Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Stjarnan
2
1
HK
Hilmar Árni Halldórsson '24 1-0
Emil Atlason '30 2-0
2-1 Stefan Ljubicic '74
Hilmar Árni Halldórsson '75 , misnotað víti 2-1
20.06.2021  -  17:00
Samsungvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 587
Maður leiksins: Heiðar Ægisson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
Björn Berg Bryde
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Magnus Anbo ('84)
7. Einar Karl Ingvarsson ('90)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('76)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson
22. Emil Atlason ('84)

Varamenn:
13. Arnar Darri Pétursson (m)
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
3. Tristan Freyr Ingólfsson
5. Kári Pétursson ('76)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson ('84)
8. Halldór Orri Björnsson ('84)
21. Elís Rafn Björnsson ('90)

Liðsstjórn:
Þorvaldur Örlygsson (Þ)
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ejub Purisevic

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('28)
Björn Berg Bryde ('61)
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ívar Orri flautar til leiksloka.

Öll stigin fara í Garðabæinn en Stjarnan er komið með 10 stig eftir sigurinn.
90. mín
Uppbótartíminn: 3 mínútur
90. mín
Ívar Örn með hornspyrnuna. Mér sýnist það vera Guðmundur Þór sem á skalla að markinu sem endar í höndum Halla Bjöss.
90. mín
HK fær hornspyrnu á 90. mínútu leiksins.
90. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Stjarnan) Út:Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)
88. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
Fyrir brot á Örvari á miðlínunni.
87. mín
Inn:Ólafur Örn Eyjólfsson (HK) Út:Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
86. mín
Ívar Örn með aukaspyrnuna inn í teig en Örvar er dæmdur rangstæður.
85. mín
Örvar sækir aukaspyrnu. Hann er á undan Þórarni Inga í boltann sem brýtur á Örvari í kjölfarið, á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar.
84. mín
Inn:Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) Út:Magnus Anbo (Stjarnan)
84. mín
Inn:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) Út:Emil Atlason (Stjarnan)
79. mín
Þetta mark HK gefur lífinu mikið líf enda var fátt sem benti til þess að HK væri að fara minnka muninn.
78. mín
Vítaklúður Hilmars Árna er það fjórða í Pepsi Max-deildinni í dag. Þrjú víti fóru forgörðum í leik KA og Vals fyrr í dag.
76. mín
Inn:Kári Pétursson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Fyrsta skipting Stjörnunnar í dag.

Þorsteinn Már átt brakandi fínan leik og eldsprækur á hægri vængnum.
75. mín Misnotað víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Slök spyrna Hilmars sem Arnar Freyr ver.

Eða er ekki alltaf klassískt að þegar vítaspyrna er varin, að spyrnan sé léleg?
75. mín
VÍTI! Stjarnan fær víti!

Ég var að lýsa marki HK og skrifa inn skiptingu HK þegar Ívar Orri dæmir vítaspyrnu. Ásgeir Börkur brýtur á Þorsteini Má innan teigs.
74. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (HK) Út:Birnir Snær Ingason (HK)
Skipting strax í kjölfar marksins.
74. mín MARK!
Stefan Ljubicic (HK)
Stoðsending: Örvar Eggertsson
Varamennirnir sáu alfarið um þetta eða svona...

Eftir barning við endalínuna vinna HK boltann, Örvar sendir á nærstöng þar sem Stefan kemur á nærstöngina og nær boltanum framhjá Halla.
69. mín
Þorsteinn Már með þrumu skot innan teigs en framhjá markinu.
67. mín
Inn:Stefan Ljubicic (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
Valgeir hefur átt betri frammistöðu í HK treyjunni. Hann var ekki líkur sjálfum sér.
67. mín
Inn:Örvar Eggertsson (HK) Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
Tvöföld skipting.
61. mín Gult spjald: Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Brýtur á Jón Arnari á miðjum vallarhelmingi HK.
60. mín
Þorsteinn Már með fyrirgjöf sem Guðmundur Þór hreinsar í horn. Stjörnumenn eru líklegri að bæta í eins og staðan er þessa stundina.
59. mín
Sóknarleikur HK er ansi bitlaus. Það hlýtur að styttast í að Stefan Ljubicic komi til sögu hér í dag.
57. mín
Eyjólfur Héðinsson með skot utan teigs sem fer í Atla Arnarson og aftur fyrir. Þetta virðist hafa farið í hendina á Atla en hann var með hendina meðfram líkamanum.

Stjörnumenn mótmæltu aðeins en þó ekki af miklum þunga. Þeir virðast vita að það þýði ekkert að deila við dómarann.
56. mín
Hornspyrna Einars Karls á fjærstöngina sem Brynjar Gauti nær ekki almennilega til og boltinn aftur fyrir.
55. mín
Þorsteinn Már reynir fyrirgjöf sem Ívar Örn fer fyrir og Stjarnan fær hornspyrnu.
52. mín
Valgeir fær boltann innan teigs hjá Stjörnunni en rennur í skotinu sem verður því máttlaust og engin hætta skapast. Valgeir óheppinn þarna. Var í fínni stöðu til að gera töluvert meira en raun bar vitni.

46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri hefur flautað til hálfleiks.

Verðskulduð tveggja marka forysta Stjörnunnar í hálfleik.
43. mín
BIRKIR VALUR BJARGAR Á LÍNU!

Brynjar Gauti með skalla eftir hornspyrnu frá Hilmari Árna en Birkir Valur kemur HK-ingum til hjálpar á ögurstundu og bjargar á línu!
41. mín
Aukaspyrna Hilmars Árna fer beint í höfuðið á Ásgeiri Berki sem liggur eftir.
39. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Brýtur á Magnus Anbo rétt fyrir utan vítateig HK. Stórhættulegur staður.
38. mín
SKALLI Í SLÁ!

Magnus Anbo með skalla í slá eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni. Þarna skall hurð nærri... hælum.
37. mín
Anbo með skalla í átt að markinu eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni en boltinn í varnarmann HK og aftur fyrir. Stjarnan fær hornspyrnu.
36. mín
Daninn, Magnus Anbo með skot utan teigs sem Arnar Freyr ver.
34. mín
Arnþór Ari með athyglisverða marktilraun sem fer rétt framhjá fjærstönginni. Ég þori ekki að segja til um það hvort þetta hafi verið fyrirgjöf eða skot en það skapaðist smá hætta þarna, ég tek það ekki af Arnþóri.
32. mín
Birnir Snær með skot utan teigs sem Haraldur ver auðveldlega. Þægileg skutla sem Haraldur þurfti að taka til að hafa fyrir þessu.
30. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Þorsteinn Már Ragnarsson
Stjarnan komið í 2-0. Keimlíkt fyrra markinu.

Þorsteinn Már með fyrirgjöf frá hægri sem Emil Atlason flugskallar í netið. Einn og óvaldaður.
28. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Ívar Orri spjaldar Brynjar Gauta fyrir tæklingu á miðlínu vallarins. Brynjar Gauti of seinn í boltann og stöðvar hraða sókn HK-inga.

Brynjar Gauti hinsvegar meiðist í kjölfarið og þarf á aðhlynningu að halda. Hann virðist þó vera klár í slaginn eftir að töframaðurinn, Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari Stjörnumanna hafi komið inná völlinn.
26. mín
HK-ingar svara af krafti eftir að hafa lent undir. Jón Arnar fær boltann innan teigs, leggur boltann út á Birni Snæ sem á skot rétt framhjá fjær stönginni.

HK-ingar vildu fá hornspyrnu en Ívar Orri var ósammála því.
24. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
Það held ég nú. Heimamenn eru komnir yfir!

Hilmar Árni Halldórsson stýrir knettinum auðveldlega í netið eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni frá hægri.
22. mín
Birnir Snær með laflaust skot utan teigs sem Haraldur Björnsson á ekki í vandræðum með að verja.

Það er líf í HK-ingum þessa stundina.
19. mín
Jón Arnar sleppur í gegn og er felldur af Haraldi Björnssyni en JAB er réttilega dæmdur rangstæður.
18. mín
Þorsteinn Már með þægilega fyrirgjöf fyrir Arnar Frey í markinu að grípa, sem hann gerir.
16. mín
Jón Arnar Barðdal með skot innan teigs yfir mark Stjörnunnar.
14. mín
Eftir að Stjarnan hafi mest megnis verið með boltann fyrstu mínútur leiksins eru HK-ingar aðeins farnir að halda boltanum og komnir meira inn í leikinn.
13. mín
Þórarinn Ingi með fyrirgjöf sem er skölluð frá af HK-ingum. Boltinn berst út fyrir teiginn þar sem Einar Karl gerist brotlegur.
12. mín
Ívar Örn sem aukaspyrnuna sem Heiðar Ægisson skallar frá. Boltinn endar aftur hjá Ívari sem á skot meðfram jörðinni beint á Harald í markinu. Máttlaust og engin hætta þar á ferð.
11. mín
Þórarinn Ingi brýtur á Valgeiri við hliðarlínuna við móts við vítateiginn hægra megin. HK-ingar fá aukaspyrnu.
10. mín
Björn Berg Bryde með skalla tilraun að marki HK sem virðist fara í varnarmenn HK-inga og yfir markið. Stjarnan fær aðra hornspyrnu. Sem ekkert verður úr.
7. mín
Þorsteinn Már með fyrirgjöf innan teigs sem Birkir Valur skallar aftur fyrir í horn af fjærstönginni. Stjörnumenn mjakast ofar og ofar á völlinn.
5. mín
Einar Karl Ingvarsson hefur átt tvær daprar sendingar í upphafi leiks. Í báðum tilvikum var hann að reyna koma boltanum út á vængmenn Stjörnunnar en báðar hafa þær farið víðsfjarri samherja og endað útaf vellinum.
4. mín
Þetta byrjar allt frekar rólega hér en Stjarnan hefur verið meira með boltann fyrstu mínúturnar og reynt að byggja upp sóknir án árangurs. HK-ingar eru þéttir fyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað. Stjarnan sækir í átt að Hafnarfirði í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Jæja það fer að styttast í leikinn. Sjö mínútur. Bæði lið eru farin inn í klefa og áhorfendum fjölgar hér í stúkunni með hverri mínútunni. Það er hinsvegar ansi fámennt enn sem komið er.
Fyrir leik
Líkt og áður hefur verið greint frá er Þórarinn Ingi Valdimarsson í byrjunarliði Stjörnunnar í dag. Það eru mikil gleði tíðindi þar sem þetta er hans fyrsti byrjunarliðs leikur frá því hann sleit krossband í lok júní mánaðar sumarið 2019. Þórarinn hefur komið við sögu í síðustu leikjum Stjörnunnar sem varamaður en kemur nú inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Viktor Bjarki aðstoðarþjálfari HK tekur út seinni leik sinn í leikbanninu sem hann fékk fyrr í mánuðinum. Hann er mættur á leikinn og sat í róleg heitunum fyrir aftan stúkuna þar sem sólin skín. Hann situr líklega þar eins lengi og hann getur fram að leik enda engin sól í stúkunni.

Hann fékk rautt spjald fyrir hegðun sína á hliðarlínunni í sigri HK gegn Leikni í Pepsi Max-deildinni.
Fyrir leik
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar gerir tvær breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn FH í vikunni. Þórarinn Ingi Valdimarsson og Emil Atlason koma inn í byrjunarliðið og þeir Tristan Freyr og Elís Rafn taka sér sæti á varamannabekknum í staðin.

Martin Rauschenberg er á láni frá Stjörnunni og því ekki með HK í dag og þá fær Stefan Alexander Ljubicic það hlutverk að byrja á bekknum. Inn í HK-liðið koma þeir Atli Arnarson og Leifur Andri Leifsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár. Bæði lið gera tvær breytingar á sínum liðum frá síðasta leik.
Fyrir leik
Eftir góðan 2-1 sigur á Leikni í 7. umferðinni fóru HK-ingar stigalausir heim úr Keflavíkinni í síðustu umferð. Stjarnan kemur hinsvegar inní þennan leik í dag með ágætis magn af sjálfstrausti myndi ég halda eftir 2-1 sigur á Val í næst síðustu umferð þar sem Hilmar Árni Halldórsson og Heiðar Ægisson skoruðu mörk Stjörnumanna. Í síðustu umferð gerðu þeir síðan 1-1 jafntefli gegn FH.
Fyrir leik
Albert Hafsteinsson leikmaður Fram sem hefur farið á kostum í Lengjudeildinni var fenginn til að spá fyrir um leikina í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Hann spáði Stjörnunni sigri í leiknum í dag.

Stjarnan 2 - 1 HK (17:00 í dag)
Stjörnumenn eru aðeins að vakna til lífsins og ég held að þeir hirði öll stigin og hætta þar með formlega í þessari botnbaráttu. Emil Atla mætir með hnífasettið gegn sínum gömlu félögum og skorar tvö. Viktor Bjarki fær rautt frá Ívari dómara eftir munnsöfnuð. Sárabótamark í restina frá Gumma Júl.
Fyrir leik
Ég trúi ekki öðru en að bæði lið myndu þiggja þrjú stig hér í dag. Stjarnan situr í 9. sæti deildarinnar með sjö stig á meðan HK er í sætinu fyrir neðan stigi á eftir.

HK á hinsvegar leik inni á Stjörnuna en það er stutt í fallsætin þar sem ÍA og Keflavík eru með fimm og sex stig.
Fyrir leik
Góðan daginn kæri lesandi og velkominn í beina textalýsingu frá Samsungvellinum í Garðabæ. Stjarnan - HK í Pepsi Max-deild karla er framundan.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('87)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Birnir Snær Ingason ('74)
8. Arnþór Ari Atlason ('67)
17. Valgeir Valgeirsson ('67)
17. Jón Arnar Barðdal
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson

Varamenn:
3. Ívar Orri Gissurarson
7. Örvar Eggertsson ('67)
10. Ásgeir Marteinsson ('74)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson ('87)
16. Eiður Atli Rúnarsson
30. Stefan Ljubicic ('67)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ólafur Örn Ásgeirsson

Gul spjöld:
Leifur Andri Leifsson ('39)

Rauð spjöld: