismenn koma frá.
11. mín
Öflug skyndisókn hjá ÍBV endar með því að Sito á marktilraun framhjá. Eyjamenn talsvert betra liðið fyrstu mínúturnar.
6. mín
Felix Örn Eyjamaður fær tiltal. Smá skammskamm. Eyjamenn með svona 90% posession fyrstu mínúturnar. Tómas Bent með marktilraun en máttlaus og auðveld fyrir Sigurjón.
1. mín
Leikur hafinn
Fjölnismenn byrjuðu með boltann. Þeir sækja í átt að Slippnum, einum besta veitingastað landsins.
Fyrir leik
Áhorfendur eru að koma sér fyrir á vellinum. Meðal fyrstu manna í stúkuna var Páll Magnússon sem er með rjúkandi kaffibolla. Ingi Sigurðsson er einnig mættur. Tíu mínútur í leik!
Fyrir leik
Fjölnir vann ævintýralegan 2-1 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í síðustu umferð. Bæði mörk Fjölnis komu í uppbótartíma. Hilmir Rafn Mikaelsson, spennandi leikmaður sem er fæddur 2004, skoraði sigurmarkið.

Ásmundur Arnarsson gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu. Guðmundur Karl Guðmundsson er í banni og Baldur Sigurðsson er væntanlega eitthvað meiddur og byrhar á bekknum. Kristófer Reyes og Viktor Andri Hafþórsson koma inn.
Fyrir leik
ÍBV vann Þór 2-1 með flautumarki í síðustu umferð. Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði sigurmarkið þar og er verðlaunaður með byrjunarliðssæti í kvöld. Tómas Bent Magnússon kemur einnig inn í byrjunarliðið. Nökkvi Már Nökkvason tekur út leikbann og Stefán Ingi Sigurðarson fær sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp, og einnig þriðja liðið. Erlendur Eiríksson sér um dómgæsluna í kvöld. Það er nánast logn, völlurinn flottur og allar aðstæður til kappleiks eru uppá 9,5.
Fyrir leik

Fyrir leik
Heil og sæl!

Hér verður fylgst með leik ÍBV og Fjölnis í 7. umferð Lengjudeildarinnar. Tvö lið sem stefna á að vera í Pepsi Max á næsta ári.

ÍBV situr í fimmta sæti með tíu stig, Fjölnir er í öðru sæti með þrettán stig. Ef ÍBV vinnur fer liðið uppfyrir Fjölni á markatölu.

Lengjudeildin er skemmtilegasta deildin.
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('46)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('76)
8. Arnór Breki Ásþórsson
10. Viktor Andri Hafþórsson ('46)
11. Dofri Snorrason
15. Alexander Freyr Sindrason
18. Kristófer Jacobson Reyes
19. Hilmir Rafn Mikaelsson ('85)
22. Ragnar Leósson ('89)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
6. Baldur Sigurðsson ('89)
9. Andri Freyr Jónasson ('85)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson ('46)
16. Orri Þórhallsson ('46)
17. Lúkas Logi Heimisson ('76)
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: